Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDÁGUR 22.JÚNÍ Í982. __________________9 á vettvangi dagsins Islensk bind- indishreyfing eftir Halldór Kristjánsson möguleika á að hafa heildarsýn yfir framleiðsluna og geta komið á viðskiptum á hinum ýmsu mörkuðum á þann veg að skila framleiðendum og þjóðarheildinni sem mestu hverju sinni. Á árunum eftir að SÍF var stofnað urðu miklar umræður um fyrirkomulag og framtíð saltfisksölumála. Með lögum um fiskimálanefnd, útflutning á fiski, hagnýtingu markaða o.fl. vildi rikis- stjórnin, sem sat 1934 og áfram koma betra og félagslegra skipulagi á fisksölumálin, m.a. með þvi að setja starfsemi SÍF nokkrar skorður. Segja má, að tekist hafi samkomulag milli ríkisvalds og fulltrúa útvegsmanna um þessi mál og áframhaldandi starfsemi SÍF. SÍF hefir starfað sem frjáls og óháð samtök, sem ráða málefnum sinum án íhlutunar ríkisvaldsins. Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð íslands fer viðskiptaráðuneytið með mál, sem varða útflutningsverslunina. Útflutning- urinn er yfirleitt háður leyfum, sem gefin eru út til að fylgjast með gjaldeyrisskil- um, til að fyrirbyggja óeðlilega og skaðlega samkeppni innbyrðis milli út- flutningsfyrirtækja og til að vernda hagsmuni framleiðenda. Öðru hverju hefir alltaf komið upp ágreiningur um útflutningsleyfi og hvort eigi að leyfa fleiri aðilum en SÍF að annast þessa starfsemi. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að best fari á þvi að SÍF hafi með saltfisksöluna að gera eins og háttar í okkar landi og alveg sérstaklega þegar framleiðendurnir óska þess sjálfir. Svo ber og að hafa fast i huga að reynslan af því að hver bjóði i kapp við annan á erlendum mörkuðum er hreint ekki góð. Til viðbótar vil ég minna á að í okkar langbesta markaðslandi, Portúgal, sér einn aðili um innkaupin. Hinsvegar verður að gera miklar kröfur til SÍF um árvekni og dugnað í störfum. Mála sannast er, að samvinna stjórnvalda og SÍF hefir verið góð i gegnum árin og skilað góðum árangri. Svo mun verða meðan óskir framleið- endanna og vilji ráða framvindu sölumálanna á grundvelli samtaka og samvinnu. Er SÍF einokun? Því er stundum haldið fram, að SÍF sé einokunarfyrirtæki. Hvernig má slikt vera, þar sem samkeppnin á saltfisk- mörkuðum er mjög hörð. Við keppum við dugmiklar þjóðir eins og Dani, Færeyinga, Grænlendinga, Norð- menn og Kanadamenn. Þar kemur SÍF fram sem öflugt sölufyrirtæki í harðri samkeppni við aðrar þjóðir. SÍF er frjáls samtök framleiðenda, sem starfa með lýðræðislegum hætti. Þau eru opin öllum og kostnað við starfsemina greiða félagsmenn í réttu hlutfalli við útflutningsverðmæti og reksturinn er nánast gerður upp á núllpunktinum á ári hverju. Saltfiskur er eins og margar aðrar matvörur mjög vandmeðfarinn og þolir illa geymslu, án þess að missa nokkuð af gæðum sinum. Geymslan er því kostnaðarsöm. Af þessu leiðir, að það er mjög mikilvægt að koma fiskinum til kaupendanna á réttum tíma til þess að hann þyki góð vara. Fiskurinn er mjög mikið verkaður á vertiðinni eða vormánuðum, en neyslan aftur á móti ifiest fyrri part vetrar. Það er mjög áriðandi, m.a. vegna hættu á rýmun svo og vegna vaxtakostnaðar að selja fiskinn sem fyrst eftir verkun. Þetta útheimtir fyrirframsölur og skipulag, sem ein- göngu er á færi sterkra og öruggra kaupenda. En það þarf einnig stóran og sterkan aðila hér heima til að ná utan um þessa starfsemi svo vel fari. Af fyrrgreindum ástæðum er saltfiskurinn yfirleitt seldur í stórum sölusamningum i upphafi vertiðar eða þegar hún stendur sem hæst. Öðm hverju er hægt að selja „smáparty" við hærra verði en SÍF gerir i stómm samningum, en