Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. apríl 1992 Tíminn 7 Knattspyrnufélag Siglufjarðar heldur upp á 60 ára afmæli sitt á þessu ári: Máiþing á vegum Bama- geðlæknafélags Islands: „Ungbörn og mædur“ Dagana 7.-8. maí nue(tkoman£ hetdur Bamageölæknafélaí fsland* málþtng sem ber yfirskriftína „öng- böm og mæftur". Fjaltar mátþtngtft um uýtt sviö geölækninga, vmg- bamageölæknisfræfti, sem efttkum beinlst aft tengstamyndun ungbama vift stna nánustu. Fyrirtesarar á mátþinginu em allir brautryftjendur á þessu jvifti, bteft) hér heima og erlendis. Lene Uer, bamageötæknir frá Hafnarháskóla, mun kynna þetta nýja svift, ung- baraageðiæknisfneðina, ank þess sem Mari Gammeltoft trá Blspebjerg sjúkrahúsinu í KaupmannahSfn og Margretha Bodén, forstöftumaftur merðferðarheimilis fyrir mæftur og ungböra í Maltnö, hatda fyrirtestra um máiift. Mátþingift hefst fimmtudaginn 7. maí kl 13.00 og er öilttm opift. Þátt- taka tiikynnist í sfma 91- 680469. -PS Jóhanna á hjólum Jóhanna Sigurðardóttir lét SÍT tuegja aft vera fáeina kluldcutfma í hjðiastól þvf hún hafftl „öftrum hnöppum aft hneppa“ eins og friun- kvæmdastjóri SjáJfsbjargar orftafti það. Þegar hún ðk um Alþittgiebúsift f stðlnum lenti hún innl á litíum gangi þar sem hún komst hvorid aft- ur á bak né áfram vegna þmtgsla og þröskulds sem maetti hennL Várft þá ráftherra á orfti: „Ég tr bara alvég „stíikk“.“ Þá datt blaðamannt þessl vfsa f hug: Jóko húkir „stiikk* í stói stundum er lifíö giímt, Ijúfl aö vera fatlaÖ fól fínniröu góöan tíma. —GKG. Illa stjórnaö Lesandi blaösins hringdi og ðskafti birtingar á eftirfarandi vtsu, sem ort er í ljósl þjóðmálaþrðunarinnan Iíla er stjómaö okkar jjóö, aukinn máttur vandans. Davíð nu af Jjöfuimóð dregur aUt til fjandans. Stórlega hefur verið úr aðstöðuleysi mKSSmSSmm f m : m u- W''*' «*• Gunnlaugur Vigfússon, formaöur KS, er hér í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi á Siglufiröi. bætt Knattspymufélag Siglufjarðar á stórafmæli á þessu ári, en félagið verður 60 ára. Félagið hefur átt dá- lítið erfitt uppdráttar, en starfsemi þess hefur aðallega beinst að knatt- spymuiðkun. Aðstöðuleysi hefur reynst félaginu erfitt, en nýlega var vígt nýtt og glæsilegt íþróttahús og ekki alls fyrir löngu var tekin í notkun íþróttamiðstöð að Hóii, þar sem er glæsilegur grasvöllur. Fé- lagið sendir í sumar átta fiokka, bæði karla og kvenna, til keppni á íslandsmóti, en það er tveimur flokkum fleira en í fyrra. Blaðamað- ur hitti fýrir Gunnlaug Vigfússon, formann unglingaráðs KS. Nú hefur utanaðkomandi virst knattspyrnulíf á Siglufirði hafa verið eilítið á niðurleið undanfarið. Hvemig er staðan í dag? „Staðan í dag er þannig að við höfum verið að reyna að brjóta þann ís sem hefur verið hjá okkur, því eins og þú segir hefur félagið verið dálítið í lægð, en við réðum til okkar rússneskan þjálfara í vetur, Yuri Sedov, sem er einn besti þjálfari sem hingað til lands hefur verið ráðinn að öðmm ólöstuðum. Við bindum miklar von- ir við hann. Hann þjálfar meistara- flokk karla, auk þess sem hann hef- ur yfirumsjón með þjálfun allra flokka." Hvað yngri flokka starf varðar segir Gunnalaugur, að það sé mjög gott nú. Starfið þar sé öflugt, mikill fjöldi ungmenna stundi þar reglulegar æfingar. „Mesti vöxtur- inn er nú samt í kvennaflokkunum og við höfum nú tilkynnt 3. og 4. flokk kvenna í íslandsmót í fyrsta skipti. í tilefni af afmæli félagsins bindum við miklar vonir við ung- lingastarfið." Nýlega var vígt á Siglufirði nýtt íþróttahús sem verður félaginu á staðnum án efa mikil lyftistöng og þegar blaðamaður var á ferð á Siglu- firði var í gangi bæjarkeppni í knatt- spyrnu innanhúss milli yngri flokka Völsunga frá Húsavík og KS. „Þetta er í fyrsta skiptið í 60 ára sögu fé- iagsins sem innanhússknattspyrnu- mót er haldið á vegum félagsins hér á Siglufirði og því má glöggt sjá hver aðstöðumunurinn er fyrir okkur að fá þetta hús. Við fáum um 20 æf- ingatíma á viku og þess utan höfum við fengið góða aðstöðu utanhúss, að Hóli, þar sem er keppnisgrasvöll- ur. Þetta er mikil bylting hvað æf- ingaaðstöðu varðar og lofar mjög góðu.