Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 29 UMRÆÐAN FYRSTU helgina í september var mér boðið sem alþingismanni að sitja fjórðungsþing Vestjarða þar sem Valgerður Sverrisdóttir byggðamálaráðherra fór mikinn við að mæra árangur ríkisstjórn- arinnar í byggðamálum. Taldi hún mikinn árangur hafa náðst og að helst mætti kenna genginu um það sem miður hefði farið. Í umræðum um Vaxtarsamning Vest- fjarða lagði ég áherslu á mikilvægi byggða- mála og talaði um að hér væri verið að ræða um Ísland fram- tíðarinnar, ef ekki yrði tekið á myndum við enda í borgríki. Ég minnti á þau orð núverandi forsætis- ráðherra að nú væri komið að Norðvest- urkjördæminu í at- vinnuuppbyggingu og sagði eitthvað á þá leið að um- ræddur vaxtarsamningur væri fal- legur pappír prentaður í Reykjavík en innihaldið mjög rýrt og ekki í neinu samræmi við þá alvarlegu stöðu sem er víða í atvinnumálum Vestfirðinga. Ég benti á þá stað- reynd að vaxtarsamningnum fylgdu aðeins um 70 milljónir inn á svæðið á sama tíma og á Aust- fjörðum væri verið að framkvæma fyrir nokkur hundruð þúsund millj- ónir. Ég fjallaði enn fremur um að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur hefðu ítrekað tekið ákvarðanir sem hafa gengið þvert á hagsmuni byggðarinnar á Vestfjörðum, s.s. um hækkun á sementsverði um tugi ef ekki hundrað prósent, stór- hækkað rafmagnsverð á lands- byggðinni, niðurskurð á vegafé og að þeir hefðu svikist um að koma á öruggu gagnaflutningasambandi á svæðinu. Að auki minntist ég lauslega á þá augljósu staðreynd að fisk- veiðistjórnunin hefði gengið þvert á hagsmuni Vestfirðinga og að það væri fádæma ósvífni að kynna hana á alþjóðavettvangi þar sem hún hefur skaðað þjóðarhag. Tók ég sem dæmi að þrátt fyrir að alltaf hefði verið farið eftir ráð- lagðri veiði hvað varðar rækju hefðu stofn og afli minnkað. Einnig er sérstakt að þrátt fyrir svokallað „besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi“ þolir útvegurinn ekki hátt gengi íslensku krónunnar. Mætti þó ætla að útvegurinn hefði borð fyrir báru og þyldi hækkandi gengi. Að lokum endaði ég ræðu mína á því að segja að gengi íslensku krónunnar félli ekki af himnum of- an, heldur væri það ríkisstjórninni að kenna. Erfið umræða fyrir stjórn- arflokkana sem á að þagga niður Umræðan um byggðamál er mjög skiljanlega erfið fyrir sveitarstjórn- arfulltrúa stjórn- arflokkanna, Fram- sóknarflokk og Sjálfstæðisflokk, á Vestfjörðum enda hef- ur ríkisstjórn þessara flokka leikið Vestfirði hart. Forseti bæj- arstjórnar á Ísafirði, Birna Lárusdóttir, hélt því fram að gagn- rýnin umræða um byggðamál ætti ekki heima á fjórðungs- þingum Vestfirðinga. Alþingismenn Norðvesturkjördæm- isins lentu í þeirri stórundarlegu uppákomu að vera boðið til þings og að taka til máls en síðan var sett ofan í við þá úr því að skoð- anir þeirra voru ekki þóknanlegar kvótabrasksflokkunum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Það hefði þó verið sök sér ef það hefði verið gert með einhverjum málefna- legum rökum en svo var alls ekki. Einu rökin sem dregin hafa verið fram eru að það eigi ekki að ræða vandamál, heldur eingöngu lausnir, og að miklu nær sé að stunda upp- byggilega umræðu. Öll gagnrýnin umræða var sögð ólundarleg. Þetta eru í raun stórfurðuleg rök. Hvernig er hægt að finna lausnir á einhverjum vanda ef ekki má ræða sjálft vandamálið? Ég er einnig sannfærður um að meint geðprýði stjórnmálamanna skiptir ekki höfuðmáli um hvort íbúar neyðast til að flytjast í burtu af landsbyggðinni! Ef svo væri þá væri það mikill áfellisdómur yfir forystumönnum bæði í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki sem hafa ráð- ið ferðinni síðasta áratuginn í land- stjórninni og í sveitarstjórnum á Vestfjörðum. Unga fólkið á Vestfjörðum Á fjórðungsþinginu var afar at- hyglisvert og fróðlegt að hlýða á framlag ungs fólks á þinginu undir yfirskriftinni „Framtíð ungs fólks á Vestfjörðum“. Það var greinilegt að unga fólkið þráði heitt að sjá fram á uppgang og bjarta framtíð á Vestfjörðum og lagði fram mjög áhugaverðar tillögur sem vert er að hrinda í framkvæmd. Það setti hins