Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. apríl 1992 Tíminn 5 Guðmundur P Valgeirsson: Hvert er þeirra innræti? í viötali sínu við Mannlíf fyrr á þessum vetri birtir Jón Baldvin Hannibalsson dramatíska lýsingu af sjálfum sér og lyndisein- kunnum sínum. Þeir, sem lesið hafa þá sjálfslýsingu hans, dylst ekki að maðurinn er haldinn yfirgengilegu sjálfsáliti og hroka. Sú sjálfslýsing hans hljómar nánast eins og sjálfslýsing Sölya Helgasonar. „Eg er gull og gersemi / gimsteinn elskuríkur. / Ég er djásn og dýrmæti, / Drottni sjálfum líkur." Fúkyrði hans um Karvel Pálma- son eru daemigerð fyrir dóm- greindarskort hans, sem áður hef- ur komið fram, og þjóna engum tilgangi öðrum en sýna hve hátt hann telur sig hafinn yfir sam- starfsmenn sína og allan þorra manna. Ummæli hans um frú Jóhönnu Sigurðardóttur, samráðherra hans og flokkssystur, eru líka í meira lagi ósmekkleg, þótt hon- um tækist að klóra sig frá því með tvíhyggju sinni. Dómar hans um aðra samstarfsmenn og samferða- menn sína eru líka með þeim hætti að augljóst er að hann lítur niður á þá og gerir tilraun til að lítillækka þá í oflæti sfnu. Einn er þó sá maður, sem finnur sérstaka náð fyrir augum hans. Sá maður er Sighvatur Björgvinsson, flokksbróðir hans og nú ráðherra. Það er maður að hans skapi og þá líklega dæmigerður jafnaðarmað- ur, að áliti Jóns Baldvins. Reyndar hefur þjóðin áður kynnst Sighvati og á sínar minningar um það, þó farið væri að fyrnast yfir þær og hefðu líklega gleymst, ef hann hefði ekki með jafnafgerandi hætti minnt á fortíð sína og hann hefur gert á stuttum ráðherraferli sínum. En Jón Baldvin gerir meira í þessu fræga viðtali sínu. Með engu síður dramatískum hætti dregur hann upp mynd af sam- runa og „svaðilför" sinni með Davíð Oddssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins, á Viðeyjarsundi á sl. vordögum að loknum kosning- um, þegar náttúran blómstraði mest. Þar fann hann tvíburasál sína, sem hann hafði lengi þráð, og lýsir því hástemmdur hvernig þessar tvíburasálir „smullu sam- an“ og hespuðu af í skyndingu sitt „heiðursmanna samkomulag", sem leiddi til myndunar núver- andi stjórnar. Það er sá atburður, sem vert er að minnast og gefa því gaum hvernig hann varð til og hverjar afleiðingar hans eru þegar orðnar fyrir þjóðlíf okkar og eiga eftir að verða, fái þessir „síam- ísku“ tvíburar að leika listir sínar, þó ekki væri nema út þetta kjör- tímabil, í skjóli flokka sinna. Það er hugsun, sem mörgum hrýs hugur við og horfa til með skelf- ingu. Samruni þessara sjálfselskufullu oflátunga, sem eru um margt lík- ir, og stjórnarstefna þeirra, hefur haft í för með sér svo ógnvekjandi afleiðingar að mikill hluti þjóðar- innar hefur verið eins og hún lægi undir martröð. Martröð, sem hef- ur hvolfst yfir með skelfilegum hætti á flestum sviðum þjóðlífs- ins, jafnt í innanríkismálum sem samskiptum við erlendar þjóðir. Og enginn veit hvar þau ósköp enda eða lenda. Á stuttum valdaferli hefur þessi ríkisstjórn snúið fjölmörgum gildum þjóðlífsins öfugt við það sem verið hefur, og ótal margt er þegar í undirbúningi, svo að vart mun standa steinn yfir steini í þjóðfélagsgerð okkar, fái þeir að ljúka ætlunarverki sínu. { stað þeirra samfélagslegu sjón- armiða. sem höfó hafa verið að leiðarljósi í samskiptum samfé- lagsins og þegna þess á liðnum áratugum'og byggt hafa upp það velferðarkerfi sem þjóðin hefur státaö af, hefur það verið rifið í tætlur og keyrt inn á braut ein- staklingshyggju og sérhagsmuna þeirra sem betur eru stæðir, svo sómakæru fóiki stendur ógn af, hvar í flokki sem það stendur. Og margur iðrast nú hvernig hann varði atkvæði sínu í síðustu kosn- ingum. En það er um seinan. Slysið er orðið. Eftir að núverandi stjórn settist