Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 104

Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 104
Það verður rafmögnuð stemning í Laugardalshöllinni í dag þegar bikarúrslit körfunnar fara fram. Karlaleikurinn hefst klukkan 16.00 og þar spila lið sem eru ekki í Höllinni á hverjum degi. ÍR er að spila sinn sjöunda bikarúrslitaleik, þar af aðeins annan á síðustu 17 árum, og móth- erjarnir eru sameinað lið Ham- ars/Selfoss en Hamar hefur aðeins einu sinni komist í úrslitin og það var einmitt gegn ÍR fyrir sex árum. Leikmenn Hamars/Selfoss geta ekki bara tryggt sínu bæjar- félagi sinn fyrsta stóra titil í íþróttum heldur getur liðið einnig orðið fyrsta liðið utan höfuðborg- arsvæðisins og Suðurnesja sem verður bikarmeistari. Lands- byggðarlið hafa fimm sinnum komist í Höllina og átta stiga tap Hamars-liðsins á móti ÍR er lang- besti árangur þeirra til þessa. Hinir fjórir leikirnir eru allir á meðal fimm stærstu tapa í sögu bikarúrslitaleiks karla. ÍR-liðið er með sigurstrang- legra liðið fyrir fram. Lðið er ofar í töflunni og vann báða innbyrðis- leiki liðanna af öryggi, með 28 stigum (90-62) í október og með 23 stigum (99-76) í Seljaskóla fyrir rétt tæpum mánuði. Hamar/Selfoss leggur mikið upp úr því að hægja á leikjum sínum og nýta krafta George Byrd inni í teig en í hvorugum leikjanna gegn Breiðhyltingum hefur það tekist. Hamar/Selfoss hefur aðeins þrisvar fengið á sig meira en 90 stig í vetur og tveir þeirra leikja hafa verið gegn ÍR. ÍR-ingar glíma þó við óvissu- ástand því lykilleikmaður liðsins, Hreggviður Magnússon, hefur aðeins spilað í 6 mínútur síðan að hann meiddist í undanúrslita- leiknum á móti Grindavík. Hregg- viður hefur hvílt í síðustu tveim- ur leikjum og verður örugglega mættur í slaginn í dag. Stærsta málið í kringum leikinn hefur verið einvígi bræðranna Pét- urs og Jóns Arnars Ingvarssona en þetta verður í fyrsta sinn sem bræður stjórna hvor sínu liðinu í bikarúrslitum. Pétur hefur þjálfað Hamar og Hamar/Selfoss síðan 1998 og fór með liðið í bikaúrslitin fyrir sex árum. Jón Arnar er hins vegar aðeins á sínu þriðja mánuði með ÍR-liðið, sem hefur tekið stakkaskiptum undir stjórn hans. Bræðurnir eru ekki að mætast í fyrsta sinn á vellinum en litli bróðir hefur haft betur bæði þegar þeir hafa mæst sem þjálf- arar og sem leikmenn. Lið Jón Arnars unnu 5 af 8 leikjum gegn liðum Péturs á meðan þeir voru báðir að spila en síðan þeir tóku upp þjálfun hefur Jón Arnar stjórnað sínu liði þrisvar sinnum til sigurs í fimm leikjum gegn liðum Péturs. Í dag kemur kannski í ljós hvort tak litla bróður nái einnig inn í bikarúrslitin eða hvort Pétur endurskrifar sögu íslenska körfu- boltans með lærisveinum af Suðurlandinu. Hamar/Selfoss getur orðið fyrsta liðið utan höfuðborgarsvæðisins og Suður- nesja sem vinnur stóran titil í körfuboltanum þegar liðið mætir ÍR í dag. Íslandsmeistarar síð- ustu fjögurra ára og topplið deildarinnar mætast í úrslitaleik Lýsingarbikar kvenna í Laugar- dalshöllinni klukkan 12.00 í dag. Haukar taka þá á móti Keflavík en liðin hafa ásamt Grindavík verið í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur. Allir leikir Hauka og Kefla- víkur í vetur hafa verið mikið fyrir augað enda eru bæði lið að spila hraðan og skemmtilegan bolta. Haukar unnu alla þrjá leiki lið- anna í lokaúrslitum Íslandsmóts- ins síðasta vor og ennfremur úrslitaleik liðanna í Powerade- bikarnum í desember 2005. Með sigri í leiknum í dag verður Hauka- liðið handhafi allra bikara sem keppt er um í íslenskri kvenna- körfu, nokkuð sem Hafnarfjarðar- liðið væri að afreka í fyrsta sinn en Keflavík hefur gert margoft. