Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 30. apríl 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö í lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 EES: Verður völ á tvíhliða samningi? Undirskrift utanríkisráðherra undir EES-sam- komulagið, sem fyrirhuguð er næstkomandi laug- ardag í Portúgal, er örlagaríkt skref á samningaferl- inum, þótt fyrirvari sé um samþykki Alþingis. Það er ljóst að margt er enn óljóst um þann samning, sem liggur fyrir, og svör utanríkisráð- herra við spurningum Steingríms Hermannssonar í utandagskrárumræðum á Alþingi síðastliðinn þriðjudag skýrðu ekki málið. í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hvernig fyrirvarar um umráðarétt Islendinga yfir landi og orkulind- um eru tryggðir samkvæmt samningnum. Ekki er ljóst hvort breytingar á innlendri löggjöf halda varðandi kaup á landi, og hver áhrif boðuð einka- væðing í orkugeiranum og víðar hefur. í öðru lagi er tvíhliða samningur um sjávarút- vegsmál ófrágenginn og óljóst um veigamikil atriði hans, svo sem eftirlit með veiðum. í þriðja lagi byggðist samningurinn í upphafí á svokölluðu „tveggja stoða kerfi“, EFTA-landanna og EB, þar sem báðar stoðirnar áttu að vera jafn rétt- háar. Ljóst er að EFTA-stoðin verður innan skamms mjög veik, þar sem EFTA-löndin stefna flest á aðild að Evrópubandalaginu. Ef svo fer, er alls óljóst um framkvæmd samningsins, hvað Island varðar. Síðast en ekki síst hefur sú nefnd sérfræðinga, sem ríkisstjórnin hefur skipað til þess að skila áliti um það hvort samningurinn brjóti í bága við stjórnarskrána, ekki lokið störfum. Eitt grundvallaratriðið fyrir íslensk stjórnvöld, eins og málin standa nú, er að knýja á með svör við því hvaða möguleikar eru á því að samningurinn gildi sem tvíhliða samningur milli íslands og EB, ef svo fer að EFTA-þjóðirnar gangi í Evrópubandalag- ið. Það kom í ljós í utandagskrárumræðum að þess- ar athuganir hafa ekki farið fram, en utanríkisráð- herra hafði þó, þegar á hann var gengið, bollalegg- ingar um að orða þetta mál við ráðamenn í EB. Það er nokkuð seint, því það er mikið grundvallarmál að fá viðbrögð við þessu grundvallaratriði. Ef ætl- unin er að stíga af lestinni til Brussel, áður en hún er komin alla leið þangað, þarf að grandskoða þessa möguleika, en það hefur enn verið látið undir höf- uð leggjast. Það sker nokkuð úr um það í raun hvort íslensk- ir ráðamenn eru að gæla við aðild að Evrópubanda- laginu, með hve mikilli alvöru reynt er að ganga úr skugga um það hvort við eigum völ á tvíhliða samningi, hliðstæðum og EES-samningnum, ef allar EFTA-þjóðirnar að íslendingum og Lichten- steinbúum undanskildum ganga í EB. Ef þetta er ekki skoðað af neinni alvöru, aukast grunsemdir um að stefnt sé á EB-aðild, eins og ýmsir einstak- lingar í þessu þjóðfélagi hafa verið að viðra. Hagrætt út á guð og gadd í gær var slökkt á afkastamikl- um raforkuverum, vegna þess að engin þörf er fyrir rafmagnið sem hægt er að framleiða. I dag gengur umtalsverður hluti starfsfólks Landakotsspítala út af vinnustað sínum í síðasta sinn, vegna þess að lýðveldið ís- land er svo fátækt að það getur ekki rekið spítala, sem því var gefinn. í síðustu viku var fæðingar- heimili lokað fyrir fátæktar sak- ir, og fyrir dyrum stendur að loka deildum sjúkrahúsa hér og hvar og segja starfsfólki upp. Spítalamir verða þá reknir með hálfum afköstum, eins og orku- verin og fiskiskipastóllinn. Sá er munur á sjúkrahúsun- um og raforkuverunum, að engir kaupendur em að ork- unni og em þeir hvergi til nema í gömlum delluspám tækni- krata, en fúll þörf er á að reka spítalana með fullum afköstum. En sjúklingum er ýmist meinuð spítalavist eða þeir látnir út fyrir þröskuldinn. Landakotsspítali verður ekki lengur fullkomið og nýtískulegt sjúkrahús. Stefnt er að því að byggingamar verði einhvers konar langlegudeildir og elliheimili, taki við af hinu forna þjóðfélagsíyrirbæri kör- inni. Einhvers staðar þætti flott að leggja fullkominn nútíma- spítala undir slíka starfsemi. En hvað er ekki gert fyrir hagræð- inguna? Samdrátturínn Þeir sérmenntuðu starfs- menn sjúkrahússins, sem fjár- veitingavaldið (dagpeningaíýð- urinn) losnar nú við af launa- skrá sinni, eiga ekki í önnur sjúkrahús að