við völd, málaði hún fjármála- ástandið dökkum litum og lét mikið um að breyta þyrfti því ástandi í betra horf. Til að bæta hag ríkissjóðs lét hún það verða eitt sitt fyrsta verk að sækja fjár- muni í vasa gamalmenna, sjúk- linga og annarra sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni. Jafnframt sló hún skjaldborg um þá, með hækkun vaxta, sem betur eru stæðir og hafa komist yfir mikla peninga á kostnað samborgara sinna með ýmsum hætti og fyrir atbeina „Kolkrabbans". Sú ráð- stöfun jók fjársöfnun þeirra til mikilla muna, jafnframt því sem hún lagði auknar byrðar á allt at- vinnulíf í landinu, heimilishald fjölskyldna og ótal margt annað sem hefur úrslitaáhrif á hagsmuni almennings. Fyrir kosningar hafði Sjálfstæð- isflokkurinn gefið hátíðleg heit um að hækka ekki skatta. Því var úr vöndu að ráða. Og þeir fundu það ráð með fullum stuðningi Al- þýðuflokksins. Með þessari aðferð þykjast þeir hafa staðið við það kosningaloforð sitt, að hækka ekki skatta. „Þessar álögur eru ekki skattur," segja þeir. „Hér er aðeins um gjald að ræða,“ segja þeir. „Við hækkum ekki skatta — Við hækkum ekki skatta," hrópa þeir í kór í sífellu. „Það er stjórn- arandstaðan sem heimtar hærri skatta, en ekki við,“ kveður við í samkór svörtustu einstaklings- hyggjumanna Sjálfstæðisflokks- ins og forystumanna Alþýðu- flokksins — Jafnaðarmannaflokks íslands — undir forystu þeirra Jónanna. Með þessu reynir ríkis- stjórnin að villa um fýrir almenn- ingi, að yfirlögðu ráði. Hér beita þeir þeirri áróðurstækni, sem kennd er við Goebbels hinn þýska, áróðursmeistara nasista. Með því að endurtaka hugtaka- brenglið nógu oft telja þeir að hægt sé að villa um fyrir almenn- ingi, þannig að menn fari að trúa því að hvítt sé svart og svart sé hvítt. En íslenskur almenningur er ekki eins skyni skroppinn og þessir menn halda. Hann sér og skilur að hér er um skatt að ræða, þótt hann sé einungis lagður á þá sem minnsta hafa getuna til að inna hann af hendi, en breiðu bökum fjármagnseigenda sé sleppt við hann. Með þessu er verið að draga þjóð- ina í tvo dilka, ríka og snauða, yf- irstétt og ánauðuga, þar sem þeim snauðu er íþyngt stórlega, en hin- um færðir auknir fjármunir á silf- urfati. Þeir menn, sem þannig standa að verki, geta ekki kallast fulltrúar almennings, heldur gæslumenn þröngra hagsmunahópa. Ef ástandið var eins alvarlegt og rík- isstjórnin lýsti því, og enginn ef- ast um að það var slæmt, þá var full ástæða til að fá alla lands- menn til að sameinast um að axla þær byrðar, sem nauðsynlegt var að þeir tækju á sig í þeim tilgangi, en ekki aðeins sjúka og aldraða. En það er löngu vitað að þetta er grunntónninn í stefnu Sjálfstæð- isflokksins, þótt honum hafi tek- ist ótrúlega vel að dylja það með slagorðunum „Stétt með stétt" og öðru álíka með áróðursmætti sín- um og fjármálaveldi flokkskjarn- ans. Og þegar hann svo fékk Al- þýðuflokkinn til jafnsauðtryggrar þjónustu og nú varð, var ekki við neinu góðu að búast. Með atferli sínu hefur ríkis- stjórnin snúið við öllum gildandi siðareglum. Hún virðist hafa gert að einkunnarorðum sínum hið kaldranalega tilsvar Kains: „Ekki á ég að gæta bróður míns“, þegar um mannleg samskipti er að ræða. Aðför ríkisstjórnarinnar að heilbrigðiskerfinu, bæði að því er varðar sjúka og ellimóða annars vegar og sjúkrahúsum höfuð- borgarinnar og starfsliði þeirra hins vegar, er svo ofsafull og ger- ræðisleg að vart munu finnast dæmi þess í siðuðu þjóðfélagi. Menn geta vart gert sér fulla grein fyrir því undir hvaða álagi þessir hópar hafa verið í umróti þessu öllu saman. Svo tillitslaust hefur verið þar að verki staðið, að varla er hægt að ætla að þeim mönnum sé sjálfrátt. Ofan á það bætist að í loftinu liggur að sá hópur