Tíminn - 01.02.1989, Page 5

Tíminn - 01.02.1989, Page 5
- ' Miðvikudagur 1. febrúar 1989 •“ r • r M Tíminn 5 Guðmundur J. Guðmundsson form. VMSÍ um samstarf við ríkisstjórnina: Bjartsýnn á samráð Trygging fullrar atvinnu, lifskjarajöfnun og að verðbólgu verði haldið í skefjum eru þau atriði sem Verkamannasam- band íslands telur að leggja beri áherslu á í komandi kjarasamningum. Þessi áhersluatriði komu fram í ályktun sem var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar VMSÍ og formanna svæðasambanda ASÍ sem var haldinn í gær. I ályktuninni segir einnig að það sé vilji fundarins að í samningunum verði lögð mikil áhersla á verndun kaup- máttar. Sú staðreynd vekur athygli að ekki er minnst á launahækkanir eða aukinn kaupmátt sem markmið í komandi samningum. í ályktuninni kemur einnig fram andstaða við gengisfellingu. Þar segir meðal annars: „Með gengis- fellingartalinu eru atvinnurekend- ur að krefjast þess að vandi efna- hagsmálanna, vandi óstjórnar lið- inna ára, veröi leystur á kostnað launafólks. Þetta verður verkalýðs- hreyfingin að hindra.“ Fundurinn leggur einnig áherslu á að ríki og sveitarfélög haldi aftur af gjaldskrárhækkunum stofnana sinna. Ályktun fundarins virðist því vera á þeim nótum sem ríkisstjórn- in hcfur talið æskilegt að spilað verði eftir í komandi kjarasamn- ingum. IdagmunufulltrúarVerka- mannasambandsins ganga á fund forsætisráðherra en Steingrímur Hermannsson sagði í viðtali við Tímann í gær að þessar þrjár meginkröfur væru í anda þess sem ríkisstjórnin hefði lagt áherslu á. Steingrímur sagðist einnig vera sammála því að halda þurfi aftur af gjaldskrárhækkunum ríkis og sveitarfélaga. Tíminn hafði einnig samband við Guðmund J. Guðmundsson formann Verkamannasambands íslands og innti hann fyrst eftir því hvort það mætti ekki lesa það út úr ályktuninni að í komandi kjara- samningum yrði áherslan á það að halda í horfinu frekar en að ná fram til dæmis auknum kaupmætti. „Við teljum að þessi atriði séu skilyrði allra góðra hluta. Varðandi þá kröfu að verðbóigu verði haldið í skefjum leggjum við gríðarlega áherslu á lækkun vaxta og bjóðum jafnframt að við munum beita okkur fyrir því að lífeyrissjóðir lækki vextina einnig. Við óttumst mjög um atvinnuöryggi og atvinnu- leysi í ýmsum byggðarlögum og þar höfum við skyldur við félaga okkar. Síðan er hreinlega ótti okk- ar um það að það steypist fleiri fyrirtæki og byggðarlög. Við telj- um að þcssi vandamál séu svo brýn að í jreim felist grundvöllur að frekari kröfugerð. Við erum reiðu- búnir að ræða við ríkisstjórnina og jafnvel aðstoða hana.“ Guðmundur var í framhaldi af þessu spurður að því hvort hann væri bjartsýnn á að slíkar viðræður eða samráð verði árangursríkt. „Já, ég er það nú. Ég náttúrlega fullyrði það ekki að þetta falli allt saman, en ég hef trú á því að það sé hægt að ná fram góðu samstaríi. Ég held að okkar sjónarmið, eins og það að hindra vaxtahækkanir, eigi ákaflega sterkan hljómgrunn í ríkisstjórninni.“ - En ertu ekki sammála því að þessar kröfur ykkar eru mjög í anda þeirrar kröfugerðar sem ríkis- stjórnin hefur talið æskilega? „Jú, en við erum í sjálfu sér ekki að afsala okkur neinum rétti til að gera einhverjar aðrar kröfur. Við teljum bara að forsenda fyrir þeim sé að þeirri þróun sem nú er komin af stað verði afstýrt. Við getum sett fram himinháar kröfur og okkur er það Ijóst að það fólk sem er á lægstu laununum er ekki ofsælt af sínu. Það verður að hafa það í huga að okkar afstaða mótast af því að almennt verkafólk cr í mestu návígi við öryggisleysi og sveiflur í atvinnumálum. Við verð- um einnig að gæta að því að Verkamannasambandið er þannig samansett að í því er fjöldi fólks og út um allt land og nokkur hluti þessa fólks býr þegar við atvinnu- Íeysi og aðrir búa við ákaflega sterkan ótta um atvinnuleysi." - En er þá hægt að líta þannig á að þessar kröfur séu raunsæjar? „Ég hef trú á að það sé hægt að stöðva verðbólguþróun og lækka vexti. Það eru peningastofnanir sem standa á móti þessu. Ástandið var þannig í haust að það voru fyrirtæki sem borguðu jafnmikið í vexti og þau borguðu í vinnulaun og það stendur enginn atvinnu- rekstur undir slíku.