Tíminn - 01.02.1989, Page 20

Tíminn - 01.02.1989, Page 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 ríkissRip NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu. S 28822 © VERBBREFAVtBSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 PÓSTFAX TÍMANS 687691 NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR - — Auknar líkur á að Borgaraflokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina. Júlíus Sólnes segir það mikinn ábyrgðarhluta að reyna ekki til þrautar að mynda nýja stjórn: Borgarar með boltann Líkur á stjórnarþátttöku Borgaraflokksins viröast nú fara vaxandi og eru menn innan ríkisstjórnarinnar og flokksins mun bjartsýnni en áöur á að samkomulag takist. Þá er að sögn forsætisráðherra eining ríkjandi innan stjórnarinnar um þann grundvöll að samkomulagi er lagður hefur verið fyrir Borgaraflokkinn. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir að málin hafi skýrst mjög mikið á fundum með forsvarsmönnum Borgara- flokksins að undanförnu. „Eg tel ekki mikið standa í vegi fyrir innkomu Borgaraflokksins í ríkisstjórnina," sagði Steingrím- ur í samtali við Tímann í gærkvöld. Hann bætti við að eftir ýtarlegar viðræður undanfarið væru línur það skýrar að nú lægi ekki annað fyrir en að taka ákvörðun á annan hvorn veginn. Forsætisráðherra kvaðst vona að úrslit í þessu réðust fyrir helgina. Það virðist því velta á því hvort samkomulag næst á meðal manna innan Borgaraflokksins hvort af stjórnarþátttöku flokksins verður. Að sögn Benedikts Boga- sonar varaformanns Borgara- flokksins er hann bjartsýnni en áður á að samkomulag takist. Hann segir borgaraflokksmenn hafa lagt ýmsar tillögur fyrir ríkis- stjórnina. „Þettagetur allt fléttast saman, ég er ekki svartsýnn, ég er hóflega bjartsýnn, en bjart- sýnn samt,“ sagði Benedikt. Hann bætti því við að framkvæma þyrfti aðgerðir til stuðnings at- vinnuvegunum og niðurstaðan af þeim aðgerðum yrði óhjákvæmi- lega gengisfelling. Hversu mikil hún yrði réðist af árangri í pen- ingaaðgerðum. Júlíus Sólnes formaður Borg- araflokksins sagði það sem sitt álit „að flokknum bæri hreinlega skylda til að reyna að ná sam- komulagi við stjórnina, vegna ástandsins í atvinnulífinu". Það væri hreinn ábyrgðarhluti ef gengið yrði til kosninga nú, með tilheyrandi upplausn. Hann sagði einnig að allur þingflokkur Borg- araflokksins, að undaskildum Al- bert Guðmundssyni sem lýst hef- ur sig andvígan stjórnarþátttöku, væri samstíga í þessum viðræð- um. Tímin til að semja er að verða mjög naumur og úrslit verða að liggja fyrir áður en þing kemur saman. Að sögn Júlíusar mun það skýrast á næstu þremur dög- um hvort borgararnir nái sam- komulagi við stjórnina eða ekki. Á laugardaginn næst komandi verður haldinn flokksráðsfundur Borgaraflokksins og mun þar leit- ast við að fá fram afstöðu áhrifa- manna innan flokksins til stjórn- arþátttöku. Þá verða allir óvissu- þættir að liggja fyrir, en þing kemur saman aftur á mánudag og þá verður að vera Ijóst hvort að Borgaraflokkurinn er í-stjóm eða stjórnarandstöðu. - ág ríkisins sem stjórnvöld væru ekki tilbúin til að veita, a.m.k. á þessu stigi. Kristinn Sigtryggsson forstjóri Arnarflugs sagði að viðræður við KLM miðuðu í rétta átt en sagðist ekki geta sagt hversu langan tíma enn gæti tekið að