Fréttablaðið - 10.12.2004, Síða 28

Fréttablaðið - 10.12.2004, Síða 28
F yrir okkur sem áður fengumað veiða frjálst var kerfiðáfall. Frjálsræðið var búið og maður varð bara að kyngja því,“ segir Gísli Jón Hermannsson, út- gerðarmaður í Ögurvík. Kvótakerfið kom mörgum út- gerðarmönnum undarlega fyrir sjónir á sínum tíma en flestir voru þó sammála um að eitthvað þyrfti að gera til að draga úr veiðunum enda fiskifræðingar Hafrannsókna- s t o f n u n a r i n n a r uggandi yfir ástandi þorsk- stofnsins. „Ég var á móti þessu á sínum tíma en það þýddi lítið að berja hausnum við steininn. Eftir á að hyggja held ég að þetta hafi ver- ið spor í rétta átt. Síðan kvótinn var settur á hef- ur útgerðin verið rekin með hagn- aði, ólíkt því sem var þegar ríkið þurfti reglulega að ausa pening- um í útveginn,“ segir Gísli Jón og endurspeglar af- stöðu fjölmargra útgerðarmanna sem í upphafi voru á móti kerf- inu en studdu það þegar á leið. Fyrstu árin voru í raun þrjú fisk- veiðistjórnunarkerfi við lýði. Út- gerðarmenn stærri báta og skipa gátu valið á milli kvóta eða veiði- daga og smábátar undir tíu brúttó- lestum veiddu upp í heildarkvóta. Veiðar hvers og eins voru því óheft- ar. Margir hugsuðu sér gott til glóð- arinnar og fjölgaði smábátum gríð- arhratt á níunda áratugnum. 1984 voru 1060 bátar undir tíu brúttólest- um en 1990 voru þeir 2045. Togur- um fjölgaði ekki en sú breyting hafði orðið að nýjir togarar, sem leystu eldri af hólmi, voru bæði stærri og aflmeiri. Frjáls sjósókn smábáta og daga- kerfi stærri báta gerði að verkum að fyrstu sex ár kvóta- laganna var heildarafli hvers árs yfirleitt meiri en stjórnvöld gerðu ráð fyrir. Reynslan sýndi að erfitt var að halda heildaraflanum innan settra marka ef veiðarnar voru ekki bundnar við kvóta. Hugað að langtímanýtingu Þó að kvótakerfið hafi dregið úr veiðum var sóknin enn of mikil. Afl- inn fór oftar en ekki framúr ráð- leggingum Hafrannsóknastofnun- arinnar og því sem vilji stjórnvalda stóð til. „Stofninn var illa nýttur og það ríkti væg ofveiði, bæði stöðugt og lengi,“ segir Jóhann Sigurjóns- son, forstjóri Hafrannsóknastofn- unarinnar. „Rauði þráðurinn í ábendingum okkar var að aldurs- samsetning þorsksins hafði breyst og hann fékk ekki að lifa jafn lengi og æskilegt var. Það er hrein of- veiði.“ Stjórnvöld daufheyrðust við ábendingum stofnuninnar í rúman áratug eða þar til í ársbyrjun 1995 þegar Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, fól starfshópi að kanna hvers konar lang- tímanýtingarstefna myndi samræma mestu mögulega nýtingu stofnsins og um leið hag- kvæmni í veiðum. Í kjölfarið var svokölluð aflaregla tekin upp en hún gerir ráð fyrir að 25 prósent veiði- stofnsins séu veidd. Hafrannsókna- stofnunin leggur því ekki lengur fram eiginlegar tillögur um veiðina heldur reikna út stærð veiðistofns- ins og er kvótinn ákveðinn út frá henni. „Með þessu komst á stöðug- leiki í nýtingarstefnu, það er ekki verið að hoppa upp og niður á milli ára.“ segir Jóhann Sigurjónsson. Síðan 1996 hefur kvótinn verið í samræmi við mælingar Hafrann- sóknastofnunarinnar en heildarafli hefur þó alltaf verið meiri. „Það spilar margt inn í, bendir Jóhann á. „Til dæmis framúrkeyrsla smábáta og undanþágur stjórnvalda. Auk þess vildi svo óheppilega til að Haf- rannsóknastofnunin ofmat stærð stofnsins nokkur ár í röð, sem gerir að verkum að aflamarkið var of hátt. Það lagðist allt á eitt og veiði- hlutfallið var því töluvert frá því sem miðað var við. En aflareglan tryggir góða nýtingu ef henni er fylgt algjörlega eftir.“ Við stóru lagabreytinguna 1990 voru öll stærri skip sett í aflamarks- kerfið auk þess sem reglur um veið- ar smábáta urðu markvissari. Í kjöl- farið hefur smábátum fækkað stór- um. Árið 2000 voru þeir orðnir rúm- lega eitt þúsund. Halldór Ásgrímsson segist ekki telja að það hafi verið mistök að hafa smábáta upphaflega utan kvótakerfisins. „Mér fannst að þeir ættu að vera utan kvóta, en aukin tækni og geta þess- ara báta varð til að kollvarpa því og það voru mistök hvað þeir höfðu mikið svigrúm umfram ýmsa aðra.