vegar að mér ákveðinn ugg að unga fólkið tjáði sig ekkert um sjávarútveg, undirstöðuatvinnu- grein Vestfjarða og landsins alls. Þessi þögn segir sína sögu um að unga fólkið sér fá tækifæri í harð- lokuðu kvótakerfi. Þessu kerfi þarf að breyta eins og Frjálslyndi flokk- urinn hefur margoft lagt til, til þess að tryggja nýliðun ungs fólks í atvinnugreininni. Það hlýtur að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir hvaða atvinnugrein sem er þegar búið er að girða fyrir að nýir aðilar geti haslað sér völl. Er forseti Ísafjarðarbæjar að gæta hagsmuna Ísfirðinga? Það er vert að velta fyrir sér hvað forseta bæjarstjórnar Ísa- fjarðarbæjar gangi til þegar ítrek- að er reynt að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu um ákvarð- anir stjórnvalda sem hafa komið Ísfirðingum illa. Öllum má ljóst vera að það þjónar ekki hags- munum Ísfirðinga og þess vegna er einsýnt að forsetinn er það hús- bóndahollur að hann tekur þrönga flokkshagsmuni fram yfir hags- muni Ísfirðinga. Húsbóndahollusta Sigurjón Þórðarson fjallar um byggðamál ’Hvernig er hægt aðfinna lausnir á ein- hverjum vanda ef ekki má ræða sjálft vanda- málið?‘ Sigurjón Þórðarson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HINN 30. ágúst fjölluðu Stak- steinar Morgunblaðsins um kanad- íska kvikmynd um Adolf sáluga Hitler, en mynd þessi hafði nokkru áður verið sýnd í Ríkissjónvarpinu. Samkvæmt myndinni ætlaði Hitler að fyrirfara sér, en Staksteinahöf- undur bendir á aðrar heimildir, bók um Hitler, þar sem kemur fram að ekki séu gögn fyrir hendi sem bendi til sjálfsvígstilraunar hans. Í fram- haldi af þessu leggur höfundur Staksteina áherslu á að heimild- armyndir gefi sem sannasta sýn af sögulegum atburðum og að ekki megi „rangfæra þá með sviðsetn- ingu, sem er tilbúningur“. Má sann- arlega taka undir þau orð. (Vonandi tekur Clint Eastwood tillit til þessa.) Á heimsstyrjaldarárunum síðari var tekinn aragrúi kvikmynda af hernaðarátökum af öllu tagi. Þótt ekki væri um beinar rangfærslur að ræða var tilgangurinn ætíð sá að vegsama framgöngu eigin manna og stappa stáli í fólk. Túlkun sömu at- burða var því t.d. gerólík eftir því hvort Bretar eða Þjóðverjar sögðu frá og er það enn glöggt í minni þeirra, sem hlustuðu á fréttir Rík- isútvarpsins á stríðsárunum. Það má því til tíðinda telja að árið 2002 lauk þýskt kvikmyndafyrirtæki við heimildarmynd um orustuna miklu um Stalíngrad, og er þessi mynd sett saman úr fréttamyndum, sem kvikmyndatökumenn þýsku og rússnesku herjanna tóku af atburð- unum sjálfum. Enginn hluti mynd- arinnar er leikinn, allt er raunveru- legt og myndin sýnir aðeins það sem gerðist, hryllingur stríðsins ófegr- aður, engu skotið undan. Sönn heim- ildarmynd sem stendur undir nafni. Í janúar 2002 var myndin fyrst sýnd á ZDS-sjónvarpsstöðinni þýsku, í sama mánuði í Danmörku á DR-2 stöðinni og síðan í flestum löndum Evrópu, en ekki enn hér á landi. Hlutu Þjóðverjar mikið lof fyrir gerð þessarar einstöku heim- ildarmyndar, sem hefur verið nefnd mesta stríðsmynd allra tíma. Eins og flestir vita ollu innrásin í Frakkland og orustan mikla um Stalíngrad straumhvörfum í síðustu heimsstyrjöld. Þjóðverjar réðust á Stalíngrad 22. ágúst 1942 og stóð or- ustan um borgina linnulaust til 2. febrúar 1943, er Þjóðverjar voru gersigraðir. Um 100 þúsund þýskir hermenn voru teknir til fanga en um 200 þúsund manns, hermenn og óbreyttir borgarar, týndust, frusu í hel eða urðu hungurmorða. Nú eru 60 ár liðin frá stríðslokum og mál til komið að sýna þessa ein- stöku heimildarmynd hér. Hún sýn- ir ekki eingöngu einn örlagaríkasta atburð 20. aldar og villimennsku allra stríða, heldur uppfyllir einnig þær kröfur um heiðarleika, sem höf- undur Staksteina vill gera til heim- ildarmynda og vikið er að í upphafi þessa pistils. INGVAR HALLGRÍMSSON, Espigerði 12, Reykjavík. Um heimildagildi heimildarmynda Frá Ingvari Hallgrímssyni: ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS – Fréttir í tölvupósti H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Lið-a-mót FRÁ Extra sterkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.