Tíminn - 01.02.1989, Page 8

Tíminn - 01.02.1989, Page 8
8 Tíminn Miðvikudagur 1. febrúar 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fróttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Afkoma Islendinga Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur birt niðurstöðu könnunar sinnar á tekjuöflun og ráð- stöfunarfé íslenskra fjölskyldna og einstaklinga eins og þau mál stóðu í nóvember síðastliðnum. Nú skal það viðurkennt að oft er meiri vandi að skýra niðurstöður svona kannana en efna til þeirra. Það er líklega minnstur vandinn. Gagnsemi allra svona kannana felst í því, hvort hægt sé að byggja á þeim einhverjar rökstuddar meiningar um þá félagslegu þætti, sem kannaðir eru. Því miður hefur ekki verið fundin upp nein einhlít túlkunar- aðferð í þessu sambandi. Vert er að benda á að þessi könnun beinir sjónum að raunverulegum tekjum og ráðstöfunarfé fjölskyldna allt eins og að tíunda eftir reikningslík- um hver fjárráð íslenskra heimila eru, ef kauptaxt- ar einir eru lagðir til grundvallar og naumast gert ráð fyrir nema einni fyrirvinnu á heimilinu. Það er meginkostur við þessa könnun Félagsvísindastofn- unar að hún viðurkennir þá þjóðfélagsbreytingu, sem orðin er, að fyrirvinnuhugtakið hefur ekki sömu merkingu og var. Sífellt sækir meira í það horf að hjón séu bæði „útivinnandi“, afli peninga- tekna fyrir fjölskyldu og heimili. Þessi könnun minnir einnig á þá staðreynd að atvinnumöguleikar á íslandi eru margvíslegir. íslenskt atvinnulíf í heild sinni er ekki eins einhæft og stundum er látið af. Þessi könnun ber það með sér að íslenskt þjóðfélag sker sig ekki úr nútíma- iðnaðarsamfélögum svo að neinu nemi. Starfsstétt- ir og önnur félagsleg samsetning er með líkum hætti sem gerist í velmegunarlöndum allt í kringum ísland. Hins vegar leiðir könnunin hugann að ýmsu sem segja má að sé ólíkt því sem er í öðrum velsældar- löndum. Könnunin leiðir m.a. í ljós að atvinnuleysi og skortur á störfum er ekki viðlíka það vandamál á íslandi sem það er í flestum Evrópulöndum, Bandaríkjunum og Kanada, þar sem atvinnuleysi er viðvarandi og allt að því viðurkennt sem óhjákvæmilegt ástand. í þá gröf eru íslendingar ekki enn sokknir, hvað sem síðar verður. Pá kemur það í ljós, sem ekki er á neinn hátt nýr sannleikur, að íslendingar vinna langan vinnudag. Það er á þann hátt sem íslenskir launþegar, heimili og fjölskyldur, ná því marki að hafa úr góðum ráðstöfunartekjum að spila, svo að meðaltekjur á íslandi eru með þeim hæstu sem sjást í statistík heimsins. Þessi endurtekna vísbending um að íslendingar vinni langan vinnudag er vissulega áminning um að ástæða sé til þess að grafast fyrir um raunverulegar orsakir slíkra vinnuhátta og verkstjórnarskipulags, hvort hér sé einvörðungu um að kenna mann- vonsku og skipulagsheimsku atvinnurekendavalds- ins, eða hvort yfirvinnufyrirkomulagið er einhvers konar borg á bjargi traust í hugum launþega og forystumanna þeirra. Svo undarlegt sem það er, þá sýnist hneykslunin yfir löngum vinnutíma vera sælla í munni margra en hugsunin um það hvernig úr megi bæta. GARRI Börn sótt erlendis Enskan sækir orðið víða á ís- lenskuna, og nú er áhrifa hennar meira að segja farið að gæla inni í sjálfum Stjórnartíðindum. Garra brá í fyrradag þegar hann fékk nýjan tvíblöðung úr þeim í hendur. Þar var birt reglugerð frá einu ráðuneytanna um breytingu á ann- arri eldri um fæðingarorlof. Þar eru meðal annars sett inn ákvæði varðandi börn sem kjörforeldrar ættleiða frá útlöndum og heimilað að hefja greiðslu vegna þeirra á fæðingarstyrk og fæðingardagpen- ingum þegar tilteknum skilyrðum hefur verið fullnægt. En báðir málsliðirnir, sem hér er bætt við reglugerðina, hefjast á sama hátt, þ.e. með þessum orðum: „Ef barn, sem ættleiða á, ersótt erlendis, er heimilt