Tíminn - 01.02.1989, Side 9

Tíminn - 01.02.1989, Side 9
Miðvikudagur 1. febrúar 1989 Tíminn 9 lllllllllll vettvangur MilllllllllllWllllW ■ ii!IÍ!^:''!:ií:^:a!íi!llili;illlllll!|Mll!IIP!IÍl Guðmundur G. Þórarinsson: Efnahagsmálavangavelta Enn og aftur snýst þjóðmálaumræðan mest um efnahags- mál. Nú er staðan nokkuð sérstæð. Undanfarin ár hefur þjóðarframleiðslan verið mikil. Árið 1988 drógum við nær því 1.800.000 t af fiski úr sjó. Verð á erlendum mörkuðum voru góð, þó þau væru eitthvað lægri en 1987. Árið 1987 og 1988 voru því góð ár. Mikill útflutningur, háar þjóðartekjur. Það er því þeim mun meira íhugunarefni hvernig komið er. Viðskiptahalli áranna 1987 og 1988 nemur um 20.000 milljónum króna samanlagt. Viðskiptahallinn hefur aukið erlendar skuldir ís- lendinga á þessum tveim árum líklega um 20%. Áætlaður við- skiptahalli 1989 er 15.000 m. kr. Vaxtagreiðslur af erlendum lán- um á árinu 1989 nema sem svarar öllum brúttóútflutningi okkar til Bandaríkjanna og EFTA landanna samanlagt. En ekki bara það. Eftir góðærið eru útflutningsatvinnuvegirnir komnir í þrot. Samkeppnisiðnað- urinn er í verulegum vanda. At- vinnulíf heilla landshluta er að hrynja. Ullar- og skinnaiðnaður, ferðamannaiðnaður og tækniiðn- aður eru að missa fótfestu. Á sama tíma blómstrar fjármagnsmarkað- ur og eignatilfærsla er geigvænleg frá einstaklingum til einstaklinga, frá fyrirtækjum til fyrirtækja, frá landshlutum til landshluta. Gjaldþrot voru 1300 1988. Eigið fé sjávarútvegs rýrnaði um 13.000 m. kr. árið 1988 og verður ekkert ef eitt slíkt ár bætist við. Skyldi einhver láta hvarfla að sér að efnahagsstefnan hafi verið röng? Hvað veldur? Orsakir þessa eru margvíslegar. Mestu ræður þó gengisstefna, „frjáls“ fjármagnsmarkaður við þessar aðstæður, laun hafa verið hærri hluti þjóðarframleiðslu en áður, röng fjárfestingarstefna, verðbólga o.s.frv. Gengisstefnan hefur verið röng. Raungengi íslensku krónunnar hefur hækkað um 14-18% á tiltölu- lega stuttum tíma. Pað þýðir ekki bara verðstöðvun á útflutningsat- vinnuvegina í talsverðri verðbólgu, heldur í raun verðlækkun. Slík gengisstefna bitnar harðast á lands- byggðinni þar sem útflutningsfyrir- tæki vega þungt í atvinnulífinu, en kemur seinna fram á höfuðborgar- svæðinu þar sem þjónustugreinarn- ar eru sterkar. Fátt er landsbyggð- inni mikilvægara en rétt skráð gengi. Stjórnvöld verða að móta gengisstefnu. í sveiflukenndu at- vinnulffi íslendinga og verðbólgu gengur fastgengisstefna auðvitað ekki upp. Afleiðingarnar blasa við. Eina raunhæfa gengisstefnan hér er að skrá gengið þannig að útflutn- ingsatvinnuvegirnir hafi sæmilega stöðug starfsskilyrði. Gjaldþrot voru 1300 1988. Eigiö fé sjávarút- vegs rýrnaði um 13.000 m.kr. árið1988 og verður ekkert ef eitt slíkt ár bætist við. Skyldi einhver láta hvarfla að sér að efna- hagsstefnan hafi verið röng? Frelsið á fjármagnsmarkaðnum hefur reynst illa. Ekki vegna þess að það sé rangt út af fyrir sig. Heldur vegna þess að vaxtakerfið hefur ekki náð aðlögun vegna sí- breyttra aðstæðna. Eftirspurn hef- ur stöðugt aukist vegna hallarekst- urs ríkissjóðs, sem hefur tekið 5-6000 m. kr. lán á innlendum markaði á erfiðum tímapunktum og vegna gengisstefnunnar sem hefur aukið mjög lánsfjárþörf út- flutningsatvinnuveganna. íslenska verðtryggða krónan er nú sterkasti gjaldmiðill veraldar- innar. Frá 1980 hefur hún hækkað um 25% umfram meðaltal helstu viðskiptamynta okkar. Þetta er auðvitað rugl. Við getum ekki ákveðið styrk myntar okkar með reglugerð eða lögum,. Ekki fremur en við getum ákveðið lífskjör í landinu með lögum og látið lönd og leið hvort nokkur fiskur veiðist eða selst. Lánskjaravísitalan stenst ekki. Það er fráleitt að setja verð- stöðvun á útflutningsatvinnuveg- ina með fastgengi og gefa fjár- magnskostnaðinn frjálsan. Mér gengur illa að skilja þá menn sem telja í Iagi að festa laun og afnema samningsfrelsi, setja