Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 22.JUNI 1982. 23 og leikhús - Kvíkmyndir og leikhús kvikmyndahornið Allt CIA að kenna VIÐVANINGURINN (The Amateur). Sýningarstadur: Nýja bió. Leikstjóri: Charies Jarrott. Aðalhlutverk: John Savage (Charles Heller), Christopher Plummer (Lakos), Marthe Keller (Elisabet Vaculik), Nicholas Campbell (Schraeger). Handrít eftir Diönu Maddox og Robert Littell, byggt á skáldsögu hins siðarnefnda. Myndataka: John Coquillon. Framleiðendur: Joel B. Micbaels og Garth H. Drabinsky, fyrír Twentieth Century Fox, 1982. ■ Eini gallinn á þeim alþjóðlegu þrillerum, sem seljast í miklu upplagi um allan heim, er afleiðing þeirrar tilhneigingar höfundanna að hafa söguþráðinn stórkstlegri og óvæntari en keppinautarnir; sem sé að sögur þessara metsöluhöfunda eru því aðeins spennandi aflestrar, að les- andinn viðurkenni fyrirfram að hið lygilegasta, sem hægt sé að ímynda sér, geti gerst. Rithöfundar geta oft komist upp með slíkt eins og sölutölur sýna, en það er öllu erfiðara fyrir kvikmynda- höfunda að bera á borð söguþráð, sem reynsla áhorfandans segir að sé alitof lygilegur til að geta staðist. Ef kvikmyndaleikstjóri þarf samt sem áður að gera kvikmynd með slíkum söguþræði, verður hann að gæta þess að hafa hraða og spennu myndarinn- ar slíka, að áhorfandinn hafi yfirleitt aldrei tíma til þess að velta þvi fyrir sér, hvort það sem hann sér á hvita tjaldinu sé sennilegt eða ekki. Charles Jarrott, sem fyrst á leikstjóraferli sinum gerði kvik- myndir um dautt breskt kóngafólk, svo sem Önnu Boleyn og Maríu Stuart, en hefur í seinni tíð einkum fengist við spennumyndir, gefur áhorfendum sínum alltof oft næði til þess að velta söguþræðinum i þessari mynd fyrir sér. Meginþemað er gamalkunnugt: sem sé sagan um ungan mann, sem á unnustu sem er komið fyrir kattarnef í upphafi myndarinnar, og sem hann vill sjálfur hefna með þvi að útrýma þeim, sem að morðinu á stúlkunni stóðu. Þessi söguþráður er til í ýmsum útfærslum i tugum ef ekki hundruðum kvikmynda. Hér er honum skellt inn i átök við hryðjuverkamenn og starfsemi njósnaþjónusta i austri og vestri. í stuttu máli sagt segir frá tölvufræðingi (John Savage), sem starfar hjá bandarísku leyniþjónust- unni. Hann á vinstúlku, sem er stödd i bandarísku ræðismannsskrifstof- unni i Munchen, þegar hryðjuverka- menn ráðast þar inn, taka gisla og heimta að tveir félagar þeirra, sem eru í haldi, fái að sleppa. Til að leggja áherslu á kröfu sina myrða þeir einn gislanna, og þar með er unnustan úr leik. Vestur-þýsk og bandarisk stjórn láta undan kröfu hryðjuverkamannanna (liklegt það) og tékknesk stjórnvöld veita þeim síðan viðtöku að verkinu loknu (sennilegt það). Tölvufræðingurinn vill að CIA geri eitthvað i málinu, svo sem eins og að senda menn til Tékkó til að slátra hryðjuverka- mönnunum, en CIA vill ekkert gera. Hann hirðir þá úr tölvu þeirra CIA-manna leynilegar upplýsingar, sem kæmi sér illa fyrir Bandarikja- stjórn að birtar yrðu, felur þær og segir yfirmönnum sinum síðan, að ef þeir geri ekki allt, sem hann fer fram á, þá verði leyniskjölin birt. Og það, sem tölvufræðingurinn vill, er að fá þjálfun í meðferð manndrápsvopna og fá siðan far til Tékkó til að ganga frá hryðjuverkamönnunum sjálfur. CIA fellst á þetta og leitar að leyniskjölunum góðu á meðan tölvu- fræðingurinn er i þjálfun. En þegar þeir finna loks skjölin er kappinn hins vegar búinn með þjálfunina og kominn til Tékkó, en CIA sendir menn á eftir til að kála tölvufræð- ingnum áður en hann nær að kála hryðjuverkamönnunum. Einfaltekki satt? Sagan á enn eftir að batna, þótt ástæðulaust sé að upplýsa það allt saman hér að öðru leyti en þvi, að á daginn kemur, að þetta er allt saman CIA að kenna. Hvað annað. Ýmis atriði myndarinnar eru vel gerð og spennandi á að horfa, en á öðrum stöðum eru gloppurnar svo augljós»r að áhorfandinn fer hjá sér. Einstaka senur eru fyndnar; þó að þvi er virðist óvart, svo sem eins og þegar Christopher Plummer - sem leikur tékkneskan gagnnjósnafor- ingja og prófessor - reynir fyrir sér í tékknesku. Elias Snæland Jónsson skrífar ★ Viðvaningurinn ★★★ Lola 0 Skæruliðar ★★ Huldumaðurinn ★★★ Ránið á týndu örkinni ★★★ Fram í sviðsljósið Stjörnugjöf Tímans **** frðbær • *** mjög góð ■ * * gód ■ * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.