Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.04.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 30. apríl 1992 Bætt við sætum í Borgarleikhúsinu Vegna mikillar eftirspumar á sýn- ingar Leikfélags Reykjavíkur á „Þrúgur reiðinnar" í Borgarleikhús- inu hefur verið ákveðið að bæta við tveim sætaröðum í Stóra sal Borgar- leikhússins. Þegar æfingar stóðu yf- ir á „Þrúgunum" var ákveðið að taka burt úr salnum tvær fremstu sæta- raðirnar og hafa bil frá sviðsbrún að áhorfendasvæði. Um svipað leyti stóð undirbúningur yfir að sviðsetn- ingu á La Boheme, en undir þessum tveim sætaröðum er hljómsveita- gryfja hússins. Þar sem ekkert lát er á eftirspum eftir miðum á sýningar á Þrúgunum, en nú er uppselt á um 20 sýningar fram í tímann og skammt eftir af leikárinu, hefur ver- ið ákveðið að bæta þessum tveim sætaröðum aftur í salinn. Af þessum sökum bjóðast nú sæti á þær sýn- ingar sem áður var uppselt á, en út- sýn er ekki lakari úr þessum sætum en annars staðar úr salnum. Mynd: Forystumenn djasshátíöarinnar og Ríkisútvarpsins kynntu hátíöina fyrir fjölmiölum í gær. Tfmamynd Ami Bjama RÚREK haldin í annaö sinn Djasshátíð Reykjavíkurborgar og Djassdeildar Félags íslenskra hljómlistarmanna, RÚREK, verð- ur haldin í annað sinn dagana 9. til 16. maí 1992. Fjöldi erlendra og innlendra listamanna leikur á há- tíðinni. Stjórn RÚREK veitti styrki til íslenskra hljóðfæraleik- ara til að setja saman hljómsveit og semja verk til að flytja á hátíð- inni. Verkin verða flutt á Hótel Sögu undir lok hátíðarinnar. Há- tíðin verður sett í Ráðhúsinu 9. maí. Meðal listamanna sem koma fram á hátíðinni má nefna Joe Hendr- ickts, en hann hefur um langt ára- bil verið einn fremsti karlsöngvari djassins og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir list sína. Á hátíðina koma einnig bandaríski djass- söngvarinn Richard Boone, sænski söngvarinn Svante Thureson og fé- lagar, danski djassleikarinn Karsten Houmark og Finnarnir Jukka Perko og Pekka Sarmanto. Meðal íslenskra listamanna sem leika og syngja á hátíðinni má nefna Andreu Gylfadóttur, Sigurð Flosason, Árna Egilsson, Jón Pál Bjarnason, Pétur Östlund, Árna Scheving, Rúnar Georgsson, Viðar Alfreðsson og Tómas R. Einarsson svo fáeinir séu nefndir. -EÓ Þorbjörg Siguröardóttir í hlutverki Haglélsins og Haukur Þor- steinsson í hlutverki Norðanvindsins. Leikfélag Sólheima frumsýnir verk: 20 leikarar og kór Leikfélag Sólheima frumsýndi .Ævintýrið um risann eigingjarna" eftir sögu Oscars Wilde á sumardaginn fyrsta. Yfir 20 manns taka þátt í sýningunni auk Sólheimakórins. Með helstu hlutverk fara Sigurður Gíslason, Haukur Þorsteinsson, Þorbjörg Sigurðardóttir og Geir Sigurjónsson. Leikstjóri, búningahönnuður og sviðsmyndahönnuður er Alexandra Kjur- egej Argúnova. —GKG. Segulómunartæki til Landspítalans Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að leggja til við Alþingi að veitt verði aukafjárveiting til Landspítal- ans til að standa straum af kostnaði við segulómunartæki. Fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að gefa spítalan- um tækið á 60 ára afmæli hans. Aukafjárveitingin er upp á 55 millj- ónir króna, en segulómunartækið og uppsetning þess kostar alls um 130 milljónir króna. Tækið er kom- ið til landsins og hefur verið sett upp á Landspítaianum. - EÓ Úr hjólastóli í formannsstól? Marxísk