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, hefur reynst Keflvíking- um mjög erfið. Í þremur inn- byrðisleikjum liðanna í vetur hefur hún skorað 31 stig, tekið 11,3 fráköst og gefið 8,3 stoðsendingar sem gerir framlageinkunn upp á 40,3 í leik. Helena er að mörgum talin vera besti leikmaður deildar- innar að Könum meðtöldum og það er ekki síst fyrir þann hæfileika að spila alltaf best þegar mest er undir. Keflavík er ekki öruggt með að njóta krafta fyrirliða síns, Birnu Valgarðsdóttur, sem hefur ekki spilað í síðustu fimm leikjum og var síðast í búningi í Grindavík fyrir mánuði. Keflavík er eina liðið sem hefur unnið Hauka í vetur en sá sigur kom í Keflavík 17. desember. TaKesha Watson, sem hefur spilað meidd eftir áramót, átti þá stórleik sem og María Ben Erlingsdóttir sem var óstöðvandi undir körfunni. Watson var með 32 stig og 8 stoð- sendingar en María Ben nýtti 13 af 18 skotum og skoraði 31 stig. Þetta var langþráður sigur Keflavíkur- liðsins á Haukum sem höfðu fyrir leikinn unnið tíu leiki liðanna í röð. Toppliðin berjast í bikarúrslitunum Marín Rós Karlsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er búin að spila flesta bikarúrslitaleiki af öllum leikmönnum úrslitaleikj- anna í ár. Marín Rós mun spila sinn sjöunda úrslitaleik í dag og getur orðið bikarmeistari í fimmta sinn. Birna Valgarðsdótt- ir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, mun spila sinn sjötta bikarúrslita- leik í dag og þær Svava Ósk Stefánsdóttir og Rannveig Randversdóttir hafa báðar leikið 3 leiki. Engin hjá Haukum hefur spilað meira en einn leik. Marín Rós með flesta leiki Það hafa aðeins sjö leikmenn úr liðum Hamars/ Selfoss og ÍR leikið bikarúrslita- leik áður og þar af er Keith Vassell, ÍR, sá eini sem hefur leik- ið tvo leiki. Eiríkur Önundarson, Hreggviður Magnússon, Ólafur Sigurðsson og Steinar Arason voru allir með ÍR í sigrinum á Hamri fyrir sex árum og þá voru einnig Lárus Jónsson og Svavar Páll Pálsson í liði Hamars. Keith Vassell lék tvo bikarúrslitaleiki með KR, gegn Grindavík 2000 og gegn Njarðvík 2002 en báðir leikirnir töpuðust. Keith er sá eini með tvo leiki Búumst við miklu betra Fylkisliði Körfuknattleiksdeild ÍR búður í dag til upphitunar- hátíðar í ÍR heimilinu við Skógarsel fyrir bikarúrslitaleik- inn. Hátíðin sem hefst klukkan 13.30 hefur verið auglýst af krafti í Breiðholtinu, meðal annars með dreifimiðum í alla grunnskóla hverfisins. Boðið verður upp á pizzur og gos og þá er andlits- málning verður fyrir krakkana. Hápunktur dagskrárinnar verður þegar sett verður heimsmet í Stinger, sem er vinsæll skotleikur á körfu. Unglingaþjálfarar ÍR munu hafa umsjón með heims- metstilrauninni. Ætla að setja heimsmet Í gær var dregið í forkeppni, 1. og 2. umferð bikarkeppni karla og kvenna. Einnig var öðrum leikjum í keppninni raðað á daga. Úrslita- leikur í karlaflokki fer fram 6. október, viku síðar en úrslitaleik- urinn síðastliðið haust. Úrslita- leikur í kvennaflokki fer fram 22. september. Á nýliðnu ársþingi voru samþykktar breytingar á fyrirkomulagi bikarkeppninnar en þær ganga ekki í gegn fyrr en á næsta tímabili. Úrslitaleikur- inn í október
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.