Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22 JÚNÍ 1982. Tþróttir Austurríkismenn á grænni grein Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: Austurrikismenn eru nú næsta vísir um sæti í milliriðlum HM eftir sigur gegn Alsirbúum i dag (mánudag) Fyrri hálfleikurinn var mjög skemmtilegur, Alsírbúar héldu uppi miklum hraða, en máttu sin oft lítils gegn yfirvegun og ákveðni Austur- ríkismanna. Hvorugu liðinu tókst að skora mark i fyrri hálfleiknum. Allur vindur fór úr alsírskum i seinni hálfleik og gengu Austurríkis- menn á lagið. Á 62. min. skoraði Austurríki og nokkru seinna bætti Krankl við öðru marki, 2-0. Gamli rebbinn Krankl var besti leikmaðurinn á vellinum og sýndi oftsinnis gamla og góða takta. EM/IngH , • ■ Gamla brýnið, Hans Krankl, sýndi gamla og góða snilldartakta í leiknum gegn Alsirbúum í gær. Skrítið atvik Frá Eika Mogens á Spáni: Frakkar unnu góðan sigur á Kuwait i Valladolid í dag (mánudag),3-l. Voru yfirburðir franskra nokkrir i leiknum, en Kuwait-menn komu samt enn á óvart með snerpulegum leik. Sá furðulegi og fáheyrði atburður gerðist í leik þessum að er Frakkar skoruðu sitt 4. mark undir lokin mótmæltu leikmenn Kuwait markinu svo ákaft að þeir neituðu að leika áfram nema markið yrði dæmt ólög- legt. Var það gert og ljúka tókst viðureigninni. _ ElwIngH Naumur sigur Spánverjanna Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: Spánverjar „björguðu sér fyrir horn“ sl. sunnudag þegar þeir sigruðu Júgóslava, 2-1. Júgóslavarnir voru mun betri fram- an af leiknum, enda skoruðu þeir strax á 9. mín. Aukaspyma eftir að Petrovic hafði verið felldur rétt utan teigs. Gudelj skoraði með skalla. Spánskir mótmæltu mjög, en án árangurs. Peir töldu að Gudelj hefði snert knöttinn með hendi. Á 12. min. jafnaði Spánn úr vitaspymu, sem Juanito tók, 1-1. Reyndar hafði Ufarte fengið að spreyta sig áður, en dómarinn taldi að markvörður Júkkanna hefði hreyft sig áður en Uffi spyrnti. í seinni hálfleik náðu Spánverjarnir undirtökunum, vom mun meira með boltann. Á 64. min. skoraði Suara eftir homspymu og innsiglaði þar með sigurinn. í seinni hálfleiknum reyndu Júgóslavamir að breyta um taktík, léku maður á mann, en þetta gafst mjög illa hjá þeim. Bestu menn spánska liðsins voru Juanito og Samora. Hjá Júgóslaviu var Susic einna atkvæðamestur. Spánverjarnir þökkuðu stuðnings- mönnum sinum að leikslokum með því að hlaupa um völlinn og veifa til þeirra. Var það álit margra að áhorfendumir hafi hreinlega unnið leikinn fyrir goðin á vellinum með trylltum hvatningarhrópum allan leik- inn. EM/IngH Kamerun - Pólland 0:0, Sovét - Nýja-Sjáland 2:0, Belgía - El Salvador 1:0: 3 óvænt úrslit Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: Kamerun heldur áfram að koma á óvart i HM. Á laugardag gerði liðið jafntefli gegn Pólverjum, 0-0, og áttu pólskir oft i vök að verjast. Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik, þar sem Pólverjar voru reyndar meira með boltann, tóku Afrikubúarnir völdir. i sinar hendur í seinni hálfleiknum og sýndu einn besta leik sem sést hefur í þessum riðli hingað til. Frainlinumenn Pólverja vom daufir og sköpuðu sér aðeins 2 marktækifæri, eitt i hvorum hálfleikn- um. Roger Milla, miðherji Kamerun, gerði oftsinnis mikinn usla í vörn Pólverja, þrátt fyrir að 1-2 menn gættu hans nær allan leikinn. Milla leikur með franska liðinu Bastia. Hjá Pólverjum var Boniek bestur. Bclgiumcnn slappir Belgíumenn rétt „slövruðu inn“ sigri gegn hinum stríðshrjáðu E1 Salvador-búum i leik liðanna hér á HM á laugardaginn. Belgar vom mun betri i fyrri hálfleiknum, en leikurinn var þeim erfiður vegna baráttugleði