Tíminn - 01.02.1989, Page 2

Tíminn - 01.02.1989, Page 2
2 Tíminn Miövikudagur 1. febrúar 1989 Forstjóri Landsvirkjunar segir orkusölu héðan til Bretlands samkeppnisfæra við kjarnorkuver: Bretar taka frumkvæðið í viðræðum um orkukaup Breskar rafmagnsveitur hafa nú tekið frumkvæði í viðræð- um við Landsvirkjun og íslensk orkumálayfirvöld um þann kost að selja raforku til Bretlands. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að samkvæmt bráðabirgðatöl- um standist útflutningur á raforku til Bretlands fyllilega samkeppni við nýleg kjarnorku- og kolaorkuver, sem er einn nærtækasti kostur Breta í orkuöflun um þessar mundir. Síðari hluta marsmánaðar munu fulltrúar þriggja almenningsraf- veitna koma til íslands til könnunar- viðræðna við Landsvirkjun, en raf- veitur í Bretlandi standa frammi fyrir því að verða sjálfstæð fyrirtæki árið 1991. Því er nú unnið að undirbúningi þess að ná hagstæðum samningum um orkuöflun sam- kvæmt ákvörðun aðstoðarorku- málaráðherrans Michael Spiser. Niðurstöður viðræðnanna í mars gætu ráðið úrslitum um það hvort skriður kemst á þessi orkusölumál á næstunni eða hvort þau muni liggja í láginni á næstu árum. Þróun málsins hefur verið í stórum dráttum sú að Halldór hélt á fund aðstoðarorkumálaráðherra Bretlands, Michael Spicer, í nóvem- ber sl. ásamt sendiherra fslands í London, Ólafi Egilssyni. Afrakstur þeirra viðræðna varð sá að aðst.ráð- herrann fór þess á leit við stjórnar- formann einnar rafveitunnar af tólf í Bretlandi, James Smith hjá Eastern Electricity Board, að hann fylgdi þessu máli eftir. f framhaldi af þessu hefur James Smith sýnt því áhuga að taka upp könnunarviðræður við Landsvirkjun ásamt fulltrúum þriggja annarra rafveitna. Hyggjast þeir koma til þessara viðræðna í lok niarsmánaðar nk. Viðræður að frumkvæði Breta í mars Halldór Jónatansson sagði að til- gangur þessara viðræðna væri að fulltrúar þessir vildu kanna þessar hugmyndir frekar og kynnast að einhverju leyti aðstæðum hér á landi af eigin raun. Samkvæmt ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar er ætlunin að rafveitur þessar verði allar gerðar að sjálfstæðum fyrirtækjum árið 1991. Þegar og ef að því kemur er ljóst að rafveiturnar standa frammi fyrir þeim vanda að sjá sjálfar um orkuöflun og orkuinnkaup auk dreif- ingar til almennings, en fram að því verða veiturnar eingöngu almennar dreifiveitur. Verði þessi einkavæð- ing að lögum eins og ríkisstjórn Bretlands vinnur að, verða þessi fyrirtæki m.a. í samkeppni um orku- öflun og orkukaup. Samkeppnisfær möguleiki „Þess vegna verða þessi fyrirtæki að kanna alla möguleika á að fram- leiða orku með kolum, kjarnorku og fleiri orkugjöfum, sem kunna að þykja vænlegir á hverjum tíma, en auk þess verður þeim heimilað að flytja inn orku ef þeir telja það samkeppnisfært. Þess vegna hyggja þessir aðilar gott til glóðarinnar um innflutning á orku frá Frakklandi og eins fyrir veitur á Englandi að kaupa orku frá Skotlandi. Þeim virðist m.a. þykja ómaksins vert að kynna sér möguleika á orkukaupum