verðlag fast og afnema frjálsa verð- myndun en telja vextina heilaga, þá megi alls ekki binda. Auðvitað verða fjármagnseigendur að bera sinn hluta byrðanna. Ég tel raunar að Alþýðuflokkur- inn hafi ráðið mestu um efnahags- stefnu fyrri ríkisstjórnar og miklu um stefnu þessarar. Afleiðingarnar eru hrikalegar. í nauðvörn hafa menn rætt um nýjan lánasjóð til þess að bjarga því sem bjargað verður. Nýr hlutafjársjóður sem„ ráðgerður er til að auka eigið fé fyrirtækja sem nú hafa tapað því öllu og meira til verður eðli nrálsins samkvæmt í eigu banka, sjóða og ríkis. Þannig verður ríkið stærsti eigandi útflutningsfyrirtækjanna ef svo fer sem horfir. Grundvallar - breyting á íslensku atvinnulífi. Stað- an er nú orðin svo erfið að engin auðveld leið er til. Stefnubreyting Stefnubreyting verður að koma fram í íslensku efnahagslífi. Stjórnvöld ákveða leikreglurnar. Þegar verðstöðvunin rennur út í lok febrúar þarf aðlögun einhvern tíma að frjálsri verðmyndun á ný. í kjarasamningum framundan verður ríkisvaldið að freista þess að koma í veg fyrir krónutölu- hækkanir, en reyna að verja kaup- máttinn með skattalækkunum. Einhver halli á ríkissjóði er ekki eins hættulegur þegar kreppa, sam- dráttur og jafnvel atvinnuleysi er framundan. Afnema verður láns- kjaravísitölu og koma á eðlilegri samkeppni á fjármagnsmarkaði en stjórna honum ella. Gengisstefna verður að miðast við að útflutn- ingsatvinnuvegirnir hafi stöðug starfsskilyrði. Hagræðing í banka- kerfi og ríkisskerfi verður að nást. Samvirkra aðgerða er þörf. Það er ekki til neins að styrkja þessa ríkisstjórn með fleiri stjórnarflokk- um ef hún nær ekki að móta heilbrigða efnahagsstefnu. BÆKUR llllllllllllllllllllll Skúli Helgason: Saga Þorlákshafnar til loka áraskipautgerðar l-lll. Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1988 Skúli Helgason skrifar í formáls- orðum að þessu riti: „Fyrir meira en þremur tugum ára fór ég að huga að þessu efni og var það, eins og getur hér á eftir, Þórður á Tannastöðum, sem átti sinn þátt í því“. Mesti hvatamaðurinn að því að verkið væri unnið í söguform til útgáfu og gefið út var Benedikt Thorarensen. Höfundur nefnir verk sitt „frásögu- þætti“ og að „hér verður engin heildarsaga rakin“. En hér eiga við orð Páls Eggerts Ólasonar: „Engin saga verður annað en ágrip“. En þessir frásöguþættir Skúla Helgason- ar eru í meðförum hans eitt full- komnasta „ágrip" um sögu byggðar- lags sem ritað hefur verið síðustu áratugina. Hann hefur safnað mikl- um heimildum, frásögnum prentuð- um og óprentuðum og kannað skjalasöfn og staðhætti og tengt saman í sögu byggðarlagsins. Heim- ildirnar kvikna í meðförum hans og lýsa upp fortíðina í öllum sínum margbreytileika. Verkið skiptist í þrjú bindi. Fyrsta bindið er um byggð og búendur. Auk formálsorða er þáttur af Þórði hinum fróða á Tannastöðum og er sá kafli tengdur formálsorðum höfund- ar, en Þórður hvatti höfund til fræðiiðkana og var sjálfur manna best að sér um sögu Þorlákshafnar. Fyrsti kafli bindisins er: Þorlákshöfn - Lýsing jarðar og staðhátta. Þor- lákshöfn hét áður Elliðahöfn, en nafninu var breytt og skýringar helstar, að Þorlákur helgi hafi stigið þar á land eftir biskupsvígslu 1178, eða að áheit í sjávarháska á Þorlák helga hafi orðið tilefni nafnbreyting- arinnar. Skálholtsstóll átti jörðina samkvæmt skjallegum heimildum, þegar kemur fram um 1400. Það var eftir miklu að slægjast, úti fyrir voru fengsæl fiskimið og lending betri en víðast hvar annars staðar með suður- ströndinni. Auk aðstæðna til útgerð- ar fylgdu önnur hlunnindi jörðinni, Þorlákshöfn. Sigurlaugur Brynleifsson: Þorlákshöfn sem var reki og sölvatekja. Höf. birtir helstu lýsingar og jarðamöt jarðarinnar svo og örnefnaskrá og fiskimið. Frásagnir af rekanum og deilum um hann er nokkuð rakin. Þorlákskirkja í Þorlákshöfn á sér umbrotasama sögu og um síðustu aldamót prédikaði Arnarbælisklerk- ur þar