Fréttablaðið - 10.12.2004, Side 6

Fréttablaðið - 10.12.2004, Side 6
6 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Jakob F. Magnússon varaþingmaður: Úr Stuðmanna- mynd á Alþingi STJÓRNMÁL Jakob Frímann Magnús- son, tónlistar- og kvikmyndagerðar- maður, lagðist til svefns undir morgun á fimmtudagsmorgni. Á dauða sínum átti hann von en ekki því að eftir sex tíma svefn myndi hann undirrita hátíðlegt drengskap- arheit um að virða stjórnarskrá lýð- veldisins sem alþingismaður. „Þetta kom mjög óvænt upp á og með engum fyrirvara“ segir Jakob, „mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé þægileg innivinna“. Jakob var í sjöunda sæti á lista Samfylkingar- innar í Reykjavík-suður en þegar þingmaður forfallaðist áttu þeir tveir sem sátu í sætunum fyrir ofan hann ekki heimangengt. Jakob segir móttökurnar hafa verið einstaklega hlýlegar. „Ég hef ekki verið kysstur jafn mikið og tekið jafn þétt i höndina frá því á ættarmóti Reykjahlíðarættarinnar ´89.“ Aðspurður hvort hann myndi klikkja út i jómfrúarræðunni með því að leggja til við hæstvirtan for- seta að þingheimur færi á Stuð- mannamyndina, sem frumsýnd verður um jólin, kvað hann nei við. „Ætli ég gæti mín ekki á því að stuða engan alvarlega svona rétt fyrir hátíðirnar. Læt það bíða betri tíma þegar ég kem til lengri dvalar.“ - ás Laumuskattar vega upp skattalækkanir Samfylkingin segir gjaldahækkanir upp á átta milljarða vega upp tekju- og eignaskattslækkanir ríkisstjórnarinnar. „Eðlilegar krónutöluhækkan- ir,“ segir formaður efnahags- og viðskiptanefndar. STJÓRNMÁL Pétur H. Blöndal, for- maður efnahags- og viðskipta- nefndar, sagði að það yrði mikill hamingjudagur þegar tekju- og eignaskattsfrumvarp ríkisstjórn- arinnar yrði samþykkt á Alþingi, þegar hann mælti fyrir nefndar- áliti ríkisstjórnarflokkanna í gær. „Þetta er mikill hamingjudagur því verið er að móta þjóðfélagið til framtíðar. Fólki er umbunað fyrir dugnað og um leið er frum- varpið félagslega réttlátt.“ Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, sagði skattalækkanirnar hreinar sjón- hverfingar og enga tilviljun að þær kæmu að mestu til fram- kvæmda rétt fyrir næstu kosning- ar. Nefndi Össur sextán skatta- hækkanir sem ríkisstjórnin hefði lagt fram að undanförnu. „Það á að fjármagna skattalækkanirnar með felusköttum. Í lok ársins 2005 mun ríkið hafa innheimt meira í formi hækkaðra skatta sem verið er að samþykkja þessa dagana en felast í tekjuskattslækkunum stjórnarinnar.“ Pétur H. Blöndal sagði að eina skattahækkunin sem samþykkt hefði verið hefði verið umsýslu- gjald fasteigna, 150 krónur á mán- uði fyrir til dæmis tuttugu millj- óna eign. „Eðlileg krónutöluhækk- un til samræmis við verðbóglu er ekki skattahækkun.“ Einar Már Sigurðarson mælti fyrir áliti fyrsta minnihlutans, Samfylkingarinnar: „Meginniður- staðan er sú að þeir sem hafa mikið fyrir fá meira.“ Einar Már sagði að persónuafsláttur hefði ekki hækkað í takt við verðbólgu frá því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórn 1995. „Miðað við launavísi- tölu vantar 40 milljarða, en 15 milljarða miðað við neysluvísi- tölu.“ Pétur H. Blöndal sagði að taka yrði með í reikninginn að per- sónuafsláttur hefði lækkað í takt við tekjuskattslækkun til að halda verðgildi frítekjumarksins. Ef tekið væri tillit til þess að iðgjöld til lífeyrissjóða væru orðin skatt- frjáls hefði þróunin verið „nokkurn veginn“ í takt við verð- lag. a.snaevarr@frettabladid.is TVEIR HANDTEKNIR Spænska lögreglan hefur handtekið Sýr- lending og Egypta í tengslum við rannsóknina á hryðju- verkaárásunum í Madríd 11. mars. Annar mannanna er sagður hafa verið í tengslum við fimm af sjö tilræðismönn- um og hinn er sagður hafa komið að undirbúningnum. LÍTIL TRÚ Á ÁRANGUR Þrír af hverjum fimm Spánverjum telja að þingnefnd sem rann- sakar hryðjuverkaárásirnar í Madríd komist aldrei að því hvað gerðist í raun og veru. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun, samkvæmt henni vilja þó átta af hverjum tíu að rannsókninni verði haldið áfram. Rauði krossinn: Konukot opnað FÉLAGSMÁL Haldið er upp á 80 ára afmæli Rauða kross Íslands í dag. Í tilefni dagsins verður m.a. opnað formlega svonefnt Konukot, en það er næturathvarf fyrir heimil- islausar konur. Á vef Rauða krossins kemur fram að mikil vöntun hafi verið á athvarfi fyrir heimilislausar konur. Konukot verður rekið af Reykjavíkurdeild Rauða krossins, en Félagsþjónustan í Reykjavík lagði til rekstursins húsnæði að Eskihlíð 4. Athvarfið verður opið alla daga frá níu á kvöldin til klukkan tíu að morgni. Þar er þvotta- og hreinlætisaðstaða fyrir næturgesti og boðið upp á létta máltíð. - óká ■ EVRÓPA ■ EVRÓPA VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir eyðibýlið þar sem þrjúhross drápust úr miltisbrandi? 