Fréttablaðið - 20.03.2005, Page 2

Fréttablaðið - 20.03.2005, Page 2
2 20. mars 2005 SUNNUDAGUR Stjórnarkjör Sparisjóðabankans: Kona náði ekki kjöri SPARISJÓÐIRNIR Margrét Hólm Vals- dóttir, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, bauð sig fram í aðalstjórn Sparisjóðabanka Íslands á föstudag en náði ekki kjöri. Mar- grét situr áfram í varastjórn bank- ans. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir þetta mikil vonbrigði. Í stjórninni sitja fimm menn og gáfu þeir allir kost á sér til áfram- haldandi setu. Sitja því fimm karl- ar áfram í stjórninni. Fundarboði Sparisjóðabankans fylgdi bréf Valgerðar Sverrisdótt- ur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þar sem hún hvatti til þess að fleiri konur kæmu inn í stjórnir. „Þar sem ég var búin að sitja í tvö ár í varastjórn í Sparisjóða- bankanum fannst mér þetta vera áskorun um að bjóða mig fram í að- alstjórn. Ég hélt kannski að það væri lag á breytingum en það var ekki,“ segir Margrét. „Það er náttúrlega dálítið slæmt þegar bréf kemur frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra að menn skuli ekki nota tækifærið til breytinga.“ Þrír af 24 sparisjóðsstjórum hérlendis eru konur og í stjórnum sparisjóðanna er ein kona. - ghs Þrír handteknir vegna líkamsárásar: Beittu kylfum og táragasi LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Ísafirði var kölluð út fjórum sinnum í sama partíið þar í bæ aðfaranótt laugardags. Fyrst var það vegna slagsmála milli húsráðanda og annars manns og var gesturinn handtekinn og öðrum ögrandi gesti hent út. Sá lét sig þó ekki alveg hverfa og var lögreglan kölluð út skömmu síðar til að skakka slagsmál milli hans og húsráðandans. Slagsmálin höfðu borist út á götu þegar lögreglan kom. Þurfti hún að beita táragasi og kylfum við handtökuna en ann- ar mannanna var vopnaður hnífi. Þurfti að flytja annan manninn á sjúkrahús með höfuðmeiðsl en þau reyndust ekki vera alvarleg. Ekki var öll nótt úti enn því síð- ar þurfti lögreglan tvíveigis að hafa afskipti af þessum gleðskap vegna líkamsárása. Maður sem er grunaður um að hafa beitt hnífi í slagsmálunum var handtekinn. Þrír voru því handteknir í fjór- um útköllum í sama gleðskapnum á Ísafirði í fyrrinótt. - jse Tímamótasamningur Kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara hefur 21 prósents heildar- áhrif á samningstímanum, sem er til 2008. Samningurinn felur í sér sömu hækkanir og á almennum vinnumarkaði. Atkvæðagreiðslan fer fram í mars. KJARASAMNINGUR Heildaráhrif kjarasamnings Félags framhalds- skólakennara við ríkið nema 21 prósenti á samningstímanum; frá 1. febrúar 2005 til aprílloka 2008. Samningurinn felur í sér sömu hækkanir og á almennum vinnu- markaði. Stofnanasamningur verður gerður innan hvers fram- haldsskóla. „Með samningnum er verið að styrkja innra starf skólanna. Við erum að þróa áfram þá markmiðs- setningu að styrkja innra starfið, efla skólastarf og umbætur í framhaldsskólum. Að öðru leyti er samningurinn á sömu nótum og hjá BHM-félögunum,“ segir Aðal- heiður Steingrímsdóttir, formað- ur Félags framhaldsskólakenn- ara. Framhaldsskólakennarar taka upp sams konar launatöflu og launakerfi og BHM-félögin. Ný launatafla tekur gildi 1. maí 2006. Samkvæmt henni verða lægstu laun 200 þúsund krónur á mánuði en í dag eru þau 190 þúsund krón- ur. „Þetta er tímamótasamningur. Í fyrsta lagi erum við að taka upp sömu launatöflu og sama launa- kerfi og BHM-félögin. Í öðru lagi er verið að styrkja skólastarfið og innra starf skólanna. Í þriðja lagi er ný hugsun, að efla starfsþróun kennara og framgang þeirra í starfi faglega séð. Samningurinn felur líka í sér ávinning og sókn- arfæri til lengri tíma litið,“ segir hún. Kjarasamningur framhalds- skólakennara er í grunninn gjör- ólíkur kjarasamningi grunnskóla- kennara. Grunnskólakennarar sömdu miðlægt en framhalds- skólakennarar eru með ramma- samning og svo nánari útfærslu í stofnanasamningum í skólunum. „Hvað kjaralegan ávinning varðar höfum við vissulega haft samning grunnskólakennara til hliðsjónar við okkar samninga- gerð. Að því leyti hafði hann áhrif á samningaferlið hjá okkur,“ segir hún. Kjarasamningur framhalds- skólakennara verður kynntur í framhaldsskólunum eftir páska. Stefnt er að því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði ljós í byrjun apríl. ghs@frettabladid.is