Fréttablaðið - 13.03.2004, Side 45

Fréttablaðið - 13.03.2004, Side 45
LAUGARDAGUR 13. mars 2004 ■ MYNDLISTASÝNING 45  Straumar og Stefán Hilmarsson skemmta á NASA við Austurvöll.  Hljómsveitin Handverk spilar fyrir dansi á Rauða ljóninu.  Á móti sól spilar í Sjallanum á Akur- eyri.  Brimkló skemmtir á Hótel Stykkis- hólmi. ■ ■ FUNDIR  13.00 Ráðstefnan “Þekking í þágu skógræktar” verður haldin í stóra sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og ráð- stefnan er öllum opin.  14.00 „Skjölin lifna við” er yfirskrift ráðstefnu í Kornhlöðunni, Bankastræti, í tilefni af 50 ára afmæli Borgarskjala- safns Reykjavíkur. Erindi flytja Þór Whitehead, Andrés Erlingsson, Stefán Pálsson, Eggert Þór Bernharðsson og Lýður Björnsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.  14.00 Heimspekideild HÍ, Íslensk- japanska félagið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur standa, í samvinnu við Sendiráð Japans á Íslandi og Scandinav- ia-Japan Sasakawa Foundation, fyrir málþingi um japanskt mál og menn- ingarfærni í stofu 101 í Odda. Dagskrá- in fer fram á ensku. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  Spænsku myndlistar- og ljóðasýning- unni Þögnin lýkur á Kjarvalsstöðum um helgina. Þar sýnir barcelónski myndlist- armaðurinn Antonio Hervás Amuezca. Ókeypis aðgangur.  Um helgina lýkur sýningu þeirra Daníels Þorkels Magnússonar, Haralds Jónssonar og Hrafnkels Sigurðssonar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg.  Sýningunni Löng og margþætt saga - Flúxus frá Þýskalandi 1962-1994 lýk- ur nú um helgina í Listasafni Íslands. Einnig lýkur þar sýningunni Flúxtengsl, sem er sýning á íslenskum Flúxusverk- um. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Ég hef einu sinni komið til Ís-lands áður, það var fyrir 27 árum. Þá komum við hingað ný- gift, ég og maðurinn minn, og sváf- um hér brúðkaupsnóttina,“ segir bandaríska listakonan Claudia deMonte. Nú eru þau hjónin komin hingað aftur í stutta heimsókn. Tilefnið er sýningin Allar heimsins konur, sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri í dag. Þar eru sýnd 176 listaverk eftir jafn margar konur frá jafn mörg- um löndum. Í Sameinuðu þjóðun- um er nú skráð 191 ríki, þannig að aðeins vantar fimmtán ríki upp á að öll heimsins lönd eigi fulltrúa á sýningunni. Claudia segist hafa ferðast mik- ið um heiminn. Hún hefur komið til áttatíu landa, og bætir því við að þessi ferðagleði eigi stóran þátt í að hún ákvað að setja saman sýn- inguna Allar heimsins konur. „Þegar ég var í Tíbet kynntist ég handverkskonum sem voru að sauma í og sá að þær voru að gera eitthvað allt annað en ég í minni myndlist. Þá datt mér í hug að taka saman sýningu með verkum eftir konur frá öllum löndum heims.“ Hún lét ekki þar við sitja, held- ur byrjaði að þreifa fyrir sér og falast eftir verkum. Þetta var árið 1996, og það tók hana hálft fjórða ár að safna í heila sýningu. „Fyrstu fimmtíu löndin voru auðveld, en síðan fór róðurinn að þyngjast. Ég leitaði allra ráða, var mikið á Netinu, en á þessum tíma voru reyndar fáir komnir á Net- ið.“ Einu skilyrðin sem hún setti voru þau að myndirnar væru 20 sentímetrar á hvern kant og tjáðu með einhverjum hætti veruleika kvenna. Þegar fleiri en ein mynd barst frá hverju landi valdi Claudia deMonte úr þá mynd sem henni þótti fara næst hugmyndinni að baki sýningunni. „Ég valdi ekki frægustu lista- menn í hverju landi, heldur þau verk sem féllu best að þessari hug- mynd.“ Sýningin Allar heimsins konur var fyrst sýnd í New York árið 2000. Síðan bættist við eitt landið af öðru. Akureyri er tólfti staður- inn sem sýningin ferðast til. Hún stendur yfir í Listasafninu á Akureyri fram í maí og kemur þá suður til Reykjavíkur þar sem hún verður sett upp í Gerðubergi. ■ Allar heimsins konur CLAUDIA DEMONTE Opnar í dag sýninguna Allar heimsins konur í Listasafninu á Akureyri. EL SALVADOR Karlisima er fulltrúi El Salvadors. TÚRKMENISTAN Yaznur Ovganova er fulltrúi Túrkmenistans.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.