Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 20.03.2005, Qupperneq 18
Allir sem komið hafa tilAustur-Berlínar hafa tekiðeftir græna kallinum með hattinn, sem blasir við gangandi vegfarendum í hvert sinn sem þeir fara yfir gangbraut. Græni kallinn vekur strax kátínu aðkomufólks, sem aldrei hefur séð hann fyrr. Heimamönn- um er líka hlýtt til hans, enda er hann vinalegur og uppörvandi þar sem hann stikar stórum og segir börnum jafnt sem fullorðnum að nú sé óhætt að ganga yfir götuna. Þeir sem flýta sér alltaf yfir á rauðu ljósi missa kannski af því að sjá þann græna, og taka vart heldur eftir rauða kallinum. Sá er samt ekki síður eftirtekt- arverður, þar sem hann stendur ábúðarfullur með hattinn sinn og heldur út báðum höndum eins og sá sem valdið hefur: Nemið stað- ar! segir hann greinilega með lát- bragði sínu þótt enginn heyri orð. Örlítið yngri en Berlínarmúrinn Ljósakallinn, sem Þjóðverjar nefna Ampelmann, á sér nærri 44 ára langa sögu. Fyrstu gangbraut- arljósin í Austur-Berlín voru sett upp þann 13. október árið 1963, tveimur árum eftir að hinn illræmdi Berlínarmúr var reistur. Þegar Austur- Þjóðverjar fóru að huga að því að reisa gang- brautarljós var strax ákveðið að vanda til verks og gæta þess að apa nú ekki í blindni eftir kapítalísku gangbrautarljós- unum í vestrinu, enda þóttu þau með af- brigðum óspennandi og leiðinleg útlits. Fenginn var sálfræðingur, Karl Peglau að nafni, til þess að hanna nýju ljósin. Hann hafði stundað rannsóknir á umferðarslysum og gekk út frá þeirri snjöllu hug- mynd að fólk í umferðinni færi miklu frekar eftir umferðar- merkjum ef þau væru vinaleg í út- liti. Feitlaginn með hatt Þess vegna gætti hann þess að hafa kallinn frekar feitlaginn og með hatt á höfði. Hvort tveggja höfðar til barna, auk þess sem ljósaflöturinn verður stærri, sem einnig hjálpar til þess að fólk sjái ljósin betur. Peglau óttaðist reyndar að til- lögu hans yrði hafnað af stjórn- völdum vegna þess að hatturinn, sem Ampelmann bar með stæl, þætti einum um of borgaralegur. Þvert á móti var hugmyndinni afskaplega vel tekið. Ljósakallinn var jafnframt óspart notaður við gerð fræðsluefnis fyrir ungt fólk í umferðinni. Meðal annars gengu árum saman sjónvarpsþættir í austur-þýska barnatímanum þar sem Ampelmann lék stórt hlut- verk. Alþýðan kom til bjargar Berlínarmúrinn vondi brast í nóvember árið 1989, en ljósakall- inn góði lifir enn. Hann er engum til ama, þótt hann minni fólk á tíma al- ræðisstjórnar- innar sem ríkti fyrir austan múrinn. Fljótlega eftir að þýsku ríkin tvö sameinuðust árið 1991 komu reyndar upp þau áform að breyta gangbrautarljósunum í austur- hluta Berlínar til samræmis við það sem tíðkaðist vestan megin múrsins. Ljósin voru tekin niður, en þá reis alþýðan upp á ný. Eng- inn vildi missa ljósakallana. Þótt lífið í Austur-Þýskalandi hafi að mörgu leyti verið erfið glíma við ómanneskjulegt kerfi þótti mörgum Austur-Þjóðverjum hin vestræna lífsbarátta ekki síður vera grimm og ómanneskju- leg. Framtakssamir kaupsýslu- menn tóku einnig þennan litla karl upp á arma sína og tóku að fram- leiða ýmiss konar vöru undir vörumerkinu Ampelmann. Allt var það gert í samvinnu við sál- fræðinginn Peglau, sem átti hug- myndina í upphafi. Kominn til að vera Fyrirtækið rekur í dag þrjár verslanir í Berlín þar sem meðal annars má fá boli og baðsloppa, bókastoðir og lampa, kaffikönnur og regnhlífar, allt ýmist með mynd af Ampelmann eða með lög- un hans. Þrýstingur á stjórnvöld fór jafnt og þétt vaxandi, sem varð til þess að þau gáfu sig á endanum og árið 1997 var hinn ástkæri karl kominn aftur á sinn stað við gang- brautirnar austan megin múrsins, sem þá var reyndar að mestu horfinn. Engin haldbær rök höfðu kom- ið fram gegn því að notast við austur-þýsku ljósakallana. Þvert á móti voru allir sammála um að þeir væru mun hentugri til síns brúks en hinir svipdaufu ljósa- kallar vestursins. gudsteinn@frettabladid.is 18 20. mars 2005 SUNNUDAGUR Eitt af skemmtilegri sérkennum hins fallna Austur-Þýskalands var græni og rauði kallinn á gangbrautarljósunum. Þeir lifa enn góðu lífi, þrátt fyrir að múrinn illræmdi sé fyrir löngu fallinn. Ljósakallinn í austri Söngleikur um heilagan gral Leikarinn Eric Idle hefur sett á fjalirnar söngleik á Broadway byggðan á gamanmyndinni sí- gildu Monty Python and the Holy Grail frá árinu 1974. Tók það Idle, sem er einn af meðlimum Monty Python-hópsins, þrjú ár að undir- búa sýninguna. Söngleikurinn nefnist Spama- lot og hefur hann fengið mjög góða dóma gagnrýnenda og fína aðsókn. Tim Curry, sem lék meðal annars í The Rocky Horror Pict- ure Show, Hank Azaria úr The Simpsons og David Hyde Pierce, sem lék Niles Crane í Frasier, fara með helstu hlutverkin. ■ MONTY PYTHON AND THE HOLY GRAIL Söngleikur byggður á þessari sí- gildu kvikmynd hefur verið settur á fjalirn- ar á Broadway. GRÆNI KALLINN Í AUSTUR-BERLÍN Umferðarljósin á gangbrautum í austurhluta Þýskalands eru öðruvísi en annars staðar í heiminum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.