Salvador-búa. Vömin var sterk og þó nokkur ógnun í skyndisóknum þeirra. Belgar sýndu yfirvegun og aga i leik sinum, en gekk bölvanlega að skora. Frollurnar gerdu stormandi lukku Frá Erik Mogensen, skólabróður ininum???, á Spáni: Stór hópur vina enska landsliðsins færðu leikmönnum liðsins að gjöf svokallaðar baskahúfur, sem tákn vináttu enskra og Bilbaobúa. Þó að það sé ekki venjulegt að slaka á klónni vegna vinsælda leikmanna enska liðsins, gerði þjálfarinn, Ron Green- wood, undantekningu hér á. Hann gaf fyrirskipun um að allir leikmenn liðsins settu upp frollurnar og Ijós- myndarar ærðust nær af fögnuði. Þetta smáatriði er þakklætisvottur frá enskum fyrir þá miklu athygli og vinsældir sem lið þeirra nýtur i Baskalandi. EM/IngH Rússar enn reiðir Frá Erik Mogensen, frétlamanni Timans á Spáni: Leikmönnum og forráðamönnum sovéska landliðsins er ekki runnin reiðin vegna dóma (eða öllu heldur afskiptaleysis) spánska dómarans i leiknum gegn Brasiliumönnum á dögunum, en þar töldu sovéskir að sá svartklæddi hafi snuðað þá a.m.k. tvær vitaspyrnur. Þjálfarinn, Beskov, segir m.a. að Brasilia hafi ekki sigrað i leiknum heldur dómarinn, sem hann vilji helst aldrei framar sjá með flautuna uppi i sér. EM/IngH Eina mark: leiksins kom á 17. mín. eftir aukaspymu, sem Coeck tók af um 40 m færi. Boltinn þaut rakleiðis í mark E1 Salvadormanna. í seinni hálfleik jafnaðist leikurinn aðeins, en tök Belga voru föst og þeir gáfu ekki höggstað á sér. Blokhin bestur Það, sem helst vakti athygli við leik Sovétmanna og Ný-Sjálendinga um helgina síðustu var hve þeir fyrmefndu vom slappir. Sovétamir verða hrein- lega að taka sig saman í andlitinu ætli þeir sér sigur gegn Skotum. Fyrsta mark leiksins kom á 17. min. og var Blokhin upphafsmaður þess. Gavrilov skoraði. í seinni hálfleiknum tóku Rússarnir á honum stóra sinum og sýndu þokkaiega knattspymu á köflum. Á 48. min. skoraði þeirra langbesti leikmaður, Blokhin, 2-0. Blokhin sá um að leggja upp þriðja mark Sovétmanna nokkru seinna og þar með kóróna stórgóðan leik sinn. Auk Blokhin var Shengalie mjög góður í sovéska liðinu. EM/IngH Jafntefli hjá Norður írlandi og Honduras ■ Honduras og Norður írland gerðu jafntefli (1-1) i hcimsmeistarakeppn- inni i knattspyrnu i gær. Það voru Norður írar sem urðu fyrri til að skora og i hálfleik var staðan 1-0 fyrir þá. Hondurasmenn jöfnuðu um miðjan síðari hálfleik. f ________________ Felldi sigurvissan Skagamenn? Óvæntur sig- ur Kef Ivíkinga ■ Leikmenn ÍBK komu mjög á óvart sl. laugardag þegar þeir sigruðu Akumesinga í Keflavik með einu marki gegn engu. Vom sunnanmenn vel að sigrinum komnir. Lárusson, Július Pétur Ingólfsson og Kristján Olgeirsson. - IngH Stadan Keflvíkingamir voru harðir af sér í ■ Staðan í 1. deild er nú þessi: fyrri hálfleik og sóttu stíft. Enþeimtókst KA.............. 7 2 4 1 7-6 8 ekki að skora. Strax á upphafsmín. Breiðablik...... 7 3 2 2 11-11 8 seinni hálfleiks skoraði Ragnar Mar- Vestmannaeyjar . 6 3 1 2 9-6 7 geirsson markið sem úrslitum réð , 1-0. Vikingur........ 6 2 3 1 7-7 7 Þrátt fyrir sókn Skagamanna linnulitla Valur ......... 7 3 1 3 7-9 7 það sem eftir lifði leiksins tókst þeim KR.................6 14 1 34 6 ekki að jafna. Akranes ........ 7 2 2 3 6-5 6 Sigurður Björgvinsson og Ragnar Fram................ 6 1 3 2 6-7 5 Margeirsson voru atkvæðamestir i liði ísafjörður .... 6 2 1 3 9-8 5 ÍBK, en hjá ÍA stóðu sig best Sigurður Keflavík .......... 6 2 1 3 3-7 5 molar.