Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.09.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2005 33 MINNINGAR ✝ Ásgeir ArnarJónsson fæddist á Húsavík hinn 17. nóvember 1954. Hann lést af slysför- um um borð í togar- anum Hauki EA hinn 1. september síðastliðinn. For- eldrar hans eru þau Hrefna Steingríms- dóttir frá Húsavík og Jón Grétar Hilm- arsson. Ásgeir var elstur í röð fimm al- systkina. Yngri systkini hans eru Ásdís Kolbrún, Steingrímur Arnar, Margrét El- ísabet og Anna Gunnhildur. Þá átti Ásgeir tvo hálfbræður sam- mæðra, tvíburabræðurna Þóri og Hrafn Karlssyni. Ásgeir ólst upp á Húsavík og byrjaði ungur að stunda sjóinn og varð sjómennsk- an hans lífsstarf. Ásgeir eignaðist sjö börn. Þau eru: Páll Skúli, f. 1971. Móðir hans er Ágústa Pálsdóttir. Eva Jóna, f. 1972, móðir hennar er Kristín Ingólfsdótt- ir. Elísa Hörn, f. 1976, en hana átti Ásgeir með fyrri konu sinni, Klöru Sigurðardóttur. Ás- geir og Klara slitu samvistir. Seinni kona Ásgeirs er María Mikaelsdóttir. Þau slitu samvistir 2004. Börn þeirra eru: Íris Hörn, f. 1983; Mikael Þór, f. 1985. Ílóna Sif, f. 1991, ogAðal- björg, f. 1995. Barnabörn Ásgeirs eru fimm. Útför Ásgeirs verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Skjótt skipast veður í lofti segir máltækið og það átti við þegar við fengum þær fregnir 2. september að þú hefðir lent í slysi kvöldið áð- ur og látist. Nú kemur þú ekki yfir götuna til okkar í kaffi og spjall eins og áður og þess eigum við eftir að sakna. Enginn góður vinur sem býr í hús- inu á móti. Það er sárt að horfa yfir og sjá að enginn vinur situr í tröppunum eða veifar úr eldhúsglugganum. Þegar maður sest og hugsar þá rifjast upp margar og góðar minn- ingar um þig. Þú og Maja ásamt börnum ykkar, Írisi, Mikka, Ílónu og Aðalbjörgu og við Pétur ásamt okkar börnum áttum góðar stundir. Börnin okkar ólust upp saman hér í götunni og mikill var sam- gangur á milli heimila okkar og alltaf vorum við velkomin í Urðar- gerði 4 og krakkarnir okkar hlupu á milli. Árið 1999 dó síðan sonur okkar Péturs, hann Pétur Davíð, og þú sýndir okkur svo mikla hlýju og til- finningar, grést hjá okkur og sagð- ir þetta ekki vera sanngjarnt. Já, Geiri minn, þá sýndir þú mér hvaða mann þú hafðir að geyma, mikil til- finningavera og góð sál. Það vil ég þakka þér og við hér öll. Enda verður þú aldrei gleymdur. Hver gleymir góðum vini? „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Þessi orð eru skrifuð og þeim trúi ég. Allt líf heldur áfram að lifa. Sálin mun lifa, þú lifir á öðrum stað en áður. Og ég veit og er sannfærð um að við öll hittumst aftur og ég vona heitt og innilega að ástvinir þínir hafi þessa trú, það fleytir þeim langt í sorginni. Þau öll eiga um sárt að binda og ég mun biðja fyrir þeim og þér. Elsku Geiri minn, við hér í Urðargerði 3 þökkum góðar stund- ir og eigum eftir að sakna þín. Anna Soffía Halldórsdóttir. ÁSGEIR ARNAR JÓNSSON sem fórum út á fjörð í skektunni og svo skall á þoka ... Brosið þitt fallega, afi, mun fylgja mér alla leið yfir höfin til Svíþjóðar og Argentínu og alla ævi. Hvíldu í friði. Helen. Elsku langafi er látinn. Við erum ríkari fyrir að hafa átt hann að og fyrir að hafa fengið að kynnast hon- um. