Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 8
8 ÞRÍÐJUDAGUR 22.JÚNÍ 1982. Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Slgurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Úlafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Helður Helgadóttir,ingólfur Hannesson (Iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristlnn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlits- teiknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosl Kristjánsson, Kristln Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrtfstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavlk. Siml: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrlft á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Stefnuskrá sam- vinnuhreyfingarinnar ■ Á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem haldinn var um síðustu helgi á Húsavík, var samþykkt stefnuskrá fyrir samvinnuhreyfinguna. Þar eru meginþætt- ir samvinnustarfsins skilgreindir: grundvöllur og mark- mið, starfshættir og leiðir. í kaflanum um starfshætti og leiðir eru talin upp nokkur atriði, sem eiga að vera samvinnuhreyfingunni til leiðsagnar við val verkefna og leiða, þar á meðal eftirfarandi: ■ Með samvinnustarfinu skal leitast við að skapa sannvirði vöru og þjónustu og jafnrétti í viðskiptum og félagslífi, og bæta þannig lífskjör, svo og að efla samhug og umburðarlyndi. ■ Samvinnufélögin eru opin öllum og þeim er stjórnað eftir lýðræðislegum leiðum. Samvinnufólkið á það fjármagn sameiginlega, sem félögin eiga og nota til viðskipta og þjónustu, eða til þess atvinnureksturs sem þau hafa með höndum. ■ Samvinnuhreyfingin vill stuðla að því að tæknifram- farir verði til þess að auka almenna farsæld og velmegun, en leiði ekki til aukinnar misskiptingar lífsgæða og atvinnuleysis. ■ Samvinnuhreyfingin vill að atvinnulíf sé skipulagt með það í huga að farsælt fjölskyldulíf geti þróast og aðlagast nýjum þjóðfélagsháttum og breyttri verkaskipt- ingu í þjóðfélaginu. ■ Samvinnuhreyfingin vill að gæði og auðæfi landsins séu notuð til að efla byggð og búsetu sem víðast til farsældar íbúum þess. Gætt verði þó ítrustu varúðar við hagnýtingu náttúruauðlinda svo að landið sjálft, hreinleiki þess og fegurð, og tærleiki lofts og lagar spillist ekki af mannavöldum. ■ Frá öndverðu hefur það verið meginverkefni samvinnufélaganna að annast versiun og viðskipti framleiðenda og neytenda. Fetta tvíþætta verkefni, sem er séreinkenni íslensks samvinnustarfs, ber áfram að hafa í öndvegi. Jafnhliða hlýtur starfssvið að víkka, þjónustugreinum að fjölga og samvinnusamtökin að sinna nýjum verkefnum í samvinnuanda á sviði atvinnulífsins með það markmið í huga, að bæta kjör og styrkja stöðu félagsmanna. ■ Samvinnufélögin leggja áherslu á að allir félagsmenn njóti sömu félagslegra réttinda og aðstöðu til að taka að sér trúnaðar- og forystustörf innan hreyfingarinnar. Æskilegt er að starfsmenn hennar séu félagsmenn. Samvinnuhreyfingin viðurkennir rétt starfsmanna til þess að hafa áhrif á vinnuaðstöðu sína, atvinnuöryggi, hollustuhætti og umhverfi. Hreyfingin telur eðlilegt að starfsmenn eigi þess kost að velja fulltrúa úr sínum hópi til að taka þátt í störfum stjórna félaganna. Hún hvetur til þess að starfsmenn eða samtök þeirra og samvinnufélög- in vinni