Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 20.03.2005, Qupperneq 16
Katrín er öðruvísi stjórn-málamaður en flestir afhennar kynslóð. Hún tekur þátt í stjórnmálastarfi á eigin for- sendum og lætur ekki stjórnast af skoðunum annarra. Hún nálgast málin út frá eigin brjósti og talar hreint út. Katrín viðurkennir þó að þegar hún hafði afskipti af stjórn- málamönnum í fyrsta sinn hafi hún gripið til hefðbundinna pólitískra vopna; að plata. „Ég var í Mennta- skólanum við Sund og átti að skipu- leggja fund með foringjum flokk- anna. Ég byrjaði að hringja en ým- ist vildu menn ekki koma eða senda minni spámenn. Ég sá fram á að þetta yrði ömurlegt og skipti um aðferð. Ég hringdi í Jóhönnu Sig- urðardóttur og sagði henni að Jón Baldvin ætlaði að koma. Hún var þá til. Svo hringdi ég í Jón Baldvin og sagði honum að Jóhanna ætlaði að koma. Þá var hann til.“ Svona gekk þetta þar til Katrín var ánægð með það fólk sem átti að ræða póli- tík á fundi MS-inga 1995. Og fund- urinn gekk vel. „Já, þetta var góður og skemmtilegur fundur og ég man að mér þóttu allir stjórnmálamenn- irnir nokkuð skemmtilegir.“ Ætlaði aldrei í flokk Katrín ólst ekki upp við eldheitar pólitískar umræður við eldhús- borðið en Þjóðviljinn var keyptur á æskuheimilinu í Álfheimunum. „Það var talað um allt á heimilinu, en ekkert meira um pólitík frekar en eitthvað annað. Ég hafði engan sérstakan áhuga á stjórnmálum en vissi hvar ég stóð. Áhuginn kvikn- aði svo undir lok menntaskólans.“ Þrátt fyrir að áhugi á stjórnmál- um hafi verið vakinn var Katrín staðráðin í einu: „Ég ætlaði aldrei að ganga í flokk. Mér fannst flokkakerfið staðnað og hallæris- legt,“ rifjar hún upp. Áformin um að standa utan flokka fóru þó á annan veg, eins og kunnugt er. Eftir að menntaskólanum sleppti fór Katrín í Háskóla Ís- lands, þar sem hún tók þátt í stúd- entapólitíkinni með Röskvu. Um svipað leyti varð hún félagi í Samtökum herstöðvaandstæð- inga en stjórnaði því reyndar ekki alveg sjálf. „Bróðir minn var í samtökunum og gaf mér aðild og árgjald í afmælisgjöf,“ segir hún og hlær. Það samrýmdist þó skoð- unum Katrínar að starfa innan samtakanna enda svarinn and- stæðingur hernaðar og veru bandaríska hersins á Miðnesheiði. Kjörin varaformaður Það var snemma árs 2002 sem Katrín þurfti að endurskoða fyrri ákvörðun sína um að ganga ekki í stjórnmálaflokk. Vinstri grænir föluðust eftir því við hana að hún gengi í flokkinn og tæki eitt af sæt- um hans á Reykjavíkurlistanum fyrir kosningarnar um vorið. Hún þáði boðið. Þremur mánuðum síðar var hún orðin formaður ungliðahreyfingar VG og aðeins ári eftir það varafor- maður flokksins. Hlutirnir gerðust hratt og hinn nýi varaformaður VG var aðeins 27 ára. „Þetta gerð- ist allt of hratt og það er ljóst að ég hætti útbrunnin í pólitík eftir fimm ár,“ segir Katrín hlæjandi. En það var ekki af ánægjunni einni sem hún gaf kost á sér í emb- ætti varaformanns, úrslit þing- kosninganna vorið 2003 voru henni áhyggjuefni. „Við fengum fimm þingmenn kjörna, allt sömu menn og sátu kjörtímabilið á undan og allir voru þeir um fimmtugt. Það má ekki misskilja mig, þetta er al- veg sérlega yndislegt fólk en mér fannst þetta samt ekki ganga og vildi yngja upp í forystunni.“ Svanhildur Kaaber var að láta af varaformennsku og Katrín var kjörin í hennar stað. Hún vílaði ekki fyrir sér að takast á við þetta ábyrgðarstarf. „Nei, alls ekki. Þegar eitthvað svona kemur upp þá slæ ég til. Ég get þá bara hætt ef mér finnst leiðinlegt.“ Hún er ófáanleg til að lýsa yfir áhuga á að verða formaður VG þegar fram í sækir, segist ekki hugsa svo langt fram í tímann. Pólitíkusar plata Oft hefur verið fullyrt að Reykja- víkurlistinn sé við það að springa en fulltrúar hans segja jafnan á móti að samstarfið hafi aldrei gengið betur. Katrín hefur sínar skoðanir á málinu. „Pólitíkusar eru náttúrlega alltaf að plata. Sumir velja að segja að allt sé frábært og það er bara þeirra ákvörðun. Við höfum átt í mörgum erfiðum mál- um og það er allt í lagi að viður- kenna það. Við erum ekki átaka- fælinn hópur og höfum komist í gegnum erfið mál án þess að fara út í einhver læti. Það er bara hið besta mál.“ Nú sem fyrr eru uppi vanga- veltur um hvort Reykjavíkurlist- inn bjóði fram í kosningunum að ári. Katrínu sýnist helmingslíkur vera á því. „Ef flokkarnir koma sér saman um góð málefni og listinn fer í ákveðið endurnýjunarferli getur hann lifað. Ég viðurkenni að ég er ekki mesti aðdáandi Fram- sóknarflokksins á landinu en hef hins vegar ekki átt í nokkrum erfiðleikum með að vinna með borgarfulltrúum hans. Það gæti líka verið mjög sterkt fyrir VG að bjóða fram sér. Á þessu eru kostir og gallar. Þú færð mig að minnsta kosti ekki til að lýsa því yfir að R- listinn sé sprunginn.