Fréttablaðið - 24.07.2006, Page 6

Fréttablaðið - 24.07.2006, Page 6
6 24. júlí 2006 MÁNUDAGUR Okkar þekking nýtist þér ...www.kælitækni.is s. 440-1800 Tilboð á færanlegum loftkælitækjum Er heitt og þungt loft á þínum vinnustað? *Rétt hitastig og hreint loft *Nett og flott tæki sem sóma sér vel hvar sem er. *Bætir heilsuna og eykur vellíðan og afköst starfsmanna Verð aðeins kr. 68.765 ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ���������������� ������������������������������������������������������������������ ������ ������� �� ��� � ������ � ������ ��� ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� www.lyfja.is - Lifið heil ÁHRIFARÍKT BÓLGUEYÐANDI GEL VIÐ VÖÐVA- OG LIÐVERKJUM. Voltaren Emulgel FÆST ÁN LYFSEÐILS ÍS LE N SK A AU G L† SI N G AS TO FA N /S IA .I S L YF 3 32 04 06 /2 00 6 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási Voltaren Emulgel® er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem. Varist snertingu við augu og slímhúðir, notist einungis útvortis og má aldrei taka inn. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað. Þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI VEGABRÉF Innan nokkurra vikna verða kynntar breyttar reglur um biðtíma vegna nýrra vegabréfa. Nú er gert ráð fyrir að biðtíminn sé tíu virkir dagar, en í kjölfar breytinganna gæti hann styst niður í örfáa daga. „Við stefnum að því að stytta biðtímann talsvert, þegar við erum búnir að vinna úr byrjunar- vandamálum á nýju rafrænu vegabréfunum með örflögunum,“ segir Jóhann Jóhannsson hjá Þjóð- skrá. Í nýju rafrænu vegabréfun- um eru margar nýjungar og stefnt er að því að skrá á þau fingraför, en það mun þó ekki gerast fyrr en eftir þrjú ár. Þjóðskrá tók við málum vegabréfa í vor þegar hún var færð undir dómsmálaráðu- neytið. Engin innköllun er á vegabréf- unum vegna breytinganna yfir í rafrænu vegabréfin. „Það eina er að ef fólk vill fara án áritunar til Bandaríkjanna þarf vegabréf að vera gefið út eftir 1. júní 1999,“ segir Jóhann. Að öðru leyti gilda öll eldri vegabréf, eftir því sem gildistími segir til um. „Við erum bjartsýnir á að geta stytt biðtímann verulega mikið, niður í örfáa daga, en ég get ekk- ert sagt nánar um það að svo stöddu,“ segir Jóhann. Áfram verður boðið upp á flýti- meðferð á afgreiðslu vegabréfa gegn aukagreiðslu. - sgj Afgreiðsla vegabréfa verður hraðvirkari eftir nokkrar vikur að sögn Þjóðskrár: Ný vegabréf á örfáum dögum NÝJU VEGABRÉFIN Mikið hefur verið um breytingar í afgreiðslu vegabréfa síðustu mánuði, fyrst með rafrænu vegabréfunum og nú með styttingu biðtíma. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NEKTARDANS Dæmi eru um að nektardansmeyjar séu pantaðar í heimahús, samkomusali og á skemmtistaði í lokuð einkasam- kvæmi, til dæmis í steggjapartí eða afmælisveislur. Lögreglusam- þykktir eru óljósar varðandi rekst- ur nektardans utan þeirra nektar- dansstaða sem hafa leyfi fyrir starfseminni. Í lögreglusamþykkt Reykja- víkurborgar stendur að þar sem heimilt sé að sýna nektardans á næturklúbbi skuli tryggt að sýn- ing fari fram í rúmgóðu húsnæði og sé sýnendum óheimilt að fara um meðal áhorfenda. Hvers konar einkasýningar séu óheimilar. Einnig sé lögreglu heimilt að fara um samkomusali og önnur húsa- kynni sem gestir eiga aðgang að. Brynhildur Flóvenz lögfræð- ingur telur ólöglegt hjá nektar- dansstöðum að leigja þjónustuna úr húsi. „Staðirnir hafa ekki leyfi til að selja sína starfsemi annað, til dæmis í einkasamkvæmi og heima- hús, því lögreglan getur ekki fylgst með á þeim stöðum. Þær kröfur sem eru í lögreglusamþykktinni verður að uppfylla,“ segir Bryn- hildur. Lögregla hefur lítið frétt um mál af þessu tagi. Brynhildur telur tvo aðila geta verið brotlega í slíkum málum, nektardansstaðinn sem leigir út dansara og eigendur