Tíminn - 01.02.1989, Qupperneq 3

Tíminn - 01.02.1989, Qupperneq 3
J Miðvikudagur 1. febrúar 1989 Tíminn 3 Valur Arnþórsson lét af störfum kaupfélagsstjóra KEA í gær: Bíræfnir innbrotsþjófar stálu þremur byssum úr veiðarfæraverslun á Akranesi: Héldu skotæf ingu á innbrotsstaðnum Valur í bankann Valur Arnþórsson tekur form- lega við embætti bankastjóra Landsbankans í dag. Hann hefur nú látið af störfum sem kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, auk þess sem hann hefur sagt sig úr stjórnum allra þeirra fyrir- tækja sem hann hefur átt sæti í. „Ég læt af starfi kaupfélags- stjóra í dag og hætti í stjórnum allra þeirra fyrirtækja sem ég hef verið í stjórn fyrir, hvaða nafni sem þau nefnast og hvort sem þau eru sunnan heiða, eða norðan," sagði Valur í samtali við Tímann í gær. Fyrsti vara- maður Vals í stjórn Sambandsins er Helga Vilborg Pétursdóttir frá Reynihlíð og mun hún koma inn í stjórnina sem aðalmaður nú eftir að Valur tekur til starfa í Landsbankanum. Ólafur Sverris- son mun taka við formennsku í stjórn SÍS í dag, en hann er varamaður Vals. Aðspurður sagði Valur Arn- þórsson að sér litist vel á að hefja störf hjá Landsbankanum og kvaðst vona að þar ætti hann mikil verkefnifyrirhöndum. -ág Brotist var inn í Veiðar- færaverslun Axels Svein- björnssonar hf. að Hafnar- braut á Akranesi í fyrrinótt og stolið þaðan tveimur haglabyssum og einum riffli. Innbrotsþjófarnir virðast hafa gefíð sér góðan tíma til að athafna sig og ekki óttast að þeir yrðu staðnir að verki, því þeir tóku skotæfíngu í bakhúsi verslunarinnar, þar sem þeir skutu með byssun- um á loftljós og ölflöskur. Skothylki lágu eins og hráviði um allt bakhúsið og hafði verið skotið af bæði hagla- byssu og riffíi. Töluvert magn af skotfærum höfðu þjófarnir einnig á brott með sér. Ljóst er að innbrotsmennirnir hafa farið inn um gat á bakvegg er þeir rifu. Þaðan lá leið þeirra inn í verslunina og gengu þar, að því er virðist, að vel földum byssunum. Að sögn verslunarstjóra, Guðjóns Finn- bogasonar, voru byssurnar geymdar uppi á hillu og breitt yfir þær. Það hefði því átt að vera erfitt fyrir ókunnuga að komast að þeim án nokkurrar leitar. Starfsmaður verslunarinnar upp- götvaði innbrotið þegar hann kom Stjóm Félags ungra framsóknarmanna. Ungir framsóknarmenn senda frá sér sjórnmálaályktun: Styðja hugmyndir forsætisráðherra Stjórn Félags ungra framsóknar- manna sendi frá sér stjónmálaálykt- un um helgina sem er í megin atriðum samhljóða þeim efnahagstil- lögum er Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur lagt fram. Þar er m.a. lagt til að vaxtamunur verði ákveðinn í lögum og raunvextir verði lækkaðir með valdboði, hug- myndum um úreldingarsjóð sjávar- útvegsins verði hrint í framkvæmd, Útvegsbankinn verði lagður niður og að gengi íslensku krónunnar verði skráð jrannig að viðskiptajöfn- uður batni og útflutningsatvinnuveg- unum verði tryggð viðunandi rekstr- arafkoma. Á fundinum voru kynntar áætlanir um félagsmálaskóla SUF og kjör- dæmissambanda Framsóknarflokks- ins og rætt um fyrirhugaða ráðstefnu um umhverfismál. þar sem þýska umhverfisverndarkonan Petra Kelly yrði sérstakur gestur. Þá voru gerð drög að verkefnaáætlun sambands- ins til vors. í stjórnmálaályktun er fundurinn sendi frá .sér eru teknir út átta áherslupupktar sem Samband ungra framsóknarmanna leggur höfuð áhersu á að farið verði eftir í kom- andi efnahagsaðgerðum. Að gengi krónunnar verði þannig skráð að viðskiptajöfnuðurinn batni og tryggi útflutningsatvinnuvegunum viðun- andi rekstrarskilyrði. Vaxtamunur verði ákveðinn með lögum og bankakerfið í landinu með því þvingað til hagræðingar og að raun- vextir verði lækkaðir með handafli. Útvegsbanki íslands hf. verði lagður niður. Hlutafjársjóður verði stofn- aður