Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2004, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 10.12.2004, Qupperneq 33
Pistill Þráins Bertelssonar í Frétta- blaðinu um „trúarofstæka trúleys- ingja“ varð til þess að ýmsir stungu niður penna og mótmæltu yfirlýs- ingunni. Undirritaður var í hópi þeirra sem brugðust við því hann hélt að með þessum orðum væri Þráinn að tala almennt um þá sem teldu sig trúlausa, en eins og kom á daginn var hann að beina orðum sínum að talsmönnum Vantrúar, fé- lagsskapar trúleysingja á Íslandi. Í kjölfar greinar minnar hafði ég samband við Vantrúarmenn til þess að benda þeim á að málflutningur þeirra einkenndist allt of oft af ómálefnalegum ofstopa, eins og sjá má í grein Guðmundar Guðmunds- sonar á heimasíðu félagsins. Þar segir m.a. „[X] fer aftur villur veg- ar þegar hann segir að mér beri að virða lífsskoðanir og trú annarra. Aldrei skal það verða að ég sýni formælendum skoðanakúgunar og hræsni virðingu þótt það sé þeirra lífsskoðun og trú.“ Tilraun mín til þess að beina Vantrúarmönnum inn á brautir akademískrar orðræðu, þar sem virðing er borin fyrir and- stæðum sjónarmiðum, var andvana fædd. Var ég raunar sakaður um að skemma fyrir málstað þeirra með því að fjalla um trúleysi og þung- lyndi í sömu andrá, eins og ég gerði í grein sem birtist fyrir ári síðan og vakti mikla athygli. Er ég benti Vantrúarmönnum á að greinin hefði stuðlað að fundi mínum með bisk- upi og boði til þess að tala ráðstefnu Þrettánduakademíunnar og Helgi- siðastofnunar í janúar n.k. var mér góðfúslega bent á að ástæða þessar- ar athygli væri ekki sú að ég hefði eitthvað til málanna að leggja held- ur að þeir vorkenndu mér, geðveik- um manninum. Af þessu virðist mega ráða að Vantrúarmenn séu ekki mjög víðsýnir, en hvort það leiðir til „trúarofstækis“ læt ég aðra um að dæma. En meginvandamálið sem Van- trúarmenn standa frammi fyrir er að þeir styðjast við trúargagnrýni sem hefur lítið breyst frá því Kerfi náttúrunnar kom út í Frakklandi 1770 og m.a. Freud hefur útfært nánar. Grunnhugmynd klassískrar trúargagnrýni felur í sér að maður- inn hafi búið sér til hinn guðlega heim til þess að takast á við hræðsl- una sem vissan um eigin dauðleika veldur. Á undanförnum árum hafa hins vegar komið fram alvarlegir brestir í þessa gömlu hugmynd. Rannsóknir benda nú til þess að sjálfið og trúarvitundin hafi kvikn- að á svipuðum tíma í Homo sapiens fyrir u.þ.b. 50 þúsund árum og að þessir þættir séu svo nátengdir að ómögulegt sé að segja til um hvort kom á undan, meðvitundin um dauðleikann eða trúarvitundin. Nýjar rannsóknir á hugmyndum barna um guð styðja þessar niður- stöður því í ljós hefur komið að and- stætt hefðbundnum hugmyndum þá virðast börn ekki heimfæra skiln- ing sinn á foreldrunum yfir á guðs- hugtakið; guð og yfirnáttúrulegir hæfileikar hans hafa sjálfstæða merkingu fyrir börnin. Trúin virð- ist okkur í blóð borin og hvort sem hún er afleiðing þróunar innan Homo-ættkvíslarinnar og gjafar frá Guði, þá „er trú náttúruleg“, eins og mannfræðingurinn Pascal Boyer bendir á í nýrri grein. Það er kominn tími til þess að Vantrúar- menn flytji hugsun sína frá 18. öld yfir á þá 21. ■ 33FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 Vantrúarmenn á villigötum STEINDÓR J. ERLINGSSON