það er heildarsalan sem mestu máli skiptir. Saltfiskframleiðslan 1981 Framleiðsla saltfisks á árinu 1981 nam 62.600 tonnum og varð um 20% meiri en árið 1980 og um 55% meiri en árleg meðalframleiðsla árin 1970-1979. Heild- arútflutningur varð rúmir 6,5 milljarðar króna og saltfiskur var fluttur út fyrir tæplega 1.1 milljarð króna eða sem svarar 16% heildarútflutningi lands- manna. Saltfiskmarkaðir. Langsamlega stærsti saltfiskmarkaður íslendinga er i Portúgal. Þangað seldust tæplega 38.5 þús tonn af óverkuðum saltfiski á s.l. ári fyrir 0.7 milljarða króna. Þá kom Spánn með tæp 10 þús. tonn. Þriðja besta viðskiptalandið var Grikkland með tæp 4 þús. tonn og svo Ítalía með 2.5 þús. tonn. Þá kom Frakkland, Bretland o.fl. þjóðir. Um langan aldur hafa Portúgal, Spánn, Grikkland og Ítalía verið okkar bestu saltfiskmarkaðir. Þurrkaður saltfiskur, saltfiskflök og söltuð þunnildi voru seld til samtals 19 landa. Til marks um hve Portúgal- markaðurinn keypti mikinn íslenskan saltfisk á seinasta ári þá svarar útflutningurinn til þess að flutt hafi verið til Portúgal hvern einasta dag ársins 105 tonn af saltfiski. Yfírgripsmildl starfsemi og þýðingarmikil. Það sem ég hefi nú rakið gefur til kynna hversu yfirgripsmikla starfsemi SÍF hefir með höndum. Það skiptir miklu fyrir framleiðendur og þjóðina alla að vel sé haldið á sölumálum sjávarútvegsins. Góðu heilli hefir íslenskum sj ávarvöruframleiðendum tekist að nýta mátt samtakanna til sölu á afurðum sinum. Starfsemi Sölusam- bands islenskra fiskframleiðenda, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sjávarafurðadeildar Sambandsins og Sölusambands • skreiðarframleiðenda hefir lyft Grettistökum, i afurðasölumál- um. Þessi samtök hafa unnið ómetanleg störf við sölu afurða oft á tiðum við hin erfiðustu skilyrði. Með þvi að undirstrika þetta sérstaklega er ég þó ekki að gera lítið úr ágætum störfum ýmsra annarra aðila, sem fást við afurðasölu. Alþjóðaviðskipti. Eftir þvi sem alþjóðaviðskipti hafa orðið frjálsari hefir þýðing fjölþjóða viðskiptasamninga farið vaxandi. Með aðild Islendinga að EFTA og friverslun- arsamningum íslands við Efnahags- bandalag Evrópu, en þarna á milli er visst samhengi, hefir tekist að fá tollfrelsi og frjálsan aðgang að mörkuðum 15 viðskiptalanda í Evrópu. Það er erfitt að reikna nákvæmlega og til fulls hagnaðinn af þessum samning- um. Við vitum þó, að áseinasta ári námu tollaivilnanir okkar tæpum 200 millj. króna vegna útflutnings til EFTA og EBE landa. Þess ber og að geta að Portúgal mun að líkindum ganga í EBE 1. janúar 1984. Það er ástæða til að láta i Ijósi ánægju með stöðu mála á vegum SÍF í dag. Öll framleiðsla þessa árs er þegar seld á hagstæðu verði. Niðurlag Ég skal nú láta máli mínu lokið. Stofnun og starfsemi SÍF var stórbrotin og stórhuga félagsstarfsemi, sett á fót í þeim tilgangi að tryggja aðalframleiðslu- vöru landsins, á sínum tima, besta fáanlegt verð og skila framleiðendum sannvirði vöru sinnar. Þessi félagsstarf- semi íslenskra útvegsmanna vakti snemma athygli víða um lönd og þótti til fyrirmyndar. Þarna hafa margir dugandi athafna- menn lagt hönd á plóginn. Ég þykist tala af nokkurri reynslu þegar ég fullyrði að SÍF hefir lagt af mörkum mikið og gott starf fyrir íslenska þjóð og velferð hennar. Ég vil leyfa mér við þetta tækifæri að þakka forvigismönnum SÍF, sem flest allir eru nú fallnir i valinn, vasklega framgöngu og viturlega á erfiðum tímum, og öllum þeim öðrum sem i hálfa öld hafa stýrt samtökunum svo giftusamlega, sem raun ber vitni um. Rikisstjórnin sendir stjórn SÍF og félagsmönnum öllum árnaðaróskir á fimmtugsafmælinu. Ég þakka stjórn