Tíminn - 01.02.1989, Page 19

Tíminn - 01.02.1989, Page 19
Miðvikudagur 1. febrúar 1989 Tíminn 19 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ u:iKi-f:iA(; 2(2 22 RKYKIAVlklJK ^ SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson Föstudag kl. 20.00 Fimmtudag 9. feb. kl. 20.00 Fáar sýningar eftir. ÓVITAR Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurösson I kvöld kl. 20.30. Örfá sæti laus Föstudag kl. 20.30. Uppselt 60. sýning laugardag 11. febr. kl. 20.30. Uppselt Sunnudag 12. febr. kl. 20.30 barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur Laugardag kl. 14.00 Sunnudag kl. 14.00 Laugardag 11. febr. Sunnudag 12. febr. Þjóðleikhúsiö og Islenska óperan sýna 3Pgv>tníí;ri ihoffmanns ópera eftir Offenbach Laugardag kl. 20.00. Fáein sæti laus. Sunnudag kl. 20.00 Takmarkaiur sýningafjöldi Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20. Símapantanir einnig virka daga kl. 10-12. Simi 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltiðog miði á gjafverði. i eftir Göran Tunström Ath. breyttan sýningartíma 9. sýn. í kvöld kl. 20. Brún kort gilda. Örfá sæti laus 10. sýn. fimmtudag 2. febr. kl. 20. Bleik kort gilda. Örfá sæti laus Laugardag 4. febr. kl. 20. Uppselt 5. sýning þriðjúdag 7. febr. kl. 20. Uppselt. Miðvikudag 8. febr. kl. 20. Fimmtudag 9. febr. kl. 20. Miðasala i Iðnó simi 16620 Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Simapantanir virka daga frá kl. 10-12. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 21.mars 1989. NEMENDA LEIKHÚSIÐ LBKUSTARSKÖU ISIANOS UNDARBÆ SM2T971 „Og mærin fór í dansinn..." eftir Debbie Horsfield 4. sýning miðvikudaginn 1. febr. kl. 20.00 5. sýning föstudaginn. 3. febr. kl. 20.00 6. sýning sunnudaginn 5. febr. kl. 20.00 Ath: breyttan sýningartima Miðapantanir allan sólarhringinn í sfma 21971. 'mæjd VBSUIEUHIÚSM ÁLFHEIMUM74 • Veislumatur og öll áhöld. • Veisluþjónusta og salir. • Veisluráðgjöf. • Málsverðir i fyrírtœki. • Útvegum þjónustufólk ef óskað er. 686220-685660 - Ég er sú manngerð sem getur helst ekki beðist afsökunar, Jóhannes. Þess vegna vil ég heldur reka þig. - Hann stendur þarna á hverjum degi, segir aldrei neitt af viti en lofar öllu fögru. Hann kallar það stjórnmál. Prinsessan að stillast farin Á þessari nýju ntynd ganga þau, samstíga og glaðleg, prins Michael og kona hans. Hún er af tékkneskri aðalsætt og þykir mjög glæsileg kona Nú er orðið langt síðan nokkur hneykslismál um bresku prinsessuna Marie Christine Michael af Kent hafa sést í slúðurdálkum breskra blaða. Fyrir einu ári eða svo mátti varla opna blað í Bretlandi þar sem ekki var eitthvað fréttnæmt að segja af prinsessunni. Rifja má upp af fréttunum af Michael prinsessu t.d. að - Hún sner- ist gegn óskum Elizabethar drottningar þegar hún kom fram í sjónvarpi til að ræða þar samband föður síns við SS-deild Hitlers. - Altalað var í Englandi að hún ætti í ástasambandi við vafasaman olíukóng frá Texas, John Ward Hunt. - Hún skrifaði bók sem nefndist „Crowned in a Far Country", en þá var hún ásökuð um að hafa „stolið" efni í hana frá öðrum rithöfundum. - Hún sagði í opinberu viðtali, að hún færi „hvert sem væri fyrir góðan ókeypis málsverð“, en þá var verið að spyrja prinsessuna, hvers vegna hún væri svo liðleg að opna listsýningar, setja ráðstefnur og klippa á borða við hin ýmsu tækifæri. Breytt viðhorf áárinu 1989 Á árunum 1987-88 var mjög stirt samband milli prinsessunnar og drottningar, og gekk svo langt að farið var að hunsa þau Michael