Tíminn - 10.09.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.09.1994, Blaðsíða 1
SÍMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Laugardagur 10. september 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 169. tölublað 1994 Lcekkun útvars hjá Garbabæ: Alls ekki sjálfgefið Ingimundur Sigurpálsson, bæj- arstjóri í Garbabæ, segir alls ekki sjálfgefiö ab útsvarspró- senta bæjarbúa lækki þótt lög- bundib lágmark hennar verbi afnumib. Tekjur Garbabæjar jukust um 83 milijónir króna vib breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga á síb- asta ári. Hann á ekkert frekar von á því ab niburstaban verbi ab lækka út- svarib enda segir hann ab bærinn hafi haft óvenju litlar tekjur af abstöbugjaldinu og heildartekjur bæjarins því verib tiltölulega lág- ar áður en lögunum var breytt. Hann segir líka að útgjöld sveit- arfélagsins aukist mjög hratt. „Kröfur fólks til þjónustu sveit- arfélagsins eru alltaf ab aukast. Til dæmis var einsetning skóla eitt aðal kosningamálið í vor og við höfum tekið upp niður- greiðslur á strætisvagnasamgöng- um upp á 30 milljónir," sagði Ingimundur. Gubrún Björn Grétar Gubrún vill fá Björn Grétar sem formann AB Gubrún Helgadóttir, alþingis- maður fyrir Alþýbubandalagib í Reykjavík, lýsir því yfir í viðtali vib Tímann í dag að hún vilji aö Björn Grétar Sveinsson, formab- ur VMSÍ, verði næsti formaður Alþýöubandalagsins. Hún segir tíma kominn til ab fá til forustu fólk sem þekki af eigin raun lífs- kjör og sjónarmið launafólks í landinu. Sjá ítarlegt viðtal vib Guðrúnu á blaðsíðu 2. Vib þurfum ab skapa fleiri ný tækifæri „Mér skilst á Halldóri Ás- grímssyni ab hann eigi jafnvel fleiri frændur í Kanada en á ís- landi, sem kemur e.t.v. ekki á óvart mibab vib fjölda manna af íslenskum ættum í Kanada. Eiginlega finnst mér eins og ég sé ab heimsækja ættingja hér á íslandi," sagbi Chretien, forsætisrábherra Kanada, í ræbu sem hann hélt á alþjóba- þingi frjálslyndra flokka í Reykjavík í gær. Chretien hvatti skoðanabræbur sína á þinginu til dáða og benti á ab frjálslynd viðhorf væru í Nýr ríkisáttasemjari tekur viö um áramót: Tekist á bak vib • •• Þótt tæpur mánubur sé þangab til umsóknarfrestur um emb- ætti ríkissáttasemjara rennur út, eru abilar vinnumarkabar- ins þegar farnir ab þreifa fyrir sér um væntanlegan eftir- mann Gublaugs Þorvaldssonar sem verbur sjötugur á árinu. Geir Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og aöstoðarríkis- áttasemjari, sem gengt hefur starfi ríkissáttasemjara í haust í veikindaforföllum Guðlaugs, segist ekki hafa áhuga á stöb- unni og mun því ekki sækja um. Samkvæmt heimildum Tímans er talið ab baráttan um embætt- iö muni standa á milli þeirra Þóris Einarssonar, prófessors í viðskjptadeild Háskóla íslands, og Birgis Guðjónssonar, skrif- stofustjóra Starfsmannaskrif- stofu fjármálaráöuneytisins. Báöir þessir einstaklingar em taldir eiga stuðning meðal at- vinnurekenda og verkalýðs- hreyfingar, en endanleg ákvörð- un er hinsvegar í höndum Guö- mundar Árna Stefánssonar fé- lagsmálarábherra sem skipar í stöbuna. Þótt kratar hafi verib iönir viö aö koma sínum mönnum í emb- ætti hjá hinu opinbera virðast aðilar vinnumarkaðarins ekki óttast aö flokksskírteinið eitt og sér muni rába ákvörðun félags- málarábherra að þessu