Héðinsfjarðargöng: Opnuð síðla árs 2009 SAMGÖNGUR „Á Þorláksmessu árið 2009 bjóðum við öllum Eyfirðing- um í skötuveislu,“ sagði Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglu- firði, en hann á þá von á því að gestirnir komi um Héðinsgöngin sem þá verða tilbúin. Sturla Böðvarsson tilkynnti í gær að verkið verði boðið út í haust og að framkvæmdir hefjist í júlí á næsta ári. Runólfur var fagnandi þegar Fréttablaðið náði tali af honum og sagði að þótt Siglfirðingar vildu vera sér á báti væru þeir þessum samgöngubótum afskaplega fegnir. – jse ANGIST Í BEIRÚT Óttast er að frekari átök verði í Líbanon eftir að sprengja sprakk í hverfi kristinna í Beirút. Sprenging í Beirút: Óttast frekari átök BEIRÚT, AP Ellefu særðust þegar bílsprengja sprakk í gær í Beirút, höfuðborg Líbanons. Óttast er að þetta séu upptök enn frekari óeirða í borginni. Vegna spreng- ingarinnar hefur Emile Lahoud, forseti Líbanons, frestað för sinni á fund arabaríkja sem fram átti að fara í Alsír á mánudag. Einnig var tilkynnt að gripið yrði til frekari aðgerða gegn hvers kyns ofbeldi í landinu. Sprengjan eyðilagði átta hæða íbúðahús í New Jdeideh-hverfinu í Beirút, þar sem flestir íbúa eru kristnir. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. ■ Loka þurfti þjóðvegi eitt: Flutninga- bíll valt SLYS Flutningabíll með krana á festi- vagni valt á þjóðvegi eitt rétt við Vatnsdalsbrú á föstudagskvöld. Ökumaðurinn, sem var einn í bíln- um, var fluttur á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Talið er að hann hafi viðbeinsbrotnað en einnig skarst hann á líkama. Loka þurfti þjóðveginum í gær meðan verið var að reisa flutn- ingabílinn við en hann lá á vegar- kantinum og lokaði helmingi akreinarinnar. ■ USD 58.54 JPY 0.56 EUR 77.74 Gengi› rétt fyrir lokun 18. mars 29.275,-* Subaru Forester sjálfskiptur 2.450.000Ver› nú Ver› á›ur Ver› nú 2.580.000 2.750.000 300.000 SPURNING DAGSINS Elías, hefurðu styrk til að verj- ast vantrausti? „Já, ég tel mig hafa mikinn persónuleg- an styrk.“ Elías Jón Guðjónsson er nýr formaður Stúdenta- ráðs. Hann var kosinn með tveimur atkvæðum, en átján kjörnir fulltrúar Röskvu og Vöku sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR TVEIR PILTAR HANDTEKNIR MEÐ FÍKNIEFNI Lögreglan á Akureyri handtók tvo pilta um miðjan dag í gær en lítilræði af kannabisefnum fannst á þeim.Þeim var sleppt eftir yfirheyrslur og telst málið upplýst. KVIKNAÐI Í POTTI Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um fjögur- leytið í gær og þurfti að reykræsta einbýlishús. Skemmdir eru taldar lítilsháttar. Húsráðandi hafði brugðið sér frá sjóðandi potti. Lögreglan leysti þrjú fíkniefnamál: Sex teknir í Keflavík FÍKNIEFNAMÁL Sex voru handteknir á föstudagskvöld og aðfaranótt laug- ardags í Keflavík í þremur fíkni- efnamálum. Um tíuleytið stöðvaði lögreglan bíl og við eftirgrennslan fundust þrjú grömm af meintu am- fetamíni. Viðurkenndu tveir menn að eiga efnin. Skömmu síðar var annar bíll stöðvaður og fannst þá eitt gramm af amfetamíni á öku- manninum. Um klukkan tvö var svo þriðji bíllinn stöðvaður og þar fann lögreglan þrjú grömm af am- fetamíni. Voru því sex handteknir í þremur óskyldum málum. – jse ÍSAFJÖRÐUR Lögreglan í bænum var fjórum sinnum kölluð út í sama partíið. Þrír menn voru handtekn- ir og einn fluttur á sjúkrahús en meiðsl hans reyndust ekki vera mikil. MARGRÉT HÓLM VALSDÓTTIR Gaf kost á sér í aðalstjórn Sparisjóðabank- ans en það var ekki lag á breytingum. Karl- arnir fimm náðu áfram kjöri í stjórn. AÐALHEIÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR Formaður Félags framhaldsskólakennara segir að kjarasamningurinn verði kynntur í 30 framhaldsskólum eftir páska. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Fríhöfnin og Flugstöðin: Felldu kjara- samning KJARAMÁL Starfsmenn Fríhafnarinn- ar ehf. og Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar felldu nýlega kjarasamning með 61 prósenti greiddra atkvæða. Já sögðu 34 prósent og auðir og ógildir seðlar voru fjórir. Jens Andrésson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, segir að heildaráhrif kjarasamn- ingsins hafi verið tæplega 20 pró- sent. Spurning sé hvort fullur skiln- ingur hafi náðst á ávinningnum meðal starfsmanna. Viðræður verða teknar upp í næstu viku. - ghs

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.