frá íslandi,“ sagði Halldór. Að sögn Halldórs hefur Landsvirkjun gert bráðabirgðaáætlun um hagkvæmni útflutnings af þessu tagi. „Sam- kvæmt bráðabirgðatölum Lands- virkjunar og athugunum, á þetta bæði að vera tæknilega og fjárhags- lega hagkvæmur möguleiki og sam- keppnisfær við verð á raforku úr nýjum kjarnorkuverum og kola- stöðvum í Bretlandi. Við stöndum á því og allt útlit er fyrir að þessi möguleiki verði fýsilegri eftir því sem frá líður,“ sagði forstjóri Lands- virkjunar. KB Ólafsfjarðarmúli: Barst 60 metra með snjóflóði Síðastliðið mánudagskvöld féll snjóflóð á veginn í Ólafsfjarðarmúla og hreif með sér einn mann, Ævar Klemensson sérleyfishafa frá Dalvík. Ævar barst 60 metra með flóðinu en hann sakaði ekki og tókst að komast upp úr flóðinu og upp á veginn aftur af eigin rammleik. Ævar var á leið til Ólafsfjarðar frá Dalvík ásamt syni sínum er óhappið varð. Þegar þeir komu að svokölluðu Bríkargili ákváðu þeir að snúa til baka en þegar þeir komu aftur að Tófugjá hafði fallið þar lítið snjóflóð frá því að þeir áttu leið þar um. Ævar fór að moka frá bílnum en þá féll annað snjóflóð sem hreif hann með sér og barst hann með því eina 60 metra. Á þessum stað er snarbratt og mátti litlu muna að illa færi. Sonur Ævars fann hann ekki strax og bað því björgunarsveitina á Dal- vík um að koma til aðstoðar. Þegar hún kom á staðinn hafði Ævari tekist að koma sér upp á veginn. Björgunarsveitin flutti feðgana heim. f samtali við Tímann sagði Ævar að flóðið sem hann lenti í hafi klofnað á snjóflóðinu sem fallið hafði fyrr en giskaði á að það hafi verið um 30 til 40 metrar á breidd og fjórir metrar á dýpt. Ævar sagði einnig að það hafi verið fyrst eftir á sem hann hefði gert sér grein fyrir hættunni sem hann var í. Sem fyrr segir barst Ævar 60 metra með flóðinu og var hann spurður að því hvort ekki hefði verið erfitt að ösla snjóinn til að ná upp á veginn aftur. „Mér fannst það að minnsta kosti ansi langt og erfitt.“ Ævar sagði að Múlinn hefði verið opnaður rétt áður en þeir feðgar lögðu af stað. „Það er nú þannig að maður veit aldrei með Múlann hve- nær hann er opinn og hvenær hann er lokaður, hann getur nefnilega lokast í einu vetfangi.“ SSH ...., kallaði starfsmaður Reykjavíkurhafnar þegar hann sá þessa vösku menn steypa bflnum fram af. - Engin ástæða var þó til að hafa áhyggjur því þarna var Víkingasveitin mætt til að æfa björgun úr sokknum bfl. Þess má svo geta að bfllinn var fjarlægður þegar æfingunni var lokið. Tímamynd: Pjetur Karpov lagði Jóhann að velli í annarri einvígisskákinni: Hrammur sovéska bjarnarins þungur Anatoly Karpov sýndi enn og sannaði hvers hann er megnugur þegar hann sigraði Jóhann okkar Hjartarson í fyrrinótt. Verður að segjast eins og er að Jóhann virðist bera mikla virðingu fyrir heims- meistaranum fyrrverandi og óttast hann helst til mikið. Nú hafa þeir teflt alls sex skákir og staðan er 4 1/2 gegn 1 1/2 vinningi Karpov í hag. Þetta eru slæmar tölur og Jóhann verður að taka á sig rögg til að ná að breyta þessum tölum eitthvað sér