Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22.JÚNÍ 1982. Orðsendina frá Bjargráðasjóði Af gefnu tilefni og þar sem ráöstöfunarfé Bjarg- ráöasjóðs er mjög takmarkað, er athygli vakin á, aö þar sem almennt er unnt að tryggja fasteignir og lausafé (þ.m.t. bifreiðar og önnur ökutæki) hjá tryggingarfélögum fyrir óveðurstjónum, veitir Bjargráðasjóður ekki fyrirgreiðslu vegna slíkra tjóna. E! Kirkjutónleikar Randheim-skólahljómsveitin frá Þrándheimi heldur kirkjutónleika í Kópavogskirkju þriðju- daginn 22.júní ki. 20.30. Stjórnandi sveitarinnar er Wiggó Darell. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Norderaak, Webbe, Walter og Verdi. Allir velkomnir. Skólaskrifstofan. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir maímánuð 1982, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 4% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júlí. Fjármálaráðuneytið, 18. júní 1982. Of stór sveitar- félög gera of litlar kröfur til einstaklingsins — segir Skuli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi í Kópavogi ■ Þeir flokkar sem komið hafa sér saman um meirihlutasamstarf í Kóp- avogi hafa samþykkt samstarfsyfirlý- singu, sem unnið verður eftir á þessu kjörtímabili. Sömu flokkar, þ.e. Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag mynduðu meirihluta á siðasta kjörtimbili. Skúli Sigurgrímsson er fyrsti maður á lista framsóknarmanna í nýafstöðnum kosningum. Hann varð við þeirri ósk Tímans að skýra frá helstu atriðum samstarfsyfirlýsingarinnar og þeim markmiðum sem bæjarstjórnin setur sér að vinna að á kjörtimabilinu. Fyrst var Skúli spurður hvort einhverjar breyting- ar hefðu orðið á samstarfinu miðað við fyrra kjörtímabil. - Alþýðubandalagið tapaði einum manni í kosningunum, svo að nú eru það þrír jafnstórir flokkar sem mynda meirihlutann. Ekki er hægt að segja að einn sé öðrum fremur leiðandi eða afgerandi i samstarfinu. Stjórninni reynum við að skipta þannig að hún verði sem jöfnust milli flokkanna. Við framsóknarmenn fáum formann i bæjarráði fyrstu tvö árin, hinir flokkarnir sitt árið hvor. Alþýðubandal- agið fær forseta bæjarstjórnar fyrstu tvö árin og við hinir eitt ár hvor eftir það. Sama tilhögun er með fulltrúa í stjóm sparisjóðsins. Þetta eru dæmi um skiptinguna, en auðvitað er margt fleira sem við skiptum með okkur og reynum að jafna áhrifastöðum sem mest á milli flokkanna. - Ekki verða gerðar stórfelldar breytingar á rekstri bæjarins. Við ákváðum að halda áfram góðri fjármálastöðu. Samstarfsyfirlýsingin er að miklu leyti framkvæmdaáætlun og skipulagsmál koma þar talsvert inn í. Meðal þess sem bæjarstjómin ætlar nú að gera, er að kjósa atvinnueflingar- nefnd. Við höfum verið með atvinnuefl- ingarsjóð, sem ekki hefur verið nógu virkur og á nú að bæta úr því. Verksvið nefndarinnar er að leita nýrra leiða og gera áætlanir um atvinnuuppbyggingu og gera tillögur þar um, og fara jafnframt með stjórn atvinnueflingar- sjóðsins. Jafnræði i atvinnumálum Lengi lék það orð á að flestir Kópavogsbúar sæktu vinnu út fyrir bæjarfélagið, enda væri þar litla vinnu að fá. Hvemig standa þessi mál nú? - Þetta hefur breyst mikið. Ég veit ekki grannt hvemig staðan er núna, en 1977 gerðum við könnun á því hve margir bæjarbúar hefðu vinnu í bænum. Þá lá nærri að í Kópavogi