“ Stjórnum atvinnugreinadeilda innan VMSÍ hefur nú verið falið að hefja nú þegar undirbúning að samningagerð, hver á sínu sviði, í samræmi við þau meginmarkmið sem koma fram í ályktuninni. SSH Árbæingar harðir gegn fyrirhugaðri staðsetningu sorpmóttökustöðvar við húsdyr sínar: Vildum sundlaug - fengum sorpstöð „Við erum búin að berjast í áraraðir fyrir sundlaug og íþróttahúsi en í þess stað fáum við sorppökkunarstöð fyrir ekki neitt. Við skulum standa saman og gefa borgaryfirvöld- um „gúmoren“ og láta þau ekki komast upp með að troða á okkur.“ Þetta voru orð Ásbjarnar Jó- hannssonar íbúa í Árbæjarhverfi á borgarafundi sem Framfarafélagið í Árbæjarhverfi stóð fyrir um sorp- böggunarstöðina sem ætlað er að byggja í Hádegismóum. „Sé gert ráð fyrir því að verðfall fasteigna í Árbæjarhverfi verði um 5% vegna byggingar sorpböggunar- stöðvarinnar sem er varlega áætlað, þá er verið að tala um a.m.k. 400 milljónir króna eignarýrnun,“ sagði Gísli Karel Halldórsson verkfræð- ingur og íbúi í hverfinu á fundinum. Framfarafélag Árbæjarhverfis hélt fund um fyrirhugaða byggingu sorpböggunarstöðvar í Hádegismó- um, steinsnar frá efstu íbúðablokk- unum í hverfinu en fulltrúi fram- sóknarmanna í skipulagsnefnd borg- arinnar vakti athygli á væntanlegri staðsetningu stöðvarinnar fyrir skömmu. Borgaryfirvöld höfðu valið henni stað og hafði ákvörðunin ekki farið hátt og kom staðarvalið flatt upp á almenning þegar greint var frá mál- inu í Tímanum um miðjan þennan mánuð. Stöðin ekki auðkennd á skipulagi Á fundinn var boðið borgarfull- trúum, embættismönnum borgar- innar og fleirum og tóku margir til máls. Alfreð Þorsteinsson fulltrúi fram- sóknarmanna í skipulagsnefnd var einasti kjörinna fulltrúa borgarbúa sem tók til máls. Hann sagði meðal annars eftir að hafa hlustað á emb- ættismenn borgarinnar og viðbrögð fundarmanna að greinilegt væri að Árbæingar væru ekki ginnkeyptir fyrir draumaverksmiðju borgarverk- fræðings og hans manna. Hann sagði að málið snerist ekki um ágæti nýrrar tækni við meðferð sorps, heldur staðsetningu stöðvar- innar sem væri fráleit. Hann benti á að staðsetningin væri í ósamræmi við samþykkt aðalskipulags Reykja- víkur. Samkvæmt skipulagsreglum væri skylda við gerð aðalskipulags að gera grein fyrir staðsetningu sorp- hauga eða sorpeyðingarstöðva. Það hefði ekki verið gert og því hefðu íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja verið grandalausir gagnvart því að fá slíkan nágranna sem sorpflokkunar- stöð. Alfreð gagnrýndi harðlega að embættismenn borgarinnar hefðu skoðað málið frá einu sjónarhomi, sem væri flutningskostnaður. Hinn mannlegi þáttur hefði algerlega ver- ið sniðgenginn en slíkt gengi ekki. Benedikt Bogason verkfræðingur, formaður Framfarafélagsins og fundarstjóri á fundinum sagði í gær við Tímann að fundurinn hefði verið hugsaður sem kynningarfundur. Þeim Þórði Þorbjamarsyni borg- arverkfræðingi, Þorvaldi S. Þor- valdssyni forstöðumanni Borgar- skipulags og Ögmundi Einarssyni framkv.stjóra Sorpeyðingar höfuð- borgarsvæðisins hefði verið boðið á fundinn til að kynna fyrirhugaða starfsemi stöðvarinnar og það hefði öllum verið ljóst að um væri að ræða gjörbyltingu í meðferð sorps hér á landi. íbúar hverfisins hefðu hins vegar ýmislegt að athuga við staðsetningu stöðvarinnar eins og fram hefði kom- ið á fundinum og þá hefði það vakið athygli manna hversu lítið hefði farið fyrir ákvarðanatöku um stað- setninguna. Veruleg andstaða íbúanna Vemleg andstaða er meðal íbú- anna og stjómenda fyrirtækja í Ár- bæjarhverfi gegn staðsetningu stöðv- arinnar, en í næsta nágrenni hennar verða Þvottahús ríkisspítalanna, kaffibrennsla, mjólkurísgerð, gos- drykkjaverksmiðja auk annars. Fram kom á fundinum að t.d. mun Coca Cola International ekki sætta sig við hinn nýja nágranna og