“ Aukin verðmæti Fyrstu ár kvótakerfisins reyndust nýting afurða og verðmæti ekki í takt við vonir manna. Til marks um það má benda á skrif Jóhanns Þor- steinssonar, forstöðumanns gæða- eftirlits sjávarafurðadeildar Sam- bandsins, frá 1989. Þar sagði hann að vonir, um að kvótakerfið myndi sjá til þess að gæði hráefnisins yrðu hámörkuð, hefðu brugðist. Ekki var að undra að slíkar vonir væru ríkjandi því hrein nauðsyn bar til að auka verðmæti sjávarfangs. Meðferð aflans var oft og tíðum hrikaleg og miklir peningar töpuð- ust. „Það var veitt og veitt en verð- mætasköpunin var ekki sem skildi,“ segir Halldór Ásgrímsson. „Árin fyrir kvótakerfi var mikið hengt upp af skreið og hún seld til Nígeríu með litlum hagnaði og smáfiski var mokað upp að sumarlagi og látinn skemmast í hitanum. Ef bjarga átti atvinnugreininni var ekkert annað í stöðunni en að söðla algjörlega um.“ Það tók þó nokkur ár að bæta meðferð aflans líkt og Jóhann Þor- steinsson sagði í grein sinni. En nú er öldin önnur. Eftir að kvótakerfið var gert heildstæðara árið 1990 hefur náðst betri árangur en áður í nýtingu aflans. Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Iceland Seafood, segir engan vafa leika á að eftir að kvótakerfið var sett á hafi verðmæti fisksins aukist. „Það er allt annað yfirbragð yfir fiskframleiðslu í dag en áður. Fisk- vinnsla og fiskiðnaður er miklu fag- legri og það er ekki spurning að út- gerðarmenn og sjómenn eru mun meðvitaðri um fiskinn sem matvæli og áhrif gæða á söluverð á mörkuð- um.“ Þó að þessi þáttur hafi batnað með breytingunum á kvótakerfinu sem gerðar voru 1990 urðu átök um kerfið sem aldrei fyrr og vart sér fyrir endann á. Um þá hlið mála verður fjallað á morgun. ■ Finndu muninn! Hefurðu bragðað einhverjar af þeim girnilegu nýjungum sem Osta- og smjörsalan kynnti til leiks á árinu? Á myndinni hér til vinstri má sjá hluta af þeim. Á hægri myndinni höfum við svo breytt 8 atriðum. Fleiri nýjungar hafa bæst við og sumum höfum við skipt út. Nýjungarnar eru ýmist nýjar vörur, nýjar bragðtegundir í vinsælum vörulínum, nýjar umbúðir, ný framsetning á vinsælum vörum eða blanda af einhverjum þessara þátta. Merktu við atriðin átta sem hafa breyst á hægri myndinni, klipptu myndina og seðilinn út og nefndu okkur eina nýjung frá Osta- og smjörsölunni. Fylltu síðan út nafn, heimilisfang og símanúmer og sendu á eftirfarandi póstfang: Finndu muninn, Osta- og smjörsalan, Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík Tíu heppnir þátttakendur sem finna öll átta atriðin og geta nefnt eina nýjung fá glæsilegar gjafakörfur með öllum nýjungunum sem Osta- og smjörsalan hefur kynnt í ár. Góða skemmtun! Skilafrestur er til 31. desember 2004. Nöfn vinningshafa verða birt á vefslóðinni www.ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Kvóti í 20ár 28 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON OG BERGSTEINN SIGURÐSSON BLAÐAMENN ANNAR HLUTI HLUTFALL HEILDARAFLA UMFRAM RÁÐGJÖF HAFRÓ 1984 41,5% 1985 63,0% 1986 23,0% 1987 30,6% 1988 26,0% 1989 18,6% 1990 34,0% 1991 1,6% 1992 9,6% 1993 26,8% 1994 31,3% 1995 26,9% 1996 9,6% 1997 16,0% 1998 4,1% 1999 1,6% 2000 2,8% 2001 1,3% 2002 14,7% 2003 10,6% Heimild: Hafrannsókna- stofnunin. Markmið kvótakerfisins náðust ekki að fullu fyrstu árin sem það var í gildi. Smábátum fjölgaði og togararnir urðu stærri og öflugri. Mörgum útgerðarmönnum reyndist erfitt að vinna eftir kerfinu enda öðru vanir. Veitt umfram ráðleggingar LÖNDUN AFLA Eftir að kvótakerfið festist í sessi urðu miklar breytingar á meðferð afla. Frystiskipum fjölgaði og sjómenn og útvegsmenn lögðu meira á sig til að auka verðmæti þess fisks sem dreginn var úr sjó. Hér er verið að landa í Neskaupstað. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA 28-29 (360°) 9.12.2004 14.18 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.