Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 17.02.2007, Qupperneq 22
Það vantar ekki hástemmd lýsingarorðin eins og sjá má á fyrirsögninni að ofan, hjá viðmæl- endum blaðsins sem beðnir voru að lýsa kynnum sínum af manni vikunnar að þessu sinni, sem er Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræð- ingur, leikstjóri og þýðandi með meiru. Ingunn var nú í vikunni að senda frá sér bók- ina Frigg og Freyja - Kvenleg goðmögn í heiðnum sið, sem í raun er meistara- prófsritgerð henn- ar í þjóðfræðum frá Háskóla Íslands. Hún lauk því námi 2005 og segja viðmælendur það lýsa dugnaði og persónu Ingunn- ar betur en margt annað að drífa sig í háskólanám komin yfir miðjan aldur ef svo má segja. Og ljúka því með jafn- miklum glæsibrag og raun ber vitni. Sigríður Ingunn eins og hún heitir fullu nafni er fædd austur á Egilsstöð- um 8. nóvember 1952, einkadóttir Ásdísar Sveins- dóttur, skólastýru Húsmæðraskólans á Hallormsstað, og komin af ábúend- um stórbýlisins Egilsstaða í ættir fram. Faðir Ing- unnar er ítalskur en honum kynntist hún ekki fyrr en á fullorðinsárum. Ættmenni Ing- unnar að austan þykja mörg hver fasmikið fólk og ku Ingunn sverja sig vel í ættina hvað það snertir. Þannig þótti hún dálítið villt á menntaskólaárum sínum á Akureyri og sagt var að ekki hefði farið framhjá neinum þar sem hún fór og bókstaflega gustað af henni á stundum. Allt bar þetta merki þess mikla lífskrafts sem einkennt hefur Ingunni alla tíð að sögn kunnugra og sumir líkja við sprengikraft. Að loknu stúdentsprófi hélt Ingunn til Reykjavíkur í háskóla- nám og lauk BA-prófi í ensku og almennri bókmenntafræði frá HÍ árið 1981. Fljótlega eftir það lá leiðin til Þýskalands að nema leik- stjórn og dvaldi hún þar til 1985 við nám og störf í Borgarleikhús- inu í Köln. Eftir að heim kom sneri Ingunn sér að leikstjórn og setti margs konar verk á svið með góðum árangri bæði hjá atvinnu- og áhugamannaleikhúsum. En eins og henni er lýst sem dásamlega ofvirkri konu dugði þetta ekki eitt og sér og meðfram leikhússtörf- unum sinnti hún blaðamennsku, dagskrárgerð, bókmenntagagn- rýni og síðast en ekki síst þýðing- um svo eitthvað sé nefnt. Hún er afkastamikill þýðandi og hefur þýtt fjölmörg skáld- og leikverk auk margs konar fræðarita, meðal annars um trúarbrögð, og hlotið mikið lof fyrir. Allt ber þetta vott um mikinn dugnað enda er Ingunn sögð ákaf- lega fylgin sér í því sem hún tekur sér fyrir hendur og gefst aldrei upp. Það er líka kallað viljastyrk- ur, eða jafnvel þrjóska; dæmi um slíkt í fari Ingunnar er að allt þar til í fyrra var hún einbeittur reykinga- maður og hlustaði ekki á neinar fortöl- ur í þeim efnum. En svo tók hún sjálf ákvörðun um að hætta og þá geta menn gengið að því vísu að sú ákvörðun stendur. Reglur, hverju nafni sem þær nefn- ast, eru Ingunni lítt að skapi enda er henni lýst sem upp- reisnarkonu að eðlisfari, þótt hefðarkonan sé heldur ekki langt undan, þannig að úr verður aristókrat- ískur byltingarsinni einsog einn viðmæl- andinn orðaði það. Henni er líka lýst sem vinsælli konu og vinamargri enda traustari vinur í raun vandfundinn, segja vinir, en það fylgir sögunni að hún gerir jafnframt kröfur til að vin- áttan á móti sé sönn. Hún hefur gaman af að segja sögur og ku skemmtilegur og góður sögumaður enda mikil orðsins kona og góður stíl- isti, fróðleikfús og vel að sér um margt. Í frístundum sínum hefur Ingunn tekið upp á því að ganga til fjalla á síðari árum með vinkonum sínum en hún nýtur þess ekki síður að vera í góðra vina hóp og spjalla eða skrafla, auk þess sem hún hefur yndi af að leysa krossgátur. Ingunn á eina dóttur, Ásdísi Grímu, og barnabarn á leiðinni og situr því við prjónaskap