þeirra staða sem halda veislur þar sem nektar- dans fer fram. Kaupandi að dans- inum brjóti hins vegar ekki af sér. „Það vita allir að það er mjög sterk tenging milli vændis og nektarstaða. Þess vegna er milli- leið á Íslandi að leyfa nektarstaði, en einkadans bannaður. Það eru mörg atvik á mörkum þess lög- lega sem hefur aldrei reynt á hjá dómstólum,“ segir Brynhildur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins leigir nektardansstaður- inn Goldfinger í Kópavogi út nektar- dansmeyjar í einkasamkvæmi. Verð þjónustunnar mun vera 25 þúsund krónur fyrir stuttan dans. Ásgeir Davíðsson, eigandi skemmtistaðarins Goldfinger, segir ekkert hæft í því að hann hafi milligöngu um nektardans í einkasamkvæmum. „Ég kannast ekkert við þetta. Þetta hefur verið gert einstaka sinnum í auglýsinga- skyni fyrir staðinn, en við höfum aldrei tekið greiðslu fyrir það. Ég hef ekkert að fela og allir eru vel- komnir til mín að skoða hvað fer fram. Ég hef verið hreinskilinn með mín mál,“ segir Ásgeir. Ekki náðist í talsmenn annarra næturklúbba vegna málsins. steindor@frettabladid.is Bannað að leigja út nektardansmeyjar Nokkuð hefur verið um að nektardansmeyjar séu pantaðar í heimahús og á vínveitingastaði í lokuð samkvæmi, til dæmis í steggjapartí. Lögreglusamþykkt- ir eru óljósar varðandi þessi mál, en lögfræðingur telur athæfið ólöglegt. NEKTARDANSMÆR Löggjöf um nektardans utan nektardansstaða er óljós að mati lögfræð- ings, en víst er að eitthvað er um að staðirnir standi fyrir slíkri útleigu. Myndin er erlend. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP KÚABÆNDUR Reglugerð um greiðslumark mjólkur verðlags- árið 2006-2007 hefur verið birt. Greiðslumark mjólkur eykst um fimm milljónir lítra og er nú 116 milljónir lítra. Gangi allt eftir er það mesta mjólkurframleiðsla síðan 1978, þegar mjólkurfram- leiðsla var 120 milljónir lítra. Samkvæmt mjólkursamningn- um eru beingreiðslur ársins tæpur þrír og hálfur milljarður að við- bættri verðtryggingu samkvæmt vísitölu neysluverðs, miðað við að grunnvísitala sé 230. Vísitala júlí- mánaðar 2006 er 263,1 sem þýðir að beingreiðslur á lítra eru að jafnaði 34,17 krónur. - sþs Greiðslumark mjólkur: Eykst um fimm milljónir lítra KJÖRKASSINN Hefurðu heimsótt Húsdýragarð- inn í sumar? Já 15% Nei 85% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefurðu farið til útlanda á árinu? Segðu þína skoðun á visir.is VERSLUN Forstjóri Haga vill að skattlagning matvæla sé aðeins í formi virðisaukaskatts og að vöru- gjald verði fellt niður. „Ég tel að það sé eðlilegt að skatturinn sé tekinn bara á einum stað og það sé virðisaukaskattur,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Nýlega kom út skýrsla nefndar á vegum forsætisráðherra um orsök hás matvælaverðs. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að matarreikn- ingur meðalfjölskyldu geti lækk- að um allt að 130.000 krónur ef farið verði að öllum tillögum henn- ar. Til glöggvunar er dæmi um skattlagningu strásykurs þar sem eitt kíló af sykri er skattlagt um 112 prósent. Innkaupsverðið ásamt flutningskosntaði er 35 krónur en síðan leggur ríkið á 30 króna vörugjald og 14 prósenta virðisaukaskatt. Sykurpokinn kostar þá 74 krónur ef gert er ráð fyrir engri álagningu. Finnur segir að yfirvöldum sé algjörlega frjálst að lækka tolla á matvöru og telur einnig mikilvægt að samræma virðisaukskattsþrep- in þar sem stór hluti matvöru sé skattlagður um 24,5 prósent. Hann vonast til þess að stjórnvöld fari að tillögum nefndarinnar og lækki þar með matarreikning lands- manna. - gþg Forstjóri Haga fagnar útkomu skýrslu um matvælaverð: Vill einfalda skattlagningu FINNUR ÁRNASON, FORSTJÓRI HAGA Segir matvöru vera margskattlagða og vill að vörugjald verði fellt niður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.