að helja greiðslu... “. Orðið „erlendis" er vissulega góð og gild íslcnska. En hér hefur útgefendum Stjórnartíðinda orðið á í messunni. A það hcfur margoft verið bent að mönnum hættir í seinni tíð talsvert til að rangnota þetta orð fyrir áhrif frá ensku. Og það hefur gerst hér. Aðeins um dvöl Keglan í íslensku er sú að orðið „erlendis" sé einungis notað um dvöl í útlendu landi. Þannig er rétt íslenska að tala um að dvelja, búa eða vera staddur erlendis. Aftur á móti vill svo til að sambærilegt orð í ensku er „abroad" og það hefur víðari merkingu. Það getur bæði táknað dvöl og ferðalag, með öðrum orð- um er bæði hægt að tala um í ensku „to be abroad" og „to go abroad“. Þess vegna er það að á síðustu misserum hefur enskan sótt inn á svið íslenskunnar með þetta litla orð, og íslendingar eru býsna margir farnir að tala um að „fara erlendis“. Þetta er aðeins lítið dæmi um svið þar sem menn verða að vera á verði, sé þeim á annað borð ein- hver alvara með að standa vörð um móðurmálið og vernda það fyrir erlendum áhrifum. Það eru nefni- lega ekki tökuorðin sem íslensk- unni stafar alltaf mest hætta af. Enska og íslenska eru gjörólík mál að merkingarlegri og málfræðilegri uppbyggingu. Þess vegna felst mesta hættan í því að menn taki enskar merkingar eða enska orða- röð og yfirfæri beint yfir í íslensku. IVlálvöndunarmcnn hafa margoft bent á þessa villu varðandi notkun órðsins „erlendis", svo að ætla mætti að flestir væru farnir að gæta sín á orðalaginu „að fara erlendis". En þcgar farið er að tala um „að sækja böm erlendis" þá er skörin eiginlega farin að færast upp í bekkinn. Þá bregður mönnum illi- lega í brún. Hér á vitaskuld að tala um „að sækja börn til útlanda" eða eitthvað í þeim dúr. Ráðuneytin hafa stundum verið sökuð um að senda frá sér eitthvert óskiljanlegt hrognamál sem löng- um hefur vcrið kennt við stofnanir og kaUað stofnanamál. En til undantekninga hefur þó heyrt að beinar málvillur á borð við þessa sæjust í plöggum frá þeim. Það skyldi þó ekki vera að þörf væri orðin á að stofna til embættis málfarsráðunautar í Stjómarráð- inu? Hætturnar leynast víða En orðið „erlendis" er síður en svo eina dæmið um óbein áhrif á íslensku frá ensku. Hætturnar leynast víðar. TU dæmis hefur Garri nú undanfarið stöðugt oftar verið að heyra orðalagið „á þessu vori, á þessu sumri, á þessu hausti og á þessum vetri“ (this spring, this summer, this autumn, this winter) í staðinn fyrir íslenskuna „í vor, í sumar, í haust og í vetur". Að ekki sé talað um hitt þegar þulirnir á nýju útvarpsstöðvunum tönnlast á því sýknt og heilagt að citthvað hafi átt sér stað „síðasta sunnudag“ (iast Sunday) í staðinn fyrir „á sunnudaginn var". Og að því þá ógleymdu þegar þeir tyggja það á sama hátt upp hvað eftir annað að eitthvert poppgoðið muni koma fram „næsta laugardag" (next Saturday) í staðinn fyrir að tala íslensku og segja að þetta muni gerast „á laugardaginn" eða „á iaugardaginn kemur". Staða okkar íslendinga í þjóða- hafinu er slík að við verðum að læra erlend tungumál. Þar á meðal verðum við að læra ensku, og nú orðið er víst flestum orðið það töluvert mikið hagsmunamál að geta talað hana að mestu skamm- laust. En það innifelur þó ekki að við cigum að fara að tala hana heima hjá okkur dags daglega, hvað þá að við eigum að nota hana til að skekkja og bjaga okkar eigið móð- urmál. Þessu er þveröfugt farið. Menn eiga að nota enskukunnátt- una til að tala ensku, og þó fyrst og fremst til að gæta þcss að afbaka ekki íslcnskuna sína. Það er ekkert annað en kálfaháttur og vottur um lélega enskukunnáttu ef menn blanda henni saman við móðurmál- ið. Það er lóðið. Garri. VÍTT OG BREITT llllllllllllllli Gróðalind gjaldþrotanna Ætli maður að verða ríkur er fyrsta skrefið að kaupa eða stofna fyrirtæki og setja