sameiginlega að lausn mála sem upp kunna að koma og varða kjör starfsmanna. Hún hvetur félagsmenn og starfsmenn til þess að vaka í hvívetna fyrir velferð og viðgangi samvinnuhreyfingarinnar. í lok stefnuskrárinnar segir: „Samvinnuhreyfingin er frjáls og óháð félagasamtök einstaklinga, sem telja að samstaða og samstarf sé farsæl leið til lausnar margvíslegra mála. Verkefni samvinnufé- laganna er að bæta efnahag og lífskjör félagsmanna sinna og efla almannaheill. Samvinnuhreyfingin á því samleið með samtökum launafólks og vill jafnan hafa gott samstarf við þau og önnur félagasamtök, sem vinna að sömu markmiðum. Samvinnuhreyfingin telur ekkert samfélags- verkefni sér óviðkomandi ef leysa má það með lýðræðislegum hætti og í anda grundvallarreglna samvinnumanna”. - ESJ. ___Wmmm á vettvangi dagsins ^ • •• Tómas Árnason viðskiptaráðherra: Það var trúin á samtökin, sem var driff jöðrin að stofnun SÍF Ræða flutt á 50 ára afmæli samtakanna ■ Þegar ég var að alast upp á Austurlandi um og eftir 1930 hagaði þannig til að 8-10 vélbátar af stærðinni 6-14 smálestir voru gerðir út frá mínum heimaslóðum. Á haustin voru öll þurrkhús meira og minna full af sólþurrkuðum saltfiski, sem síðan var pakkaður og skipað út á fisktökuskip. Svona háttaði til í sjávarbyggðum meira og minna kring um allt landið. Til viðbótar komu svo stærri og afkastameiri útgerðarstaðir, svo og stóru útgerðarfé- lögin. Má segja að fram að síðari heimsstyrjöldinni væri mest af fiski Og er þá komið að afmælisbarninu, Sölusambandi islenskra fiskframleið- enda, en það var stofnað árið 1932 og því er nú haldið upp á fimmtugsafmæli þess. Aðdragandi að stofnun SÍF var nokkuð langur. Fyrstu hugmyndir að stofnun sölusamtaka fiskframleiðenda munu hafa komið fram i hinu gagnmerka riti Fiskifélags íslands, Ægi, þegar árið 1913. En sumarið 1932 tóku þrjú stærstu útflutnings- og framleiðslufélögin i landinu sig saman og stofnuðu SÍF. Þessi þrjú fyrirtæki voru Kveldúlfur, Alliance og fisksölusamlögin við Faxaflóa. Svo Markmið SÍF og skipulag. Markmið Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda var í fyrstu að stöðva frekari verðlækkun á saltfiski með samræmdum aðgerðum og að hindra verðsveiflur á markaðnum. Eftir stofnun SÍF tókst betur en a'ður að samræma framboð og eftirspurn þannig að verð hækkaði og varð stöðugra. Tilgangur og markmið SÍF er að starfa sem almennt hagsmunafélag þeirra, sem framleiða og selja saltfisk. Öflun nýrra markaða og að halda hinum eldri mörkuðum eru jafnan forgangsverkefni svo og vöruvöndun í hvfvetna. SÍF flytur 1 '.‘Æbí. h æBKLW. / É I jj Sl kfo- r * : 1 [!1 • H ? 1 V, X v v',-“lys vKv'ya * JJ 1 j W | í í ^ j ; : : | 1 ' w* ■ M ;9H| >9 l . * J -J3, 8Mi § i i 1 saltaður, vaskaður og þurrkaður og seldur þannig úr landi. Yfirleitt var þetta vönduð vara, unnin af þrautþjálfuðu fólki sem hafði vanist saltfiskverkun frá barnæsku. Allt fram til seinni heimsstyrj- aldar er framleiðsla á saltfiski helsta útflutningsgrein íslendinga. Sem dæmi má nefna, að árið 1921 nam útflutningur saltfisks 67% af heildarútflutningi landsmanna. Á þessum tíma var það fullverkaður saltfiskur, að mestu sólþurrkaður, sem var ráðandi í útflutningnum. Saltfiskframleiðsla hafði varið vaxandi framan af öldinni og nam árið 1933 rúmum 61 þús. tonnum eða