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Góður Guð verndi og blessi ömmu okkar, Guðnýju í Stöð. Kveðja, Dagbjartur Már og Natalía Guðrún. Ég kynntist Jóhannesi fyrir 30 ár- um þegar Hansína yngsta dóttir hans giftist Sigurði bróður mínum. Hún var mikill happafengur fyrir bróður minn og okkur hin í fjölskyld- unni og það er óhætt að segja það sama um foreldra hennar þau Jó- hannes og Guðnýju Þorbjörnsdóttur. Þau voru einstök hjón, svo samhent og sátt við lífið að það er þakkarvert að hafa fengið að kynnast þeim. Jóhannes var lærður rennismiður og vann í vélsmiðjunni Héðni þegar þau hjónin ákváðu að flytja af möl- inni og hefja búskap á Stöð við Stöðv- arfjörð. Þar bjuggu þau þegar kynni okkar hófust. Ég hef oft komið að Stöð og alltaf var tekið einstaklega vel á móti mér. Heimilislífið einkenndist af ró, hlýju og umhyggju en jafnframt lífi og gleði. Það var heilsubætandi fyrir mig stressaðan borgarbúann að dvelja þar hjá Guðnýju og Jóhannesi þó ekki væri ég mjög sólgin í grasa- teið sem þau gáfu mér. Síðustu árin höfðu þau hjónin vetursetu á Aflagranda í Reykjavík en þegar voraði héldu þeim engin bönd og þá fóru þau heim að Stöð þar sem þau dvöldu langt fram á haust. Jóhannes var ern og hress þar til fyrir stuttu að hann kenndi þess meins sem dró hann til dauða. Það er ótrúlega stutt síðan hann hljóp upp um öll fjöll og eltist við rolluskjátur eða tíndi fjallagrös og aðrar lækn- ingajurtir. Jóhannes var mjög vinnusamur. Ef hann var ekki að vinna utanhúss þá fann hann sér eitthvað að fást við innanhúss. Í kjallaranum á Stöð var lítið verkstæði og hann smíðaði þar ýmsa nytjahluti, auk þess sem hann var liðtækur við heimilisstörfin. Þau Jóhannes og Guðný áttu mörg áhugamál sem þau stunduðu eftir að þau komust á efri ár. Þau fóru ekki alltaf troðnar slóðir. T.d. settu þau upp í borðstofunni á Stöð skífu til að æfa pílukast og þar kepptu þau hvort við annað eða við gesti. Skífan gaf frá sér alls kyns hljóð og ef kastið var vel heppnað brutust út mikil fagnaðar- læti í skífunni, ungum og öldnum til ómældrar skemmtunar. Það er margs að minnast en sú mynd sem oftast kemur upp í huga minn er frá Stöð. Við sátum í borð- stofunni, Guðný heklaði af miklum móð og sagði okkur Sínu frá því þeg- ar þau Jóhannes „fóru vitlausu meg- in við Strútinn“ en það mun hafa ver- ið brúðkaupsferð þeirra. Frásögnin var krydduð miklum hláturkviðum sögukonunnar. Jóhannes sat við hlið konu sinnar, skaut inn einu og einu orði, ýmist kímdi eða hló og horfði á hana með innilegri ástúð og hlýju. Eftirfarandi vísa eftir Pál Ólafsson gætu verið orð Jóhannesar: Læt ég fyrir ljósan dag ljós um húsið skína, ekki til að yrkja brag eða kippa neinu í lag, heldur til að horfa á konu mína. Guðný hefur nú misst lífsförunaut sinn eftir tæplega 70 ára farsæla samveru. Við biðjum að hún fái styrk til að takast á við söknuðinn og miss- inn. Ingibjörg Pétursdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs föður okkar, afa og langafa, STEFÁNS GUNNARSSONAR frá Skipanesi. Sérstaklegar þakkir til starfsfólks dvalarheim- ilisins Höfða á Akranesi fyrir frábæra umönnun síðustu árin. Guð blessi ykkur öll Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Ármann Stefánsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Svandís Stefánsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför SESSELJU MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR, Faxaskjóli 18, Reykjavík. Ólafur Jón Briem, Eiríkur Atli Briem, Ásdís Halla Arnardóttir, Anna Margrét Briem, Gunnar Páll Pálsson, Benta Magnea Briem, Tryggvi Níelsson, Þóra Kristín Briem, Kristín Þórðardóttir, Þórður Magnússon, Rósa Sigurðardóttir, Auður Magnúsdóttir og barnabörn. Við færum alúðarþakkir öllum þeim sem vottuðu samúð og létu í ljós vinarhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, ÞYRI ÞORLÁKSDÓTTUR MYERS. Við þökkum ekki síst þeim sem önnuðust hana svo vel í veikindum hennar. Ragnheiður Kristjana Þorláksdóttir, Helgi Þorláksson, Auður Guðjónsdóttir, Nanna Þorláksdóttir, Hjörtur Torfason, Ingi Sörensen, Ellen Sörensen. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, NÍNU KRISTBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Kjalarsíðu 14b, Akureyri. Áslaug, Elísabet, Henríetta, Davíð og Ægir Kristinsbörn og aðrir aðstandendur. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Þegar ég skrúfaði nýja fætur undir rúm sonar míns í sumar varð mér hugsað til vinar okkar Jóns Skafta. Hann hafði a.m.k. tvisvar sinnum veitt mér hjálp með að lagfæra þá gömlu. Þarna voru verksummerkin fyrir framan mig: Undir einum fætinum var komin styttri skrúfa en undir hinum. Undir annarri skrúfu var komin þykkri skífa, undir þeirri þriðju voru skífurnar tvær. Hvert atriði var útpælt og komið fyrir af mikilli nákvæmni. Þá fór ég að hugsa til þess þegar ég hafði fest kaup á gömlu húsi í Heiðar- gerðinu. Fyrst tóku við svolitlar endurbætur. Þá var Nonni með í ráðum og mér innan handar; hvort sem um var að ræða heilræði, lán á verkfærum eða grúsk í hillum Axelsbúðar eða Brynju á Lauga- vegi í leit að hárrétta efninu til endurbótanna. Hann var botnlaus brunnur góðra ráða og það lék allt í höndunum á honum. Það var gott að eiga hann að. Það eina sem ég gat gert í stað- inn var að mála eða gefa einhver ráð hvað það varðar. Einu sinni málaði ég svo húsið að utan. Það var ekki einu sinni allt húsið sem ég málaði, heldur bara steinninn og ég var ekkert einn við þetta því hann dró ekkert af sér sjálfur og Óli tók líka ein- hvern þátt í þessu. Að því verki loknu var hann svo þakklátur að ég hef ekki hitt þakklátari mann og ekki fengið þéttara handtak eða faðmlag, hvorki fyrr né síðar. Hann var ánægður með mig þá. Daginn eftir var hann svo kominn heim til mín með tommustokk til að mæla fyrir niðurföllum á húsið. Þau smíðaði hann svo og kom fyrir utan á húsinu. Ég var ánægður með hann þá. Ég kynntist Jóni Skafta þegar ég flutti á Skagann og fór í Fjöl- brautaskólann. Þá leigði ég her- JÓN SKAFTI KRISTJÁNSSON ✝ Jón SkaftiKristjánsson vélstjóri fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1937. Hann lést á heimili sínu þriðju- daginn 16. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 25. ágúst. bergið í kjallaranum hjá þeim Grétu. Okk- ur varð strax vel til vina. Ég sótti í ör- yggið sem fylgdi því að einhver fylgdist með mér og sýndi áhuga á því sem ég var að gera. Ég fór að láta þau vita af ferðum mínum, hvað ég hefði verið að gera og hvernig það hefði gengið. Ég fann að þeim þótti ekkert verra að fá að passa svona upp á unglinginn. Þannig að samkomulagið var gott og mér leið vel í kjallaranum. Jón Skafti var í senn vinur minn og fóstri. Hann fylgdist með þroska barnanna minna og þau nutu góðs af sam- veru með honum og Grétu. Að hafa kynnst honum er lán sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa hlotið. Eitt af mörgu sem hann hjálpaði mér við á þessum árum í kjall- aranum var að fá kærustuna mína til að hefja með mér búskap. Hon- um leist ekki á mig þegar ég sagði honum að ég væri að spá í að hætta í skólanum og fara að vinna í Reykjavík. Nei, heldur tók hann til við að búa kjallarann þannig úr garði að þar gætum við búið tvö. Hún gat alveg eins komið á Skagann eins og ég í borgina. Þannig að síðasta árið okkar Grétu í Fjölbraut bjuggum við saman í kjallaranum og Gréturnar í Heiðargerði 19 voru tvær. Þegar við Nonni töluðum síðast saman átti ég ekki nógu mörg eða góð orð til að þakka honum fyrir samveruna og tryggðina sem hann hefur sýnt mér og fjölskyldu minni í gegnum tíðina. Þau á ég ekkert frekar núna, þó ég hafi nægan tíma til að velja orðin sem ég skrifa. Jón Skafti var traustur vin- ur, ráðagóður og snjall, bráð- greindur og síungur í hugsun. Hann hafði að leiðarljósi í lífinu að maður lærði svo lengi sem maður lifði. Hann var alla tíð að tileinka sér einhverja nýja þekkingu og nýja færni. Ég bara vona að það takist mér að hafa eftir honum. Við Gréta sendum aðstandend- um Jóns Skafta samúðarkveðjur. Karl Hallgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.