“ Meistaraflokkur félagsins leikur í þriðju deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu, en hefur á undanförnum ár- um ekki gengið vel þar, þó liðið hafi enn forðast fall í fjórðu deild. Hvernig verður staðað að þeim mál- um nú í sumar og á hvað er stefnan sett? „í vetur urðum við að gera eitt- hvað átak í málefnum meistara- flokks, en í vetur tók stjórn félagsins þá ákvörðun að binda vonir sínar við heimamenn í liðinu í stað þess að leita eftir leikmönnum annars stað- ar frá. En liðið er ungt og við vonum að við getum gert eitthvað úr þess- um efniviö hérna heima við, en ef það gengur ekki upp verðum við að fara út fyrir okkar raðir. Það er nátt- úrlega ákveðið vandamál að leik- menn okkar eru margir hverjir í Tímamynd Pjetur skólum í Reykjavík, en höfum Ieyst það með því að leikmennirnir hafa fengið að æfa með liðum þar og hafa félögin á Reykjavíkursvæðinu verið afskaplega hjálpleg hvað það varð- ar,“ sagði Gunnlaugur Vigfússon. Hann sagði að lokum að í hans aug- um væri knattspyrnulíf á staðnum alls ekki á niðurleið. Þegar menn sæju jafnmikla þátttöku í yngri flokkum félagsins, sem raun ber vitni, væru forráðamenn þess mjög ánægðir. Það væri allt kapp lagt á að þeir hlutir sem þyrftu að vera væru til staðar, góð aðstaða, góðir þjálfar- ar og menn til að standa að baki fé- laginu og starfa. -PS Siv Friðleifsdóttir: EB-aðild ekki á dagskrá ungra framsóknarmanna Á síðasta sambandsþingi sínu samþykkti Samband ungra jafnað- armanna að ísland ætti að sækja um aðild að EB. Ekkert annað stjórnmálaafl hefur lýst slíkri stefnu eins afdráttarlaust yfir og ungir kratar gerðu með ályktun sinni. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir var sú ályktun ekki föl á fiokksskrifstofu Alþýðuflokksins fyrir síðustu kosningar. Hún var falin, enda lét Alþýðuflokkurinn kjósa sig út á að aðild að EB væri ekki á dagskrá. Flest stjórn- málaöfl hafa ekki talið aðiid íslands að EB á dagskrá. Ungir fram- sóknarmenn eru þar á meðal. Vettvangur Samband ungra framsóknar- manna hafnar aðild íslands að EB og telur hagsmunum þjóðarinnar betur borgið utan bandalagsins en innan þess. Mörg rök styðja þá af- stöðu og auðvelt er að nefna eitt veigamikið atriði, en það er hin handónýta fiskveiðistefna banda- lagsins. Enginn ísiendingur getur sætt sig við að búa við sjávarút- vegsstefnu EB. Nýlega sendi Samband ungra jafnaðarmanna bréf til Sambands ungra framsóknarmanna þar sem þeir afhjúpa enn á ný þá stefnu sína að aðild íslands að EB sé á dagskrá. Þeir vilja að ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna standi saman að ráðstefnu um áhrif aðildar ís- lands að EB. Orðrétt segir m.a. í bréfinu: „Umræðan um hugsanlega inn- göngu íslendinga í Evrópubanda- lagið er komin á fullt skrið hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Utanríkisráðherra hefur sett fram í skýrslu þá skoðun sína að tíma- bært sé að kanna af fullri alvöru áhrif slíkrar aðildar á lýðveldið ís- land í efnahagslegu og menningar- legu tilliti. Samband ungra jafnað- armanna hefur verið á þessari skoðun lengi og það er okkur því ánægjuefni að formaður Alþýðu- flokksins skuli loks segja það sem enginn „alvöru" pólitíkus hefur þorað að segja.“ Eins og lesa má út úr bréfinu eru ungir kratar kampakátir yfir að Jón Baldvin Hannibalsson sé að komast yfir á stefnu ungkrata og gefa aðild íslands að EB undir fótinn. Með því sé hann orðinn í þeirra augum þor- inn „alvöru" pólitíkus. Það er skilj- anlegt að ungir kratar skuli nenna að dekstra Jón Baldvin Hannibals- son, sem hingað til hefur ekki hlustað á Evrópustefnu ungra krata. Á fundi, sem Samband ungra framsóknarmanna og Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík hélt um drög að EES-samningn- um, var Jón Baldvin spurður um þá stefnu ungra krata að ísland ætti að sækja um aðild að EB. Hann upplýsti, fyrir fullum sal af fólki, að forysta Alþýðuflokksins hlustaði ekki á ungkratana í þessu máli. Nú kemur hinsvegar skýrt fram í bréfi Sambands ungra jafnaðarmanna að þeir eru ánægðir með utanríkis- ráðherra, enda er hann farinn að taka undir stefnu ungra krata. Samband ungra framsóknar- manna hefur viljað samvinnu ung- liðahreyfinga stjórnmálaflokkanna í málum eins og að álykta sameig- inlega gegn skólagjöldum. Sam- bönd ungra jafnaðarmanna og ungra sjálfstæðismanna treystu sér því miður ekki til að standa að slíkri ályktun. Ungir jafnaðarmenn vilja nú samvinnu ungliðahreyf- inganna um ráðstefnu um aðild að EB. Ungir framsóknarmenn hafna algerlega aðild íslands að EB. Það mál er ekki á dagskrá og er því rangt af Sambandi ungra fram- sóknarmanna að standa að slíkri ráðstefnu. Ungir framsóknarmenn munu hinsvegar fylgjast með kynningu sérfræðinga á Evrópu- málefnum á opinberum vettvangi eftirleiðis sem hingað til. Höfundur er formaöur Sambands ungra framsóknarmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.