Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 30. apríl 1992 Fiskverkunar- hús FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS auglýsir til sölu fiskverkunarhús viö Aöalgötu 59, Suöureyri, áður eign Köguráss h.f. Um er að ræða 550 ferm. tvílyft stálgrindarhús á steyptum grnnni og selst húsiö I því ástandi, sem þaö nú er I. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs Is- lands, Suöurlandsbraut 4, Reykjavík. Frestur til að skila tilboöum á skrifstofu sjóðsins rennur út kl. 16:00 þann 8. maí n.k. Áskilinn er réttur til aö taka hvaöa tilboöi sem er eöa hafna öllum. FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS Suöurlandsbraut 4, Reykjavík. Sími 91-679100 OPIÐ HÚS Opið hús hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur eftir útifundinn á Lækjartorgi 1. maí í Húsi verslunarinnar, 1. hæð. Kaffiveitingar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Menntaskólinn við Sund Laus er til umsóknar kennarastaða í félagsfræði (staðgengilsstaða 1/8 1992 til 28/2 1993) og stundakennsla í eftirtöldum greinum: Heimspeki (4 st. í v.), íslensku (8 til 12 st. í v.), leikfimi (8 til 12 st. í v.), lögfræði (4 st. í v.). Með tilvísun til laga no. 48/1986 og reglugerðar no. 457/1987 er ennfremur auglýst til umsóknar kennsla í raungreinum, stærðfræði og viðskipta- greinum. Umsóknir berist rektor skólans eigi síðar en 22. maí n.k. Nánari upplýsingar veitir rektor og kennslustjóri í símum 33419 og 37300. Rektor. VEIÐIFÉLAG ELLIÐAVATNS | Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns íí> ■&, fi hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatns- enda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta fc. /7\Á^:tw félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (12-16 ára) og ellilífeyrisþegar úr Reykjavik og F ik |yJ p Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án -gSfejBjfc greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns. LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNCIÐ? viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. viðhald og víðgerðir á iðnaðarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar SúÖarvogí 34, Kœnuvogsmegin - Sími 814110 Afgreiðslukonur stærsti láglaunahópurinn á íslandi: Fjórðungur ASÍ fólks er undir 80 þús. kr. Fjórðungur fullvinnandi ASÍ fólks hafði heildartekjur undir 80.000 kr. á mánuði á síðasta fjórðungi ársins 1991, samkvæmt fréttabréfí Kjararannsóknamefndar. Mjög var þó mismunandi hve hlutfallið var stórt innan einstakra stétta. Af afgreiðslukonum voru þannig 60% undir 80 þús.kr. markinu, tæplega þriðjungur verkafólksins, tæplega fjórðungur afgreiðslukarla og skrifstofukvenna, tíundi hver skrifstofukarl en aðeins 2% iðnaðarmanna. Ef litið er á dagvinnulaunin ein (með bónusum og álögum) hafði fjórðungur þessara hópa mánaðar- laun undir 65.000 kr., þar af rösk- lega þriðjungur verkafólksins, um fjórðungur afgreiðslukarla og nær 70% afgreiðslukvenna höfðu minna en 65 þús. kr. laun fyrir dagvinnuna. Konur við afgreiðslu- störf eru áberandi láglaunahópur í skýrslum Kjararannsóknarnefnd- ar. Þriðja hver afgreiðslukona hef- ur minna en 55.000 kr. á mánuði fyrir dagvinnuna, aðeins 45% þeirra ná yfir 60.000 kr. og minna en fjórða hver nær 70.000 kr. mán- aðarlaunum fyrir dagvinnu. Og þrátt fyrir mikla yfirvinnu af- greiðslukvenna (nær 47 st. vinnu- viku á 4. ársfjórðungi) hefur meira en helmingur afgreiðslukvenn- anna minna en 75.000 kr. heildar- tekjur og aðeins fjórðungur þeirra nær meira en 90.000 kr. heildar- tekjum á mánuði. Iðnaðarmenn og karlar í