Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. apríl 1992 Tíminn 3 Frumvarp framsóknarmanna um lyijadreifingu: Útboða leitað á lyfjamörkuðum Finnur Ingólfsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir skorta að þjónusta við einstaklinga sé nægilega tryggð í tillögum heil- brigðisráðherra um breytingar í lyfjadreifingu. Lyfjafrumvarp frá Finni og öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins liggur nú þegar fyrir á Alþingi. Finnur segir að þar sé gengið lengra í þá átt að auka samkeppni í lyfjadreifingu og lyfsölunni sem og að tryggja dreifingu lyfja um land- ið. „Mér finnst vanta í tillögu heil- brigðisráðherra með hvaða hætti á að tryggja lægra verð lyfja inn í landið," segir Finnur. Hann segir að frumvarp þeirra framsóknarmanna eigi að geta tryggt mjög lágt verð, því gert sé Finnur Ingólfsson. Yfirlýsing vegna Fæðingarheimilis Reykjavíkur: Einn læknir á tveimur stööum ráð fyrir að ríkið, sem einn stór lyfjakaupandi, Ieiti leiða til útboða á alþjóðlegum markaði. „Stór innkaup geta Ieitt til þess að verð lækkar,“ segir Finnur. „Þannig að mér frnnst ýmislegt skorta í þessar tillögur sem hafa nú séð dagsins ljós.“ Eins og tillögur heilbrigðisráð- herra gerir frumvarp þeirra fram- sóknarmanna einnig ráð fyrir að hver sem er geti séð um rekstur apóteka. „Við gerum ráð fyrir að leitað verði tilboða hjá aðilum um að dreifa lyfjum á sem hagstæðast- an hátt. Þá verður að vera ljóst að ákveðnar öryggiskröfur verði virt- ar.“ —GKC. Aðalfundur Rauða kross íslands Aðalfundur Rauða kross íslands verður haldinn í Stykkishólmi 30.-31. maí nk. Fundurinn verður settur á Hótel Stykkishólmi kl. 10 laugardaginn 30. maí. Dagskrá samkvæmt 16. gr. laga RKÍ. Stjórn Rauða kross íslands. AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS „Fjöldi fæðinga og önnur læknis- fræðileg vandamál, sem krefjast úr- lausna á vöktum á Kvennadeild Landspítalans, eru það mikil að ókleift er með öllu að sami sérfræð- ingur sinni samtímis vöktum þar og á Fæðingarheimili Reykjavíkur," segir í yfirlýsingu sem sérfræðingar kvennadeildar Landspítalans hafa sent frá sér. Þeir segja einn lækni ekki geta tak- ið ábyrgð á fæðingum sem fara sam- tímis fram á tveimur stöðum. Það Jórarinn Þórarinsson, fyrrver- andi alþingismaður og ritstjóri. Ritgerðasafn Þórarins Vrnir og samstarfsmenn Þórarins Þórarinssonar, fyrrum alþingismanns og ritstjóra Tímans, hafa ákveðið að gangast fyrir útgáfu ritgeröa- og greinasafns eftir hann og er fyrirhug- að að bókin komi út í haust Efnisval er unnið í samráði við Þórar- in og undirbúningur útgáfunnar vel á veg kominn. Ritið verður um 240 bls. að stærð, vandað að frágangi í hví- vetna. Til þess að tryggja fjárhagsafkomu út- gáfunnar er sú leið valin að safna áskrifendum að bókinni. Áætlað áskriftarverð er á bilinu kr. 2.500 - kr. 2.900. Hefur þegar verið hafist handa um áskriftasöfnun. Nöfn áskrifenda verða birt sem heilla- óskaskrá í bókinni. Því er æskilegt að þeir, sem til verður leitað með sér- stöku bréfi og óska að heiðra Þórarin á þennan hátt, staðfesti áskrift sína tím- anlega. Þess skal getið að áskriftarloforð ber að senda skrifstofu Framsóknarflokks- ins, Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík. Sími þar er 624480. getur skyndilega þurft að grípa inn í fæðingu til að bjarga barni og þá geta örfáar mínútur skipt sköpum. Framhald fæðinga á Fæðingarheim- ili Reykjavíkur snýst að áliti sér- fræðinganna um það hvort hið opin- bera eða einstaklingar séu reiðu- búnir til að greiða kostnað af sér- stakri læknavakt þar. í yfirlýsingunni er athygli vakin á að tíðni dauðsfalla úti á landi þar sem ljósmóðir og læknir fylgjast með meðgöngu og fæðingu frá upp- hafi til enda og allt afbrigðilegt er sent á sérhæfð sjúkrahús segir ekki til um hvort réttlætanlegt sé að fæð- ingar fari fram á Fæðingarheimili Reykjavíkur án þess að læknir sé þar tiltækur. —CKG. FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.92-01.11.92 12.05.92-12.11.92 kr. 55.173.33 kr. 60.818.00 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS ^lðjufélagar! Fjölmennum!^ felags- FUNDUR Iðja, félag verksmiðjufólks, boðar alla félags- menn sína til félagsfundar í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, mánudaginn 4. maí n.k. kl. 17:00. ^ Dagskrá: ^ 1. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara kynnt. 2. Önnur mál. V J Kaffiveitingar. Stjórn Iðju. Allir Iðjufélagar eru hvattir til að mæta. ^lðjufélagar! Fjölmennum!^) ATKVÆÐAGREIÐSLA UM MIÐLUNARTILLÖGU ^ RÍKISSÁTTASEMJARA y Iðja, félag verksmiðjufólks, efnir til allsherjaratkvæða- greiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16, sem hér segir: Þriðjudaginn 5. maí kl. 9:00-18:00 Miðvikudaginn 6. maí kl. 9:00-22:00 Þá verður mögulegt að greiða atkvæði um miðlunar- tillöguna að loknum félagsfundinum 4. maí. Allir þeir, sem eru starfandi á samningssviði félagsins, hafa rétt á að greiða atkvæði um sáttatillöguna. Þeir, sem ætla að taka þátt í atkvæðagreiðslunni, skulu framvísa persónuskilríkjum. Þeir, sem nýlega hafa hafið störf á félagssvæðinu, eru beðnir um að hafa með sér síðasta launaseðil til staðfest- ingar á aðild sinni, þar sem félagið kann að skorta upplýs- ingar um þá. C Iðjufélagar. Takið þátt í ^ I allsherjaratkvæðagreiðslunni J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.