í pakkhúsi. Fyrirskipun um flutning biskupsstólsins frá Skálholti og sölu stólsjarða 1785 varð til þess að jörðin var boðin upp 27. júní 1785 og var jörðin í einkaeign (sam- tals 18 eigendur) þar til Kaupfélag Árnesinga kaupir jörðina 1934. Höf- undur rekur bændatal Þorlákshafnar samkvæmt heimildum frá 17. öld og fram á daga síðasta útvegsbóndans Þorleifs Guðmundssonar og síðasti hluti bindisins fjallar um hjáleigu- bændur og húsmenn. Meðal Þorlákshafnarbænda fjallar höf. um Beintein Ingimundarson og son hans Magnús, Eyjólf Björnsson, Jón Árnason og Þorleif Guðmunds- son. Heimildir höf. eru bæði prent- aðar og óprentaðar svo og sagnir. Persónulýsingarnar verða eftir- minnilegar og fjölskrúðugar því að auk bændanna kemur fjöldi fólks við sögu. Annað bindið, veiðistöð og versi- un er útgerðarsaga Hafnarinnar og verslunarsaga og verður þetta bindi í rauninni hluti hagsögu Suðurlands- undirlendisins. Sjávarútgerð var lengst af rekin af bændum hérlendis bæði beint og óbeint. Þeir bændur eða landeigendur sem áttu sjávarjarð- ir stunduðu útræði þar sem þess var kostur og þeir bændur sem bjuggu inn til landsins fóru í verið eða sendu vinnumenn sína í verið. Ef vel aflaðist nægði hlutur vermannsins (vinnumannsins) til þess að greiða árskaup vinnumannsins (vermanns- ins). Því var mikil ásókn til bestu verstöðvanna og Þorlákshöfn taldist til þeirra. Verðhlutfall fisks og landbúnaðar- vöru hélst lítt breytt um aldir og þar sem fiskmeti var mikill hluti lífs- bjargarinnar voru allar breytingar á því verðhlutfalli vafasamar, þess- vegna var amast við fastri búsetu í verstöðvum, sem hefði þýtt breyt- ingar á fastmótuðu kerfi landaura- búskaparins og e.t.v. hefði getað hækkað fiskverð, sem gat orðið landbúnaði meira en óhagstætt. Höf. rekur bréfaskipti Valgerðar biskupsfrúr Jónsdóttur varðandi skipaútgerð og fiskihlut og af þeim má marka hversu þýðingarmikill þáttur út.vegur stólsins var fjárhags- lega. Höf. fjallar síðan um leiðir og lendingar, aðbúnað, veiðarfæri, fisk- verkun, félagsstörf í veiðistöðinni. Frásagnir af formönnum og konum sem sóttu sjó frá Þorlákshöfn og fylgja þeim kafla skýrslur um afla og skip. Ánnar hluti þessa bindis er versl- unarsaga Þorlákshafnar, tilraunir á 19. öld framan af til þess að fá Þorlákshöfn löggiltan verslunarstað og framvindu þeirra mála allt þar til Þorlákshöfn var löggilt sem verslun- arstaður 1877. í þessu bindi kemur vel fram hve þýðing Hafnarinnar var geysileg fyrir afkomu manna á Suðurlandsundirlendi og reyndar víðar, því að vermenn komu víðar að. Höfundur birtir farmskrár og aðrar skýrslur um innfluttar vörur og útfluttar og verðlag þeirra. Undirtitill þriðja bindis er: „At- burðir og örlög“. Þar segir frá sjó- slysum og hrakningum, síðan um mislitt niannlíf og umferðarmenn og einkennilegt fólk. Kaflar eru teknir úr dómabókum og síðan sögur og munnmæli. Bréfamenn, póstar og formannavísur eru síðustu kaflar bindisins. í bókarlok er register og heimildaskrá. I þessu bindi koma þjóðsögurnar og fyrirburða og persónusagan á pappírinn. Höfundur velur hér úr heimildum prentuðum og óprentuð- um og hefur tekist valið þannig, að mannlíf fyrri aldar og alda kemur vel til skila. Eins og áður segir er þetta rit, „frásagnarþættir" gagnmerk saga þeirrar verstöðvar á Suðurlandi, sem hafði mesta þýðingu fyrir afkomu íbúa byggðarlagsins þar. Og einnig er þetta hagsaga og mannlífssaga svæðisins, hluti íslandssögunnar og hann ekki lítill. „Ölfushreppur hafði frumkvæði að útgáfu þessa ritverks" stendur á titilblaði. Skúli Helgason hefur skrifað og tekið saman rit um þjóðmenningu og sagnfræði en þetta er viðamesta verk hans, alls um 1500 blaðsíður. Verkið er smekklega út gefið, pappír og band vandað og myndirnar skýrar. Útgefandinn Örlygur Hálf- dánarson á þakkir skildar fyrir að hafa komið þessu ágæta verki á framfæri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.