sig á forstjóra- laun. Aðrir í familíunni eru skrif- aðir fyrir hlutafénu og heimilisvin- ur gerður að stjórnarformanni. Svo er farið að selja vöru eða þjónustu eða kannski að framleiða eitthvað og vel smurt á. Bankar og sjóðir í vörslu þeirra eru látnir fjármagna fyrirtækið og heitir það að styrkja atvinnulífið og eru bankastjórar rígmontnir af því hlutverki sínu. Forstjórinn, framkvæmdastjór- inn og markaðsstjórinn eru á mjög góðum laununt og rekstrarráð- gjöfunum og endurskoðandanum eru greiddar drjúgar fúlgur fyrir ómetanlegt framlag þeirra til rekst- urs fyrirtækisins. Ef ekki tekst að selja vörurnar, þjónustuna eða framleiðsluna á hæsta verði á met- tíma, eða kannski að aldrei hefur verið nein þörf fyrir fyrirtækið og enginn markaður fyrir hendi sem réttlætt geti reksturinn, er bara meira slegið í bankanum, eða hann látinn útvega erlend lán til að standa undir risnunni, sem eru bílar, ferðalög á sýningar og svo- leiðis í útlöndum, laxveiði, sem sjálfsagt er að taka bankastjórana með í, og fleira í þessum dúr. Það er um að gera að slaka hvergi á klónni í eyðslu og sýndar- mennsku fyrr en allt er komið á hvínandi hausinn. Þá kennir maður fjármagnskostnaði og stjórnvöld- um um og lýsir fyrirtækið gjald- þrota, og stofnar annað undir öðru nafni en það er rekið á sama stað og af sömu aðilum og hið fyrra. Rán Og þá er gróðabrallið rétt að byrja, því galdurinn er að borga helst engum neitt eða sem minnst af skuldunum sem safnað hefur verið ótæpt. Bankar og sjóðir taka skell og gera sem minnst úr, því aðrir viðskiptavinir eru aðeins rukkaðir um aðeins hærri vexti eða annan kostnað. Aðrir skuldunautar verða að láta sér nægja það sem að þeim- er rétt eftir dúk og disk. En það er ríkissjóður sem látinn er leika höfuðfíflið eins og fyrri daginn. Allar skattaskuldir eru strikaðar út og öllum innheimtum söluskatti er stolið. Það kom fram í Tímanum í gær, að á milli 200 og 300 fyrirtæki hafi skipt um nafn á síðasta ári og að 3 til 4 milljarðar króna hafi verið sviknir undan söluskattsskii- um með þeim hætti. Ráðþrot Ríkið stendur ráðþrota gagnvart svona athæfi og verður að láta sér lynda að horfa á hvemig milljörð- um er stolið frá því við nefið á skattheimtumönnum, sem annars eru með nefið niðri í hvers manns koppi. En þrotamenn eiga kröfur á að ríkið skuldi þeim enn meir. Ríkis- sjóður hefur tekið á sig þá kvöð að borga ógreidd laun gjaldþrota fyrirtækja. Hálaunamennimir með alla stjóratitlana eru launþegar og eiga ekki minna en 11 mánaða kaup inni hjá gjaldþrotinu og er landssjóðurinn skuldbundinn að standa skil á kaupinu sem þeir sem settu bisnissinn á hausinn eiga inni hjá eigin gjaldþroti. Ríkið hefur enga tryggingu fyrir vangoldnum söluskatti gjaldþrota fyrirtækja og er því hægur vandinn að stela honum undan við nafn- breytingar, eða á sama tíma og þrotamennirnir fara að taka laun sín frá ríkinu. Samtímis er verið að setja nýja fyrirtækið á stofn og tilkynna það til firmaskrár. Sumir fara sjálfsagt heiðarlega á hausinn og taka þann skell sem gjaldþrot hefur í för með sér að öllu jöfnu. Hitt er verra ef löggjafinn getur ekki gengið svo frá hnútunum að það sé ekki beinlínis gróðavegur að gera fyrirtæki gjaldþrota. Þess verður einnig að gæta að oft fara margir aðrir en yfirlýstir þrota- menn illa út úr gjaldþrotum, og þá auðvitað skuldunautar, sem oft fá lítið eða ekkert í sinn hlut þegar upp er staðið. Athugandi er hvort meingölluð lög sem lúta að gjaldþrotum og greiður vegur til að ræna söluskatti og öðmm skuldum á ekki sinn þátt í síauknum fallíttum og að ekki sé allt eins um gróðaveg að ræða eins og tap. Að minnsta kosti eru menn furðu fúsir að lýsa yfirgjaldþrotum fyrirtækja sinna og stofna ný eins og mýmörg dæmi sanna. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.