Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.06.1982, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 22.JÚNÍ 1982. 17 Iþróttir ■ Sigurlás Þorieifsson reynir markskot að marki VAIsmanna. Mynd: Guðmundur Sigfússon, Eyjum. Eyjamenn á skotskónum — sigraöu Val í fjörugum leik, 2-0 ■ ÍBV sýndi stórgóða knattspymu þegar liðið lagði V»1 að velli í Eyjum sl. laugardag, 2-0. Reyndar áttu bæði liðin mýmörg txkifæri til þess að lagfæra markatölu sina, en það voro aðeins framlinumenn Eyjamanna sem voru klæddir hinum vinsælu skotskóm. Strax í byrjun leiksins voru heima- menn komnir með forystuna. Sveinn Sveinsson skaut fallegu langskoti, sem hafnaði í Valsmarkinu utariega, 1-0. Valsmenn reyndu ákaft að jafna leikinn, en tókst ekki. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn einnig mjög frisklega og eftir um 8 mín. leik hafði Kári Þorleifsson bætt öðru marki við, 2-0. Aftur reyndu Valsararnir að rétta sinn hlut, en sú tilraun fór á sama veginn og áður. Sigur Eyjamanna var staðreynd. Páll markvörður Pálmason stóð nokk- uð uppúr i liði ÍBV, en auk hans voru aðrir varnarmenn mjög traustir. Framlinumönnum Vals voru nokkuð mislagðir „fætur" i þessum leik og fóru þeir illa með nokkur gullin marktæki- færi. -IngH ■ Sigurvegarar á Pierre-Robert golfmótinu með verðlaun sín. Ragnar öruggur sigurvegari ■ Pierrre Robert golfmótinu lauk s.l. laugardag. Þátttaka var geysimikil, eða samtals 191 þátttakandi og varð að vísa fjölda manns frá, vegna þess að völlurinn ber ekki fleiri i keppni. Keppt var í sjö flokkum og var keppnin mjög spennandi í þeim öllum. Sérstaklega vakti athygli hve kvenna- flokkurinn var fjölmennur að þessu sinni, og er greinilegt að kvenfólkið er að sækja i sig veðrið í golfinu. í meistaraflokki var keppnin geysi- hörð, og sem dæmi má nefna, að eftir átján holur voru 6 keppendur jafnir á 72 höggum. Ragnar Ólafsson spilaði af miklu öryggi, og sigraði glæsilega, en Björgvin Þorsteinsson setti nýtt 9 holu vallarmet, eða 30 högg. Björgvin og Jón Haukur háðu bráðabana um 2. og 3. sætið, sem lauk með sigri Björgvins. Keppni var einnig mjög spennandi í karlaflokki með forgjöf, en þar voru 4 á sama skori og þurftu þvi að leika aðrar 18 holur til að knýja fram úrslit. Helstu úrslit urðu sem hér segir: Meistaraflokkur: 1. Ragnar Ólafsson GR, 139 2. Björgvin Þorsteinsson GA, 142 3. Jón Haukur Guðlaugsson NK, 142 Karlaflokkur m. forgjöf: 1. Jóhannes Gunnarsson NK, 66 2. Ágúst í Jónsson NK, 66 3. 'Þorsteinn Geirharðsson GS, 66 Kvennaflokkur m. forgjöf: 1. Elisabet Gunnlaugsdóttir GR, 65 2. Hildur Þorsteinsdóttir GR, 68 3. Hanna Gabriels GR, 70 Kvennaflokkur án forgjafar: 1. Jóhanna Ingólfsdóttir GR, 81 KA nældi f 2 stig ■ Akureyringamir i KA gerðu góða ferð til Isafjarðar um helgina síðustu þegar þeir sigroðu heimamenn með 2 mörkum gegn 1 eftir fjörugan leik. ísfirðingarnir voru mun atgangsharð- ari i fyrri hálfleiknum og skoruðu gott mark rétt í lok hans þegar Örnólfur fyrirliði Oddsson renndi knettinum í markið af stuttu færi, 1-0. í seinni hálfleiknum jafnaðist leikur- inn nokkuð og gerði Hinrik út um leikinn með tveimur laglegum mörkum með stuttu millibili, 2-1. Undir lokin sóttu KA-menn mjög. Gunnar Gíslason var bestur i liði KA og eins átti markvörðurinn Aðalsteinn ágætan leik. Lið ÍBÍ var jafnt að þessu sinni. - IngH Jens í KR ■ Jens Einarsson, landliðsmarkvörður í handknattleiknum, hefur gengið til liðs við KR-inga og mun hann leika með Vesturbæjarliðinu næsta vetur. Jens hefur lengi verið i hópi bestu markvarðanna i handboltanum og var um tima fastur maður i landsliðinu. í fyrravetur gekk hann til liðs við sína gömlu félaga í ÍR, en hefur nú ákveðið að keppa með Vesturbæjarfélaginu. Mikill hugur er í KR-ingum lýrir næsta keppnistimabil og hafa þeir sett stefnuna á íslandsmeistaratitilinn undir stjórn danska þjálfarans Anders Dahl Nielsen. Blikarnir gáfu eftir og töpudu ödru stiginu til Víkinga, 1:1 ■ Litið greiddist úr flækjunni i 1. deildinni s.l. sunnudagskvöld þegar tvö toppliðanna, Víkingur og Breiðablik, léku í Laugardalnum. Jafntefli varð, 1-1, og má segja að öll lið deildarinnar séu nú í einum hnapp. Blikarnir tóku þegar í fyrri hálfleik öll völd i sinar hendur og skoruðu þeir mark strax á 6. mín. Sigurður Grétars- son fékk stungusendingu og aðþrengdur af Stefáni Halldórssyni, Víkingi, tókst honum að þruma boltanum í markið, 1-0. Ansi laglega gert hjá Sigurði. Nokkru seinna var Sigurður aftur á ferðinni, brunaði i gegnum Víkings- vörnina, lék á Ögmund markvörð, en Magnúsi Þorvaldssyni tókst að forða marki á marklinunni. Um miðbik hálfleiksins þurftu Víkingar aftur að gripa til naúðvamar og i þetta sinn var það Ragnar Gíslason sem bjargaði á marklínu. Yfirburðir Blikanna vom nær algjörir og áður en flautað var til leikhlés höfðu þeir fengið 2 góð færi enn, sem beim tókst ekki að nvta. í seinni hálfleik snérist dæmið að mestu við. Víkingamir tvíefldust jafn- framt því sem Breiðabliksmenn gáfu eftir. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Sverrir Herbertsson, sem var nýkominn inn á sem varamaður, sendi boltann i Blikamarkið með laglegu bogaskoti utan af kanti, 1-1. Reyndar deildu menn um það að leikslokum hvort Sverrir ætlaði að gefa fyrir eða skora mark, en það er önnur saga. Þetta var laglega gert hjá honum. Nokkru seinna brutu Víkingarnir enn upp og sókninni lauk með þvi að Gunnar Gunnarsson skallaði rétt framhjá Breiðabliksmarkinu. Er líða tók á seinni hálfleik jafnaðist leikurinn á ný, en barningurinn fór að mestu fram á miðjunni og engin vemlega góð marktækifæri litu dagsins Ijós. Slakur varnarleikur (einkum framan- af) varð Víkingunum nær að falli að bessu sinni. Snjall leikur þjálfarans, Sedov, bjargaði þó málinu. Hann lét Jóhannes Bárðarson færa sig fram á miðjuna og í hans stað sem gæslumaður Sigurðar Grétarssonar kom Gunnar Gunnarsson. Annars vakti helsta athygli hjá Vikingum hve góður leikmaður Aðalsteinn Aðalsteinsson er að verða. Framfarir hans i sumar hafa verið með ólíkindum. Það var mikill klaufaskapur hjá Blikunum að tapa öðru stiginu í þessum leik. Þeir höfðu öll ráð Víkinga í hendi sér í fyrri hálfleik. Það var einnig furðulegt hve ragir framlinumenn Blik- anna eru við að skjóta langskotum að marki andstæðinganna. Þeir fengu ærin tækifæri til þess, en alltaf varð það sama sagan. Leika skyldi með boltann inn að markteig andstæðinganna áður en mark- skot skyldi reynt. Sigurður Grétarsson, Trausti Ómars- son og Ólafur Björnsson voru atkvæða- mestir i annars jöfnu og léttleikandi Blikaliði. -IngH ■ Hart barist í vitateig Vikings. Gunnar Gunnarsson skallar frá marki. - IngH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.