“ Kapítalismi og kynlíf Það eiga ekki allir gott með að skilja hvers vegna fólk gefur sig að stjórnmálum. Argaþrasið, at- gangurinn og orðbragðið eru með öðrum hætti en í flestum greinum, fólk verður að opinberum persón- um og stór hluti lífs þess fer fram fyrir opnum tjöldum. Katrín líkir pólitík við alkóhólisma. „Ég held að þetta sé svipað. Maður vill þetta ekkert endilega en gerir það samt. Stundum stend ég frammi fyrir að þurfa að sitja fimmtán fundi um eina helgi og finnst tilhugsunin hræðileg. Þá spyr ég mig hvers vegna ég sé að þessu. Kenning mín er sú að þetta sé veiki.“ Öllum má vera ljóst að Katrín er ekki hrifin af kapítalisma og á dögunum hélt hún því fram að kap- ítalisminn hefði eyðilagt kynlífið. Fyrir vikið uppskar hún fúlllyndi hægrimanna. „Ég skrifaði grein um þetta á Múrinn því ég held að pólitík eigi við allt. Það birtust ný- lega tvær fréttir um íslenskar kon- ur og kynlíf. Í annarri var sagt að þær ættu flest hjálpartæki ástar- lífsins og í hinni að þær ættu erfitt með að fá fullnægingu. Þetta sýnir að kapítalisminn virkar ekki. Það er sama hvað maður kaupir mikið af dóti, það er ekki það sem er lyk- illinn að lífshamingjunni. Ég vil meina að búið sé að gera kynlífið að svo mikilli söluvöru að fólk verði stressað og geti ekki fengið það. Ég lauk svo greininni á að skjóta létt á kapítalistana með að segja að þeir hefðu misst af miklu. Ég hef heyrt í þeim mörgum sem eru ósáttir við túlkun mína og segja að ég hafi greinilega aldrei sofið hjá hægrimanni,“ segir Katrín og hlær. Myrðir á borgarstjórnarfundum Líf Katrínar Jakobsdóttur snýst ekki bara um stjórnmál. Hún er heltekin af áhuga á glæpasögum og hefur skrifað tvær ritgerðir um slíkar bókmenntir. Áhuginn vakn- aði í æsku þegar hún las bækur Enid Blyton og síðar Agöthu Christe. Og hún á sér draum. „Mig dreymir um að skrifa glæpasögu en þau mál eru skammt á veg kom- in.“ Hún viðurkennir þó að hugsa reglulega um vettvang glæps fyrir söguna. „Ég hugsa oft á fundum um morðið í borgarstjórn eða morðið í fræðsluráði og hef myrt marga í huganum,“ segir Katrín hlæjandi. Hún er líka í áhugaleikhópnum Hörpunni sem reyndar hefur ekki farið mjög hátt í samfélaginu. „Við höfum sett upp þrjár sýningar og það er mjög skemmtilegt. Í út- skriftarveislunni minni settum við upp morðgátu. Ég var hamingju- samt lík í hálftíma þar til hinn seki fannst.“ Katrín er ekki í hefðbundnu níu til fimm starfi heldur vasast í mörgu. Dagarnir eru ólíkir og það hentar henni vel. „Ég hef alltaf átt erfitt með að hugsa um eitt í einu og finnst ágætt að vera í borgar- málunum en líka aðeins í lands- málunum, bókmenntunum og fjöl- miðlunum. Ég vil halda öllu opnu og geta breytt til.“ ■ KATRÍN JAKOBSDÓTTIR „Ég hugsa oft á fundum um morðið í borgarstjórn eða morðið í fræðsluráði og hef myrt marga í huganum.“ Katrín Jakobsdóttir ætlaði aldrei að ganga í stjórn- málaflokk. Árið 2002 var hún allt í einu komin í VG og ári síðar orðin varaformaður. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson líkir hún pólitískum áhuga við alkóhólisma, segir stjórnmálamenn alltaf að plata og kennir kapítalismanum um fullnægingarþurrð kvenna. Katrín á fleygiferð FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 16 20. mars 2005 SUNNUDAGUR Nitró / Járnhálsi 2 / Sími: 557 4848 / www.nitro.is TILBOÐ Vulcan 800 2005 Verð aðeins 968.000 kr. Hjálmur fylgir hverju seldu hjóli. 14.123 *á mánuði *Meðalgr. pr. mán í 60 mán. Miðað við útborgun kr. 290.000 og SP bílalán. TILBOÐ Husaberg FE 450cc, 550cc & 650cc árg. 2005 Verð frá 970.000 kr. Hjálmur fylgir hverju seldu hjóli. 14.123 *á mánuði *Meðalgr. pr. mán í 60 mán á FE 450cc. Miðað við útborgun kr. 290.000 og SP bílalán. Léttasta endurohjól landsins. Getum einnig útvegað 2004 hjól á frábæru verði. Aðeins örfá hjól eftir hjá framleiðanda. Hafið samband við sölumann. Hjóla- og vélsleðadagar Í Nítró Katrín í hnotskurn Aldur: 29 ára. Menntun: Íslensku- fræðingur. Störf: Borgarfulltrúi – situr í menntaráði og er formaður um- hverfisráðs. Stjórn- andi Sunnudagsþátt- arins á Skjá einum og kennir á nám- skeiðum um glæpa- sögur. Áhugamál: Stjórn- mál, glæpasögur og útivera í sveitum landsins (þrátt fyrir gríðarlegt gróður- ofnæmi!).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.