krefjast þess að gosdrykkjaverk- smiðja Vífilfells verði flutt verði sorpstöðin byggð á þessum stað. Benedikt Bogason sagði að þrátt fyrir að embættismennirnir hefðu kynnt fyrirhugaða starfsemi stöðvar- innar málefnalega og vel hefði ekki tekist að eyða ótta manna við starf- semina. Umferð yrði mikil í kring um stöðina og bættist hún við þá miklu umferð sem fyrir er á Bæjar- hálsi. Ekkert lægi fyrir um að nýrSuður- landsvegur yrði lagður, né tengiveg- ur um Ofanleiti niður á Vesturlands- veg og ekki væri heldur endanlega ákveðinn urðunarstaður fyrir sorpið og því mæltu flest rök gegn þessari staðsetningu. Þá væri þess að gæta að fyrir borgarstjórnarkosningar 1982 hefðu það verið höfuðkosningamál núver- andi meirihluta að ekki yrði reist íbúðabyggð á þessu svæði og áfram í átt til Rauðavatns vegna þess hve sprungið svæðið væri. Þau rök giltu enn og sagði hann að ekki væri víst að svo vel tækist að ganga frá gólfum og járnabinda að engin hætta yrði á að misgengi eða gliðnun yrði í jarðveginum og sprungur mynduðust í gólf og sorp eða eiturefni færu niður í jarðskorp- una. Þá væru Bullaugu þama í grennd- inni sem væru vatnsból - lindir—sem að vísu væm nú ekki nýttar. Þær væru þó náttúruauðlind og spurning væri hvort mætti setja slíka auðlind í hættu. Góð hugmynd - vondur staður Um tvö hundmð manns sóttu fundinn og fram komu tillögur um aðra staði fyrir stöðina, svo sem á Geirsnefi í grennd við malbikunar- stöð borgarinnar og á gömlu haugun- um í Gufunesi. Fundarmenn voru almennt sam- mála um að með byggingu sorp- stöðvar væri verið að fara inn á nýja og heppilega braut sem til mikilla framfara horfði. Hins vegar væri staðsetningin óviðunandi. Á fundinum var samþykkt að beina því til Framfarafélagsins að láta fara fram undirskriftasöfnun í hverfinu gegn staðsetningu stöðvar- innar. Á fundinum kom einnig fram að væntanlegur Suðurlandsvegur, ofan- byggðarvegur, verði ekki lagður á næstu árum, enda ekki kominn á vegaáætlun. Því verði öll umferð að og frá stöðinni að fara um Bæjarháls. Um- ferð um hann muni því fyrirsjáan- lega aukast verulega. Ekki verði aðeins um að ræða 250-300 sorpbíla á dag heldur flutningabíla sem aka munu sorpböggum frá stöðinni á urðunarstað. Fyrirspurn í borgarráði Á fundi borgarráðs í gær lagði Alfreð Þorsteinsson fram fyrirspurn í þrem liðum um sorpmóttökustöð- ina. Á fundinum sagði hann: „Samkvæmt skipulagsreglugerð skal auðkenna svæði fyrir sorphauga eða sorpeyðingarstöðvar. Ennfrem- ur skal auðkenna sérstaklega svæði fyrir iðnað sem hefur í för með sér mengun eða aðra hættu. í nýlega samþykktu aðalskipulagi Reykjavíkur sem gilda á til ársins 2004 er ekki gert ráð fyrir slíkri starfsemi í svokölluðum Hádeg- ismóum austan Suðurlandsvegar í nágrenni við Árbæjar- og Selás- hverfi, en nú hafa borgaryfirvöld í Reykjavík lýst áhuga sínum á að koma þar fyrir sorpmóttökustöð sem tvímælalaust fellur undir fyrrgreind ákvæði. Fyrirspurn mín er þessi: f fyrsta lagi: Voru það mistök, eða var talið ónauðsynlegt að gera grein fyrir möguleikum á sorpmóttökustöð á þessu svæði með því að auðkenna það sérstaklega? Hyggjast borgaryfirvöld halda því til streitu að byggð verði sorpmót- tökustöð á þessu svæði þrátt fyrir öflug mótmæli íbúa og fyrirtækja í næsta nágrenni? Verði sú raunin, hvemig ætla borgaryfirvöld að bæta úr þeim ágalla aðalskipulags Reykjavíkur sem lýst hefur verið að framan.“ Alfreð sagði við Tímann í gær að með því að aðalskipulag Reykjavík- ur væri gallað að þessu leyti hefðu hagsmunaaðilar í nágrenninu, íbúar og iðnfyrirtæki í matvælafram- leiðslu, ekki verið meðvituð um þessa fyrirhuguðu starfsemi og þess vegna ekki haft tækifæri til að gera athugasemdir eins og þeir tvímæla- laust eiga kröfu til. Það yrði því að kallast valdníðsla af hálfu borgaryfirvalda, ætluðu þau að halda byggingu stöðvarinnar til streitu á þessum stað þrátt fyrir andstöðu íbúanna og annarra hags- munaaðila. -sá/ps

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.