Morgunblaðið - 10.10.2005, Page 47

Morgunblaðið - 10.10.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 F 47 ekki höfuðkirkja. Bessastaðir voru veraldlegt höfuðból, en ekki kirkju- legt og stundum stóð þar stríð milli hins veraldlega og andlega valds í af- stöðunni til kirkjunnar. Ekki verður rakið með vissu hve- nær kirkja var fyrst sett á Bessa- stöðum, en líklegt er að það hafi ver- ið nokkuð snemma í kristni hér á landi og eru elstu heimildir um kirkju þar frá árinu 1200. Bessa- staðakirkja hefur í upphafi verið bændakirkja, en í elsta máldaga hennar, frá 1352, segir að þar skuli vera „kvengildur ómagi úr kyni Sveinbjarnar“. Er þar líklega átt við Sveinbjörn Ólafsson, sem var fimmti ættliður frá landnámsmanninum Ás- birni Özurarsyni, sem bjó á þessum slóðum á 11. öld. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að efla kirkjuna á Bessastöðum og hefja hana til vegs og virðingar, en það gekk illa eftir og gekk á ýmsu með viðhald hennar. Í byrjun 17. aldar var hún orðin hrörleg og var þá ný timburkirkja reist, allstór. Hún var þó vanviðuð og illa smíðuð og fauk í ofviðri 1619. Þá var reist þar torfkirkja, sem stóð alllengi með viðgerðum og var hún meðal annars timburþiljuð. Henrik Bjelke höfuðs- maður lét á sinni tíð gera við kirkj- una og gaf hann henni stóra klukku. Kristján konungur sjöundi ákvað svo að láta reisa steinkirkju á Bessa- stöðum og var leitað frjálsra sam- skota um allt land og einnig í Dan- mörku og Noregi, auk þess sem konungur lagði fram fé til kirkju- smíðinnar. Við byggingu kirkjunnar var hafður sá háttur á að hlaða múr- veggi nýju kirkjunnar utan um gömlu kirkjuna og voru múrvegg- irnir hafðir mjög þykkir, rúmur metri, úr hlöðnu, kölkuðu grjóti. Hin nýja steinkirkja var vígð 1796 og stendur enn og er með elstu stein- byggingum landsins. Smíði turnsins lauk þó ekki fyrr en 1823. Breyt- ingar voru gerðar á innviðum Bessa- staðakirkju á árunum 1945 til 47 og steint gler var sett í gluggana árið 1956. Þá fór gagnger viðgerð fram á Bessastaðakirkju árið 1998. Bessastaðastofa Húsnæðið á Bessastöðum þótti ekki alltaf upp á marga fiska og þótt ýmis hús hefðu verið reist þar í ald- anna rás hafði sjaldnast verið vand- að til verka og oft byggt af vanefn- um. Það var ekki fyrr en Magnús Gíslason, fyrsti íslenski amtmaður- inn á Bessastöðum, kom til sögunnar að rofa tók til í húsnæðismálum þessa forna höfuðbóls. Þegar hann átti að fara að setjast þar að, fyrst settur amtmaður 1752 og aftur þeg- ar hann var skipaður 1757, þótti hon- um í bæði skiptin að ekki væru íbúð- arhæf húsin á Bessastöðum. Danska stjórnin réðst þá í byggingu tveggja steinhúsa samtímis, það er embætt- isbústaðar Bjarna Pálssonar land- læknis á Nesi við Seltjörn og Bessa- staðastofu, embættisbústaðar Magnúsar Gíslasonar amtmanns. Bessastaðastofa var reist á árunum 1761 – 66 og þótti hið veglegasta hús, 33 álnir og 3 tommur að lengd, 16 álnir og 16 tommur á breidd og nálægt 5 álnum á hæð og veggir hlaðnir úr tilhöggnum kalklímdum grásteini. Verulegar breytingar voru gerðar á húsinu er ríkisstjóri fékk það til umráða 1941 og aftur þegar húsið var endurbyggt á ár- unum 1989–1990. Bygging Bessastaðastofu var að vissu leyti tákn um nýja tíma í land- inu. Furðulegt má teljast hversu lengi hafði dregist að koma upp vönduðu og varanlegu húsnæði á slíku höfuðbóli sem konungsgarðin- um á Bessastöðum. Þegar Bessa- staðastofa loks reis var hlutverk staðarins sem stjórnarseturs á enda runnið. En þá reis þar annað og ekki ómerkara setur, íslenskt menntaset- ur, sem mikill ljómi hefur stafað af í vitund íslensku þjóðarinnar allt fram á okkar dag. Sú saga verður ekki rakin hér enda efni í aðra og lærðari grein. Heimildir Bessastaðir – Þættir úr sögu höfuðbóls, eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Útg.: Bókaút- gáfan Norðri 1947. – Myndir úr sömu bók. Vefsíða embættis forseta Íslands, www. forseti.is Skrifstofa Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins. Í móttökusal Bessastaða í forsetatíð Sveins Björnssonar. Í borðstofunni á Bessastöðum 1947. Í dagstofunni á fyrstu árum lýðveldisins. Bessastaðir í tíð Gríms Thomsen. Bessastaðastofa í tíð Sigurðar Jónassonar. Uppdráttur af Bessastaðastofu, gerður af Arne Finsen í tíð Björgúlfs Ólafssonar. Morgunblaðið/RAX Bessastaðir í vetrarham, séðir frá Ægissíðu í Reykjavík. svg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.