væru atvinnutækifæri fyrir um það bil tvo þriðju vinnandi handa. Siðan hefur þetta breyst enn meira Kópavogi i vil. Núna er i gangi könnun um þetta atriði. Á henni að ljúka á næstu vikum og þá vitum við nákvæmlega hvað atvinnutæk- ifæmm hefur fjölgað. Á tímabilinu hafa mörg fyrirtæki verið stofnuð í Kópavogi og mörg flust þangað. Það er óhætt að segja núna að Reykjavík og Kópavogur eru orðin eitt atvinnusvæði, þvi nú sækja margir atvinnu i Kópavog sem búa annars staðar. Hvers konar fyrirtæki eru álitin vænlegust að stofna í Kópavogi og hvar mun atvinnumálanefndin helst bera niður þegar hún tekur til starfa? - Við höfum aðgang að sjó á Kársnesi og þar eru góðir möguleikar á hafnar- gerð, sem ekki hefur verið nýtt. Einn þátturinn er sá að skipuleggja hafnar- svæðið og nýta það. Að visu er frystihús i bænum og saítfiskverkun er starfrækt þar, i smáum stil samt. En á þessu sviði era miklir möguleikar fyrir hendi. - Að öðra leyti er áætlað að skipuleggja atvinnufyrirtæki i Fífu- hvammslandi. Við höfum enn ekki gert okkur sérstakar hugmyndir um hvers konar atvinnurekstur verður þar. En svæðið kemur til með að liggja ákaflega vel við samgöngum því Reykjanes- brautin, sem tengir Breiðholtsbraut og veginn suður í Hafnarfjörð liggur þar um og kemur til með að verða miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta eftirsótt landsvæði til atvinnuuppbyggingar og búsetu. Skipulag og byggðaþróun - Samstarfsyfirlýsingin fjallar að miklu leyti um skipulag og byggðaþróun. Þar eru ákvæði um að Ijúka aðalskipu- laginu, sem verið hefur í endurskoðun og ákvæði era um að efnt verði i ríkara mæli en áður til samkeppni um deiliskipulag nýrra svæða. Þar verður það mark sett að skipulagið verður ekki eins rigbundið og oft hefur viljað verða hjá okkur. Þetta á aðallega við um skipulag suðurhlíðar Kópavogshálsins og dalsins, það er að segja Smára- hvamms- og Fífuhvammslands. Þar verður næsta byggingarsvæði, en allt byggingarsvæði i norðurhlíð Kópa- vogshálsins er að verða fullbyggt. Ákvæði er um skipulag íþrótta og útivistarsvæðis í Kópavogsdal. Ákvæði er um að hluti af Sæbólslandi og Vogatungureit verði nýtt undir íbúðir fyrir aldraða. Verður það tryggt með reglugerð að þær ibúðir haldist í eigu eldri bæjarbúa. Enn er ákvæði um að skipuð verði nefnd um að ljúka framkvæmdum á vesturhluta miðbæjarsvxðisins, sem ver- ið hefur i byggingu á undanförnum áram og gengið rólega siðustu árin. Verður skipulag á miðbæjarsvæðinu fyrir vestan Hafnarfjarðarveg endurskoðað. Að öllum líkindum verða það að meginhluta menningarstofnanir sem þar verða staðsettar. Fyrsta byggingin þar verður sennilega safn Gerðar Helgadótt- ur, sem við eram skuldbundnir að byggja yfir. En ég býst við að stjórn lista- og menningarsjóðs verði falið að gera áætlanir um uppbyggingu og skipulag þessa svæðis. Skólamál - Það hefur verið fremur heitt i skólamálum hjá okkur undanfarið. Við voram að semja við menntamálaráðu- ■ Á síðari árum hafa fjölmörg fyrirtæki verið stofnuð í Kópavogi og önnur flust þangað og atvinnujafnvægi er milli Reykjavíkur og Kópavogs. rmumyndir Róbeit. ■ Hafnarskilyrði eru góð i Kópavogi og munu fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir þar skapa mörg atvinnutækifæri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.