Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 22JÚNÍ 1982. uu.illl'il' 1S PUNKTAR Kevin Keegan aðalstjarna enská fótboltaliðsins hefur ekki enn getað leikið með liði sínu í HM á Spáni vegna meiðsla er hann hrjá i baki. Duiítið nöturlegt er það fyrir Kccgan, að hann slasaðist ekki í knattspymu, heldur i golfi. Annað mál er þó að Keegan næði sér sæmilega á strik i vikunni er ekki vist að hann labbaði beint í liðið, því Trevor Francis, sem leikur í hans stað, hefur verið lykilmaður liðsins í leikjunum gegn Frökkum og Tékkum. Aðeins örlitið innlegg um sjónvarpið og HM. Reiknað er með að 1.300 milljónir manna muni setjast fyrir framan imbann á meðan HM stendur yfif og fylgjast með herlegheitunum í beinni útsendingu. Nema hvað? Meiðsli hrjá nú mjög vestur-þýska lands- liðið á Spáni.- Littbarski og Breitner þurftu að yfirgefa völlinn i leiknum gegn Chile, sárþjáðir. Þá lék Rummenigge nánast á annarra löppinni. Þessir þrir kappar verða að teljast burðarásar liðsins. Markvörður vestur-þýska liðsins, Toni Schu- macher, lét þau orð falla, að ef lið hans komist ekki í aðra umferð muni hann flytja daginn eftir til Kanada og ekki láta sjá sig i heimalandi sínu næstu árin. Úr því að furðuleg ummæli vestur-þýskra eru til umræðu hér, má geta þess að þjálfarinn, Jupp Derwall, sagði fyrir leikinn gegn Alsir, að hann myndi taka fyrstu lest hcim til Þýskalands ef lið hans tapaði leiknum. Vestur-Þjóðverjar töp- uðu, en Derwail er enn ekki farinn á brott. Refsingar vegna slakrar frammistöðu i HM geta tekið á sig hinar ótrúlegustu myndir. Til dæmis var ieikmönn- um ítalska liðsins neitað um að horfa á nautaat (sem þeim hafði verið lofað fyrirfram) vegna slakr- ar frammistöðu gegn Perú (1:1). Þá voru kampavinsflöskur sem stóðu á borði búningsherbergis ítalanna ekki opnaðar og starfs- maður liðsins rauk með þær út í fússi að leikslokum. Rekum þjálfarann, er vinsælasta setningin á íþróttasiðum itölsku dagblað- anna þessa dagana og má segja, að sportfréttamenn italskir séu ekkert yfir sig hrifnir af þjálfara, Bearzot. Tveir yngri bræður Maradona eru á Spáni og hafa þeir vakið nokkra athygli fyrir lipra knatttækni og hressilegar yftflýsingar úm getu Maradona-bræðranna í fótbolta. á „annarri löppinni” Vestur-Þjóðverjar náðu sér loks á strik hér á HM þegar þeir sigruðu Chilebúa með 4 mörkum gegn 1 sl. sunnudag. Eru áhangendur liðsins nú farnir að sjá bjartari blóm í haga (og væntanlega bolta í marki andstæðinganna). Fyrri hálfleikur var fremur daufur, en þó var aldrei spurning um það hvort liðið væri betra og hefði undirtökin. Rumme- nigge skoraði fyrsta markið á 9. min. með lausu skoti frá vitateig, en markvörður Chile missti knöttinn undir sig og i markið heldur klaufalega, 1-0. Siðari hálfleikur var öllu fjörmeiri en sá fyrri og á 57..min. skoraði Rumme- nigge sitt annað mark og nú með skalla, 2-0. Á 78. mín. var Rummi enn á ferðinni og bæti við þriðja markinu, 3-0. Þess má geta í framhjáhlaupi, að Rummenigge á við meiðsl að striða og var vart reiknað með því fyrirfram, að hann gæti leikið gegn Chile. Hann skoraði semsagt þrennu, „hat-trick“ á annarri löppii.nni. Áður en vfir lauk höfðu þýskir bætt við fjórða markinu og var þar að verki Reinder, sem hafði aðeins verið inná i rúma mínútu. Á síðustu mín. leiksins lagaði Moscoso lítillega stöðuna fyrir Chile þegar hann einlék i gegnum vörn Vestur-Þjóðverj- anna og skoraði, 4-1. Moscoso var eini maðurinn sem sýndi þokkalega takta í liði Chile. Hjá þýskum var Rummenigge bestur. EM/IngH Vestur-Þýskaland - Chile 4:1 RUMMENIGGE skoraði þrennu Burdarásarnir í hinu frábæra landsliði Brasilíumanna: ■ Um fátt er rætt meira meðal knattspyrnuáhugamanna þessa dagana en frábxra leiki Brasiiiumanna i HM og þeir eru vist fáir sem spá ekki Brössunum sigur í keppninni. Lykillinn að velgengni liðsins er fóiginn i geysisterkum leik miðvallarleikmannanna, einum þeirra Socratesar og Zico. Enskir áfram Zico í milliriðli Tveir bestu midvallarleikmenn heimsins? Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: Englendingar tryggðu sér sæti í svokölluðum B-milliriðli HM með því að sigra Tékka sl. sunnudag í Bilbao, 2-0. Voru enskir vel að sigrinum komnir og er árangur þeirra það sem af er keppninni hin glæsilegasti. Bryan Robson fékk tvö góð færi í fyrri hálfleiknum til að ná forystunni fýrir Englendinga, en mistókst að skora í bæði skiptin. Hann varð siðan að fara út af vegna meiðsla. Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: Enskir knattspymuáhugamenn eru ekkert á því að glata niður þeim slæma orðstír sem af þeim fer. í síðustu viku lögðu þeir i rúst móttöku á hóteli einu i Isle, smáþorpi utanvið Bilbao. Skömmu seinna rifu þeir niður hollenskan fána, bjuggu til einn allsherjar Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: Aðalstjama og primur motor pólska landsliðsins, Zbigniew Boniek, 26 ára miðvallarleikmaður, mun leika með italska meistaraliðinu Juventus frá Torino næsta vetur. Hann mun Fyrri hálfleikurinn var fremur jafn, en lítið um marktækifæri. Francis skoraði síðan fyrir Eng- land um miðbik seinni hálfleiks og Mariner innsiglaði sigurinn skömmu seinna með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni Tékka. Bæði mörkin má skrifa á reikning Seman, mark- varðar tékkneska liðsins. Francis og Wilkins voru aðalmenn- irnir á bakvið sigur enska liðsins, léku hreint frábærlega vel. Þá fannst mér kantmaðurinn Steve Coppell eiga góða spretti i sókninni. EM/IngH kokteil i samsulli við franska fánann og báru loks eld að öllu saman. í vimunni datt einn Englendinganna út um glugga og stórslasaðist. Þá tók annar hópur Englendinga til hendinni á öðrum stað í bænum, brutu og brömluðu nokkra tugi svalablómapotta eftir misheppnaða innbrotstilraun i hús portkvenna. EM/IngH taka stöðu írans Liam Brady i liðinu. Boniek hefur mörg undanfarin ár verið máttarstoð félags síns i Pól- landi, Lodz og með landsliðinu hefur hann leikið 50 sinnum og skorað 16 mörk. EM/IngH Læknirinn Socrates er „aðalsmaður- inn“ í herbúðum Brassanna, náungi, sem öfugt á við flesta aðra leikmenn liðsins, hefur aldrei þurft að upplifa fátæktina og herthar fylgifiska. Hann er af miðstéttarfjölskyldu og sýndi snemma frábæra hæfileika sem knattspyrnumað- ur, en fjölskyldan lagði áherslu á það þegar í upphafi að strákur gengi menntaveginn. Fótboltinn hefur því að mestu verið einskonar tómstundagaman hjá Socratesi, ótrúlegt en satt. Socrates hefur siðustu árin þrætt hinn gullna meðalveg milli knattspyrnuiðkun- ar og læknanáms. Honum var gert það klei-ft frá árinu 1978 er hann fór frá Botagogo félaginu í Río til Corinthians i Sao Paulo (fyrir 150 þús. dollara, sem verða að teljast smápeningar fyrir slikan knattspyrnumann). Orðstír Socratesar i fótboltaheiminum hefur vaxið mjög síðustu 2-3 árin. Barcelona-félagið vildi fá kappann til liðs við sig og bauð þrjár milljónir dollara. Socrates deplaði ekki auga og sagði nei takk. Frá árinu 1980 hefur knattspyrnan átt hug Socratesar allan,læknispraksisinn verður að biða sins tíma. Það er e.t.v. ekki rétt að segja, að fótboltinn eigi hug Socratesar allan, þvi hann er mjög fús að ræða um stjórnmál, bókmenntir, hagfræði o.þ.h. við blaðamenn. Arthur Antunes Coimbra eða Zico, er algjör andstæða læknisins Socratesar. Hann ólst upp við ákaflega þröngan kost i einu af verri hverfum Rio de Janeiro, hvar eina útgönguleiðin íelst i að geta sparkað bolta betur en allir aðrir strákarnir í hverfinu. Þegar Zico var 14 ára vakti hann athygli útsendara Flamengo og næstu 5 árin fóru i að byggja strák upp sem knattspyrnumann eftir læknisfræðileg- um og knattspyrnufræðilegum formúl- um. Þegar hinni skipulögðu uppbygg- ingu var hætt vó Zico 67 kíló og var 172 cm á hæð. Hefur þetta tiltæki allt saman vakið mikla athygli og deilur. En hvað segir Zico sjálfur? „Ég er ekkert vélmenni eins og ýmsir virðast halda. Það er ekki hægt að „búa til“ knattspyrnumann, þvi eina mælistikan á gæðin er á knattspyrnuvellinum, ekki á einhverjum tilraunastofum.“ Zico hefur ávallt haldið tryggð við Flamengo-félagið þó að gylliboðin hafi streymt til hans frá nær öllum stærstu og rikustu félögum veraldarinnar. Hann hefur verið mesti markaskorari félags síns siðustu 6 árin og verið með í öllum þeim sigrum sem brasílskur knatt- spyrnumaður getur látið sig dreyma um. Og nú er hann farinn að höggva nærri sjálfum Pelé. Pelé skoraði t.d. yfir 1000 mörk á ferli sinum. Zico hefur þegar skorað yfír 600 mörk, 2.4 mörk að meðaltali í leik. Það segir ekki svo lítið. Nú eru þeir Socrates og Zico og félagar þeirra i brasilska landsliðinu að marsera i átt að heimsmeistaratigninni á Spáni og virðist ekkert geta stöðvað þá. Jafnvel tölva nokkur itölsk spáði Brasilíumönum sigur i keppninni, 2-1 gegn Spánverjum í úrslitaleiknum. Og hver skyldi skora sigurmarkið? Jú, auðvitað Zico.. (Snarað úr Dagens Nyheter) Venjunni viðhaldið Boniek til Juventus

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.