Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 81

Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 81
haupt er sögð sjálf hafa dælt þrem- ur byssuskotum í Ponto. Þann 5. september var síðan Hanns-Martin Schleyer, þáverandi forseta vestur-þýska vinnuveit- endasambandsins, rænt. Eftir að ljóst varð að ekki yrði gengið að kröfum gíslatökumann- anna sviptu Baader, Raspe og Ensslin sig lífi í fangelsinu hinn 18. október 1977. Daginn eftir fannst lík Schleyers í farangurs- geymslu bifreiðar. Það jók enn á spennuna þessa októberdaga að palestínu-arabísk- ir stuðningsmenn RAF rændu far- þegaþotu Lufthansa á leið frá Mall- orca til Frankfurt. Vélin lenti fyrst á Ítalíu, en leikurinn barst síðan til Kýpur, Barein og Dubai áður en honum lauk á flugvellinum í Mogadishu í Sómalíu, þar sem GSG-9-sérsveit vestur-þýzka hers- ins gerði áhlaup, drap þrjá af flug- ræningjunum og frelsaði alla gíslana, sama daginn og RAF-fang- arnir í Stuttgart sviptu sig lífi. Mohnhaupt náðist við felustað sinn nærri Frankfurt hinn 10. nóvember 1982. Í byrjun apríl 1985 var hún dæmd sem „for- sprakki RAF“ í fimmfalt lífstíðar- fangelsi og fimmtán ára til við- bótar. Réttinum þótti aðild Mohnhaupt að öllum tilræðum ársins 1977 sönnuð, svo og að til- ræði við bandaríska hershöfð- ingjann Frederick Kroesen árið 1981. Í því særðust hann og eigin- kona hans. Árásir í nafni RAF héldu áfram allan níunda áratuginn. Alls drápu liðsmenn þeirra yfir 30 manns, flesta í úthugsuðum tilræðum. Viðlíka hljómgrunn og þau nutu um miðjan áttunda áratuginn, þegar um fjórðungur Vestur-Þjóð- verja lýsti í viðhorfskönnunum skilningi á markmiðum samtak- anna, öðluðust þau aldrei. Þann takmarkaða hljómgrunn sem þau hlutu er helzt hægt að rekja til óánægju með að ýmsir framá- menn í Vestur-Þýzkalandi höfðu gegnt mikilvægum stöðum á valdatíma nazista. Samtökin lognuðust síðan út af á tíunda áratugnum, enda veikti fall Berlínarmúrsins þau mjög. Þau lýstu yfir upplausn sinni árið 1998. Í kveðjuyfirlýsingu Rauðu herdeildanna var þessi orð að finna: „Byltingin segir: Ég var, ég er, ég mun aftur verða.“ nefndum íbúðum, og í henni fundu slökkvilið og lögregla kemísk efni til sprengjugerðar og fullgerðar heimatilbúnar sprengjur. Mohn- haupt var dæmd í fjögurra ára og átta mánaða fangelsi fyrir aðild að glæpasamtökum, skjalafals og ólöglegan vopnaburð. Síðustu mánuði þess dóms afplánaði hún í félagi við þau Baader, Ensslin og Raspe í öryggisfangelsinu í Stutt- gart-Stammheim. Um leið og hún lauk afplánuninni í febrúar 1977 hófst hún handa við að endur- skipuleggja neðanjarðarstarf RAF, samkvæmt fyrirmælum hinna fangelsuðu „fyrstu kynslóð- ar“-leiðtoga samtakanna. Á því ári voru framdar nokkrar alræmd- ustu árásirnar í nafni RAF, í því skyni að þvinga fram lausn fang- elsaðra félaga samtakanna. „Blýtíðin“ 1977 hófst þegar yfir- ríkissaksóknari V-Þýskalands, Siegfried Buback, var skotinn til bana hinn 7. apríl ásamt bílstjóra sínum á götu í Karlsruhe. Hinn 30. júlí var aðalbankastjóri Dresdner Bank, Jürgen Ponto, myrtur á heimili sínu í Frankfurt þegar hann sýndi mótspyrnu er til stóð að taka hann í gíslingu. Mohn- st upp Mohnhaupt, sem nú er 57 ára að aldri, á vísa íbúð og tilboð um starf um leið og fangelsisvistinni sleppir, en samkvæmt reynslulausnarskilmálunum verður hún að tilkynna sig reglulega til yfirvalda næstu fimm árin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.