manna, sem þarf læknishjálpar við, verði boðinn út og læknar og sjúkrahús verði látin bjóða í „verkið" í sam- keppni hver við annan, rétt eins og um dauða, sálarlausa hluti væri að ræða. Það er kölluð einka- væðing og þykir fínt nú til dags í herbúðum rikisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin heldur því mjög á lofti að það, sem hún er að gera í heilbrigðiskerfinu, sé hún að gera Á stuttum valdaferli hefur þessi ríkisstjórn snúið fjölmörgum gildum þjóðlifsins öf- ugt við það sem verið hefur, og ótal margt er þegar i undirbúningi, svo að vart mun standa steinn yfir steini í þjóðfélagsgerð okkar, fái þeir að Ijúka œtlunarverki sínu. í sparnaðarskyni og kenna þjóð- inni sparnað. Vissulega er það góðra gjalda vert, ef svo væri. Fátt væri þjóðinni meira til farsældar en ef hún gæti lært að tileinka sér hagsýni og sparnað, svo gálaus- lega sem margur fer með fjár- muni sína. En sú hugsun speglast ekki í eigin gerðum ríkisstjórnar- innar, í flakki ráðherra og starfs- fólks út um lönd og álfur erindi- slítið eða erindislaust, svo að hún slær út öll fyrri met, og þótti þó mörgum nóg um. Þegar svo þar við bætist aö það, sem þeir guma af að þeir séu að gera í sparnaðarskyni, eigi eftir að valda tuga milljóna tjóni fyrir sjálfan ríkissjóðinn í sjáanlegri nálægð, þá fer nú glansinn að fara af sparnaði þeirra og erfitt að skilja hvaða hvatir hafa búið að baki aðrar en vekja athygli á eigin persónum með vanhugsuðum bægslagangi sínum. í atvinnulífi landsmanna er það sama uppi á teningnum. Hönd af- skiptaleysis og dauða hefur verið lögð á það: „Þinn vandi er ekki minn vandi og kemur mér ekki við. Sjá þú sjálfur fyrir því,“ eru kaldhæðin svör forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, og skósveina hans, þegar erfiðleika atvinnulífs- ins ber á góma. Þrástaglast er á að allt sé í kaldakoli og reynt er með öllum hætti að koma sök á fýrri ríkisstjórn fyrir hvernig málum sé komið; hún beri ábyrgð á því. Öllu þurfi að hvolfa öfugt við það sem áður var til þess að þau mál leys- ist. { þeim tilgangi hefur verið skipuð „Fortíðarvandanefnd" með tilheyrandi sérfræðingum og hag- fræðingum með reynslu í gjald- þrotum, til að sanna sakir á fyrr- verandi ráðherra, svo hægt verði að dæma þá til tugthúsvistar þeg- ar Davíð er búinn að laga hegn- ingarlöggjöfina svo í hendi sér og auka tugthúsrými, svo hægt sé að láta dóma yfir þá ganga, sam- kvæmt hátíðarboðskap hans til þjóðarinnar þann 17. júní sl., sællar minningar. Til að sýna áþreifanlega hug sinn til atvinnulífsins lét ríkisstjórnin það verða eitt sitt fýrsta verk að hækka vexti af lánum og rekstrar- fé til þess. Öllum má Ijóst vera hvaða afleiðingar það kemur til með að hafa, enda hefur það sagt til sín með áberandi hætti. Jafnvel margir áhrifamiklir stuðnings- menn núverandi ríkisstjórnar hafa haft stór orð um að meðan svo stæði eigi heilbrigt atvinnu- og viðskiptalíf sér enga lífsvon, það sé hreinn dauðadómur. í því speglast hin nýja atvinnustefna núverandi rikisstjórnar. Viðhorf fýrrverandi ríkisstjórnar voru með allt öðrum hætti. Hún átti þó oft úr vöndu að ráða, þar sem margir flokkar stóðu að henni og mörg sjónarmið þurfti að samræma, auk þess sem stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins reyndi að gera henni eins erfitt fýrir og hún hafði bol- magn til. Þó tókst henni að bæta afkomu atvinnulífsins til stórra muna. í stað allsherjar gjaldþrots, sem vofði yfir í stjórnartíð Þor- steins Pálssonar, var dæminu snúið við. Með samfélagslegum aðgerðum tókst að blása nýju lífi í atvinnulífið og afkoma þess batn- Vettvangur aði stórlega og fjölmörg fýrirtæki skiluðu góðum hagnaði á árinu 1990 og voru á uppleið ef áfram hefði verið haldið á sömu braut. Við