Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIOI • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbn Sfmar 668138 & 667387 AUÐVITAÐ Sudurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 i Criíabriel SAiý ' HÖGG- > , DEYFAR jVerslió hjá fagmönnum \ varahlutir 1 Hamarsböfða 1 - s. 67-ó7-44t J 9 Tíminn FIMMTUDAGUR 30. APRlL 1992 Sigurður Líndal prófessor telur Alþingi tæplega valda því hlutverki sínu að setja landsmönnum lög: Bændur stofna samtök um eflingu landbúnaðar Sigurður Líndal, prófessor við Háskóla íslands, hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýútkomnu riti „Stjórnkerfi búvörufram- leiðslunnar og stjórnskipan íslands“ að ýmsu sé alvarlega áfátt Mögum og reglugerðum sem fjalla um stjórn búvörufram- leiðslunnar, einkum með tilliti til þeirra ákvæða stjórnarskrár- innar er eignar- og atvinnuréttindi varða og þeirra grundvallar- sjónarmiða sem að baki þeim búa. Sigurður segir að niðurstaða sín sé að Alþingi valdi tæplega hlutverki sínu, að setja lands- mönnum lög. Frumkvæði að því að Sigurður hóf gangur samtakanna er að standa rannsókn sína kom frá nokkrum vörð um hagsmuni bændastéttar- bændum á Norðurlandi. Bænd- innar og strjálbýlisins með því m.a. umir hafa nú stofnað samtök um að vinna að auknum almennum eflingu landbúnaðar og byggðar í skilningi á þjóðhagslegu gildi Iand- landinu. Samtökin heita Röst. Til- búnaðarins. Stofnendur samtak- anna telja að með breyttri land- búnaðarstefnu geti landbúnaður- inn átt bjarta framtíð. Þeir telja að framleiðslu á hágæðamatvöru til útflutnings sé ótvírætt eitt öflug- asta sóknarfæri atvinnulífs á lands- byggðinni sem geti tryggt þar bú- setu til frambúðar og aflað þjóðar- búinu verulegra tekna. Aðalfúndur samtakanna verður haldinn að Hrafnagili í Eyjafirði 3. maí næstkomandi. Samtökin eru öllum opin. Rit Sigurðar Líndal er mikið að vöxtum, 224 blaðsíður að lengd. í formála segir hann að meginnið- urstaða sín sé að Alþingi valdi tæp- lega mikilvægasta hlutverki sínu, að setja landsmönnum lög. Hann segir að það hafi Iengi tíðkast að Alþingi framselji hagsmunahópum og stjómkerfismönnum vald með því að heimila framkvæmdavald- inu að setja reglugerðir um nánari framkvæmd laga. Reglugerðimar séu oft það víðtækar að í þeim séu settar aðalreglur sem Alþingi sjálft ætti að setja. Sigurður nefnir nokkur dæmi um þetta. Hann seg- ir að valdaframsal Alþingis til stjórnvalda og hagsmunaaðila birt- ist í hnotskurn við gerð búvöm- samningsins 11. mars 1991. Hann segir að í skjóli rúmra ákvæða 30. greinar búvörulaganna frá árinu 1985 hafi verið samið um gerbreyt- ingu á framleiðslustjómun. Með skírskotun til sama ákvæðis hafi verið sett reglugerð sem sækir þó öll efnisatriði í Viðauka I sem er hluti búvömsamningsins. Um stórfellt fjárútlát vegna þessa hafi verið fengin almenn heimild í láns- fjárlögum og hafist handa um framkvæmdir. Að þessu öllu af- stöðnu hafi verið leitað eftir laga- heimildum og lög síðan sett - EÓ Óánægja með húsnæði umhverfismálaráðuneytis: Fatlaðir vilja betra aðgengi Öryrkjabandalagið sendi umhverfísráðuneytinu bréf fyrr í þessum mánuði þar sem bent er á hversu óaðgengilegt húsnæði ráðuneyt- isins að Vonarstræti 4 er fyrir fatlaða. í gær barst svo bandalaginu bréf frá ráðuneytinu ásamt greinargerð. Þar segir að ráðuneytið muni í samvinnu eiganda hússins, þ.e.a.s. Reykjavíkurborgar, leita eftir úrbótum á húsnæðinu. Ráðuneytið ætlar að beita sér fyrir því að lyftu verði komið fyrir í hús- inu þó það þýði mikla röskun á hús- inu og svo em fulltrúar borgarinnar ekki sáttir við að hún eigi að borga framkvæmdir. Arnþór Helgason, formaður Ör- yrkjabandalagsins, segir „óviðun- andi að ráðist sé í að flytja milli húsa í jafnvel óhagstæðara húsnæði en verið var í áður.