Fréttablaðið - 20.03.2005, Page 62

Fréttablaðið - 20.03.2005, Page 62
20. mars 2005 SUNNUDAGUR Íslenskir fjölmiðlar hafa ár hvert keppt sín á milli í því að láta fólk hlaupa 1. apríl. Það er eini dagur ársins þar sem fjölmiðlarnir mega og leyfa sér að búa til eina frétt sem er skáldskapur að einu eða öllu leyti. Slíkur skáld- skapur hefur tíðkast um árabil hér á landi og á við um flestalla fjöl- miðla landsins; Fréttablaðið, Morg- unblaðið, DV, fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem og fréttastofur Ríkisútvarpsins og Sjónvarps. Allir hafa fjölmiðlarnir lagt sitt á vogar- skálar grínsins. Platfréttirnar eru misgóðar eins og gefur að skilja enda mis- jafnar hugmyndir sem liggja að baki. Í gegnum árin hafa þó nokkr- ar góðar og eftirminnilegar fréttir litið dagsins ljós. Má þar meðal annars nefna afruglarargleraugu sem fólk átti að geta keypt í versl- unum til að horfa á Stöð 2, rúss- neskan kafbát við Íslandsstrendur og samstarf McDonald’s og Kópa- vogskirkju. Margar af þessum fréttum vöktu mikil viðbrögð, sumar kátínu en aðrar óhug. Nú er fólk farið að bíða í ofvæni eftir platfréttum ársins enda rétt tæpur hálfur mánuður til stefnu. Það upplýsist hins vegar hér með að platfrétt ársins verður sú stærsta í manna minnum enda hafa allir fjölmiðlar og stjórnmálamenn landsins tekið höndum saman um að láta almenning hlaupa og það svo um munar. Þann 1. apríl næst- komandi er nefnilega gert ráð fyrir að nýráðinn fréttastjóri útvarps komi til starfa. Almenningur hefur þegar kokgleypt við fréttinni og er löngu byrjaður að hlaupa. Þann 2. apríl munu fjölmiðlar hins vegar upplýsa að ráðning fréttastjórans hafi verið stærsta aprílgabb sögunnar ásamt öðrum umdeildum ráðningum. Má þar meðal annars nefna ráðningar í Hæstarétt og hjá Umboðsmanni barna. En ef fjölmiðlarnir hafa ekki verið að skálda fréttirnar hlýtur að vera um annars konar grín að ræða. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON LÆTUR EKKI PLATA SIG 1. apríl M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.