Fréttablaðið - 20.03.2005, Side 56

Fréttablaðið - 20.03.2005, Side 56
LEIKIR GÆRDAGSINS KÖRFUBOLTI Undanúrslitaviðureign- ar Snæfells og Fjölnis í úrslita- keppni Úrvalsdeildar karla í körfubolta er beðið með mikilli eftirvæntingu. Nýliðar Fjölnis hafa komið liða mest á óvart í vet- ur og eru komnir alla leið í undan- úrslitin eftir rafmagnaða spennu- viðureign við Borgnesinga. Þeirra bíður hið erfiða verkefni að etja kappi við Hópbílabikarmeistara Snæfells, sem eru með heimavall- arréttinn í einvíginu og hafa á að skipa gríðarlega sterku varnarliði. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum sínum við KR á heimavelli í fyrstu umferðinni náðu Snæfellingar að klára næstu tvo leiki og tryggja sig í undanúrslitin. „Ég held að Snæfell fari áfram úr þessari rimmu. Fjölnismenn eru búnir að sýna það í vetur að þeir eru komnir til þess að vera í úrvalsdeildinni, en ég held að Snæfell láti ekkert stöðva sig í þessu máli. Mér finnst Snæfelling- ar vera með það gott úrval af skor- urum, þeir eru með sjö menn sem geta látið að sér kveða í stigaskor- uninni, og ég held að það fleyti þeim áfram. Þó að allir tali um varnarleikinn hjá þeim finnst mér fólk líta framhjá því hvað þeir eru með mörg vopn í sókninni. Það er mikið spurningarmerki hjá Fjölnisliðinu, eins og reyndar hjá ÍR-ingum í hinu einvíginu, hvort leikmenn liðsins eru hrein- lega ekki orðnir saddir. Þeir hafa komið á óvart í vetur og náð lengra en nokkur þorði að vona, svo að það er spurning hvort þeir hafa hungrið í að fara lengra. Ég held að Fjölnismenn stríði Snæfellingum vissulega og auð- vitað verða þetta hörkuleikir. Það er ekkert gefið þegar komið er í undanúrslitin í keppninni, en ég held bara að Snæfellsliðið sé of sterkt og að Hólmarar fari áfram í úrslitin. Ég spái Snæfelli sigri í einvíginu, 3-1,“ segir Einar Bolla- son, sérfræðingur Fréttablaðsins í körfuboltanum, sem er í skýjun- um yfir úrslitakeppninni í ár og segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi orðið vitni að til þessa. baldur@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Enska úrvalsdeildin BLACKBURN–ARSENAL 0–1 0–1 Robin van Persie (43.). CHARLTON–WEST BROM 1–4 0–1 Geoff Horsfield (9.), 1–1 Jonathan Johans- son (24.), 1–2 Robert Earnshaw (73.), 1–3 Robert Earnshaw (84.), 1–4 Robert Earnshaw, víti (90.). CHELSEA–CRYSTAL PALACE 4–1 1–0 Frank Lampard (29.), 1–1 Aki Riihilathi (42.), 2–1 Joe Cole (54.), 3–1 Mateja Kezman (78.), 4–1 Mateja Kezman (90.). MAN. UTD–FULHAM 1–0 1–0 Cristiano Ronaldo (21.). PORTSMOUTH–NEWCASTLE 1–1 0–1 Kieron Dyer (43.), 1–1 Steve Stone (45.). TOTTENHAM–MAN. CITY 2–1 1–0 Jermain Defoe (16.), 1–1 Claudio Reyna (44.), 2–1 Robbie Keane (84.). BOLTON–NORWICH 1–0 1–0 Stelios Giannakopoulus (42.). STAÐAN CHELSEA 30 24 5 1 58–10 77 MAN. UTD 30 19 9 2 48–17 66 ARSENAL 30 19 7 4 68–32 64 EVERTON 29 15 6 8 34–30 51 BOLTON 30 13 7 10 38–34 46 LIVERPOOL 29 13 5 11 41–30 44 CHARLTON 30 12 7 11 35–42 43 MIDDLESB. 29 11 9 9 43–39 42 TOTTENH. 30 12 6 12 37–34 42 A. VILLA 29 10 8 11 34–37 38 NEWCAST. 29 9 11 9 41–45 38 MAN. CITY 30 9 9 12 35–34 36 BIRMINGH. 29 8 8 13 31–37 32 BLACKB. 30 7 11 12 25–37 32 PORTSM. 