skrifstofustörfum skara hins vegar fram úr öðrum í laun- um. Aðeins um fjórðungur þessara hópa hefur minna en 90.000 kr. dagvinnutekjur og meira en helm- ingur hefur yfir 100 þúsund. í heildartekjum er aðeins 7. hver iðnaðarmaður og 4. hver skrif- stofukarl með minna en 100 þús- und króna tekjur (m.v. 2/3 verka- fólks). Helmingur beggja hópanna er með tekjur yfir 130 þús.kr. á mánuði og ríflega fjórðungurinn hefur hærri heildartölu en 160 þús. kr. á launaumslaginu. Aðeins 2% skrifstofukarlanna og 6% iðn- aðarmanna náðu yfir 200 þús.kr. í mánaðartekjur á síðasta ársfjórð- ungi í fyrra. Þessar tölur sýna m.a. að Iauna- dreifing getur verið mjög mikil innan hvers hóps, bæði í dag- vinnutekjum og heildartekjum. Þannig höfðu 10% skrifstofukarl- anna undir 70.000 kr. dagvinnu- tekjum, helmingurinn undir 115.000 kr. og síðan voru hæst launuðu 10% þeirra yfir 170.000 kr. á mánuði. Hjá afgreiðslukörl- um voru sömu viðmiðanir; 55 þús., 85 þús. og 140 þús. á mánuði. Meðal verkakarlanna var munur- inn hins vegar miklu minni. Nær 10% þeirra voru undir 50 þús.kr. um heimingurinn undir 70 þús.kr. og aðeins 10% höfðu meira en 95 þús.kr. fyrir dagvinnuna. -HEI Keppendur í hófi í Perlunni í gær. F.v. Halldór Malmberg, Sigmar Ingólfsson, Rebecca Jane Clark, Sig- ríöur Ágústsdóttir, fræðslustjóri Fræösluráðs hótel- og veitingagreina, Kristján Sæmundsson, Þröst- ur Magnússon og Bergleifur Joensen. Tímamynd Ami Bjama Islendingar unnu í framreiðslu íslendingar unnu norrænu nema- keppnina í framreiðslu og urðu í þríðja sæti í matreiðslu, en keppnin var haldin í Esboo í Finnlandi fyrir skömmu. Þessi keppni er fjölbreytt og tek- ur til ýmissa þátta tengdum þess- um tveimur iðngreinum og felst bæði í verklegum æfingum og skriflegum prófum. Úrslitin urðu þau að í framleiðslu unnu íslendingar, Danir voru í öðru sæti og Svíar í því þriðja. í matreiðslu unnu Norðmenn, Svíar voru í öðru sæti og íslendingar voru í þriðja sæti. Islensku liðin voru skipuð tveimur nemum ásamt liðstjóra. í matreiðslu kepptu Bergleifur Joensen og Þröstur Magnússon undir liðstjórn Kristjáns Sæmundssonar mat- reiðslumeistara. í framreiðslu kepptu Rebecca Jane Clark og Sig- mar Ingólfsson undir liðstjórn Halldórs Malmberg, kennara við Fjölbraut í Breiðholti. Sómabátur sökk út af Vestfjörðum í fyrrakvöld: Tveimur rnönn- um bjargað Tveimur mönnum var bjargað þeg- ar Sómabáturínn Ingþór Helgi frá Tálknafirði sökk skammt frá Bjarg- töngum í fyrrakvöld. Það voru skip- verjar á bátnum Garra frá Tálkna- firði, sem var staddur í um 15 mílna fjarlægð frá Ingþórí, sem björguðu mönnunum tveimur úr gúmmíbjörgunarbáti. Ingþór Helgi maraði þá í hálfu kafi. Mönnunum varð ekki meint af, en þeir voru þó blautir og kaldir þegar komið var með þá til Patreksfjarðar. Neyðarkallið frá Ingþóri Helga heyrðist um klukkan 19.30 og var þá þegar send þyrla og einnig fór Fok- ker vél Landhelgisgæslunnar af stað. Um klukkan 20.48 barst síðan tilkynning frá skipverjum á Garra að búið væri að bjarga mönnunum. Ekki er vitað um ástæður þess að báturinn sökk, en gott veður var á þessum slóðum, 2-3 vindstig og alda lítil. -PS Siglufjörður: Hótel Höfn selt íslandsbanki hefur selt Hótel Höfn á Siglufirði til systkinanna Sigurjóns Erlendssonar og Sól- eyjar Erlendsdóttur, en bankinn keypti hótelið á nauðungarupp- boði fyrir rúmar sjö milljónir króna. Ekki hefur fengist uppgef- ið nákvæmt söluverð en ætla má að það sé um tíu milljónir króna. Gert er ráð fyrir að hinir nýju eigendur taki við rekstri hótels- ins í júnímánuði. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.