Fréttablaðið - 20.03.2005, Síða 72

Fréttablaðið - 20.03.2005, Síða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 SUMARHÚS Í DANMÖRKU FLUG OG BÍLL Í FRANKFURT-HAHN ÚTRÁS ÍSLENSKU fiJÓ‹ARINNAR... ICELAND EXPRESS STENDUR FYRIR ...EINS OG HÚN LEGGUR SIG HELGARFER‹ TIL LONDON » Innifali›: Flug, gisting í flrjár nætur á Millennium Copthorne Tara flugvallarskattar og önnur gjöld. Ver› m.v. tvo fullor›na í herbergi. Ver› frá 45.198 kr. á mann Ver› frá 23.488 kr. á mann Ver› frá 21.784 kr. á mann » Innifali›: Flug og bíll í Economy-flokki í 1 viku, flugvallarskattar og önnur gjöld. Ver› á mann m.v. tvo fullor›na og tvö börn undir 13 ára. » Innifali›: Flug og gisting í fjögurra stjörnu sumarhúsi í eina viku, flugvallarskattar og önnur gjöld. Ver› á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn undir 13 ára. Á icelandexpress.is finnur flú allar nánari uppl‡singar um tilbo› og áfangasta›i og getur bóka› flína draumafer›. VER‹DÆMI VER‹DÆ MI Fer›afljónusta Iceland Express, Su›urlandsbraut 24, Sími 5 500 600 F í t o n / S Í A Kappsamir starfsmenn Icelandair klippi› hér 5.995 kr.*Barnaver›: Ver› frá: 7.995 kr.* *A›ra lei› me› sköttum. Börn flurfa a› vera í fylgd me› fullor›num. Vígi fallið Í sumar verða tímamót í 94 árasögu Háskóla Íslands. Þá tekur kona í fyrsta sinn við embætti rekt- ors. Þar með hefur kona sest á valdapóst í samfélaginu sem hingað til hefur verið setinn körlum. Krist- ín Ingólfsdóttir er reyndar ekki fyrsti rektor skóla á háskólastigi á Íslandi en engu að síður er brotið blað þegar kona tekur við þessu embætti í elsta og stærsta háskóla landsins. KJÖR KRISTÍNAR er ekki síst merkilegt vegna þess að til embætt- is rektors Háskóla Íslands er valið með öðrum hætti en tíðkast almennt um embætti í landinu; með kosningu starfsmanna og nemenda Háskólans. Að aflokinni að því er virðist afar málefnalegri og drengilegri kosn- ingabaráttu stendur Kristín uppi sem sigurvegari. Ástæðurnar eru margar, og aðeins ein þeirra sú að mörgum fannst kominn tími til að kona gegndi þessu embætti. Valið á rektor Háskóla Íslands er afar lýð- ræðislegt. Þetta er embætti sem stjórnmálaöflin eiga ekki sama að- gang að og öðrum opinberum emb- ættum í landinu, embætti þar sem samfélag velur sér leiðtoga með grundvallaraðferðum lýðræðisins. LEIÐIN AÐ jafnri stöðu kynjanna er löng og ströng. Enn er langt í land með að Alþingi Íslendinga sé skipað körlum og konum í sama hlutfalli og fólkið í landinu og gríð- arlega mikið vantar upp á jafnvægi milli kynjanna í stjórnum og á stjórnendastólum fyrirtækja. Völd kvenna í samfélaginu eru því ekki í neinu samræmi við fjölda þeirra og ekki má gleyma að ástæðan fyrir því að margir karlmenn gegna þeim embættum sem þeir gegna er ein- mitt sú að þeir eru karlar, þáttur sem oft gleymist þegar rætt er um hvort kona er valin í embætti vegna þess að hún er kona. FULL ÁSTÆÐA er því til að óska þjóðinni til hamingju með nýjan há- skólarektor. Kjör hennar er áfangi á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Langur vegur hefur verið genginn en löng leið, kannski enn lengri, er enn ófarin. Eitt lóð hefur verið lagt á vogarskálarnar og mörg eru eftir, framkvæmdastjóri flugfélags hér og rektor háskóla þar eru vísbendingar um að gengið sé áfram veginn en ekki aftur á bak. Næst verður það forsætisráðherra, biskup eða kannski bankastjóri! BAKÞANKAR STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.