Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 30. apríl 1992 ■i MINNING Pálmi Sigurðsson Fæddur 22. febrúar 1914 Dáinn 21. apríl 1992 Pálmi Sigurðsson, húsasmiður, frá Skagaströnd er látinn. Hann fórst í bflslysi 21. aprfl. Pálmi var fæddur á Steiná í Svartárdal í Austur- Húna- vatnssýslu 22. febrúar 1914. Hann var sonur Ingibjargar Sigurðardótt- ur og Sigurðar Jakobssonar, er þar bjuggu. Pálmi var þriðja barn for- eldra sinna, en átti hálfbróður eldri, Pétur Pétursson, síðar bónda á Höllustöðum. Alsystkini Pálma voru Stefán bóndi á Steiná, Lilja húsfreyja á Akureyri, Friðrik verka- maður á Sauðárkróki, Sigríður hús- freyja á Hólabaki, og Jakob bóndi á Hóli. Pálmi ólst upp á Steiná, en fór ungur að heiman; stundaði vinnu- mennsku fyrst, en árið 1936 flytur hann til Skagastrandar og stofnar þar heimili með konu sinni, Hólm- fríði Hjartardóttur. Hólmfríður hafði áður verið gift Einari Péturs- syni og átti með honum fjögur börn: Þóri Hauk, Ástu, Öldu og Rögnu. Pálmi og Hólmfríður eign- uðust fjögur börn: Ingibjörgu Perlu ljósmóður, Gunnar byggingameist- ara, Sigurð sjómann, og Súsönnu. Pálmi var róttækur í skoðunum og gerðist á þessum árum liðsmaður sósíalista. Valdist hann fljótlega til forystu í verkalýðsbaráttu á Skaga- strönd, enda var hann vel til forystu fallinn, skarpgreindur, stefnufastur málafylgjumaður og gjörþekkti lífs- baráttu stéttar sinnar. I stríðslok hófst mikil uppbygging á Skaga- strönd. Þar var ráðist í miklar hafn- arframkvæmdir, reist sfldarverk- smiðja og menn bundu vonir við uppgang vegna sfldveiða. Pálmi varð formaður verkalýðsfélagsins 1945 og stjórnaði verkalýðsbarátt- unni á Skagaströnd á miklum um- brotatímum. Hann var formaður verkalýðsfélagsins um 12 ára skeið og síðar allmörg ár formaður deild- ar landverkafólks. Pálmi sat í hreppsnefnd í fjögur kjörtímabil og skipaði nokkrum sinnum sæti ofar- lega á framboðslistum Alþýðu- bandalagsins við kosningar til Al- þingis. Sfldin hvarf og uppbyggingin á Skagaströnd stöðvaðist langa hríð. Þessu fylgdi mikið og viðvarandi at- vinnuleysi. Heimilisfeður urðu að leita sér að vinnu þar sem hana var að fá. Pálmi brá á það ráð að sækja vinnu suður, bæði vertíðarvinnu svo og smíðavinnu. Fjölskyldan gekk frá nýlegu húsi sínu á Skaga- strönd og bjó í Reykjavík árin 1956- 61, en flutti þá aftur til Skaga- strandar. Pálmi stundaði þó smíða- vinnu í Húnaþingi meira og minna öll þessi ár, byggði m.a. félagsheim- iliö Húnaver. Síðar stjórnaði Pálmi byggingaflokki á vegum Búnaðar- sambands Austur-Húnvetninga mörg sumur. Mér er nær að halda að byggingar eftir Pálma séu á flest- öllum bæjum í sveitum Austur- Húnavatnssýslu. Þá voru uppgangs- tímar í landbúnaði héraðsins og bú- um við mjög að verkum hans. Segja má að hann hafi breytt héraðinu. Pálmi öðlaðist réttindi húsasmiða, enda mjög fær smiður. Árið 1973 fluttu Pálmi og Hólm- fríður til Reykjavíkur. Gerðist Pálmi smiður á vegum Olíufélagsins og vann þar næsta áratug, en lét þar af störfum sjötugur. Ég átti þess kost að kynnast Pálma náið, bæði sem föðurbróður, hús- bónda og samstarfsmanni. Ég vann hjá honum eitt sumar við byggingu Húnavers, og betri yfirmann og ósérhlífnari félaga er vart hægt að hugsa sér. Við vorum lengst af tveir í verki og bjuggum í tjaldi. Síðar hjálpaði hann mér margsinnis við byggingar eða byggði fyrir mig. Það, sem einkenndi Pálma öðrum fremur, var ákaflega staðfastur heiðarleiki og trúmennska, ásamt mjög næmri réttlætiskennd. Hann vildi hag þeirra, sem voru með hon- um í verki eða fólu honum umboð sitt, sem bestan, jafnframt því að allir, sem hann skipti við eða vann hjá, fengju það, sem þeir greiddu, vel útilátið. Starfsþrek Pálma var mikið, ásamt ótrúlegri kappsemi og elju, að hvaða verki sem hann gekk. Þar að auki var Pálmi ákaflega skemmtilegur í samtali og háttvís í umgengni. Pálmi átti einlægan vilja til að bæta heiminn og tókst alls staðar að koma fram af drengskap, öðlast traust manna. Eftir að Pálmi hætti störfum hjá Olíufélaginu hjúkraði hann konu sinni Hólmfríði, sem orðin var sjúk- lingur. Annaðist hann hana af mik- illi umhyggjusemi og þolinmæði. Hólmfríður dó 15. desember síðast- liðinn. Nú er Pálmi látinn. Eftir lifir í hug- um samferðamanna minningin um heiðarlegan, göfugan og góðan mann. Eg er stoltur af að hafa átt hann að frænda, félaga og vini, og votta börnunum hans hluttekningu mína. Páll Pétursson Ákall um hj álp! Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational vilja vekja athygli þína á þeim mannréttindabrotum, sem sagt er frá hér að neðan, og vona að þú sjáir þér fært að skrifa bréf til hjálpar fómarlömbum þeirra. Þú getur lagt fram þinn skerf til þess að samviskufangi verði látinn laus eða að pyndingum verði hætt. Boð- skapur þinn getur fært fórnarlömb- um „mannshvarfá' frelsi. Þú getur komið í veg fyrir aftöku. Fórnar- lömbin eru mörg og mannréttinda- brotin margvísleg, en hvert bréf skiptir máli. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings því fólki sem hér er sagt frá, og krefst einung- is undirskriftar þinnar. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja eða koma á skrif- stofu samtakanna að Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 16-18 í síma 16940 eða senda okkur línu í póst- hólf 618, 121 Reykjavík. Ghana Jacob Jabuni Yidana er fyrrum yfir- lögregluforfngi, sem hefur setið af sér átta ára fangelsisdóm og er nú í gæsluvarðhaldi án ákæru og undan- genginna réttarhalda. Að öllum lík- indum er ástæða varðhaldsins sú, að hann bendlaði ríkisstjómina við morð á þremur hæstaréttardómur- um og liðsforingja á eftirlaunum ár- ið 1982. Hann er samviskufangi. Jacob Yidana tilkynnti niðurstöður rannsóknar sinnar til sérstaks rann- sóknarráðs, og komst að þeirri niður- stöðu að lögsækja ætti 10 manns vegna morðs, þ.á m. æðsta yfirmann öryggislögreglunnar. Fjórir í þessum hópi manna voru fundnir sekir um morð árið 1983 og teknir af lífi. Þeir höfðu verið dæmdir af opinberum dómstóli sem talinn var hallur undir yfirvöld, án þess að njóta aðstoðar verjanda. Fimm aörir, sem bendlaðir voru við morðin, þar með talinn yfir- maður öryggislögreglunnar, voru ekki lögsóttir, að öllum líkindum af pólitískum ástæðum. í ágúst 1983 var Jacob Yidana einn- ig sakfelldur af sama dómstóli, án þess að hafa rétt til áfrýjunar, fyrir að hafa leynt einum leiðtoga misheppn- aðrar uppreisnar sem gerð var 1982. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi. Vitni saksóknara voru, samkvæmt heimildum, annað hvort pynduð eða beitt ýmiss konar öðrum þrýstingi til að fá fram falsaðar sannanir gegn honum. Jacob Yidana var settur í gæsluvarð- hald í júlí 1988. Þetta kom í veg fyrir lausn hans frá skilorði þá, eða við lok dómsins á árinu 1991. í desember 1991 var ósk um að dómari úrskurðaði um lögmæti frelsissviptingarinnar vísað frá og ríkisstjórnin gaf út afturvirka fyrir- skipun sem gerði ríkisstjórninni kleift að halda honum áfram. Lögin, sem stuðst var við, eru frá árinu 1982 og veita leyfi til ótakmarkaðs gæslu- varðhalds, án réttar og ákæru, „af þjóðaröryggisástæöum". Rétturinn til að rengja gæsluvarðhald af þessu tagi var afnuminn af ríkisstjórninni árið 1984. Frá því 1981 hefur hundr- uöum manna verið haldið í krafti þessara laga, sumum í meira en átta ár. • Vinsamlegast sendið bréf og farið fram á að Jacob Yidana verði látinn laus nú þegar og án skilyrða. Skrifið til: Flight-Lieutenant J J. Rawlings Chairman, Provisional National Defence Council P.O. Box 1627 Accra Ghana E1 Salvador María Cristina Gómez, meölimur í stéttarfélagi kennara, var drepin af „dauöasveit" í San Salvador hinn 5. apríl 1989. í aprfl fyrir þremur árum neyddu fimm vopnaðir menn, borgaralega klæddir, bamaskólakennarann Maríu Cristinu Gómez inn í bfl. Nemendur hennar ásamt öðrum vitnum horfðu á án þess að geta nokkra rönd við reist. Tveimur klukkustundum síðar fannst lík hennar með sár eftir fjórar byssukúlur og brunasár víðs vegar Aöalfundur w Kaupfélags Árnesinga Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga verður hald- inn í Hótel Selfossi fimmtudaginn 7. maí n.k. og hefst kl. 10.00 árdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Breytingar á samþykktum félags ins. Stjórn