venda til að fá störf við hæfi, því að alls staðar er verið að fækka fólki, sem er sér- þjálfað til að annast sjúka og starfa að heilbrigðismálum yfir- leitt. Hvergi fréttist samt af því að stöðugildum yfirmanna sé fækkað, eða að þeir, sem tekið hafa þrenn laun, láti sér nægja tvenn, hvað þá að hátignimar í heilbrigðiskerfinu lítillækki sig við að nota stimpilklukkur, eins og dauðlegir menn í öðmm starfsgreinum. Samdráttur, sparsemi og hag- ræðing em margtuggðir orða- leppar þeirra, sem valist hafa til að sjá um ríkisreksturinn. Fjöldauppsagnir á sjúkrahúsum og lokun spítala og deilda er sú hagræðing, sem vænlegust þyk- ir til að spara. Um það bil sem sáttatillagan var lögð fram í launasamning- unum miklu, sem standa yfir eðlilegan meðgöngutíma þeirra kvenna sem dymm Fæðingar- heimilisins er skellt á, viðrar forsætisráðherra þá hugmynd að vel komi til greina að slá er- lend lán til að efla atvinnulífið og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Líklega ekki rétt að maðurinn fari fram úr réttu megin á morgnana, eins og frægt er orð- ið. Sennilegra er að hann fari framúr beggja megin, og er það ekki á færi nema harðsnúnustu loddara. Að reka fólk úr störfum, sem mikil þörf er á að unnin séu, og slá svo dýr lán til að skaffa at- vinnubótavinnu heyrir fremur undir ónefnda grein læknis- fræðinnar en þá stjórnvisku, sem felst í hugtakinu hagræð- ing sem í nútímanum þýðir nokkum veginn hið sama og að pissa í skóinn sinn. Ráðdeildin Eftir lokun Kröfluvirkjunar og minni rafstöðva Iullar Blönduvirkjun á hálfum afköst- um til málamynda, og virkjanir við Sog og Þjórsá em langt frá að vera fullnýttar. Af því að virkjanir og línu- lagnir eru langt umfram þarfir, verður að selja þá takmörkuðu orku, sem kaupendur em að, á uppsprengdu verði. Stóriðjan fær að vísu ódýra orku, en aðrir atvinnuvegir og heimilin verða að blæða. Margháttaður atvinnurekstur er að kikna undir rafmagns- kostnaði, og víða er óráðsían dragbítur á nýjar atvinnugrein- ar og þróun annarra. í þessum efnum em þær atvinnugreinar best settar, sem notað geta olíu eða gas sem orkugjafa, enda fer það mjög í vöxt samtímis því sem orkuvemm ríkisins er lok- að. Miklar hitaveitur em enn í undirbúningi þar sem hægt er að koma þeim við, enda er það óðs manns æði að nota raforku á því verði, sem raun ber vitni, til húshitunar. Raforkan er sem sagt alltof dýr, hvort heldur er til atvinnurekstrar eða heima- brúkunar. Það mun einsdæmi í landi, sem teljast vill tæknivætt, að slökkt sé á orkuverum, sem ganga fyrir náttúmlegum og endumýjanlegum orkugjöfum og mengunarlausum í þokka- bót. En þetta tekst á íslandi og jafnframt em stöðvaðar margar túrbínur í öðmm orkuverum og verðinu haldið uppi til að ör- uggt sé að rafmagnsnotkun aukist ekki. Á sama tíma em tæknikratar og harðsvíraðir hagsmuna- aðilar að undirbúa stærri virkjanir en dæmi em um hér á landi og fara létt með að plata fjárveitingavaldið upp úr skónum, eins og fyrri dag- inn. Hagræðingin Samtímis því að Landakots- spítala er breytt í kararbæli í nafhi hagræðingar, em miklar húsasamstæður, sumar upp á 15 hæðir, reistar yfir aldraða og em kallaðar þjónustuíbúðir. Þörfinni fyrir íverustaði fyrir aldraða er nú fullnægt um allt land, að sögn heilbrigðisráð- herra. En einhver eftirspum mun vera í Reykjavík umfram framboð, enn sem komið er. Hins vegar em hundmð eða þúsundir slíkra íbúða í smíðum og mettast markaðurinn áreið- anlega innan tíðar. í ljósi þessa er næsta óskiljan- legt að gera Landakotsspítala að elliheimili, reka starfsfólkið og slá erlend lán til að skapa gervi- atvinnu. En ráðdeild og hagræðing krefst þess að stofnunum sé lok- að og starfsfólk rekið. Enginn neitar því að full þörf er á því að halda Landakotsspít- ala í fullum rekstri, eins og öll- um deildum annarra sjúkra- húsa. Biðraðir em eftir aðgerð- um og spítalavist. Samt er lokað og menntuðu starfsfólki sagt að éta það sem úti frýs. En af hverju er Landsvirkjun enn í sínu stóra húsi, og til hvers er verið að halda þar uppi dým starfsfólki og hvergi sparað og hvergi hagrætt? Orkustofnun með allar sínar kolmgluðu spár er í fullum gangi og engum dettur gagns- leysi hennar í hug. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.