sinni. Þab helgast einkum af því að hingað , tii hefur .enginn verið.skipabux í embætti ríkissáttasemjara án þess ab fyrir liggi samþykki abila vinnumarkabarins, auk þess sem litlar líkur eru taldar á því að kratar vilji efna til ófriðar um nýjan ríkissáttasemjara, sem fær eldskírn sína strax um áramótin þegar kjarasamningar á almenn- um vinnumarkaði veröa lausir. Umsóknarfrestur um embætti ríkisáttasemjara er til 7. október n.k. og er búist aö þó nokkur fjöldi manna muni sækja um stöðuna og eflaust einhverjar konur, en engin kona hefur gegnt þessu embætti til þessa. Þá er embætti ríkissáttasáttasemjara þokkalega launab, en ríkissátta- semjari er meb samsvarandi laun og.bæstaréttaxdómarar. . , , , p, sókn víöa um heim, sem væri fagnaðarefni þar sem ástandið í heiminum krefðist raunhæfra viöbragða. Frjálslyndi flokkur- inn í Kanada vann gríðarmikinn kosningasigur í fyrra og skildi íhaldsflokkinn eftir í sárum meö abeins tvo fulltrúa á kanadíska sambandsþinginu. Chretien sagbi ab um þessar mundir væri libið ár frá því að flokkur sinn lagði upp í kosn- ingabaráttuna og að þema þeirr- ar baráttu ætti við jafnt í dag og fyrir ári. Það ætti í rauninni er- indi um allan heim. Þetta þema snerist um mikilvægi þess ab skapa einstaklingunum tækifæri á tíunda áratugnum. Grundvall- arsjónarmið frjálslyndisstefn- unnar um frelsi einstakling- anna, sem þó næbist aðeins ef fyrir hendi væri ákveðið jafn- ræði tækifæranna, hafi verib þab svar sem flokkur sinn hafi gefib gegn stöðnun og atvinnu- leysi. Þessi vandamál, stöönun, kerfisbundið atvinnuleysi og jafnvel fátækt sem sundraöi fjöl- skyldum, æli af sér félagsleg vandamál og leiddi ungviöib út á glapstigu og óregla og glæpir væru vandamál sem þekkt væru um allan heim. í Kanada sagbi Chretien ab tekist hafi aö snúa ,hjó}ipu vjb á undraskömmum tíma meö því ab beina athygl- inni ab fólki, með því að fjár- festa í fólki. Nefndi hann máli sínu til stuðnings dæmi um hvernig hernabarútgjöld hefðu verið dregin saman og fjár- magni þess í staö veitt í ab styrkja ýmsar framkvæmdir sem skapað hefðu þúsundir starfa. Þá sagði kanadíski forsætisráö- herrann að mikil áherslubreyt- ing hafi oröiö í atvinnumálum og ríkisstjórn frjálslyndra lagt alla áherslu á aö styrkja og stybja viö smáfyrirtæki og meö- alstór fyrirtæki. Loks vakti það athygli aö Frjálslyndi flolckur- inn lítur á þaö sem brýnt verk- efni að endurskoða frá grunni kanadíska velferbarkerfið, ekki síst atvinnuleysistryggingarnar. Að sögn Chretien er abalgalli kerfisins sá að það virðist ekki skila þeim, sem leita á náðir þess, til baka sem virkum þegn- um sem skapa verðmæti fyrir þjóðfélagið, heldur er tilhneig- ing uppi til að þeir sem leita á náðir kerfisins staöni og verði háðir því. Þess vegna, sagði hann, er brýnt að finna leiöir og úrræði til að virkja þá, sem þurfa af einhverjum ástæðum að leita til velferöarkerfisins, aftur í hrynjandi þjóðfélagsamsturs- ins. ■ Jean Chretien, forsœtisrábherra Kanada: jean Chretien, forsœtisrábherra Kanada, fór frá ísiandi í gcerkvöldi eftir aö hafa sótt og ávarpab alþjóbaþing frjálslyndra flokka. Halldór Ásgrímsson, for- mabur framsóknarflokksins, fylgdi kanadíska forsœtisrábherranum til flugvélarinnar. Tímamynd cs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.