VÍSINDASAGNFRÆÐINGUR UMRÆÐAN TRÚ OG VANTRÚ AF NETINU Skrípaleikur Sigmund Jóhannsson hefur um árabil skemmt lesendum Morgunblaðsins með frábærum teikningum nánast daglega. Fyrir þetta hafa áskrifendur og kaupend- ur blaðsins greitt, líkt og fyrir annað efni blaðsins. Nú berast hins vegar fréttir af því úr forsætisráðuneyti Halldórs Ás- grímssonar að ríkið hafi ákveðið að festa kaup á teikningum Sigmunds. Menn kunna að deila um ýmsar útfærslur í tengslum við hlutverk ríkisins, hversu langt eigi að ganga í einu og öðru, en miklu ímyndunarafli hefur þó þurft að beita til að telja það eiga að vera hlut- verk ríkisvaldsins að kaupa teiknimyndir! Hvort sem þetta telst hlutverk ríkisins eða ekki að mati Framsóknarflokksins, þá er óhætt að fullyrða að slíkur skrípa- leikur á ekki að eiga sér stað í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins sem byggir hugsjón- ir sínar á minni ríkisumsvifum. Ragnar Jónasson á sus.is Rekstur háskólastigsins Stærsta spurningin er kannski sú hvort ekki þurfi að fara yfir skipulag háskóla- stigsins í heild sinni og svara því hvernig menn ætla að reka það í framtíðinni, hvernig eigi að skipta verkum milli skóla og hvernig þeir eiga að geta starfað á jafnréttisgrundvelli hvort sem þeir eru reknir af ríkinu eða einkaaðilum. Það verk er óunnið. Reyndar hafa þingmenn Framsóknarflokksins, þau Hjálmar Árna- son og Dagný Jónsdóttir, lagt fram tillögu til þingsályktunar um að menntamála- ráðherra skipi nefnd einmitt til að fara yfir þetta mál. Tillagan hefur ekki enn komist á dagskrá Alþingis og óljóst hvaða framgang hún fær. Það væri þarfaverk að samþykkja hana. Sigurður Eyþórsson á timinn.is Lýðræði í Afganistan Vestrænir fjölmiðlamenn lýsa nú Karzai sem „fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Afganistans“ en virðast þá vera haldnir minnisleysi því að ef kosningarnar í haust voru lýðræðislegar gildir að sjálf- sögðu hið sama um kosningarnar 1987. Það hlýtur því að vera tímabært að end- urreisa Najibullah sem fyrsta lýðræðis- sinnann í Afganistan. Að minnsta kosti er ljóst að þeir erlendu og íslensku fjöl- miðlar sem lýstu honum eitt sinn sem leppi erlends hernámsliðs verða annað hvort að fara að endurmeta þá afstöðu eða þá reyna að dylja hrifningu sína á Hamid Karzai aðeins betur. Sverrir Jakobsson á murinn.is Veggjald í Hvalfirði Í ljósi þessa og síðan þeirrar staðreyndar að það er mikilvægt að lækka gjaldið í [Hvalfjarðar-]göngin hið fyrsta, teljum við að raunhæfasta leiðin nú, sé að ríkið felli niður virðisaukaskattinn. Ef hægt yrði síðan að endurfjármagna lán Spalar eins og Ríkisendurskoðun hefur lagt til, og ná niður kostnaði þá gætum við kannski horft til 25% lækkunar í göngin í það heila án þess að það tefðist að búið yrði að greiða þau upp eftir um það bil 12 ár? Enginn þyrfti að velkjast í vafa um að fjórðungs lækkun á gjaldi í göngin yrði veruleg kjarabót fyrir notendur þeirra sem árlega greiða nú samtals um 900 milljónir króna í veggjöld. Magnús Þór Hafsteinsson á xf.is Rangt var farið með nafn verjanda Barkar Birgissonar, sem sakaður er um tilraun til manndráps með öxi, í fréttaskýringu sem birtist 9. desember. Verjandi Barkar heitir Kristján Stefánsson. ■ LEIÐRÉTTING 32-33 umræða 9.12.2004 14.25 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.