Fréttablaðið - 24.07.2006, Page 55

Fréttablaðið - 24.07.2006, Page 55
Eldvarnartæki – til öryggis R V 62 08 A Dufttæki 6kg með mæli og veggfestingu 6.698 kr. Eldvarnarteppi 100x100cm Dufttæki 2kg með mæli og bílfestingu 4.950 kr. 1.056 kr. Reykskynj ari 9v 3.459 kr. Eldvarnarfötur 8.573 kr. 30l ryðfrít t stál 2.737 kr. 15l blá/svö rt 6.957 kr. 50l grá/sv ört Fyrir heim ilið, suma rbús taðin n, vinnu staði nn o g hóte lið [TÓNLIST] UMFJÖLLUN Hér er komin önnur plata Einars Tönsberg, sem vann sér það til frægðar að vera í hljómsveitinni Cigarette fyrir um það bil áratug. Sú sveit er frekar lítt eftirminni- leg rokksveit en Einar hefur breytt alfarið um stíl. Hann hefur verið búsettur í London um nokk- urra ára skeið og tónlistin sem hann framreiðir nú undir Eberg- nafninu er bæði skemmtileg og þrælflott. Áhugasamir fá gott tækifæri til að berja hann augum á Innipúkanum um verslunar- mannahelgina. Einar flokkast auðveldlega í hóp nýrrar kynslóðar tónlistar- manna sem nefndir hafa verið fartölvutrúbadorar. Kunnastur slíkra er auðvitað Mugison og nokkurn samhljóm má finna þeirra á milli. Tónlist Ebergs er í grunninn fremur einföld og þægileg popp- tónlist byggð upp af gíturum og hljómborði. Það sem gerir hana heillandi er frumlegar og skemmtilegar útsetningar. Aug- ljóst er að Einar hefur legið lengi yfir tónlistinni og það skilar sér vel. Fyrsta lag plötunnar er Love Your Bum, hreint út sagt frábært lag sem ómögulegt virðist að fá leið á. Textinn mun vera soðinn saman úr slagorðum sem notuð hafa verið í klósettpappírsauglýs- ingum í Bretlandi. Skemmtileg kvenrödd kemur við sögu í laginu, og reyndar víðar, og minnir sú innkoma nokk- uð á hljómsveitina Ske á fyrstu plötu hennar. Eftir þetta rekur hvert ágætis lagið annað. My mín, Inside Your Head og Sober in June standa upp úr en varla er hægt að tala um að veika punkta sé að finna á plötunni. Þó Eberg sé greinilega enn á mótunarstigi og eigi líklega eftir að verða enn betri með næstu plötu verður ekki af honum tekið að Voff voff er langflottasta íslenska plata ársins til þessa. Höskuldur Daði Magnússon Eberg springur út EBERG VOFF VOFF Eberg stimplar sig inn með flottri plötu sem gefur góð fyrirheit um framhaldið. Love Your Bum er án efa eitt af lögum ársins. Poppprinsessan Britney Spears og eiginmaður hennar Kevin Federline hafa nú ákveðið að gefa slúður- pressunni langt nef og blása á allar kjaftasögur þess efnis að það séu erfiðleikar í hjónabandinu. Þau ætla sér að endurnýja hjú- skaparheit sín við hátíðlega athöfn í Hawaii í ágúst. Þetta mun vera hugmynd Britn- eyjar þar sem hún vill styrkja samband þeirra og sýna heimin- um að hún sé orðin ástfangin af Kevin á ný. Endurnýja hjúskaparheitin HJÓNAKORNIN Britney Spears og eiginmaður hennar Kevin Federline ætla að endurnýja hjúskaparheitin. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS Leikarinn Haley Joel Osment rif- beinsbrotnaði og brákaðist á axlar- blaði í bílslysi í Los Angeles. Osment var að keyra heim til sín þegar bíll hans rakst á steinstólpa og valt. Osment, sem er átján ára, var flutt- ur með hraði á sjúkrahús en hann var með meðvitund og gat talað við lögregluna. Ekki er vitað hvort áfengi eða eiturlyf voru í spilinu en eitthvað hefur verið að hrjá dreng- inn fyrst hann missti einbeitinguna svona svakalega. Osment var til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The Sixth Sense 1998. Slasaðist í slysi SIXTH SENSE-STJARNAN Haley Osment er átján ára í dag, en hann var tíu ára þegar The Sixth Sense var frumsýnd. Breska blaðið News of the World greindi frá því í gær að knatt- spyrnuhetjan David Beckham og eiginkona hans Victoria væru að reyna að eignast sitt fjórða barn en þau eiga fyrir þrjá stráka, þá Brooklyn, Romeo og Cruz. Blaðið segir að nú vilji hjóna- kornin eignast stúlku en heim- ildarmaður blaðsins segir að ástin blómstri sem aldrei fyrr hjá þeim Beckham og Victoriu. „Það er eins og þau séu nýgift. Þau geta ekki látið hvort annað í friði og eru alltaf að kyssast,“ sagði náinn vinur þeirra hjóna. „David getur ekki beðið eftir því að verða pabbi á ný og honum finnst að stúlka myndi fullkomna fjölskylduna,“ bætti hann við en hjónabandið stóð ansi völtum fæti eftir að fréttir um meint framhjáhald birtust fyrir nokkru. Beckham-hjónin langar í fjórða barnið DAVID OG VICTORIA Langar að eignast fjórða barnið og vonast að þá muni þau fá stúlku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.