í hag. Ef staðan í einvíginu er aðeins t'huguð þá má segja að möguleikar Jóhanns séu nánast úr sögunni. En hinu má ekki gleyma að Jóhann er sterkur persónuleiki sem hefur rétt hugarfar í keppni sem þessari. Hver man ekki eftir þeirri svartsýni sem greip um sig er Jóhann tapaði niður tveggja skáka forystu í ein- víginu við Kortsnoj? Hann reif sig upp úr því og sigraði það. And- stæðingur hans nú er mun sterkari en Kortsnoj en gefum ekki upp alla von. Karpov er alls ekki ósigrandi, en til að sigra hann þarf að taka áhættu, og vonandi tekst Jóhanni og aðstoðarmönnum að brugga Karpov launráð fyrir þriðju skák- ina sem teflist í nótt. Það er. von þess sem þetta ritar að nú fari óvæntir hlutir að gerast í Seattle. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Jóhann Hjartarson Enskur leikur l.C4-e5 2.g3-Rf6 3.Bg2-d5 4.cxd5-Rxd5 5.Rc3-Rb6 6.Rf3-Rc6 7.0-0-Be7 Þessi byrjun virðist hafa verið skoðuð af báðum keppendum fyrir einvígið því þeir tefldu báðir hratt. Nú fór Karpov að taka lengri tíma og forðast algengustu leiðir. 8.a3-Be69.b4-O010.Hbl-f6 ll.d3 Þessi leikur tekur C4 reitinn af svörtum og styrkir tök hvíts á e4 reitnum og næsti leikur svarts virð- ist ganga beint inn í áætlun hvíts. Il.-Dd7 12.Re4-Rd5 ÓlafurHelai Átnason SlAKSKÝRANDI Hvítur hótaði óþægilega Rc5 13.Dc2-b6 14.Bb2-Hac8 Síðustu þrír og jafnvel fjórir leikir svarts hafa verið slakir. Og eftir 13.b6 sést að c6 reiturinn í svörtu herbúðunum er nú óvaldað- ur af peði og Karpov nýtir sér það á skemmtilegan máta í framhald- inu. 15.Hbcl-Rd4 16.Bxd4-exd4 17.Dc6-Dxc6 18.Hxcb6-Bd7 Ef hvítur viki nú hróknum undan gæti svartur leikið 19.-c5 og væri í sæmilegum málum en Tolya fann vinningsleið. Stöðumynd 19.Rxd4! 11111 III! ■1*11 III m É.H H| i III ij lllllll IHIII lllllllllll IIIIIIIIH m iiiiiii Hi i t iiiiiii IHI * II® ibi ■ & 011.11 lllllllllliaH Stöðumynd eftir 18. leik svarts. Auðvitað fórnar hann skipta- mun fyrir tvö peð og er með nánast auðunna stöðu. 19.-Bxc6 20.Rxc6-Hce8 21.Hel-f5 22. Rd2-Rf6 23.Rxa7-Bd6 24.e3- c5 25.Rc4-Bb8 26.Rc6-cxb4 27.axb4-b5 28.R4a5-Rd7 29.d4-g5 Ef við stöldrum aðeins við hér þá er ljóst að Karpov stendur til sigurs. Áætlun hans er einfaldlega sú að nota þau peð sem hann hefur umfram Jóhann þ.e. e og d peðin. Leika þeim áfram uns svartur verð- ur að fórna liði til að stöðva þau. 30.Rxb8-Hxb8 31.Hc4-Rf6 32.e6- Hb6 33.Re7+-kh8 34.Rxf5-Ha6 Karpov hefur nælt í eitt peð til viðbótar en nú fær Jóhann í fyrsta sinn í þessari skák tækifæri til gagnsókna 35.Hcl-Ha2 36.h3 til að koma í veg fyrir 36.Rg4-Hb2 37.e-Hxb4 38.g4-h5 39.e5-hxg4 Lokatilraun til að rugla Karpov. En því miður er hún dæmd til að mistakast. 40.exf6-gxh3 41.Bxh3- Hxf6 42.Hc8+-kh7 3.Hc Nú virðist Jóhann hafa verið búinn að fá sig fullsaddan á þessari skák og leikur sig í mát en skákin var hvort eð er töpuð 43.-kg6 44.Hg7 Þar með lauk þessari skák og nú er um að gera fyrir Jóhann að byrja upp á nýtt. Það er engu að tapa fyrir hann, en allt að vinna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.