rúmlega 50% af heildarútflutn- ingsverðmæti þjóðarinnar. Sannanlega voru það sannmæli, sem eitt sinn var sagt á íslandi að lífið væri saltfiskur. Og eitt er víst að líf SÍF hefir verið saltfiskur. Heimskreppan, minnkandi afli og þróun alþjóðamála ollu því að fullverkun saltfisks dróst saman á árinu 1933 og síðar og lagðist nær alveg niður i siðari heimsstyrjöldinni. Frá striðslokum fór aftur vaxandi útflutningur ófullverkaðs saltfisks og náði hámarki árið 1952 og var þá 25% af heildarútflutningi. Á seinustu árum hefir útflutningur ófullverkaðs saltfisks verið verulegur og nam á siðasta ári 16% af heildarútflutningi eða tæpum 60 þús. tn. SÍF stofnað. Seinasti þáttur framleiðslukeðjunnar er salan og veldur miklu hvemig til tekst. bættust flestir aðrir fiskframleiðendur í hópinn, þannig að þegar á fyrsta árinu, sem SÍF starfaði seldi sölusambandið um 90% af saltfiskframleiðslu lands- manna. í full 50 ár hefir Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda annast salt- fisksölumál fslendinga með ágætum. Auðvitað hafa verið miklar sveiflur upp og niður bæði í framleiðslu og verði á þessum langa starfstíma SfF. Ringulreið í fisksölu áður en SÍF var stofnað. Fyrir daga SÍF höfðu margir einstakir aðilar haft saltfisksölu með höndum. Samkeppni var hörð og óvægin og leiddi m.a. til að aðilar buðu niður verð hver fyrir öðrum til að tryggja viðskipti og afleiðingin varð að lokum verðhrun. En fleira kom að sjálfsögðu til. Upp úr 1930 geisaði heimskreppan. Fiskverð fór silækkandi og um áramótin 1931 og 1932 var skippundið af sólþurrkuðum stórfiski komið niður í 50-55 kr. Margvislegar orsakir þessa voru flestar þess eðlis, að ekki var á valdi íslendinga að ráða við þær. En því verður þó ekki neitað, að verulega hafi ráðið hversu óheppilegt fyrirkomulag var á fisksölumálum og auk þess skortur á samvinnu og samtökum íslendinga sjálfra. Það má þvi með sanni segja, að veruleg ringulreið hafi rikt i saltfisksölu- .málum fyrir daga StF og margir fengið fjárhagslega sk^lli á þeim vettvangi. út saltfisk félagsmanna sinna og leitar samstarfs við stjórnvöld landsins um verðlagningu og þau málefni, er starfsemina varðar. Félagar í samtök- unum eru samvinnufélög, samlög útgerðarmanna, útgerðarfélög og ein- stakir útgerðarmann. f raun og veru er SÍF opið öllum saltfiskframleiðendum í landinu og félagsmenn nálægt 250 talsins. Allir félagsmenn hafa rétt til að sitja fundi samtakanna og árlegur aðalfund- ur kýs félaginu 7 manna stjórn og varastjórn. Ástæða er til að vekja athygli á því, að SÍF hefir ávallt greitt sama verð um allt landið og hefir þvi gjaman verið smærri framleiðendum mikil hjálpar- hella. Ekki eru nein tök á því í stuttu máli að lýsa nánar hinni yfirgripsmiklu starfsemi SÍF, hvorki hér á landi né heldur i markaðslöndum viðsvegar um heiminn. SÍF og stjómvöld. Það var trúin á samtökin og samræmd vinnubrögð, sem var driffjöðrin að stofnun SÍF. Dugandi og framsýnir menn beittu sér fyrir heildarsamtökum saltfiskframleiðenda á öllu landinu um sölu afurðanna. Þessi trú frumherjanna hefir fullkomlega sannað gildi sitt. Þeim var ljóst að einstakir fiskframleiðendur áttu erfitt með að fylgjast með saltfiskmörkuðum. Hinsvegar hefðu samtök eins og SÍF bolmagn og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.