Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 34

Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 34
34 F MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ V allahverfið í Hafnarfirði er að byggjast upp með undraverðum hraða. Því veldur góð eftirspurn eftir íbúðum í hverfinu. Talsvert er síðan flutt var inn í fyrstu húsin, en enn er mikið í byggingu. Víða má sjá krana og önnur stórvirk tæki að verki, þeg- ar ekið er um hverfið. Þetta verður stórt hverfi með um 6.000 íbúum, þegar það er fullbyggt og mun hafa yfir sér ósvikið hafn- firskt yfirbragð. Hverfið er byggt á hrauni enda hraunið mjög áberandi í landslaginu og við skipulagningu hverfisins var reynt að halda í hraunið eins og frekast er unnt og þess gætt að láta kosti þess njóta sín. Þó að Vallahverfið liggi í útjaðri er það ekki einangrað, því að tengslin milli þess og miðbæjar Hafnarfjarðar eru mjög auðveld um Ásbraut. Jafn- framt er örstutt í Reykjanesbraut og leiðin því greið, hvort heldur er til Reykjavíkur eða suður með sjó. Jafn- framt er mjög stutt frá Vallahverfi í útiveru og til fjalla. Útivistarmögu- leikarnir eru miklir. Yfir 500 nýjar íbúðir og hús Vallahverfi hefur verið skipulagt í áföngum, eftir því sem það hefur byggst upp. Nú eru til kynningar til- lögur að deiliskipulagi fyrir 5. og 6. áfanga í Vallahverfi. Þetta eru allstór- ir áfanga með yfir 500 íbúðum sam- tals í einbýlishúsum, rað- og parhús- um og fjölbýlishúsum. Tillögurnar eru til sýnis hjá þjónustuveri Hafn- arfjarðarbæjar og athugasemdum við þær skal skila eigi síðar en 14. nóv- ember nk. Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Velli 5 eru í þeim áfanga skipulagðar lóðir fyrir 88 einbýlishús, 54 íbúðir í raðhúsum, tvær íbúðir í parhúsum og 242 íbúðir í fjölbýli, samtals 386 íbúð- ir. Í 6. áfanga Valla felur deiliskipu- lagið m. a. í sér lóðir fyrir 24 einbýlis- hús, 83 íbúðir í rað- og parhúsum og 56-64 íbúðir í fjölbýli, samtals 145-153 íbúðir, auk lóðar fyrir 4-6 deilda leik- skóla. Þórhallur Pálsson hefur stýrt hópi arkitekta hjá Arkís ehf, sem unnið hafa skipulagið fyrir báða þessa áfanga, en Arkís hefur einnig skipu- lagt 2., 3. og 4. áfanga Vallasvæðisins. Tengiliður umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðar hefur verið Gunnhild- ur Gunnarsdóttir arkitekt. Þau Gunnhildur og Þórhallur telja líklegt, að ásóknin verði mikil í ein- býlishúsalóðirnar, en ásókn í sérbýlið hefur verið mikil í Vallahverfi líkt og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar um 60 einbýlishúsa- og rað- húsalóðir voru auglýstar í 4. áfanga Valla snemma á þessu ári bárust um 1.400 umsóknir. Svo mikil var ásókn- in. Einbýlishúsalóðum á Völlum 5 og 6 verður úthlutað í haust og gera má ráð fyrir, að lóðirnar verði bygging- arhæfar næsta vor. „Yfirleitt er gert ráð fyrir einbýlis- húsum á einni hæð,“ segja arkitekt- arnir. „Nýtingarhlutfallið er 0,4, sem þýðir að það má byggja á 40% af lóð- arstærðinni. Sem dæmi má nefna, að ef lóðin er 600 ferm., þá má húsið vera 240 ferm. En landið er fremur óslétt frá náttúrunnar hendi og þar sem hagar þannig til á lóðum að hluti lóða liggur mun lægra en gatan, þá má byggja húsin á pöllum og auka þannig nýtingu lóðarinnar.“ Ný íbúðar- og atvinnuhverfi á suðursvæðum Hafnarfjarðar Nú eru til kynningar til- lögur að deiliskipulagi fyrir nýja áfanga í Valla- hverfi í Hafnarfirði. Magnús Sigurðsson kynnti sér tillögurnar. Kostir hraunsins eru látn- ir njóta sín. Horft yfir Vallahverfi í byggingu. Efst sést Reykjanesbrautin, en Vellir 5 og 6 eru fyrir ofan rafmagnslínurnar neðst á myndinni. Í hverfinu fullbyggðu verða um 6.000 íbúar. Morgunblaðið/RAX Í Vallahverfi. Frá vinstri: Þórhallur Pálsson, arkitekt hjá Teiknistofunni Arkís, dr. Bjarki Jóhannesson, skipulags- og bygg- ingafulltrúi Hafnarfjarðar, og Gunnhildur Gunnarsdóttir, arkitekt hjá skipulagssviði Hafnarfjarðar. Þórhallur er aðalhöf- undur deiliskipulags fyrir 5. og 6. áfanga Vallahverfis. Á Völlum er Þyrping langt komin með að reisa 1.500 ferm. nýbyggingu. Þar verður m.a. Bónus með verslun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.