Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 3
NUÐJUDAGUR 22.JUNI 1982. fréttirí Vinnuhópur skipaður vegna hins gífurlega vanda SPURNING HVORT GRIIND- "VÖLLURINN SÉ BROSTINN 11 Hermannsson, sjávarútvegsrádherra ■ „Ég vil ekkert segja um það núna. Það er verið að skoða allt sem hugsanlegt er í þessum efnum, og síðast í morgun setti ég af stað vinnuhóp, sem draga á saman í stuttu máii hvernig ástandið er orðið, og benda á allar leiðir sem menn teija færar til að koma útgerðinni á skynsamlegan grundvöil,“ sagði Steingrimur Hermanns- son, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Tímann i gær, þegar hann var spurður að því hvort hugsanlegt væri að ríkisstyrkja togaraútgerðina i Iandinu, með einhverjum hætti, meðan tímabundnir erfíðieikar steðja að vegna aflatregðu við þorskveiðar. Nú liggja nokkrir togarar bundnir við bryggju á suð-vesturlandi og eins he|ur starfsfólki i nokkrum frystihúsum verið sagt upp vegna þessa. Útgerðarmenn hafa hafnað bráðabirgðalausn málsins, sem fælist í útvegun lána til að halda togaraútgerðinni gangandi um einhvern tíma. „f>eir telja að vandinn sé svo mikill að hann verði ekki leystur með lánum“, sagði Steingrímur Hermannsson. Gífurlegur eltingaleikur vid ölvaðan ökufant — endaði ferð sína með því að keyra á hús í Keflavík ■ Lögreglan í Hafnarfirði lenti i gifurlegum eltingaleik við ölvaðan öku- fant aðfaramótt sunnudagsins. Eltinga- leikurinn hófst við Sléttahraun i Hafnar- firði og lauk ekki fyrr en ökumaðurinn ók bQ sinum á hús Útvegsbankans í Keflavík. Það var laust fyrir klukkan hálf fimm að lögreglunni var tilkynnt um bíl sem ók mjög óvarlega um götur Hafnarfjarð- ar. Fljótlega náði hún að finna bilinn og um stund elti hún hann um götur Hafnarfjarðar. Tókst um síðir að króa bílinn af i innkeyslu við fjölbýlishús við Sléttahraun. Tveir lögreglubílar lokuðu innkeyslunni. Ökufanturinn lét það ekki stöðva sig heldur setti allt á fullt og ók á annan lögreglubílinn og síðan út á Keflavikurveg. Hinn lögreglubillinn hélt í humátt á eftir og að sögn ók hann mest á 125 kilómetra hraða en þó mun alltaf hafa dregið í sundur með bilunum. Sem fyrr segir endaði ökufanturinn ferðalagið á húsi Útvegsbankans i Keflavík. Bíll hans skemmdist talsvert en hann sjálfur slapp að mestu ómeiddur. Lögreglubillinn sem ekið var á skemmdist litið. - Sjó. Alvarlegt umferdarslys í Hvalfirdi: Ók á brúarstolpa ■ Mjög alvarlegt umferðarslys varð við Brynjudalsá í Hvalfirði á Sextánda tímanum á laugardag. Maður á sjötugs- aldri ók Fíat-bifreið sinni á brúarstöpul og við það lagðist bifreiðin saman svo að gera þurfti gat á þak hennar til að ná manninum út. Maðurinn var fluttur á slysadeild í Reykjavik alvarlega slasað- ur. - Sjó. Búið að veiða sjö hvali ■ „Hér eru öll hjól farin að snúast og við erum bjartsýnir,“ sagði Kristján Loftsson hjá Hval h.f., þegar Tíminn náði í hann i gærkvöldi. Kristján sagði að fyrsti báturinn væri kominn að eftir 32 tíma og hann hefði komið með tvær langreyðar. Hinir bátamir voru þá einnig á leið til lands með aðra fimm hvali af sömu tegund, þannig að samtals höfðu sjö hvalir verið veiddir þá. Bátamir héldu allir á veiðar á laugar- dagskvöldið var kukkan 23. Kristján sagði að skyggni hefði verið leiðinlegt á miðunum, þannig að ekki er búið að skoða svæðið neitt að gagni, en fljótt á litið væri þar töluvert af hval. Þessir tveir hvalir, sem komnir vom inn vom 60-61 fet að lengd og sagði Kristján að það væri í meðaltagi. SV Að mati Þjóðhagsstofnunar er tog'ara- flotinn rekinn með um 30% halla það sem af er þessu ári. Á sama tíma spáir hún allt að 3-5% minnkun þjóðarfram- leiðslu vegna aflabrests, og afleiðing þess kemur fyrst fram hjá útgerðinni. „í reynd er vandi útgerðarinnar tviþættur. í fyrsta lagi er hann orðinn mjög stór með þessum taprekstri á undanförnum mánuðum, en í öðru lagi hljóta menn að spyrja sig þeirrar spurningar hvort grundvöllurinn sé brostinn. Hvort við getum virkilega ekki treyst á 450 þús. tonna þorskafla á ári, og hvað við getum treyst á loðnuna", sagði S t eingrimur. - Kás ■ Það er bágt að sjá þessi glæstu skip ísbjamarins h.f. iiggja bundin við bryggju um hábjargræðistímann. Og víst er að ekki afla þeir i galtómann gjaldeyrissjóðinn okkar á meðan. Timamynd Róbert. JÚU S M Þ M F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 AGUST . * ’/i't . S M J> M F F L 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 SEPTEMBEB S M Þ M F F L 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Brottfararda^ar i vetraráætlun Diisseldorf alla miðvikudaga JULI SMDMFfL 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23'24 25 26 27 28 29 30 31 AGÚST S M Þ M F F L 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 29 30 31 25 26 27 28 SEPTEMBER SMÞM FFL 12 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Zunch alla sunnudaga JÚLÍ AGÚST SEPTEMBER S M ÞM F F L S M Þ M F F L s M ÞM F F L 1 2 3 1 2 3 4 5 6 7 12 3 4 4 5 6 7 8 9 10 8 9 10 11 12 13 14 5 6 7 8 9 10 11 11 12 13 14 15 16 17 15 16 17 18 19 20 21 12 13 14 15 16 17 18 18 19 20 21 22 23 24 22 23 24 25 26 27 28 19 20 21 22 23 24 25 25 26 27 28 29 30 31 29 30 31 26 27 28 29 30 CD Brottfarardagari vetraráæUun ^Tarnarflug Lágmúla7,sími 84477 ANNAfí VALKOSTUfí - ALLfíA HAGUfí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.