Tíminn - 01.02.1989, Qupperneq 6

Tíminn - 01.02.1989, Qupperneq 6
Miðvikudagur 1. febrúar 1989 6 Tíminn B-keppnin í Frakklandi: Fimm leikir sýndir beint Ríkíssjónvarpið mun sýna fimm leiki frá B-keppninni í handbolta í beinni útsendingu. Að sögn Ingólfs Hannessonar forstöðumanns íþróttadeildar Sjónvarpsins er gert ráð fyrir að kostnaður vegna útsendinganna verði á bilinu 1.5 til 2 milljónir króna. f undankeppninni keppir fsland við Kúvæt, Búlgaríu og Rúmeníu. Ingólfur sagði að ekki hefði verið kostur á að fá þá leiki, en sýnt yrði frá leikjum fslands í milliriðlinum. Þeir leikir verða 20., 21. og 23. febrúar. Ingólfur sagði líklegast að þá keppi ísland við Vestur-Þýska- land, Sviss og Noreg. Sjónvarpið hefur að auki tryggt sér beina útsendingu frá úrslitaleikn- um hvort sem ísland spilar í honum eða ekki og sennilega verður einnig möguleiki á að sýna þann leik beint sem ísland spilar, ef landsliðið nær þeim árangri að spila um þriðja eða fimmta sætið. Þess má geta að af þeim 16 liðum sem keppa í B-keppn- inni þá færast 6 efstu liðin upp í A-keppnina. Hvað varðar tímasetningu á leikj unum sagði Ingólfur að ef Island yrði í öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni, þ.e. tapaði fyrir Rúmeníu, þá lægi ljóst fyrir að leikurinn 20. febrúar yrði kl. 17:15 að íslenskum tíma. Þann 21. yrði leikurinn kl. 15:15 og þann 23. kl. 19:00. Ef ísland vinnur sinn riðil í undankeppninni þá verður fyrsti leikurinn kl. 19:15, annar leikur kl. 19:15 og þriðji leikurinn kl. 14:00. Úrslitaleikirnir eru á mjög góðum útsendingartíma. Leikirnir um þriðja og fimmta sætið eru kl. 13:00 og 15:00 laugardaginn 25. febrúar, þannig að útsending frá ensku knatt- spyrnunni fellur niður þann daginn. Úrslitaleikurinn er á sunnudeginum kl. 13:15. Ingólfur sagði að gert væri ráð fyrir því að endursýna þá leiki að stærstum hluta sem eru fyrir klukkan 19:00 í lok sjónvarpsdagskrárinnar. Leikjunum verður einnig lýst beint á Rás 2. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að þessar útsendingar komi til með að kosta á bilinu 1.5 til 2 milljónir króna, en þar er reiknaður inn í kostnaður vegna yfirvinnu, móttöku og vinnslu. SSH Alfreð Gíslason í hörðum slag víð Svía í Seoul. Eflaust verða átökin líka mikil ■ B-keppninni. Tímamynd: Pjetur Fríkirkjan í Hafnarfiröi og Hafnarfjarðarkirkja messuöu saman: Fyrsta sameiginleaa messan í yfir 75 ar Fríkirkjan í Hafnarfirði sótti í fyrsta skipti formlega guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju frá stofnun Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sumardaginn fyrsta árið 1913. Af þessu tilefni gat sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju, sr. Gunnþór Ingason, þess að það væri von sín að takast mætti nánari samvinna milli safnaðanna sem áratugum saman hafa starfað hlið við hlið í Firðinum. Sr. Einar Eyjólfsson, safnaðar- prestur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, sagði við lok predikunar sinnar að hann vænti þess að sóknarbörn Hafnarfjarðarkirkju sæktu Fríkirkj- una heim á næsta vetri og endurgalt þar með heimboðið. Að lokinni guðsþjónustu, þar sem meðal annars var gengið sameigin- lega til altaris, buðu kvenfélög safn- aðanna til veglegs kaffiboðs. Þar hófst eðlilega nokkur umræða um sameiginlega þætti í starfi safnað- anna. Ekki var talinn grundvöllur til Eftir að sjóprófinu lauk fór fram frekari rannsókn á vegum bæjarfóg- etans í Keflavík en henni er nú lokið. Sigurður Hallur Stefánsson dómsformaður sagði að nú lægi fyrir að ganga frá málsskjölum þannig að unnt verði að senda þau til ríkissak- sóknara, en það er í hans valdi að ákveða hvert framhald þessa máls verður. Sigurður sagðist reikna með að gögnin kæmust í hendur ríkis- saksóknara og hagsmunaaðila eftir um það bil viku. sameiningar á næstunni miðað við viðbrögð einstakra safnaðarmanna og er skýringanna m.a. að leita í ástæðum fyrir stofnun Fríkirkjunn- ar. Fríkirkjan í Hafnarfirði var stofn- uð sumardaginn fyrsta árið 1913. f desember sama ár var kirkja þeirra vígð og tók smíðin ekki nema þrjá mánuði. Ástæða þess að söfnuður- inn var stofnaður er talin vera tvíþætt. Annars vegar varð óánægja með niðurstöður prestkosninga árið 1913, en hins vegar var deilt hart um Sigurður sagði að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að stýrisbúnaður eða önnur tæki hefðu bilað. Hinsvegar hefði skipstjórinn játað á sig þó nokkra áfengisneyslu sama dag og skipið strandaði. Skip- stjórinn hafi einnig orðið uppvís að vanrækslu við stjórn skipsins, en hann setti sjálfstýringuna á og yfirgaf brúna þó skipið væri aðeins 500 metra frá landi. Eins og komið hefur fram viður- kenndi skipstjórinn að hafa drukkið það á þessum árum hvort ekki ætti að reisa sérstaka