Tíminn - 01.02.1989, Síða 15

Tíminn - 01.02.1989, Síða 15
Miðvikudagur 1. febrúar 1989 Tíminn 15 lllllllllllllllllllillll MINNING !i!i'L -lii|!l":: '■'iliiH' l;nl|i';" ..:i!li":' ^li|i!" ■Miliil!1' .Mlllil11 !:i;;|l!!l!!!' Guðný Guðnadóttir Söluskattur frá Torfastöðum í Fljótshlíð Fædd 23. nóvember 1897 Dáin 24. janúar 1989 Þegar vetrarþokan grá þig vill fjötra inni, svífðu burt og sestu hjá sumargleði þinni. Þar var laungum lokið skjótt lífsins öllum mæðum. Manstu hvað þær flýðu fljótt fyrir hennar kvæðum? (Þorsteinn Erlingsson) Þessi ljúfu erindi úr kvæði snill- ingsins frá Hlíðarendakoti koma mér í hug, þegar heiðurskonan, Guðný Guðnadóttir, er til moldar hnigin 91 árs gömul. Myndin af henni er skýr, minningin kær. Hún bjó yfir ríkri og hlýrri gleði, var fróð um marga hluti og las mikið, einkum þjóðlegan fróðleik, sagði vel frá, en kunni líka að hlusta á aðra, var næm á hið skoplega í tilverunni, trygglynd og vinföst og höfðingi heim að sækja. En hún barst ekki mikið á. I rauninni var Guðný ein af þessum hljóðlátu hetjum hversdagslífsins, fórnaði sér fyrir aðra og var fremur veitandi en þiggjandi í samskiptum sínum við samferðafólkið. Foreldrar Guðnýjar voru þau Jó- hanna Jóhannsdóttir frá Krosshjá- leigu í Austur-Landeyjum og Guðni Kristinn Guðnason frá Torfastöð- um. Auk Guðnýjar eignuðust þau aðra dóttur, Þórönnu, fædd árið 1905. Uppeldissystur þeirra voru hins vegar tvær: Guðbjörg Eyvinds- dóttir og Kristín Guðmundsdóttir. En í janúar 1906, þegar Guðný er 8 ára gömul og Þóranna aðeins misser- isgömul fellur móðir þeirra frá á besta aldri. Nokkrum árum síðar kvæntist Guðni svo fyrrum mágkonu sinni, Önnu Jóhannsdóttur. Eignuðust þau tvo syni, Kristin, sem búsettur er í Reykjavík og Jóhann, en hann lést fyrir um það bil 20 árum. Uppeldis- bróðir þeirra er Guðni Þorgeirsson, búsettur á Selfossi. Er Guðný óx úr grasi dvaldist hún um hríð í Reykjavík og lærði sauma hjá Andrési Andréssyni. Nokkrar vertíðir var hún í Vestmannaeyjum og vann þar við eldhús- og önnur innanhússtörf. Þóranna giftist Helga Guðmunds- syni og hófu þau búskap á Efri-Þverá í Fljótshlíð, en fluttu stuttu síðar að Torfastöðum. Þau eignuðust tvær dætur, Hönnu og Guðnýju. En þeg- ar þær eru aðeins þriggja og eins árs gamlar fellur móðir þeirra frá í blóma lífsins. Við þessi hörmulegu tíðindi verða kaflaskipti í lífi Guð- nýjar Guðnadóttur. Hún ákveður að ganga hinum ungu systurdætrum sfnum í móðurstað. Frá þeirri stundu hafa leiðir þeirra ekki skilið þar til nú, að frænka þeirra kveður um sinn. Helgi Guðmundsson reisti ný- býlið Höfða í landi Torfastaða. Þar bjó fjölskyldan til ársins 1946, en flyst þá til Reykjavíkur og bjuggu fyrstu árin á Bragagötu 22a. Helgi kvæntist nokkrum árum síðar Sigur- björgu Lúðvíksdóttur, sem býr í Reykjavík. Helgi lést fyrir um það bil tveimur árum. Orð lýsa sjaldan til fulls því sem í brjósti mannsbýr. Viðfráfall þessar- ar góðu vinkonu minnar hverfur hugurinn rúmlega 42 