Kaupfélags Árnesinga. Vélsleðakerra til sölu Nýleg sleðakerra, mjög vel smíðuð ekki yfirbyggð með Ijósabúnaði. Uppslýsingar í síma 685582 María Crístina Gómez. um líkamann. María Cristina Gómez var virkur fé- lagi í stéttarfélagi kennara og í kvennahreyfingu. Vitni að morðinu og mannréttindahreyfingar rekja morðið, sem framið var í anda „dauðasveitanna", til meðlima flug- hersins. Yfirvöld gerðu hins vegar lít- ið til að finna þá seku; vitnisburði sjónarvotta var hvorki fylgt eftir, né var krufning framkvæmd. Fjölskylda hennar bíður enn eftir því að réttlæt- inu verði fullnægt. María Cristina Gómez er í hópi óteljandi fjölda borgara sem hafa ver- ið teknir af lífi án dóms og laga síðan 1980. Herinn og „dauðasveitirnar“ hafa tengst öllum þessum mann- drápum. Meðlimir stéttarfélaga og annarra grasrótarsamtaka hafa orðið sérstaklega fyrir barðinu á drápum og „mannshvörfum" hinna vopnuðu sveita, sem hafa ásakað fórnarlömbin um að styðja Farabundo Martí skæruliðasamtökin (FMLN). Flest málin hafa aldrei verið rannsökuð og aftökur án dóms og laga hafa haldið áfram án þess að hinir seku hafi verið leiddir fyrir rétt. í janúar 1992 gerðu ríkisstjórnin og FMLN með sér friðarsáttmála, sem skuldbatt báða aðila til að virða ýmis atriði varðandi almenn mannrétt- indi. Rannsóknamefnd var stofnuð til þess að rannsaka öll ofbeldisverk beggja aðila allt frá 1980, „sem hafa haft þau áhrif á samfélagið að miklu skiptir að almenningur fái að vita sannleikann um þau“. Þau mannrétt- indabrot, sem eru ekki rannsökuð af nefndinni, falla undir sérstök lög um sakaruppgjöf, sem sett voru í síðast- liðnum janúar og veita afbrotamönn- um friðhelgi. Öll fórnarlömb mannréttindabrota og ættingjar þeirra eiga rétt á að sannleikurinn um þessi mál verði gerður opinber. Mál Maríu Cristinar Gómez og önnur af sama tagi mega ekki liggja órannsökuð og þá, sem ábyrgir eru, ætti að leiða fyrir dóm- stóla til að koma í veg fyrir að slíkir glæpir endurtaki sig. • Vmsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að mannréttinda- skilmálarnir í friðarsáttmálanum verði notaðir til þess að varpa ljósi á morð Maríu Cristinar Gómez og til að flýta nákvæmum rannsóknum á öllum ásökunum um aftökur án dóms og laga. Skrifið til: Procurador Nacional de Derechos Humanos Fiscalía General de la República San Salvador EI Salvador Kúveit ‘Umar Shehadeh' Abdallah Hamd- an Abu Shanab, 31 árs gamall sjúkrahússtarfsmaður, var dæmd- ur til 15 ára fangelsisvistar fyrir herrétti í júní 1991 eftir ósann- gjöm réttarhöld, vegna meintrar samvinnu við íraka meðan þeir höfðu hersetu í Kuwait Sam- kvæmt fregnum er honum haldið í einangrun í fangelsi í Kúveit. ‘Umar Abu Shanab er Palestínu- maður af jórdönskum uppruna, en fæddur í Kúveit. Hann „hvarf' eftir að hafa verið handtekinn af kú- veiska hernum við al-Razi spítal- ann, í Iok febrúar 1991. Afdrif hans voru ókunn þar til í júní 1991, þeg- ar kúveisk yfirvöld létu fjölskyldu hans vita að hann hefði verið ákærður um „samsæri" og dæmdur til 15 ára fangelsisvistar. Honum var gefið að sök að hafa látið íröskum hermönnum í té lyf, þegar þeir komu á spítalann til meðferðar. Lagaleg framkvæmd réttarhaldanna var gölluð í öllum meginatriðum. Margir hinna sakfelldu fengu hvorki lagalega aðstoð né möguleika á að áfrýja dómunum til hærri dómst- iga. ‘Umar Abu Shanab var, að sögn, pyndaður í gæsluvarðhaldinu og ættingjar hans óttast að pyndingum og illri meðferð verði haldið áfram. Fjölskyldu hans var leyft að heim- sækja hann eftir dómsúrskurð, en síðan hefur þeim verið neitað um heimsóknarleyfi og er ættingjum hans nú bannað að hafa samskipti við hann. Einangrun hans getur auk þess valdið því að hann verði fyrir frekari misþyrmingum. • Vinsamlega sendið kurteislega orðað bréf og farið fram á að ‘Umar Abu Shanab verði tafarlaust leyft að hitta ættingja sína, að meintar pyndingar verði rannsakaðar og að mál hans verði tekið upp að nýju. Skrifið til: His Excellency Ahmad al- Hammoud al-Jaber Minister of Interior Ministry of Interior Safat Kuwait

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.