þessa dagana þegar færi gefst til enda flink prjónakona eins og hún á kyn til. Dásamlega ofvirkur karakter Er hugsanlegt að til sé eitthvað sem heit-ir samfélagsleg afneitun? Með þessari heimatilbúnu klisju á ég við það þegar stór hluti þjóðarinnar neitar að horfast í augu við alvarleg mein og óþægilegan raunveru- leika – sem þó hefur blasað við þeim sem vildu vita í langan, langan tíma. Hvað Breiðuvík varðar var þessi hrottaskapur fjölskyldunnar vel þekktur meðal fjölda þeirra Íslendinga sem nú eru komnir á miðjan aldur. Ég er ekki að benda á þetta til að bæta meiru við margtuggnar lýsingar íslenskra sorablaða sem leita stöðugt að feitum fjölmiðlamat. Ég er að benda á að við viljum bara vita það sem ekki hristir upp í samvisku okkar. Ég man sjálfur eftir nákvæm- um lýsingum á hrottaskap og sadisma fjölskyldunnar í Breiðuvík í bók sem ég fékk í jólagjöf 1980 eða 1981. Bókin heitir Stattu þig drengur og er eftir Stefán Unnsteinsson. Þar lýsir Sævar Ciesielski á þremur blaðsíðum grimmdarverkunum á þessu afskekkta helvíti á jörðu: „Það fyrsta sem ég gerði mér grein fyrir var að forstöðumaðurinn var harðjaxl og að strákarnir ótt- uðust hann og hötuðu. Verst þótti okkur að það var engin regla í þessu hjá honum, hann barði menn ef þeir gerðu eitthvað af sér, en svo barði hann líka ef þannig lá á honum, ef eitthvað var fyrir honum eða hann þurfti að skeyta skapi sínu á einhverjum. Ég held honum hafi ekki alltaf verið sjálfrátt.“ Þessi síðasta setning Sævars segir sína sögu um örvæntingarfulla leið barns til að útskýra fyrir sjálfum sér óútreiknanlega hegðun barnaníðings. Þessi bók seldist vel en gleymdist fljótt. Það tekur ekki langan tíma að fenna í sárin. Það er athyglisvert að ekkert er í dag farið nánar út í smáatriðin í málefn- um Heyrnleysingjaskólans; er það ef til vill vegna þess að þessir atburðir standa okkur svo nálægt í tíma? Hvenær kemur að nákvæmri upprifjun á Bjargsmálinu fræga? Hvaða eftirlit er í dag haft með stuðningsfor- eldrum fatlaðra barna? Hvenær kemur að því að gerð verður úttekt á því hversu mörg íslensk börn voru tekin nauðug af foreldrum sínum og vistuð þar sem öruggt var að foreldrarnir vissu ekki hvar þau voru niðurkomin? Við heyrum það sem ekki truflar samviskuna. Við horfum gegnum gleraugu sem eru ekki nógu þykk til að valda glýju minninga. Skaðabætur eru góðra gjalda verðar. Samt lykta þær af syndaaflausn yfir- valda með sektarkennd. Nú koma ráðherrar, blaða- menn, alþingismenn, af fjöllum: Ha? Hvernig gat þetta gerst? Svona gerist ekki meðal ríkustu og ham- ingjusömustu þjóðar heims... Íslenska ríkið naut þess að ung börn, sem voru sálarmyrt, lokuðu þessa skelf- ingu út úr huga sér, urðu framtíðarviðskiptavinir fangelsismálastofnunar, eða fyrirfóru sér. Góður vinur minn, sem var vistaður nauðugur í Breiðuvík í 2 ár, en hefur aldrei minnst á það opinber- lega, orðaði það svona: Ég kom þangað saklaust barn. Ég fór þaðan forhertur glæpamaður. Höfundur er fjölmiðlafræðingur. Veruleikinn vandlega falinn Allur hagna›ur af sölu plastpoka merktum Pokasjó›i rennur til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis- menningar-, íflrótta- og mannú›armála. Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjó›num. Styrkir úr Pokasjó›i pokasjodur.is M E R K I U M U P P B Y G G I N G U Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur út 16. mars n.k. Umsóknum skal skila› á www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki. A›eins er hægt a› sækja um á heimasí›u sjó›sins og skal umsókn send í sí›asta lagi á mi›nætti flann 16. mars n.k. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 16. MARS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.