ár aftur í tímann. Haustið 1946 settist ég í Kennaraskóla íslands, en var þá eins og stundum áður vegalítill, vantaði sárlega húsnæði. Það var ekki auð- velt fremur en oft endranær að fá inni í höfuðborginni á þessum tíma. Góðvinur minn og skólabróðir frá Laugarvatni, Albert Jóhannsson kennari í Skógaskóla, var einnig að hefja kennaranám. Hann var búinn að útvega sér fæði og húsnæði „hjá góðu fólki, sem nýlega er flutt austan frá Torfastöðum í Fljótshlíð", en Albert er ættaður frá Teigi í sömu sveit. í fyrrnefndum vanda mínum . brá nú Albert á það ráð að leita eftir því við þetta fólk, að ég fengi að deila með honum herberginu og helst að fá fæði líka eins og hann. Að sjálfsögðu gat ég vart búist við þvt, að þetta fólk færi að taka bláókunn- ugan strák austan af landi nánast inn á gafl hjá sér. En ótti minn reyndist ástæðulaus. Guðný sagði mér löngu ■ síðar á sinn hægláta hátt, að Albert hefði sótt málið nokkuð fast og sagt að lokum: „Ef þið þorið að hafa mig, þá er ykkur alveg óhætt að taka piltinn.“ Er nú ekki að orðlengja það, að hjá þessu fólki dvaldi ég í tvo yndislega vetur. Guðný reyndist mér nánast eins og góð móðir og húsbóndinn hæglátur öðlingsmaður. Heimilislífið var glaðvært og óþving- að, gestrisni í öndvegi og kynslóðabil óþekkt fyrirbrigði. Eins og áður segir hafði Guðný yndi af góðum bókum. Var oft gaman að ræða við hana um liðna tíð, um menn og málefni. Ferðalaga naut hún í ríkum mæli og hafði oft orð á því, hversu gaman væri að koma á þá staði og kynnast því landi, sem gjarnan hafði verið lesið um á bók eða í tímariti. Guðný átti við nokkra vanheilsu að stríða hin síðari ár, enda aldurinn orðinn hár. En andlegri reisn hélt hún til hins síðasta. Að leiðarlokum færi ég þessari vinkonu minni hugheilar þakkir fyrir trygglyndi hennar og vinsemd aila í gegnum tíðina. Við Anna, börn og barnabörn þökkum Ijúfa kynningu liðinna ára, ræktarsemi og vinsemd alla. Systrunum heima í Byggðar- enda sendum við okkar hlýjustu samúðarkveðjur sem og öðrum vin- um og vandamönnum Guðnýjar Guðnadóttur. Blessuð sé minning hennar alla tíð. Guðmundur Magnússon BÆKUR ALMANAKIÐ Almanak Hlns íslenska þjóðvlnafélags 1989. Árbók Islands 1987.115. árgangur. Umsjón- armaður: Jóhannes Halldórsson. Bókaút- gáfa Mennlngarsjóðs og Þjóðvlnafélagslns 1988. Almanak um árið 1989, sem er fyrsta ár eftir hlaupár og fimmta ár eftir sumarauka. Reiknað hefur og búið til prentunar Þorsteinn Sæm- undsson - Árbók íslands 1987. Heimir Þorleifsson tók saman. í þörfu riti eftir Þorstein Sæmundsson (Rímfræði - Stjörnufræði - Alfræði menningarsjóðs) er orðið almanak þannig útlistað: rit með dagatali og ýmsum öðrum upplýsingum, svo sem um göngur himinhnatta, sjávar- föll o.fl. Skýring nafnsins er óviss... Elsta íslenska almanakið er „Cal- endarium - íslenzkt rím“, prentað á Hólum 1597“. Síðan 1837 hafa kom- ið út almanök á íslandi og Þjóðvina- félagsalmanakið s.l. 115 ár. Að öðrum ritum ólöstuðum er þetta rit