kirkju í byggðinni sem þá var tekin að þéttast í Hafnar- firði og jafnvel hvort ekki ætti að flytja um leið prestssetrið frá Görð- um á Álftanesi til Hafnarfjarðar. Þar sem sjónarmiðin um staðsetn- ingu prestssetursins virðast hafa orð- ið undir í kosningunni, var ráðist í að stofna Fríkirkjuna í Hafnarfirði og byggja fyrstu kirkju inni í Hafnar- firði. Þorsteinn Briem, sem kosinn var prestur að Görðum á þessum tíma, tók ekki við embættinu og því var kosið aftur um mann til að taka að sér þjónustu í prestakallinu, sem þá náði yfir það sem nú er Hafnarfjörð- ur, Garðabær, Álftanes og hluti af Vatnsleysu. Þá er sr. Árni Björnsson kosinn til embættis og er jafnframt ákveðið að hann setjist að í Hafnar- firði. Leggst þá fljótlega af kirkja að þrjá bjóra og einn viskísjúss sama dag og skipið strandaði. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða þrjá „risabjóra" eða samtals um 1.5 lítra og einn þrefaldan viskí- sjúss. Vegna ölvunarinnar getur skip- stjórinn átt yfir höfði sér refsidóm. Milli Norðurlandanna er í gildi samningur um samvinnu ríkissak- sóknara í málum sem varða fleiri en eitt Norðurlandanna, og því þótti ekki ástæða til að framlengja far- bannið á skipstjóranum. Ef dönsk yfirvöld óska þess getur því komið til þess að málið verði sent dönskum yfirvöldum. Verði mál höfðað á hendur skipstjóranum í Danmörku Görðum, sem ekki var endurreist fyrr en Garðbæingar gerðu hana að sinni á árunum milli 1950-60. Hafn- arfjarðarkirkja er því yngri en Frí- kirkjan í Hafnarfirði sem þó verður að teljast klofningur úr þjóðkirkj- unni, en hún var byggð og vígð árið 1914. Frekari þróun innan gamla Garða- prestakalls varð sú að árið 1966 var stofnað Garðaprestakall þar sem höfuðkirkjan varð kirkjan að Görðum. Árið 1977 var síðan stofn- að sérstakt prestakall í norðurhluta Hafnarfjarðar og hlaut nafnið Víði- staðasókn. Þess má geta að nokkurt samstarf hefur verið milli Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði og Víðistaða- sóknar, vegna elliheimilis Hafnfirð- inga og hafa prestar safnaðanna m.a. messað saman á Hrafnistu til nokkurra ára. KB er það á ábyrgð útgerðarinnar að hann mæti fyrir rétti. Mariane Danielsen er enn á strandstað en tryggingafélagið hefur cnn ekki sagt fyrir um hvað verður gert við flakið. Fulltrúar þess fóru fram á að öllum tækjum sem hægt er að flytja yrði bjargað í land og er nú unnið að því. Þegar rafmagnið var tekið af skip- inu aðfaranótt laugardagsins var aíl- ur matur fluttur frá borði til að forða honum frá skemmdum og honum komið fyrir í frysti. Mun það svo vera bæjarfógetans í Keflavík að ákveða hvað verður gert við hann. -SSH Félagsmálaráðuneytið skipar: Starfshóp um brunavarnir Félagsmálaráðherra hefur skip- að þriggja manna starfshóp til að gera heildarúttekt á stöðu bruna- mála á landinu. Starfshópurinn mun hafa samráð við Brunamálastofnun ríkisins, Samband íslenskra sveitarfélaga og Landssamband slökkviliðsmanna. Er áætlað að niðurstöðum verð'i skilað ekki síðar en fyrsta júlí næstkomandi. Mun starfshópuiinn meðal ann- ars kanna hvernig eldvörnum er háttað og að hve miklu úttektir hafa verið framkvæmdar í eldri byggingum. Einnig hvernig fram- fylgt hefur verið eftirliti með brunatæknilegri hönnun nýbygg- inga og hvort gerð sé af tyggingar- félögunum úttekt á brunavörnum í tryggðri húseign. Þá mun hópurinn gera úttekt á og leggja fram tillögur til úrbóta í skipulagningu brunamála og menntun og þjálfun slökkviiiðs- manna. Starfshópurinn mun athuga tækjakost og mannafla slökkviliða landsins, fjármagn sem varið hefur verið til brunavarna á vegum ríkis og sveitarfélaga síðastliðin fimm ár og bera saman við bótagreiðsiur í brunatjónum á sama tímabili. Gerðar verða athuganir á orsök- um stærstu bruna á Islandi síðast- liðin tíu ár með hliðsjón af hvernig í þeim tilvikum hefur verið fylgt ákvæðum reglugerða um bruna- varnir. Einnig hvort ástæða er til að herða brunaeftirlit og beita með markvissara hætti ákvæðum laga ef ekki er framfylgt brunavörnum sem yfirvöld brunamála hafa kraf- ist úrbóta á auk fleiri atriða. í starfshópinn hafa verið skipað- ir Ingi R. Helgason hrl. og forstjóri Brunabótafélags íslands, Hákon Ólafsson byggingarverkfræðingur og forstjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins og Magnús H. Magnússon fyrrverandi félags- málaráðherra, sem er formaður hópsins. Af hálfu félagsmálaráðu- neytisins mun Þórhildur Líndal vinna með hópnum. jkb Strandkapteinn fyrir dóm ytra? Sjóprófum vegna strands Mariane Danielsen lauk síðastlið- inn föstudag. Skipstjórinn, Peter Sten Christiansen, var leystur úr farbanni að kvöldi föstudags og var honum þá frjálst að halda til síns heima.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.