SÍF og dugandi framkvæmdastjórum ágæta samvinnu við mig og viðskiptaráðuneytið og óska þeim heilla og farsældar i störfum. Tómas Árnason ■ í tilefni af hvitasunnuspjalii Páls Magnússonar flutti Timinn fyrir mig nokkrar spumingar um álit hans i sambandi við frjálsræði í sölu og meðferð vimuefna 4. júní s.l. Páll hafði skrifað svo hiklaust um vissa þætti þeirra mála og ætla mætti að þar væri ekki komið að tómum kofa. Samt verður nú nokkur dráttur á að hann lýsi stefnu sinni. Meðan þess er beðið legg ég hér fram greinarkorn í framhaldi af öðram fullyrðingum hans á hátíðinni. Ég var búinn að hafa góð orð um það. Sleggjudómur fréttastjórans. Páll Magnússon sagði svo í grein sinni: „Þaðan af síður hefur orðið nokkurt gagn af samanlagðri templara-og stúku- hreyfingunni í landinu enda aldrei verið annað en klúbbur fyrir þá sem hafa þörf fyrir að koma saman og hrósa sér“. Upphafsorðin „þaðan af síður“ vísa til þess að ekki hafi orðið „hið minnsta gagn“. Hér er því fullyrðingin sú að minna en ekkert gagn hafi orðið að bindindishreyfingu á íslandi. Þáttur í þjóðmenningu. Það er auðvitað söguleg staðreynd að félagsskapur templara vann á sínum tima merkilegt brautryðjendastarf i félagsmálum og menningu. Stúkurnar voru félagsmálaskóli. Þetta eiga allir að vita ef þeir hafa nokkra nasasjón af sögu islenskrar þjóðar um síðustu aldamót. Um þetta mun ég þó ekki fjölyrða því að þetta heyrir til sögunni. Þetta er liðin tíð og nú þurfum við ekki bindindis- hreyfingu til að vera skóli í félagsmálum enda þótt hún eigi þar enn sem fyrr góðan hlut að máli. Hins vegar viðhafði Páll gifuryrði sín um gildisleysi stúkustarfanna frá upp- hafi. Tvíþætt hlutverk. Hlutverk bindindishreyfingarinriar er tvíþætt. Annars vegar er fræðsla, röksemdir þess hvers vegna rétt sé að varast vímuefnin. Þetta má kalla bindindisboðun. Hins vegar er svo félagsskapurinn, kynni og samband þeirra manna sem vilja lifa heilbrigðu lifi i samræmi við lifsskoðun bindindis- hreyfingarinnar. Það er mótað félagslif án vimuefna. Nýlegar fréttir frá Aþenu. Fyrir nokkrum dögum var alþjóðlegur fundur ungra manna um bindindismál suður á Grikklandi. Aðalmál þessa alþjóðaþings var hvort samtökin ættu að vera bindindishreyfing eða björgunar- sveit. Niðurstaðan var sú að leggja áherslu á bindindisboðun og uppeldi, -vera bindindishreyfing. Á þessu alþjóðaþingi var i fremstu röð þjóðhetja Júgóslava í baráttunni við áfengið, Vladimir Hudolin. Hann er læknir, prófessor við háskólann í Zagreb og heimsfrægur af nær 30 ára starfi að ofdrykkjumálum og hefur meðal ann- ars skrifað viðurkennda handbók fyrir ofdrykkjumenn og fjölskyldur þeirra. Hann var forgöngumaður um stofnun svonefndra Alklúbba, en þeir voru myndaðir af fyrrverandi drykkjumönn- um og utan um þá. Klúbbarnir voru orðnir 500 að tölu árið 1975 þegar Hudolin réði því að þeir gengu i alþjóðafélagsskap góðtemplara. Hudolin hefur í störfum sínum haft að leiðarljósi að gera mönnum ljóst að neysla áfengis er óþörf og bindindi skemmtilegra en drykkjuskapur. Eins og aðrir læknar metur hann mest að komið sé í veg fyrir sjúkdóminn. Hann telur það óðs manns æði að standa í björgunartilraunum þar sem þeim fjölgar sí og æ sem bjarga þarf. Þessu viðhorfi lýsti hann á þinginu í Aþenu með dæmisögu. Maður stendur við straumharða á og sér nokkur börn berast með straumnum. Hann getur reynt að vaða út i strauminn og bjarga einhverjum þessara barna á land. En hann gæti lika gengið upp með ánni til að hindra það að börnunum væri ýtt út i beljandi strauminn. Best væri að enginn þyrfti björgunar við, enginn hefði ratað í raunir og væri í nauðum staddur. Ein er revnslan