þessa staðreynd gat Sjálfstæð- isflokkurinn ekki sætt sig. Enda kom hún öfugt við þá mynd, sem hann hafði uppmálaö fyrir og eftir kosningar. Eftir kosningarnar voru menn að vona að haldið yrði áfram á svip- uðum nótum og fyrrverandi ríkis- stjórn hafði markað og Sjálfstæð- isflokkurinn stæði einn uppi með öfugmæli sín. En honum vildi það þá til að ást Jóns Baldvins til svörtustu íhaldsaflanna í Sjálf- stæðisflokknum hafði lifað glatt undir niðri, þrátt fýrir öll stóru orðin um ávirðingar Sjálfstæðis- flokksins á meðan hann sat í fýrri ríkisstjórn. Og það kom strax á daginn, eftir kosningarnar, að önnur stjórnarmyndun kom ekki til greina í huga þeirra Jónanna í Alþýðuflokknum en sú, sem þeir félagar gerðu sitt sögufræga „heiðursmannasamkomulag" um á Viðeyjarsundi. „Af henni mun stafa allt hið illa er hún kemur austur hingað," varð Njáli á Bergþórshvoli að orði, er hann vissi ráðahag Gunnars vinar sfns. Á sama veg varð mörg- um í hug, þegar spurðist um sam- runa þeirra Jóns Baldvins Hanni- balssonar og Davíðs Oddssonar á sl. vori. Það hefur þegar ásannast. En fleira mun eftir fara, ef þeim tekst að sitja áfram í stjórn og koma fyrirætlunum sínum í fram- kvæmd. Til þess að ekki verði fleiri og stærri slys en þegar eru orðin af völdum þessarar ríkisstjómar, er nauðsynlegt að hún fari frá völd- um og það sem fyrst. Því verður varla trúað að allt þinglið stjórn- arflokkanna sé þannig innréttað að það láti ofmetnaðarfulla ang- urgapa komast upp með að vinna þau spjöll í lífi og velferð þjóðar- innar, sem þeir hafa þegar gert og stefna að með hagsmuni fjöl- skyldnanna fimmtán að leiðar- Ijósi, í samspili við þann „kol- krabba" sem ræður rfkjum í fjár- málalífi þjóðarinnar. Þegar Davíð Oddsson forsætis- ráðherra útvarpaði framtíðarhug- sjón sinni í byggðamálum frá full- trúaráðsfundi Sjálfstæðisflokks- ins á sl. sumri, hélt Matthías Bjarnason að Davíð hefði fengið högg á höfuðið og talaði í óráði. Matthías fékk það svar til baka að hann væri orðinn elliær og ekkert mark á honum takandi. Sjálfur kvaðst forsætisráðherra vera maður framtíðarinnar, sem hefði hugsjónir og þor til að fram- kvæma þær. Víst er að köldum hrolli sló að mörgum við þennan boðskap forsætisráðherra. Með slíkri yfirlýsingu var vegið svo að Iandsbyggðinni og sjálfsögðum mannréttindum einstaklinga að til að finna samanburð varð að leita til miskunnarlausustu ein- ræðisherra og harðstjóra austan- tjaldslanda, þar sem mannréttindi voru að engu virt og fólki í heilum landshlutum var skákað fram og aftur eftir geðþótta og duttlung- um þeirra hverju sinni. Hér er ekki einungis um að ræða sveitir og héruð landsins, byggð bændum og búaliði, afætum svo- kölluðum, heldur einnig þorp og kauptún víðs vegar um landið, sem leggja á í auðn til hagsbóta íbúum SV-hluta landsins, sam- kvæmt útreikningum fjölmiðla- fólks og hagspekinga, sem hafa lesið fræði sín líkt og sagt er að fjandinn lesi gott orð. Og það liggur nú þegar fýrir í umræð- unni að framkvæma skuli þessa hugsjón formanns Sjálfstæðis- flokksins og nánustu fylgismanna hans. Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins, sem fram kemur í skoðanakönn- unum, sýnir ótvírætt að óbreyttir kjósendur flokksins vilja ekki láta nota sig til þeirra hluta eða ann- arra álíka, sem hafa verið í fram- kvæmd. Eftir er að sjá hvort kjörnir fulltrúar flokksins fýrir landsbyggðina halda áfram að láta nota sig eins og nytsama sakleys- ingja og atkvæðaveiðara fyrir flokkinn. Eða hvort þeir rísa upp og brjótast undan þeim gerræðis- öflum, sem hafa tögl og hagldir innan Sjálfstæðisflokksins í krafti blindrar gróðahyggju og yfir- drottnunar. Höfundur er bóndi i Bæ i Trékyllisvík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.