arfleið Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra settíst í hjólas tól í gær og kynnti sér af eigin raun þá erfiðleika sem fatlaðir mæta á degi hverjum við að yfirvinna far- artálma, sem aðrir hugsa ekki einu sinni út í. Jóhanna mun flytja erindi á ráðstefnu um ferli- mál fatlaðra I dag þar sem hún segir frá reynslu sinni af setunni {hjólastólnum. í hjólför Davíðs En ýmsir málsmetandi menn hafa túlkað þetta hjólastólaævin- týri Jóhönnu á annan hátt og gef- ið I skyn að hér sé um stórpólit- ískan leik að ræða hjá varafor- manni Alþýðuflokksins. Þessir stjómmálaskýrendur hafa rifjað það upp að aðeins einu sinni hef- ur það gerst áður í íslenskri stjóramálasögu að pólitískur for- ystumaður setjist í hjólastól til að kynna sér ferlimál fatlaðra. Það var Davíð Oddsson, sem þá var hvorid orðinn fortnaður Sjálf- stæðisflokksins né forsætísráð- herra. Hins vegar má rifja það upp að þegar Davíð settist í hjóla- stóllnn á stnum tíma stóð hann í ströngu vlð að styrkja stöðu sína innan og utan Sjálfstæðisflokks- ins og þó hann hafi þá ekki verið búinn að gefa út að hann ætlaði gegn Þorsteíni f formannsslag var Ijóst að mikil átök voru í upp- siglingu. Hins vegar fékk Davíð mikla fjölmiðlaathygli út á hjóla- stólaatriðið — jákæða athygli sem fleyttí honum alla leið inn í þátt þeirra Spaugstofumanna, sem tvímælalaust hefur átt stór- an þátt í velgengni hans í valda- baráttunni innan flokksins. Kratar á tímamótum í dag standa íslenskir kratar á tímamótum og mikið hefur verið rætt um hugsnalegt mót- framboð Jó- hönnu gegn sitj- andi formanni, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Með hliðsjón af sögulegum hefðum og nýlegum fordæmum hlýtur því sú ákvörð- un Jóhönnu að setjast í hjólastól- inn nú að hafa meira gildi og djúpstæðari merkingu en ætla mætti í fyrstu. Garri tekur því undir með þeim stjórnmáiaskýr- endum sem telja að þetta sé að- elns fyrsta skrefið eða fyrsti stólllnn — næst verði það for- mannsstóllinn í Alþýðuflokkn- um, sem margir telja raunar að sé háifgerður hjólastóll vegna sundurlyndis og stefnuleysis flokksins. Ekki er ótrúlegt aö ef þessi leikfétta Jóhönnu gengur upp, þá muni hún taka stefn- una á stól forsætísráðherra og hefur hún þá leikið eftír sams konar stólastökk og Davíð Odds- son framkvæmdL Fræðimenn hafa í þessu sam- bandi bent á að hugmyndafræði Al- þýðuflokksins byggir að verulegu leyti á kenningagrunni Karis heit- ins Marx, en það mun einmitt hafa verið Marx sem benti á það á sínum tíma að allir hlutir í mannkynssög- unni gerðust með eínhverjum hættí tvisvar. í fyrra sinnið sem harmleikur og í seinna skiptíð sem skopmynd af þessum harmleik. Þessi spádómur á í raun vel við um Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðu- flokkinn, ekki síst í núverandi stjórnarsamstarfi. Síðastliðið ár hefur það verið Sjálfstæðisflokkur- inn sem lagt hefur línumar og tek- ið hörmulegar ákvarðanir um skemmdarverk á velferðarþjóðfé- laginu. Það hefur svo komið t hlut Alþýðuflokksins að taka þær ákvarðanir upp á nýtt og útfæra þær í einstökum atriðum. Sú út- færsla hefur oftar en ekki slegið við bestu försum leikhúsanna. Það er þvt ekki að ástæðulausu að menn hafa dustað rykið af díalek- tískum fræðum og beita fyrir sig marxisma-lenínisma og hugsun Maó Tse Tungs til að reyna að skyggnast undir yfirborð þeirrar ákvörðunar