-.molar... molar... molar... Gunnlaugur sigraði ■ Gunnlaugur Jónasson varðsigurveg- ari á hinu árlega minningarmóti um enska siglingamanninn Eric Twiname. í öðro sæti varð Jóhannes Örn Ævarsson og þriðji Guðmundur Jón Björgvinsson. Þá sigmðu Smári Hreggviðsson og Hermann Steingrimsson i Flipper-móti, sem var haldið við Hafnarijörð um helgina siðusu. Jóhannes teflir fram hörkuliði ■ Á morgun, miðvikudag, leika lands- iið íslands og Danmerkur, skipuð leikmönnum undir 21 árs aldri, landsleik á Laugardalsvelli. Landsliðsþjáifarinn Jóhannes Atlason hefur valið lið sitt og verður það skipað eftirtöldum leik- mönnum: Markmenn: Stefán Jóhannsson, KR Friðrik Friðriksson, Fram Aflrir leikmenn: Ásbjöm Bjömsson, KA Eriingur Kristjánsson, KR Aðalsteinn Aðalsteinsson, Vikingi Gunnar Gíslason, KA Hafþór Sveinjónsson, Fram Þorsteinn Þorsteinsson, Fram Jón Gunnar Bergs, VAI Láros Guðmundsson, Waterschei Ragnar Margeirsson, ÍBK Ólafur Bjömsson, UBK Sigurður Grétarsson, UBK Ómar Rafnsson, UBK Sigurjón Kristjánsson, UBK Trausti Ómarsson, UBK Tveir þessara leikmanna, Gunnar Gislason og Ólafur Bjömsson, em fæddir fyrir 1. ágúst 1961, en það er hcimilt samkvæmt opinberum rcglum. Þeir félagamir hafa staðið ákaflega nærri landsliðssæti í ár og er því kjörið tækifæri fyrir landsliðsþjálfarann að sjá þá í „alvöruleik“ nú. Eins og sjá má er einn atvinnumaður í islcnska liðinu, Láms Guðmundsson, sem gert befur garðinn frægan hjá beigisku bikarmeisturunum Waterschei. Danskurinn mun sömuleiðis tefla fram einum atvinnumanni, Frimann, sem leikur með Anderiecht í Belgiu. Þess má geta, að leikurinn gegn Dönum er fyrsti þátturinn í undirbúningi u-21 liðsins fyrir þátttöku i Evrópu- keppni landsliða siðar á þessu ári. Landinn verður þar i riðli með Hollendingum og Spánverjum. \ A-Þjódverjar leika hér á landi ■ Eitt af sterkustu landsliöunum i Evrópu sem ekki tókst að tryggja séi sæti í lokukeppni HM, austur-þýska liðið, mun koma hingað til lands og keppa gegn okkar mönnum 8. septem- ber nk. Síðast léku þjóðirnar á Laugardals- vellinum árið 1975 og þá sigraði landinn, sællar minningar með frábæram mörk- um Jóhannesar Eðvaldssonar og Ás- geirs Sigurvinssonar, 2-1. Þýskir ætla visast að freista þess að hefna þeirra ófara. -IngH Albert kærður ■ Albert Guðmundsson er ólöglegur í leikjum sínum með Valsmönnum hér á landi eða svo segja ísfirðingar, sem hafa sent iim kæro til KRR þess efnis. Þá ero KA-menn að velta því fyrir sér að fara að dæmi vestanmanna og kæra Aibert. ísflrðingamir standa sem fastast á því, að formlegt leyfi frá Denver-félaginu i Bandaríkjunum, til félagaskipta Alberts hafi ekki borist hingað tii lands. Þróttur slakar ekki á klónni ■ Þróttur frá Reykjavík heldur áfram sigurgöngu sinni í 2. deiid fótboltans. Um helgina lögðo Þróttaramir Reyni að velli í Sandgerði 2-1. Önnur úrslit í 2. deild urðu þessi: Einheij»-Þór,A................1-1 Fylkir-Þróttur,N .............0-0 FH-Skallagrimur...............1-0 Völsungur-Njarðvík............1-2 Staðan er nú þannig: Þróttur 6 5 1 0 12-2 11 FH 5 3 2 0 4-1 8 Völsungur 5 3 1 2 8-7 7 Þór Ak 6 2 3 1 7-5 7 Fylkir 6 1 4 1 7-5 7 Njarðvik 6 1 3 2 8-10 5 Reynir 6 1 2 3 7-7 4 Einberji 4 1 1 2 6-8 4 Skailagrimur 6 1 1 4 5-12 3 Þróttur N 5 0 2 3 2-7 2 Gunnarí hörkuformi ■ Gunnar Páll Jóakimsson gerði sér litið fýrir á innanfélagsmóti ÍR í fyrrakvöldi að hlaupa 1500 m. á 3:54.8 min. sem er aðeins 1/10 sek. lakari timi en besti árangur hans er. Það sem e.t.v. gerir árangur Gunnars enn betri er að hann hljóp „sóló“ eða keppnislaust. Þá stökk Bryndis Hólm 5.90 m. i langstökki eða mun lengra en gildandi ísiandsmet hennar er. Árangurinn vcrður ekki staðfestur þar sem enginn vindmælir var til staðar. Þá stökk Kristján Harðarson 7.29 m. i langstökki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.