til stuðnings sjávarútvegsfyrir- tækjum. Hugmyndum sjávarútvegs- ráðherra um úreldingarsjóð verði hrint í framkvæmd. Framkvæmd vörugjaldsins verði endurskoðuð svo það vinni ekki gegn hagsmunum innlends iðnaðar. Samkeppnisiðn- aðinum verði tryggð bankaviðskipti á sömu kjörum og sjávarútveginum. Þá er að lokum vikið að sparnaði innan heilbrigðiskerfisins og krafist þar sameiningar og skipulagsbreyt- inga, t.d. með sameiningu Borgar- spítala, Landakots og Landspítala. -ág Innbrotsþjófarnir höfðu á brott með sér þrjár byssur. Við tókum mynd af eins byssum í gær. Neðst er Remington Express, CBC riffillinn er ■ miðjunni og Mosberg haglabyssa efst. Timamynd Árni Bjarna til vinnu sinnar í gærmorgun klukkan átta. „Hvað hefði gerst ef við hefðum komið að þeim?“ spurði Guðjón verslunarstjóri þegar Tíminn ræddi við hann í gær. Hann svaraði sjálfum sér með annarri spurningu að vörmu spori. „Getur maður ekki hreinlega átt von á skoti beint á sig? Ég var að velUi þessu fyrir mér þegar ég var kominn til vinnu og búinn að átta mig á staðreyndum. Þarna hafa greinilega verið á ferðinni menn sem ekki eru alls kostar heilir á geðsmun- um,“ sagði Guðjón. Fátt virðist vera um vegsummerki á vettvangi, þrátt fyrir að blautt hafi verið úti og búast hefði mátt við fótsporum eða öðru því er hjálpað gæti til við leitina að byssuþjófunum. Skemmdir á húsnæði voru ekki miklar utan þess sem áður er lýst. Greinilegt var að fiktað hafði verið við peningaskáp en þar voru gerðar árangurslausar tilraunir. Rannsóknarlögregla vinnur að rannsókn málsins. í samtali Tímans við Viðar Stefánsson rannsóknarlög- reglumann á Akranesi kom fram að allar upplýsingar um málið eru vel þegnar. Viðar biður þá sem kynnu að hafa orðið varir við eitthvað grunsamlegt í fyrrinótt að hafa sam- band í síma 93-11430. - ES Hafrannsóknastofnun leggurtil að loðnukvóti íslendinga verði aukinn úr tæpum 800 þúsund tonnum í 922 þúsund tonn: TEKST AD VEIDA ALLAN KVÓTANN? Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að loðnukvóti Islendinga verði aukinn um 127 þúsund tonn til viðbótar þeim 794 þúsund tonnum er heimilt var að veiða fyrir. Að sögn Jóns Reynis Magn- ússonar hjá Sfldarverk- smiðjum ríkisins mega menn hafa sig alla við ef takast á að veiða þetta magn á yfírstandandi vertíð. Nú er búið að veiða um 480 þúsund tonn af loðnu og með þeirri viðbót sem lagt er til að heimiluð verði, nemur heildarkvótinn tæp- lega 922 þúsund tonnum. Á vertíð- inni í fyrra var kvótinn um 950 þúsund tonn. Lítið hefur veiðst af loðnunni í þessum mánuði vegna slæmra veðurskilyrða, en stofninn er nú að færa sig suð-austur með landinu, og veiðist nú mest í kring- um Hvalbakssvæðið. Jón Reynir sagði að þessi viðbót kæmi aðallega' bræðslunum fyrir austan land til góða en þó væru alltaf einhver skip er lönduðu annars staðar. Tillagan um aukningu loðnu- kvótans byggist á niðurstöðum fengnum úr leiðangri hafrann- sóknaskipsins Bjarna Sæmunds- sonar, en þar var lagt til að kvótinn yrði aukinn um 150 þúsund tonn. Þar af eiga Norðmenn rétt á 15% , | í hlut íslendinga koma 127 þúsund Mestallur flotínn lá í höfn í gær vegna vonsku veðurs, jafnt smábátar sem loðnubátar og enn stærri skip, eins og þessi mynd úr Reykjavíkurhöfn sýnir. Tímamynd: Árni Bjarna tonn sem þýðir 'um 800 milljóna króna meiri útflutningsverðmæti. Verðið á loðnutonninu upp úr skipi er að jafnaði um og yfir 3.500 kr. tonnið, en verð á hverju tonni af loðnumjöli er í kringum 660 dollarar og á loðnulýsi um það bil 300 dollarar tonnið. Afkoma Síldarverksmiðja ríkis- ins á síðast liðnu ári var í heildina tekið slæm, að sögn Jóns Reynis, en hann kvaðst ekki enn hafa farið út í sundurgreiningu á afkomu hverrar bræðslu fyrir sig. - ág

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.