2Hvaða ár var kvótakerfið tekið upp áÍslandi? 3Hvern hefur fótboltaliðið South-ampton ráðið sem framkvæmdastjóra? Svörin eru á bls. 66 Ný bók um Benedikt búálf og vini hans í Álfheimum. „Þetta er ægilega spennandi bók, og ein af bestu bókunum sem ég hef lesið um Benedikt búálf.“ Oddur Blöndal, 6 ára, Mbl. „Hröð og viðburðarík atburðarás og mikill fjöldi furðudýra, fyrirbæra og töfragripa ... Það er aldrei dauður punktur í þessari bók.“ Ragna Sigurðardóttir, Mbl. Lax- og silungsveiði: Sýknaður af veiðibroti DÓMSMÁL Maður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Norður- lands eystra af ákæru um brot á lax- og silungsveiði. Hann var ákærður fyrir að hafa lagt net í Ólafsfjarðarvatn um tuttugu metra frá ósi Fjarðarár. Fyrir dómi neitaði maðurinn því að netið hefði verið lagt fyr- ir ós árinnar og kvað það hafa verið mun lengra frá ósnum en lögreglumennirnir og veiðivörð- urinn. Dómurinn sýknaði mann- inn þar sem rannsókn lögreglu hefði verið ábótavant, til dæmis hefði ekki verið til mynd af net- inu í vatninu. - hrs Laugavegur: Skartgripum stolið í innbroti LÖGREGLA Brotist var inn í skart- gripaverslun á Laugavegi á fimmta tímanum í fyrrinótt. Ekki er talið að miklu hafi verið stolið en það liggur ekki ljóst fyrir. Innbrotsþjófurinn eða þjóf- arnir brutu rúðu til að komast inn í verslunina. Viðvörunarkerfið fór í gang en þjófarnir eða þjófurinn höfðu hraðar hendur og voru á bak og burt þegar lögregla og öryggisverðir komu á staðinn. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. - hrs Datt í hálku: Á batavegi LÖGREGLA Ung kona sem datt í hálku við bæ í Hrunamanna- hreppi í fyrrakvöld, og var flutt meðvitundarlaus með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysa- deild í Fossvogi, er á batavegi. Konan komst til meðvitundar á spítalanum. Hún útskrifaðist af gjörgæslu á almenna deild í gær, að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu. Sjúkrabíll flutti konuna nokkurra kílómetra leið í þyrluna, sem varð að lenda á næsta bæ vegna éljagangs. - hrs Fjögurra manna fjölskylda: Matur og drykkur í heilt ár SKATTBREYTINGARNAR Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og eina milljón króna í tekjur á mánuði geta grætt 717 þúsund krónur á skatt- breytingum ríkisstjórnarinnar þeg- ar þær eru komnar að fullu til fram- kvæmda árið 2007 miðað við stöð- una í dag. Hjónin greiða rúmlega 677 þúsund krónum minna í stað- greiðslu og fá tæplega 40 þúsund krónum meira í barnabætur. Hvorki er tekið tillit til breytinga á eigna- skatti né skerðingar á vaxtabótum. Ávinningurinn af skattbreyting- unum virðist vera umtalsverður. Þannig nemur upphæðin því sem fjögurra manna fjölskylda eyddi í mat og drykkjarvörur á ári á tíma- bilinu 2000-2002 og tæplega það en samkvæmt tölum frá Hagstofunni nam þessi neysla 773 þúsund krón- um á ári hjá fjögurra til fimm manna fjölskyldu. Fyrir mismuninn getur fjöl- skyldan síðan notað tóbak í eitt ár, eða sem nemur tæpum 46 þúsund krónum, og á þá samt eftir 10 þús- und krónur aukalega til að skreppa í bíó. Verðbreytingar sem kunna að hafa orðið frá 2000-2002 eru ekki teknar með í reikninginn. - ghs 58 LÉTUST Mikill umferðarþungi tók sinn toll á Spáni um síðustu helgi. Þá létust 58 manns í 47 um- ferðarslysum á einni mestu ferðahelgi ársins. Þetta eru þó nítján færri en á sama tíma fyrir ári. Þessu til viðbótar slösuðust 40 manns alvarlega. FANGAR BÖRÐUST Þrír fangar létust og tveir særðust alvarlega í bardaga sem braust út á milli meðlima tveggja glæpaklíka í venesúelsku fangelsi. Fangarnir komust yfir hnífa og skotvopn og notuðu þau hvorir á aðra. SKATTBREYTINGAR RÍKIS- STJÓRNARINNAR - ávinningur fjögurra manna fjölskyldu miðað við eina milljón í mánaðartekjur Staðgreiðsla nú: 4.114.313 Árið 2007: 3.437.256 Barnabætur skv. gildandi kerfi: 72.616 Árið 2007: 112.192 Grafið sýnir muninn á staðgreiðslu og barna- bótum fjögurra manna fjölskyldu þar sem bæði börnin eru undir sjö ára aldri. FJÖGURRA MANNA FJÖLSKYLDA Eyðir nánast sömu upphæð í mat og drykk í heilt ár og hún græðir á skattbreytingum rík- isstjórnarinnar 2007 samkvæmt einföldum útreikningum. ÁTÖK Á ÞINGI Pétur Blöndal og Össur Skarphéðinsson tókust á um skattbreytingar. ■ SUÐUR-AMERÍKA JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Jakob Frímann segist ekki hafa verið kysst- ur jafn mikið og á ættarmóti Reykjahlíðar- ættarinnar 1989. 06-07 9.12.2004 19:56 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.