Fréttablaðið - 10.12.2004, Side 11

Fréttablaðið - 10.12.2004, Side 11
11FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 ÁNÆGÐIR HOMMAR Parið Rick Kennedy og Keith Purdy voru hæstánægðir eftir að hafa heyrt niðurstöð- ur Hæstaréttar Kanada. Hæstiréttur um giftingar: Sigur fyrir samkyn- hneigða KANADA, AP Hæstiréttur Kanada segir að giftingar samkyn- hneigðra brjóti ekki gegn stjórn- arskrá landsins. Stjórnvöld geti hins vegar ekki þvingað presta til að gifta samkynhneigða ef þeir telji það andstætt trú sinni. Kanadíska ríkisstjórnin óskaði eftir áliti hæstaréttar þar sem hún hyggst í byrjun næsta árs leggja fram frumvarp um lögleið- ingu giftinga samkynhneigðra. Búist er við snörpum umræðum um málið á kanadíska þinginu. Ef frumvarpið verður samþykkt verður Kanada þriðja landið til að lögleiða giftingar samkyn- hneigðra. Það er nú þegar löglegt í Belgíu og Hollandi. ■ Sjónvarp: Styrkur hækkaður TÆKNI Digital Ísland truflaði útsend- ingar Ríkissjónvarpssins og Skjás eins, þegar útsendingar hófust. Guðmundur Ólafsson, yfirmaður tæknideildar Póst og fjarskiptastofn- unar segir að þegar Digital Ísland fór af stað, hafi komið í ljós að styrkur útsendinga Skjás eins og eldri senda Ríkissjónvarpssins hafi minnkað. Þetta hafði mesta þýðingu fyrir þá sem rétt ná útsendingum á þann veg að vond móttaka hafi orðið enn verri. Guðmundur segir að styrkur útsend- ingar Sjónvarpsins og Skjás eins hafi verið hækkaðar og þetta vandamáli sé því leyst. Hins vegar séu enn viss- ir erfiðleikar fyrir hendi. ■ Vísindatilraun: Reisa Mars í Moskvu RÚSSLAND Rússneskir vísindamenn leita nú að sex sjálfboðaliðum sem eru reiðubúnir að láta loka sig af í sérsmíðaðri vísindastofu í Moskvu í 500 daga án þess að stíga nokkurn tíma út meðan á dvölinni stendur. Þar á að líkja eftir skilyrðum sem geimfarar á Mars þyrftu að kljást við og er tilraunin hugsuð sem undirbún- ingur að slíkri ferð. Sjálfboðaliðarnir fá með sér fimm tonn af mat og þrjú tonn af vatni sem verður hreinsað eins oft og þörf krefur svo hægt sé að nýta það aftur. Þá verður aðstaða til að rækta matjurtir í vísinda- stofunni. ■ AFSAGNIR Í SÓMALÍU Einn ráð- herra og tveir undirráðherrar hafa sagt sig úr nýskipaðri ríkis- stjórn Sómalíu. Þeir segja stjórn- ina allt of fjölmenna auk þess sem ekki eigi allir hópar aðild að henni. 80 ráðherrar og undirráð- herrar eiga sæti í stjórninni sem er ætlað að binda enda á stjórn- leysið í landinu. Fjölgun á farþegum til og frá Leifsstöð : Erlend flugfélög sýna Íslandi áhuga FLUG Erlend flugfélög hafa verið að skoða möguleikann á að hefja áætlunarflug til Íslands að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, fram- kvæmdastjóra Leifsstöðvar. Að- eins tvö flugfélög eru með áætl- unarflug til og frá landinu: Icelandair og Iceland Express. „Frá árinu 2002 hefur orðið liðlega 40 prósenta fjölgun farþega sem fara frá landinu sem er gríðarlega mikil aukning. Farþegum sem koma til landsins hefur líka fjölgað mikið. Áhug- inn fyrir ferðum til Íslands er alltaf að aukast og auðvitað er fylgst með þessari miklu aukn- ingu. Ég veit að erlend flugfélög hafa verið að skoða þetta og meta hvort það sé fýsilegur kost- ur að hefja áætlunarflug til Keflavíkur.“ Aðspurður hvort hann geti nefnt hvaða flugfélög hafi verið að sýna áhuga segist Höskuldur ekki geta gert það. Það sé ekki tímabært því málin séu á algjöru frumstigi. ■ FARÞEGAR Í LEIFSSTÖÐ Á síðustu tveimur árum hefur farþegum sem fara frá landinu fjölgað um liðlega 40 prósent. ■ AFRÍKA 10-11 9.12.2004 20:17 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.