um allan heim. Frá þessu er sagt hér til að minna á að það er alþjóðleg reynsla þeirra sem af mestri alvöru vinna og hafa unnið gegn þvi böli sem leiðir af neyslu eiturlyfja að bjargráðið er bindindi og ástand þvi betra sem bindindishreyfing er sterkari, - því verra sem hún er veikari. Jafngildir góðum tekjustofni. Gildi bindindishreyfingar er það að hún elur upp fólk sem hafnar áfengi. Við vitum að einn af hverjum 10 mönnum sem venjast áfengi missir vald yfir drykkjufýsn sinni og fimmti hver áfengisneytandi drekkur meira en hann vill og ætlar, svo að áfengisneysla hans verður honum sjálfum til leiðinda. Þetta hlutfall hækkar fremur en lækkar vegna þess að fólk byrjar neysluna yngra, frístundir, fjárhagur, þéttbýli og sam- göngur fjölga tækifærum og tilefnum drykkjunnar. Ef 10% þjóðarinnar hafnar áfengi vegna áhrifa bindindishreyfingarinnar er þannig 440 mönnum úr hverjum árgangi bjargað frá drykkju. Það léttir gjaldabyrði almannatrygginga um 22 þús. kr. á einum degi. En vegna þess að nú lifa margir árgangar samtímis i landi megum við margfalda þessa tölu. Hins vegar vitum við ekki hve langt sjúkraframfæri við eigum að reikna hverjum einum en þetta nemur milljón- um árlega á hvern árgang. Brynjólfur Pétursson og dreng- skapurinn. Þrátt fyrir það sem nú er sagt um gildi og þýðingu bindindishreyfingarinnar hér á landi á liðandi stund eru þau auðvitað allt of lítil. Þvi er ástæða til að rifja hér upp það sem Brynjólfur Pétursson sagði í Fjölni 1847. Það á fyllilega við nú: „En margur maður, sem ekki er enn í bindindisfélag kominn, kann að vera svo drenglundaður, að þegar hann ber saman töluna bindindismanna og hins urmulsins sem enn er við að berjast, liggur hann ekki á liði sinu, heldur gengur i flokk þeirra sem færri era saman og betri eiga málstaðinn, og mundi þó ekki hafa lagt það á sig hefði hann eigi vitað að liðsmunur var svo mikill. Flestir menn kalla það að leggja á sig að ganga i lög með oss meðan þeir hafa ekki reynt þau. En svo mun öllum virðast, sem nokkra stund hafa verið bindindismenn, að þeim sé litill byrðar- auki að þvi lögmáli.“ Þessi orð Brynjólfs Péturssonar eru enn í fullu gildi. Enn er spurt um drengskap manna, hvoru megin þeim þyki drengilegra að standa. Og enn er þess að vænta að margur maður kunni enn að vera svo drenglundaður að hann vilji ganga til liðs við þá ., sem færri eru saman og betri eiga málstaðinn" eins og Brynjólfur Pétursson orðaði það. Talsvert meira en minna en ekkert. Þetia er lauslegt yfirlit en ætti þó að nægja til að koma fréttastjóranum og öðrum sem kunna að vera staddir á svipuðum villigötum á sporið. Bindindishreyfingin var brautryðjandi i félagslegri alþýðumenningu og þegar ég tala hér um bindindishreyfingu á ég við félagsskap templara og ungmennafélög- in sem sprottin voru af sama stofni. Og nú á liðandi stundu jafngildir bindindis- hreyfmgin því að vera ágætur tekjustofn fyrir almannasjóði. Þetta allt sagði Páll að væri minna en ekki neitt að gildi. Ég bíð eftir svari. Það verður dráttur á svari frá Páli. Honum var þó svo mikið niðri fyrir á hvítasunnunni að undrun má vekja hve honum verður stirt um mál. Kannski er það vegna þess að nú hafi hann farið að hugsa um vímuefnamálin i fyrsta sinn. Ég spurði m.a. hvort það væri brot á mannréttindum að fólk fengi ekki að kaupa hass, L.S.D., heróin og kókain eins og hver vildi? Þvi svarar ekki Páll Magnússon? Hvað er hann að fela? Þessi pistill verður ekki lengi. En hvort sem Páll svarar eða verður klumsa til frambúðar skal hann fá þriðja pistilinn við tækifæri. Þetta er mál sem þarf að ræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.