“ í greinargerð ráðuneytisins er samt bent á að það hafi áður verið á 4. hæð í lyftulausu húsi án þess að kvörtun hafi borist. Þar segir einnig að erfitt sé að fá húsnæði í gamla miðbænum, sem uppfylli tilskilin ákvæði, nema til komi mikill kostn- aður vegna breytinga. Þó breytir það því ekki að stefnt verður að úrbótum í Vonarstræti 4. í gær samþykktu svo forystumenn fatlaðra ályktun þess efnis að fmm- varp um málefni fatlaðra sem Iagt hefur verið fram verði afgreitt á yfir- standandi þingi. Ályktunin var send félagsmálanefnd Alþingis ásamt þingflokkum. Talið er að í fmmvarp- inu felist miklar úrbætur í málefn- um fatlaðra. —GKG. Iðnþróunarsjóður lánaði 1,5 milljarða Á síðasta ári veitti Iðnþróunar- sjóður lán að uppbæð 1.544 milljónir króna, en það er óveru- leg aukning fri fyrra ári. Aðeins 186 miljjónir voru veittar tii skuldbreytinga á eidri lánum sjóðsins, en skuldbreytingar námu 539 milijónum króna árið 1990. Heildareignlr Iðnþróunar- sjóðs námu rúmum 6,5 milljörð- um um síðustu áramót og þar af voru útlstandandi lán 5,6 mil|j- arðar. Skuldir sjóðsins voru 3.770 milljónir um áramót og eigið fé sjóðsins nam 2.550 mil|jónum. Hrelnar tekjur Iðnþróunarsjóðs á sfðastiiðnu ári voru 15 milljón- ir króna, eftir að 116 miiljónir höfðu verið iagöar í afskrifta- reikning útiána, en beinar af- skriftir tapaðra lána námu þó að- eins 18 milljónum. Iðnþróunarsjóður er sameign Norðurlandanna fimm og var stofnaður tii þess að auðveida ís- landl inngöngu í EFTA árið 1970. Sjóðurinn hefur verið undir samnorrænni stjórn, en verður að fuiiu í eign íslands ár- ið 1995 þegar samningstímabii- inu lýkur. -EÓ Félagsmálaráöherra þurfti hjalp til aö komast milli hæöa í Alþingishúsinu. Tímamynd Ami Bjama Jóhanna Sigurðardóttir sest í hjólastól: Þjóðfélag þröskulda Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra settist í hjólastól í gær- morgun til að vekja athygli á ferlimálum fatlaðra. Ráðherra fór í leigubfl fyrir hjólastóla frá félagsmálaráðuneytinu að Alþingishús- inu og kannaði hvað mætti fara betur. Aðspurð sagði Jóhanna að það að fara um í hjólastól í Alþingishús- inu væri jafnerfitt og að koma málum í gegn í ríkisstjórninni, en í félagsmálaráðuneytinu væru að- stæður fyrir fatlaða betri. Jóhanna segir fatlaða ekki búa við mannréttindi í þjóðfélaginu og mikilla úrbóta væri þörf. í Alþingishúsinu komst Jóhanna aö því að fatlaðir kæmust að vösk- um en gætu aftur á móti ekki not- að kvennasalerni. Ekki komst hún heldur að ráðherrastólnum. Auð- velt var aftur á móti að komast um í matsal Alþingishússins. Þrír menn urðu að bera stól ráð- herrans upp stigana og sagði hann nauðsynlegt að koma upp stiga- lyftu í húsinu. Það er þó óvíst að það megi vegna reglugerða um friðun hússins. Tryggvi Friðjóns- son, framkvæmdastjóri Sjálfs- bjargar, var í fylgd með Jóhönnu og sagði hana verða í stólnum fram undir hádegi því þá hefði hún „öðrum hnöppum að hneppa." í dag heldur svo Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra ráðstefnu um ferlimál í Hafnarborg þar sem Jóhanna segir frá reynslu sinni í veru í hjólastól. Einnig verður fjallað um ákvæði í nýju frum- varpi til laga um málefni fatlaðra sem lúta að ferlimálum fatlaðra og fjármmögnun þess þáttar. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.