Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 23 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Þeir sem heimsækja San Francisco ættu endilega að skreppa aðeins út fyrir borgina og skoða sig um þar í nágrenninu. Til dæmis tekur aðeins um klukkustund að aka til Napa- dalsins (Napa Valley) en þar slær hjarta vínframleiðslu í Kaliforníu. Hlíðarnar eru þaktar vínviði og gaman að heimsækja vínbúgarða, smakka vín og versla. Napa Valley er norður af San Francisco og nafnið er komið úr tungumáli Wappo- indíána sem byggðu þetta svæði áð- ur en fyrstu landnemarnir komu þangað árið 1823. Þeir sem ekki eru á bíl geta tekið Vínlestina (Napa Valley Wine Train) sem keyrir í gegnum dalinn á þrem- ur klukkustundum og í henni er bor- inn fram úrvals matur og eðalvín, fyrir þá sem slíkt kjósa. Fjölmargar rútur fara í dagsferðir um Napa dal- inn og einnig er boðið upp á útsýn- isferðir þangað í loftbelg og þeir allra hraustustu leigja sér hjól. Fegurðin í vínræktinni Í Napa-dalnum eru yfir 250 vín- framleiðendur enda hentar loftslagið og jarðvegurinn þar mjög vel til vín- ræktar. Að öðrum ólöstuðum er óhætt að mæla með heimsókn á vínbúgarð Roberts Mondavi (Robert Mondavi Winery), en Robert Mond- avi er ókrýndur leiðtogi bandarískra vínframleiðenda og á búgarði hans er tekið einstaklega vel á móti gest- um. Þar er hægt að skoða sig um, bæði utandyra sem og innandyra þar sem tunnurnar liggja í löngum röðum og snyrtimennskan og feg- urðin er greinilega í hávegum höfð. Verslun er á staðnum þar sem hægt er að kaupa Mondavi-vín, úrvals ólífuolíur, bækur um mat og vín og ýmislegt annað girnilegt. Ef haft er samband fyrirfram er hægt að panta mat og vín í sérstökum sal (Vineyard Room), þar sem sjóðheitt áhugafólk um vín og matargerð getur setið undir fróðlegri dagskrá um lysti- semdirnar og smakkað ólík vín. Sumarhátíð er árlegur viðburður á vínbúgarðinum hjá Robert Mondavi og í júlímánuði síðastliðnum var að- algesturinn enginn annar en Julio Iglesias. Sumir töldu hann brjálaðan Robert Mondavi er af ítölskum ættum, fæddur í Bandaríkjunum en foreldrar hans voru ítalskir innflytj- endur. Hann byggði eina stærstu víngerðina í Napa-dalnum árið 1966, en þá var hann kominn yfir fimm- tugt og var staurblankur, svo að margir álitu að hann væri orðinn brjálaður. En hugsjónakrafturinn og ástríðan komu honum þangað sem hann ætlaði sér og hann var meðal þeirra fyrstu sem fluttu út gæðavín frá Bandaríkjunum til Evr- ópu á áttunda áratugnum. Nú er Ro- bert Mondavi orðinn 92 ára og í fullu fjöri og vínframleiðsla hans er enn í blóma, þó að hann komi ekki lengur sjálfur að rekstrinum. Indíánarnir sögðu „skál“ Mikil ástríða liggur að baki öllu því starfi sem innt er af hendi á bú- garðinum og þar er litið á vínfram- leiðslu sem listgrein. Robert Mond- avi segir að vína eigi fyrst og fremst að njóta og þau skuli nota á góðum stundum til að krydda samveru með öðru fólki. Takmark hans hefur ævinlega verið að sameina evrópska vínmenningu og hefðir, sem for- eldrar hans báru meðal annars með sér frá heimalandinu, við nýjustu stefnur og strauma frá Bandaríkj- unum. Þess má geta að þegar Halldór Ásgrímsson heimsótti búgarð Ro- berts Mondavi í sumar, þá tjáði hann leiðsögumanni þeim sem leiddi hann um svæðið að skiptar skoðanir væru á því hverjir hefðu komið fyrstir til Ameríku og því til staðfestingar sagði hann að þegar Kólumbus kom til Ameríku og opnaði sitt besta vín til að fagna með indíánunum, sögðu þeir „skál“, af því að Íslendingar höfðu komið þar á undan.  KALIFORNÍA | Vínbóndinn Robert Mondavi lítur á vínrækt sem listgrein Vínsmökkun í Napadalnum Endalausar og fagrar breiður af vínviði eru allt í kringum vínbúgarðinn. Morgunblaðið/Þorkell Eðalhvítvíni hellt í glös fyrir vín- smökkun hjá Robert Mondavi. Napa Valley Visitors Bureau, 1310 Napa Town Center. s: (707)226– 7459 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.