Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. apríl 1992 Tíminn 9 Hafnarfjörður Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, er opin alla þriöjudaga frá kf. 17.00-19.00. Lltið inn i kaffi og spjall. Framsóknarfélögln I HafnarfírOt. Landsstjórn L.F.K. Fundur verður I Landsstjórn L.F.K. laugardaginn 2. maí n.k. kl. 8.30-10.30 I Bænda- höllinni I Reykjavik, 3. hæð. Allar konur, sem eru aðal- og varamenn, eru hvattar til aö mæta. Ath. breyttan fundartlma. Framkvæmdastjóm L.F.K. Miðstjórnarfundur Framsóknarfiokksins Miðstjómarfundur Framsóknarflokksins verður haldinn á Hótel Sögu, Átthagasal, dagana 2.-3. mai n.k. Fundurinn hefst laugardaginn 2. mal kl. 10.30. Dagskrá nánar auglýst slðar. Framsóknarfíokkurinn Miðstjórnarmenn Hinn geysivinsæli og viðburðariki SUF-klúbbur undir stjóm Ingu Óskars og Þórólfs verður haldinn með slnu heföbundna sniði I Ármúla ss40, 2. hæö, laugardagskvöld- ið 2. mai n.k. Húsið opnar kl. 21.00 og verður opiö fram eftir nóttu. Allir glaðlyndirframsóknarmenn velkomnir meðan húsrúm leyfir. Miðstjórnarmenn SUF 5. miðstjómarfundur SUF verður haldinn þann 2. mal kl. 10.00-13.00 I A-sal Hótet Sögu. Nánari dagskrá samkvæmt útsendu fundarboði. Framkvæmdastjóm SUF. Páll Pétursson Elin Stefán Lindal Guðmundsson Vestur-Húnvetningar Fundurinn um EES-samninginn verður í félagsheimilinu Ásbyrgi fimmtudagskvöldið 30. april kl. 21.00. Konur og Evrópu- samstarf Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir fundi i Kom- hlöðunni, Reykjavik, föstudaginn 1. mal kl. 16 til 18.30. Áfundinumfjallar RagnheiöurGuðmundsdóttir, sem hef- ur B.A.-próf I stjómmálafræði, um stöðu kvenna í Evr- ópusamstarfi. Á eftir verða umræður og fyrirspumir. Allar áhugakonur eru hvattar til að mæta. Framkvæmdastjóm LFK. Ragnheiður Guömundsdóttir Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins Miðstjómarfundur Framsóknarflokksins verður haldinn á Hótel Sögu, Átt- hagasal, dagana 2.-3. mai n.k. Dagskrá verður sem hér segir: Laugardagur 2. maí. Kl. 10:30 Setning. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarfiokksins. Kl. 10:35 Kosning starfsmanna fundarins: 2 fundarstjórar 2 ritarar Kl. 10:40 Yfirlitsræða formanns Kl. 11:40 Samþykktir flokksins um EES og EB. Guðmundur Bjamason, ritari Framsóknarflokksins. MATARHLÉ Ki. 13:00 Pallborðsumræður — Fyrirspumir úr sal. Þátttakendur: Árni Benediktsson, Haukur Halldórsson, HalldórÁsgrims- son, Páll Pétursson, Bjami Einarsson, Valgerður Sverrisdóttir. Stjómandi: Helgi Pétursson. Kl. 14:30 Lög fram drög að ályktun um EES. Steingrímur Hermannsson. Kl. 14:45 Almennar umræður. Kl. 17:25 Skipun nefndarum EES- ályktun. Kl. 17:30 Fundi frestað. Nefndarstörf. Sunnudagur 2. maf. Kl. 10:00 Lögð fram drög að stjórnmálaályktun. HalldórÁsgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Kl. 10:15 Aimennar umræður. Kl. 12:00 Skipun nefndar um stjórnmálaályktun. Kl. 12:05 Matarhlé. Kl. 13:05 Afgreiðsla ályktunar um EES. KJ. 14:30 Afgreiösla stjórnmálaályktunar. Kl. 16:00 Fundarslit. Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. I spegli Tímans „Haltu áfram aö brosa, fábjáninn þinn, “ á Elizabeth aö hafa hvæst í eyra manns síns, eftir aö hún haföi sett svo ofan f við hann að honum lá við gráti. Ekki allt slétt og fellt í sex- tugsafmæli Elizabeth Taylor? Svo sem kunnugt er, hélt Elizabeth Taylor upp á sextugsafmælið sitt 27. febrúar sl. með pomp og prakt í Disneylandi ásamt 1000 gestum. Herlegheitin eru sögð hafa kostað 100.000 dollara, en verið afmælis- barninu til blandinnar ánægju. Sagt er að margt hafi skyggt á gleðina, hjónaerjur þeirra Liz og Larrys, móðgandi ummæli súper- Cindy Crawford kom meö dónalega athugasemd um bakhluta af- mælisbarnsins, sem Elizabeth heyröi. Richard Gere roðnaöi og skammaöi konu sína, en Cindy bara hló. fyrirsætunnar Cindy Crawford um bakhluta afmælisbarnsins og fjar- vera góðvinarins Michaels Jackson, sem sumir segja að fáist ekki út úr húsi þessa dagana vegna hræðslu um að nefið á honum sé að hrynja eftir of margar fegrunaraðgerðir. Er þá fátt eitt upptalið. Liz hafði verið svo rausnarleg að bjóða nokkrum hommum, til að sýna stuðning sinn við baráttuna gegn eyðni, og þeir launuðu gest- risnina með því að ögra gestunum með opinskáu kynatferli, auk þess sem þeir veittust að sumum þeirra, s.s. David Bowie sem hommamir eru sannfærðir um að sé einn af þeim en í felum. Þar lá við handa- lögmálum. Það lá líka við handa- lögmálum þegar hommamir gerð- ust of nærgöngulir við Gregory Peck fyrir smekk sonar hans, Ant- honys. Ekki bætti úr skák að þau hjón, Elizabeth Taylor og Larry Fort- ensky, komu til veislunnar í vondu skapi. Hún hefur verið að stríða honum að undanförnu og upp- nefna hann, og sem vonlegt er á hann erfitt með að kyngja því. En þegar hann slappaðist eitthvað í að brosa til Ijósmyndaranna, mátti heyra hana hvæsa: „Haltu áfram að brosa, fábjáninn þinn!“ Larry hafði reyndar orðið á hroðaleg skyssa. Hann hafði mánuðum saman þrábeðið Liz um að mega fá heljarstóran, þýskan lögreglu- hund. Á endanum fékk hann lán- aða 500 dollara hjá einum lífverð- inum til að uppfýlla ósk sína, en ekki vildi betur til en svo, daginn fyrir veisluna, en að hundurinn gekk berserksgang og réðst á ást- kæru litlu kjölturakkana hennar Elizabeth, með þeim afleiðingum að vera kann að þurfi að aflífá einn þeirra. Til að koma Larry enn meira út úr húsi hjá konu sinni, Iétu ætt- ingjar hans mikið að sér kveða í veislunni, og þótti ekki allt pent sem til þeirra sást. Steininn tók þó úr, þegar þeir höfðu dregið sig í hlé á nærliggjandi hótel og lögðu það því sem næst í rúst. Einn þeirra braut salemisskál, en láðist að láta vita og að lokum hafði myndast flóð á þrem hæðum og skaðinn er metinn á mörg þúsund dollara. Það verður sennilega bið á því að Liz haldi slíka veislu aftur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.