30 8 7 15 32–46 31 FULHAM 29 8 6 15 33–47 30 C. PALACE 30 6 8 16 33–49 26 SOUTH. 29 4 12 13 30–44 24 WBA 30 4 12 14 29–51 24 NORWICH 30 3 11 16 29–59 20 Enska 1.deildin CARDIFF–CREWE 1–1 GILLINGHAM–IPSWICH 0–0 NOTT. FOREST–WIGAN 1–1 ROTHERHAM–QPR 0–1 SHEFF. UTD–BURNLEY 2–1 SUNDERLAND–COVENTRY 1–0 WATFORD–PRESTON 0–2 Brynjar Björn Gunnarsson og Heiðar Helguson spilaðu allan leikinn fyrir Watford. WOLVES–STOKE 1–1 Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson voru ekki í leikmannahópi Stoke. Þýska 1. deildin B. LEVERKUSEN–KAISERSLAUTERN 2–0 1–0 Callsen-Bracker (13.), 2–0 Voronin (46.). B. MÜNCHEN–H. ROSTOCK 3–1 0–1 Mohrle (16.), 1–1 Lucio (41.), 2–1 Pizarro (65.), 3–1 Ballack, víti (89.). HAMBURG–B. DORTMUND 2–3 0–1 Rosicky (10.), 1–1 Benjamin (30.), 2–1 Bein- lich (57.), 2–2 Ricken (61.), 2–3 Ewerthon (87.). H. BERLIN–A. BIELEFELD 3–0 1–0 Marx (29.), 2–0 Marx (56.), 3–0 Basturk (90.). HANNOVER–M’GLADBACH 2–1 0–1 Sverkos (32.), 1–1 Stajner (59.), 2–1 Vinicius (73.). NÜRNBERG–WERDER BREMEN 1–2 0–1 Klasnic (22.), 0–2 Klasnic (45.), 1–2 Kiessling (69.). BOCHUM–WOLFSBURG 5–1 1–0 Edu (15.), 2–0 Wosz (24.), 3–0 Edu (38.), 4–0 Lokvenc (39.), 5–0 Madsen (57.), 5–1 Petrov (73.). Bayern München er komið á topp deildarinnar eftir sigurinn á Hansa Rostock. Spænska 1. deildin REAL BETIS–ALBACETE 2–1 1–0 Rivas (17.), 2–0 Assuncao (59.), 2–1 Gonzalez (75.). Ítalska A- deildin SIENA–LAZIO 1–0 1–0 Tudor (59.) 24 20. mars 2005 SUNNUDAGUR > Við hrósum ... ... Haukum í handbolt- anum en dagurinn í gær var svo sannar- lega þeirra dagur. Bæði karla- og kvennalið félag- sins tryggðu sér deildar- meistaratitilinn á glæsilegan hátt á heimavelli með sigri á helstu andstæðingum sínum. sport@frettabladid.is > Við skiljum ekki ... ... framkomu Hlyns Sigmarssonar, formanns handknattleiksdeildar ÍBV, sem lét öllum illum látum á Ásvöllum í gær og lét reka sig út úr húsi áður en fyrri hálfleikur var allur. Hann lagði dómarapar leiksins í einelti í stað þess að styðja sitt lið og var sér og félagi sínu til háborinnar skammar. Aðal frétt dagsins Jón Arnór í undanúrslit Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Dynamo St. Pétursborg eru komnir í undanúrslit Evrópudeildarinnar í körfubolta eftir að hafa lagt úkraínska liðið Azovmash að velli, 81–72, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum. Jón Arnór skoraði ellefu stig fyrir Dynamo. 60 SEKÚNDUR MEÐ JÓHANNESI KARLI GUÐJÓNSSYNI Einar Bollason spáir í spilin í úrslitakeppninni í körfu: Snæfell fer í úrslitin SNÆFELL Í ÚRSLIT Leggja Fjölni og fara alla leið í úrslitin að mati Einars Bollason- ar. Fréttablaðið/Valli Hver ykkar bræðranna er bestur í fótbolta? Ég er langbestur. Hver er fallegastur? Ég líka. Það liggur í augum uppi. Hver er mesti harðjaxlinn í enska boltanum? Roy Keane þó hann sé farinn að gefa svolítið eftir. Hver er mesti vælukjóinn? Danny Mills. Hann þykist vera ógurlegur harðjaxl en er alltaf fyrstur til að láta sig detta. Guðjón Þórðarson eða Ásgeir Sig- urvinsson? Guðjón Þórðarson. Aukaspyrna af 50 metra færi. Skot eða sending? Skot! Erfiðasti andstæðingur? Patrick Vieira. Spánn eða England? England. Metallica eða Madness? Metallica. Golf eða fótbolti? Fótbolti. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Martin Jol. Hvenær kemst Ísland á HM? Þegar ég verð orðinn landsliðsþjálfari. Deildarbikar karla KA–FH 0–3 0–1 Jónas Grani Garðarsson (62.), 0–2 Jónas Grani Garðarsson (65.), 0–3 Heimir Snær Guðmundsson (83.). ÍA–ÍBV 3–2 0–1 Steingrímur Jóhannesson (36.), 1–1 Helgi Pétur Magnússon (37.), 1–2 Magnús Már Lúðvíksson (40.), 2–2 Kári Steinn Reynisson, víti (63.), 3–2 Reynir Leósson (69.). ÞÓR AK.–VALUR 2–2 0–1 Sigþór Júlíusson (5.), 1–1 Ingi Hrannar Heimisson (16.), 1–2 Garðar Gunnlaugsson (31.), 2–2 Baldur Sigurðsson (64.). Deildarbikar kvenna STJARNAN–ÍBV 2–5 0–1 Elín Anna Steinarsdóttir (3.), 0–2 Pálína G. Bragadóttir (22.), 0–3 Elín Anna Steinarsdóttir (29.), 1–3 Harpa Þorsteinsdóttir (44.), 2–3 Lilja Kjalarsdóttir (55.), 2–4 Bryndís Jóhannesdóttir (80.), 2–5 Olga Færseth (86.). 1. deild karla í handbolta LEIÐRÉTT LOKASTAÐA FRAM 10 8 0 2 267–240 16 FH 10 7 0 3 274–227 15 AFTURELD. 10 5 0 5 266–273 10 GRÓTTA/KR 10 4 1 5 238–243 9 SELFOSS 10 2 1 8 258–294 5 STJARNAN 10 2 1 7 267–290 5 Fram mætir Haukum í úrslitakeppninni en FH- ingar, sem höfnuðu í öðru sæti 1. deildar, mæta Víkingum, sem höfnuðu í sjöunda sæti DHL- deildarinnar, í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Kezman kom sterkur inn Skoraði tvö mörk fyrir Chelsea eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir Eið Smára Guðjohnsen og gulltryggði sigurinn á Crystal Palace. Toppliðin þrjú unnu öll og er Chelsea því enn með ellefu stiga forystu. FÓTBOLTI Serbneski framherjinn Mateja Kezman hefur átt erfitt uppdráttar hjá Chelsea í vetur. Hann átti hins vegar frábæra inn- komu hjá liðinu í gær þegar það bar sigurorð af Crystal Palace, 4-1, á Stamford Bridge. Kezman kom inn á sem varamaður á 77. mínútu fyrir Eið Smára Guðjohn- sen og hafði skorað áður en hann hafði verið mínútu inni á vellin- um. Hann bætti síðan við öðru marki á síðustu mínútu leiksins og tvöfaldaði þar með markafjölda sinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Chelsea þarf nú í mesta lagi fjórtán stig úr síðustu átta leikjum sínum til að tryggja sér meistaratitilinn sem liðið hefur ekki unnið í fimmtíu ár. Portúgalska ungstirnið Cristi- ano Ronaldo tryggði Manchester United sigur gegn Fulham og er United enn ellefu stigum á eftir Chelsea. United var sterkari aðil- inn í leiknum en Fulham hefði getað stolið stigi undir lokin því Lee Clark skaut í stöngina og Tim Howard, markvörður United, varði skot Andy Cole með hæln- um. Robert Earnshaw hjá West Brom stal senunni á The Valley en hann kom inn á sem varamað- ur þegar tuttugu og fimm mínút- ur voru til leiksloka gegn Charlton og skoraði þrennu á síð- ustu þrettán mínútum leiksins. Með sigrinum komst West Brom upp að hlið Southampton og eygir enn möguleika á því að bjarga sér frá falli. Hollendingurinn Robin van Persie tryggði Arsenal þrjú dýr- mæt stig gegn Blackburn en liðið lék án Thierry Henry sem er meiddur á kálfa. Arsenal er þrátt fyrir sigurinn enn þrettán stigum á eftir Chelsea. ■ MATEJA KEZMAN Sést hér fagna öðru marka sinna sinna gegn Crystal Palace í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.