prins og konu hans þegar send voru út boð fyrir samkvæmi eða annan gleðskap við hirð- ina. Nú hefur þetta breyst. Nú eru margir meðlimir konung- legu fjölskyldunnar farnir að vingast við þau, eftir að prins- essan hefur breytt um fram- komu. Þau hjónin voru t.d. í fyrsta sinn um árabil boðin í konunglegu stúkuna við Asc- ot-veðreiðarnar í ár, og nú er farið að geta um prinsessuna í „Court Circular" - eða fréttabréfi hirðarinnar og þar sagt frá ýmsum störfum henn- ar og hvar hún komi fram opinberlega. Hvaðolli breytingunni? Nú er farið að bollaleggja um það í blöðum, sem mest Drottningin var ekki alltaf glaðleg á svipinn þegar Marie- Christine Michael prinsessa sat henni við hlið við opinberar athafnir. Nú er öldin önnur, og drottningin bauð henni í áhorfendastúku sína á Ascot-veðreiðunum í ár skrifa um kóngafólkið, hvað hafi valdið þessari breytingu á háttalagi prinsessunnar. Þeir sem best þekkja til, segja að hinn rólyndi og hægláti Michael prins hafi tekið á sig rögg, þegar prinsessan skeytti lítt um skömm né heiður og lét sjá sig út um allt með „olíukónginum", og hafi hon- um þá í fyrstu brugðið mjög, en síðan séð að nú varð hann að taka í taumana. Bretar líkja árangrinum við hið fræga leikrit Shakespear's „Skassið tamið“ (Taming of the Shrew). Ekki er þó talað um það beint að prinsessan hafi fengið flengingu - eins og Kata í leikritinu. lillllllllllllllllHlllll KVIKMYNOIR IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMilllllllBIIIIIIIIIMIIIIIIlllll Háskólabíó: Johnny Be Good * V? Hægt að brosa Nú er komið að ameríska fótboltanum í Háskólabíói sem nú hefur tekið til sýning- ar myndina um Johnny Walk- er leikstjórnandann knáa í skólaliði Ashcroft mennta- skólans. Menntaskólaár Jóns á Röltinu eru á enda og upp- hefst mikið kapphlaup milli háskólanna að krækja í þenn- an stórefnilega leikmann og bjóða umboðsmenn þeirra Nonna gull og græna skóga. Honum er boðið að heims- ækja þá og kynna sér aðstæð- ur og hvað er í boði. En þjálfarinn hans úr mennta- skólanum, Wayne Hisler, hefur aðrar hugmyndir um framtíð hans. Hefur hann gert samning við háskóla um að fái hann Nonna með sér verði hann gerður að yfir- þjálfara þessa skóla. En þjálf- arinn skipar nú ekki sérstak- an sess í huga Nonna og hefur hann aðrar hugmyndir um framtíðina í boltanum en Hisler. En allt þetta umstang hefur í för með sér gífurlega erfiðleika í einkalífinu. Kær- astan er ekki ýkja hrifin af þessu umstangi og ekki er nú tengdafaðirinn sá blfðasti, hann hreinlega þolir ekki Nonna. Vinir bregðast og fjölskyldan er að tapa þræðin- um. Hisler tekur á það ráð að reyna að kúga Nonna til að reyna að fá hann með sér og virðist honum ætla að takast það, en ... ?? Myndin er nú sannarlega ekki neitt meistarastykki. Söguþráðurinn er ekki ýkja merkilegur og myndin í heild alveg ferlega vitlaus og keyrir alveg um þverbak þegar lög- reglustjórinn, tengdafaðir- inn, kemur til sögunnar. En myndin á nú sín augnablik. Það má hlæja að henni. Aðalhlutverkið, Johnny Walker, leikur Anthony Mi- chael Hall. Þrátt fyrir ungan aldur er hann orðinn þekktur í faginu fyrir hlutverk í mynd- um eins og The Breakfast Club og Sixteen Candles. Hann er alveg ágætur í þess- ari ræmu og heldur myndinni á floti. Þá fer Paul Gleason ágætlega með hlutverk þjálf- arans. Myndin er í heildina slök, hægt að hlæja, en alltof vit- laus til að hafa gaman af. Þess vegna fær hún aðeins eina og hálfa stjörnu. Pétur Sigurðsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.