fá niðurstöðu. -sá Göngin ná nú 600 metra inn í Múlann. Tfmamynd: OÞ Vonskuveður suður af Reykjanesi: Togari fékk ' sig brotsjó Um hálf áttaleytið í gærmorgun fékk togarinn Sveinn Jónsson KE 9 úr Sandgerði á sig brotsjó um sjö mílur suður af Reykjanesi. Að sögn starfsmanns Tilkynn- ingaskyldunnar var vonskuvcður er óhappið varð. Við brotsjóinn brotnuðu tvær rúður í brúnni og töluverður sjór komst inn og eyði- lagði siglingatæki. Á tímabili vofði töluverð hætta yfir skipverjum þar sem togarann rak að landi og næsta skip, Sigurey frá Patreksfirði, var í það mikilli fjarlægð að ekki var útlit fyrir að það kæmist í tæka tið á staðinn til að veita aðstoð. Það náðist þó að lokum og tókst að koma stýrisvélinni í lag og stýra frá landi. Sveinn Jónsson kom svo til Njarðvíkurhafnar um hádegisbilið. Skip frá Landhelgisgæslunni var statt utan við Gróttu og hélt í átt að slysstaðnum en sneri til baka þegar skipverjar afþökkuðu aðstoð er þeim hafði tekist að gera við stýrisvélina. SSH 1/5 að baki Gerð jarðganganna gegnum Ólafsfjarðarmúlann sem hófst 10. október síðastliðinn miðar áfram samkvæmt áætlun. í dag er búið að vinna 600 metra en heildar- lengd ganganna verður 3130 metrar. Ráðgert er að gerð þeirra ljúki í upphafi árs 1991. Hreinn Haraldsson hjá Vega- gerðinni sagði í viðtali við Tím- ann að ekkert óvænt hefði komið uppá ennþá og aðstæður væru allar í samræmi við það sem búist var við út frá þeim forrannsókn- um sem gerðar voru. Aðspurður sagði Hreinn að jarðfræðingur á vegum Vega- gerðarinnar ynni að því að skrá aðstæður og það berg sem kemur úr múlanum. Jarðfræðilega séð hafi ekkert sérstaklega merkilegt komið fram og væri einungis um að ræða dæmigerð íslensk blá- grýtislög. „Að vísu verður óviss- an meiri eftir því sem lengra kemur inn í fjallið," sagði Hreinn að lokum. SSH Málefni Arnarflugs til umræðu í ríkis- stjórninni í gær. Steingrímur J. Sigfússon: Flugfélagið féll á tíma Arnarflugsmálið var rætt á ríkis- stjórnarfundi í gær og lagði sam- gönguráðherra það fyrir samráð- herra sína. En er sá „stutti frestur" er samgönguráðherra gaf félaginu fyrir nokkru útrunninn? „Ég kynnti stöðuna í málinu á fundinum og þann hátt sem ég hef haft á við vinnslu þess nú um nokkurt sinn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra við Tímann. Hann sagðist telja að nú yrði að taka næsta skref í málinu, en það yrði væntanlega að hann sjálfur æskti þess við forráðamenn Flug- leiða að þeir kæmu inn í málið. - En er þá tími Arnarflugsmanna útrunninn? „Ég er ekki að segja að verið sé að loka neinum dyrum á þá, en eins og málin standa vil ég ekki draga það lengur að viðræður hefjist við Flug- leiðir. Málið mun að vísu koma aftur fyrir ríkisstjómarfund á fimmtudag- inn því ætlunin er að athuga einstök atriði nánar. Ég reikna því með að eftir fund ríkisstjórnarinnar á fimmtudaginn verði viðræður við Flugleiðir hafnar,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagðist ekki vilja koma í veg fyrir lausnir sem Arnar- flugsmenn fyndu sjálfir á vanda félagsins en óyggjandi upplýsingar um slíkt yrðu að liggja fyrir en það væri ekki raunin. Það sem hingað til hefði komið frá þeim væri ekki nóg til að ná endum saman nema með verulegri aðstoð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.