Jóhönnu að endurtaka þjóiastólaatriði Davfðs. Hvort henni tekst að vekja með sér þá samúð sem gagnaðlst núverandi forsætisráðherra svo vel í hans for- frömun er enn óráðið og framhald- ið ræðst á flokksþingi kratanna í sumar. Garri Kabúl — Hinir nýju valdhafar úr röðum mujaheddin skæmliða hitt- ust i Kabúl i fyrsta sinni f gær. Það varpaöi skugga á jsessa hátlðlegu stund að einn skæmliðaforingj- anna, sem ekki hafði fengist til sáttaviðræðnanna, hélt enn uppi bardögum. Kvíðafullir verslunareig- endur hófu hikandi að reyna að enduriífga útimarkaði í borginni, en fjariægar dunur frá skriödrekaskot- hríð ollu því að ýmsir höföu hlera enn fyrir gluggum. Kabúl — Forsætisráðherra Pak- istans, Nawaz Sharif, kom fljúgandi til Kabúl í gær, þótt skot bérgmál- uðu ekki allfjam flugvellinum. Þetta er fyrsti þjóðhöfðinginn sem heim- sækir landið eftir að hin nýju stjóm- völd tóku við. Á móti försætisráð- herranum tók Sibghatullah Moj- addi, sem er æðstí maður is- lamskra trúarbragða í Afghanistan. Belgrad — Júgóslavneskur her undir forystu Serba gerði nýjar árásir í Bosníu-Herzegovinu í gær og neitaði að hverfa á brott úr lýð- veldinu. Þetta varð tíl að draga úr vonum um að ffiður komist á og eykur líkur á einangmn Serba á al- þjóðavettvangi. Helsinki — Evrópsk öryggismála- ráðstefna hófst i Helsinki ( gær og lágu fúlltrúar undir þrýstíngi að neita aö viöurkenna hina nýju Júgóslavlu sem Serbar vilja koma á föt, sem arftaka gamla alþýðulýðveldisins. En fulltmar á ráðstefnunni sem heit- ir „Ráðstefna um öryggi og sam- starf í Evrópu" áttu ekki von á að skjótrar niðurstöðu væri að vænta um jjetta efni. Bonn — IG Metall, stærsta verka- lýðssamband Þýskalands, gerði skyndiverkfall i gær víða um vestur- hluta landsins. Það jók á truflanir á flutningum, póst- og sjúkrahúsa- þjónustu sem þegar vom nokkrar fyrir vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Almenningur tekur (Dessum atburðum af tiltölulegri nó- semi og öngþveiti hefur ekki skap- ast, sem stjómvöld vom þó talin vona að gerðist tíl að knýja félögin til undanhalds. Odessa — Ukrainumenn og Rússar hófu í gær viðræður um Svartahafsflotann. Talið er að báð- um sé Ijóst að náist ekki samkomu- lag um skiptingu hans gæti það valdið alvariegum árekstmm og ógnað hinu nýja samveldi. Alma Ata — Forsætisráðherra Tyrklands, Suleyman Demirel, kom i gær í opinbera heimsókn til Kaz- akhstan. Þar þykir hann tala mjög í þeim anda sem líklegur sé til að falla i geð múslima meðal ibúanna. Belfast — Viðræður hófust í gær milli stjómmálaflokka á N-lriandi í von um að binda megi enda á deil- ur þær sem í héraðinu geisa. Ekki var fundurinn fyrr hafinn en grimu- klæddir menn skutu til bana kaþ- ólskan mann í þjónustumiðstöð inni í borginni. Philadelphia — Bill Clinton, sem mestu gengi á að fagna meðal demókrata sem hyggja á förseta- framboð, vann afgerandi sigur i Pensylvaníu i gær. Þykist hann viss um að hljóta útnefningu flokksins. Cairo — Utanrikisráðherrar araba- ríkja komu saman tíl fúndar í gær tfl þess að semja drög að sameigin- legri ályktun rikja sinna um deilu Li- býu við Vesturlönd. Colombo — Minnst 74 Sri-Lanka menn, þar af mörg böm, létu lífið er hryðjuverkahópur Tamfla réðst á þorp múhameðstrúarmanna. Þeir er af lifðu hófu gagnárás og felldu marga menn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.