hið vandaðasta, gagnlegasta og merkasta, sem út hefur komið á hverju ári í rúmlega öld. Inntak ritsins er tíminn, gangverk tímans, himingeimurinn með stjörnum, sól og tungli. Þótt þetta verk sé lofað, er það ekki oflof, því að hér er um að ræða trúnað við og nákvæma útlistun á gangi himintungla, sem ráða öllu náttúrufari hér á jörð. Stjörnufræði er meðal elstu fræði- greina, sem stundaðar hafa verið hér á landi og annars staðar. Stjörnu- Oddi, Þorsteinn surtur, Guðbrandur Þorsteinn Sæmundsson. Þorláksson, biskup, Páll Björnsson í Selárdal og Björn Gunnlaugsson eru kunnastir þeirra manna hér á landi, sem athugað hafa gang himintungla, hnattstöðu landsins og fleira, sem að þessum fræðum lýtur. „Rím, kerfis- bundnar tímatalsreglur, eða alman- ak sniðið eftir þeim“ (Þ.S.) Fingra- rím var iðkað hér á landi áður en prentuð almanök komu til. Leið- beiningar um fingrarím voru prent- aðar hér og gengu einnig manna á milli í handritum. Auk dagatalsins og skráa um flóð og fjöru, er hér að finna margvísleg- ar upplýsingar varðandi gang himin- tungla. Taldir eru upp hnettir him- ingeimsins, staðsetning stjarna á hverjum tíma, myrkvar ofl. ofl. Einnig eru ýmiskonar upplýsingar um veturathuganastöðvar, vindstig og vindhraða, mælieiningar (lengd, flatarmál, rúmmál, massi, hiti og tími). Rómverskar tölur, stærð- fræðiatriði, skrá yfir ríki heimsins, tímaskipting jarðarinnar og gríska stafrófið. Hér eru margvíslegustu upplýsingar, sem eru öllum á ein- hvern hátt þarflegar og nauðsynleg- ar. Annar hluti ritsins er Árbók ís- lands 1987. Þetta er ársannáll uni helstu viðburði og ástand lands og þjóðar, yfirlit um atvinnuvegi, íbúa- fjölda, mannalát, stjórnmál, vísitölu og vinnumarkað. Lokakafli árbókar- innar er „ýmislegt“ og kennir þar margra grasa. Þar má finna upplýs- ingar um efni, sem ekki verður flokkað undir annað efni, fréttir um viðbrögð, framkvæmdir og margt, sem vakti mikla athygli sem fréttir á sínum tíma, svo sem um þá kú sem synti sér til lífs og um stóðhest sem smyglað var úr landi. Þessi kafli „Ýmislegt“ er skemmtilegasti kafli annálsins. Þetta rit, Almanakið, er eins og áður segir bráðnauðsynlegt öllum landsmönnum og er vonandi til á hverju heimili. Siglaugur Brynleifsson Viöurlög falla á söluskatt fyrir desembermánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 2. febrúar ’89. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar. Fjármálaráðuneytið. Til sölu heyhleðsluvagn Kemper Normal G. og Oleo-Mac heyskeri. Upplýsingar í síma 98-78999. Hraðakstur er orsök margra slysa. Miðum hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand vega, færð og veður. Tökum aldrei áhættu! míumferðar Uráð Tilsölu o MAZDA 626 GLX 4ra dyra Sjálfskiptur, árg. ’85, rafmagn í rúðum, vökvastýri/veltistýri, centrallæsingar, ný snjódekk, dráttarkúla. Ekinn 55 þús., í toppstandi. Aðeins bein sala eða skuldabréf. Upplýsingar í síma 685582.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.