Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 35

Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 35
Þetta verður frekar lágreist byggð, sérstaklega einbýlishúsin. Raðhúsin geta verið upp á tvær hæðir og fjöl- býlishúsin verða ekki mjög há eða fjórar til fimm hæðir. Byggðin í 5. og 6. áfanga verður því mun gisnari en í áföngunum fyrir norðan, þar sem hún er mun þéttari, en þar eru nær ein- göngu fjölbýlishús. Eftir því sem dregur lengra suður í hraunið þynnist byggðin og fer meira yfir í sérbýli. Eins og annars staðar í Vallahverfi verða opin svæði á milli hinna nýju áfanga. „Byggðin í Vallahverfi er skipulögð líkt og eyjar í hrauninu,“ segja þau Gunnhildur og Þórhallur. „Á milli hverfishlutanna eru alls stað- ar opin svæði, sem hríslast eins og grænar tungur í gegnum byggðina. Þar er hraunið látið ósnert en lagt með góðu göngustígakerfi. Þess hefur líka verið gætt að fylgja landslaginu í hrauninu og nýta það sem best.“ Austan við 6. áfanga eru hraunhól- ar í Áslandshlíðinni, sem eru vernd- aðir og verða látnir halda sér. Allt skapar þetta skemmtilegt og aðlað- andi mótvægi við byggðina í Valla- hverfi, sem er sums staðar allþétt. Fimmti og sjötti áfangi eru næst- síðustu áfangarnir í íbúðahluta Valla- hverfis. „Við erum sannfærð um, að þetta verður mjög heildstætt og gott hverfi,“ segja arkitektarnir. „Valla- hverfi er að ná þeirri stærð, að það stendur mjög vel undir allri grennd- arþjónustu eins og kallað er, það er skóla og öðru af því tagi og þegar það er fullbyggt með um 6.000 íbúum, verður það jafn fjölmennt og mynd- arlegur kaupstaður. Þetta verður mjög sjálfstætt bæj- arhverfi með allri þjónustu, því að í því verður grunnskóli, þrír leikskólar, sundlaug og ekki má gleyma Hauka- húsinu, einu besta íþróttahúsi lands- ins.“ Uppbygging á atvinnuhúsnæði hafin Austan 6. áfanga kemur síðar meir 7. áfangi, sem einnig verður skipu- lagður fyrir íbúðarbyggð. „Á suður- svæðinu er einnig gert ráð fyrir um- talsverðu atvinnuhúsnæði,“ segir dr. Bjarki Jóhannesson, skipulags- og byggingafulltrúi Hafnarfjarðar, sem nú hefur orðið. „Þessi uppbygging er nú að hefjast. Krýsuvíkurvegurinn verður færður vestur fyrir Valla- hverfi og mun þá liggja beint frá Reykjanesbraut. Á milli Krýsuvíkur- vegar og Ásbrautar kemur atvinnu- svæði, sem þegar hefur fengið heitið Selhraun og skiptist í norður- og suð- urhluta. Þar er gert ráð fyrir versl- unum, skrifstofuhúsnæði og léttum iðnaði, sem fellur vel að íbúðarbyggð- inni.“ Lóðaúthlutun er þegar hafin í norð- urhluta Selhrauns og á meðal lóðar- hafa eru stór fyrirtæki eins og BYKO og Brimborg. „Ásbraut aðskilur Sel- hraun frá íbúðarhluta Vallahverfis,“ segir Bjarki. „Ásbraut verður innan- hverfisgata. Það skýrir jafnframt öll hringtorgin á Ásbrautinni. Þau eru sett til þess að draga úr umferðar- hraða. Í framtíðinni verður aðkoma að Vallahverfi eftir Krýsuvíkurvegi, sem mun liggja nokkru vestar beint frá Reykjanesbraut og þá um mislæg gatnamót. Syðri hluti Krísuvíkurveg- ar frá Hraunhellu og suður úr verður tilbúinn næsta sumar og áætlað er að nyrðri hlutinn fari í útboð árið 2007 og verklok verði 2008. Að lokum tengist svo Krísuvíkurvegur Ofanbyggðavegi og þá verður einnig hægt að komast inn í Vallahverfi að sunnanverðu.“ Iðnaðarhverfið við Hellnahraun sunnan við Straumsvík er búið að vera um 20 ár í uppbyggingu. Hún hefur því gengið fremur hægt. „Vonir standa til, að uppbygging iðnaðar- svæðanna muni ganga mun hraðar með batnandi samgöngum, en tvö- földun Reykjansbrautar er þegar far- in að hafa jákvæð áhrif á hana,“ segir Bjarki. „Það er einnig verið að skipu- leggja nýtt iðnaðarhverfi fyrir sunnan gamla Hellnahraunssvæðið.“ Framundan er einnig mikil upp- bygging íbúðarhúsnæðis í kringum Ásfjall. „Það verður byrjað norðan megin við Ásfjall, það er Kaldársels- megin á móts við hesthúsin,“ segir dr. Bjarki Jóhannesson að lokum. „Síðan mun byggðin teygja sig suður fyrir Ásfjall og í vestur, þar til hún mætir Vallahverfi. Þar með verður komin samfelld byggð í kringum Ásfjall.“ Í 5. áfanga Vallahverfis er samkvæmt deiliskipulagi skipulagðar lóðir fyrir 88 einbýlishús, 54 íbúðir í raðhúsum, tvær íbúðir í parhúsum og 242 íbúðir í fjölbýli, samtals 386 íbúðir. Í 6. áfanga Valla felur deiliskipulagið m.a. í sér lóðir fyrir 24 einbýlishús, 83 íbúðir í rað- og par- húsum og 56—64 íbúðir í fjölbýli, samtals 145—153 íbúðir auk lóðar fyrir 4—6 deilda leikskóla. Uppdráttur af Hellnahrauni lengst til vinstri, þá Selhrauni og Vallahverfi og síðan Áslandi lengst til hægri. Rammaskipulag fyrir íbúðarsvæði á Völlum, Áslandi og síðar Hamranesi (ljós litur). Dekkri svæði eru athafnasvæðin Sel- hraun norður og suður og vestan Straumsvíkurraflínu er 2. áfangi Hellnahrauns og fleiri iðnaðarsvæði í framhaldi af því (dökkur litur). Sunnan Ofanbyggðavegar eru svo svæði til notkunar síðar meir. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 F 35

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.