Tíminn - 10.09.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.09.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. september 1994 5 ^ 0 Timamynd CS Ofgar eða málamiðlanir Jón Kristjánsson skrifar Stundum heyrist því fleygt í stjórnmála- baráttu og mannlegum samskiptum að málamiðlanir séu leiðinlegar og óspenn- andi. Best sé að hafa hreinar línur og halda sig við þær. Vissulega er sú pólitík einföld að sitja við sinn keip og miðla ekki málum. Sag- an geymir aragrúa af dæmum um for- ustumenn sem unnu og vinna í slíkum anda. Því miður er sú saga oft blóði drif- in. Grunnur öfganna Öfgastefnurnar byggja á pólitík hinna hreinu lína, að taka djúpt í árinni og sitja við sinn keip. Af þeirri rót var kommún- isminn, sem hélt þjóðum Austur-Evrópu í helgreipum um áratugi. Sú stefna freist- aði margra á sínum tíma, og fjölmargir ágætir menn gengu til fylgis við hana á þeim forsendum ab þarna færi fólk, sem vissi hvab það vildi og hefði lausnir á reiöum höndum í þjóðfélagsmálum. Grunnur kommúnismans var oftrú á ríki og skipulag þar sem mannlegu eðli var gleymt. Þessi trú, að skapa þjóðfélagið eftir fyrirfram gerðri áætlun, gekk svo langt að ryðja þurfti óþægilegum ein- staklingum úr vegi til þess að ná settu marki. Saga Sovétríkjanna geymir hræöi- leg dæmi um þetta. Áætlanagerðin, for- sjárhyggjan, hib umlykjandi ríkisvald dró láaftinn úr fólkinu, og skapaði um leiö stétt forréttindafólks sem hélt kerf- inu gangandi. Að lokum hrundi þetta þjóðskipulag á skemmri tíma heldur en nokkurn gat órab fyrir, miðab við hvað það virtist vera traust í sessi. Hin greiöa leiö græöginnar Andstaba þessa kerfis er hið kapítalíska þar sem fjármagnið ræður. Öfgadæmin í því kerfi eru ekki falleg, fremur en kommúnisminn. Bilið milli ríkra og fá- tækra er hrikalegt og leiðin fyrir græbg- ina er oft greið í þessu skipulagi. Óprúttnir fjármálamenn og skipuleg fjár- glæfrasamtök eða þaðan af verri glæpa- samtök leika lausum hala þar sem jarb- vegur er bestur og stjórnmál vanþróuð. Mýmörg dæmi eru um þetta og mismunun fólks, til dæmis í Suður- Ameríku, var næring fyrir stuðningsmenn kommúnismans á Vest- urlöndum, sem bentu á þjóðfélagsástandið í þessum ríkjum máli sínu til stuðnings. Frjálshyggjan Hin svokallaða frjálshyggja er afsprengi kapítalískra stjórnarhátta. Inntakið í henni er það ab markaðurinn sé hinn eini réttláti leiðtogi í vibskiptum og stjórnmálum. Hann einn segi til um hvort hlutirnir eru skynsamlegir eða ekki, annar mælikvarbi sé ekki til. Sam- kvæmt frjálshyggjunni eiga umsvif og af- skipti ríkisins af þegnunum að vera í al- gjöru lágmarki. Þetta eru stjórnmál hinna hreinu lína. Þessi hreintrúarstefna er vel þekkt hér- lendis, þótt áhangendur hennar hafi heldur hægara um sig í bili. Andinn er þó ekki fjarri. Miöjan Það er alveg ljóst að stjórnmál, sem stefna að farsæld þjóðfélagsþegnanna, eru stjómmál miðjunnar. Þau geta verið flókin, og þurfa að byggjast á málamibl- unum í mörgum tilfellum. í stjórnmál- um miðjunnar er afskipti ríkisvaldsins ekki bannorð, ef það þykir henta, en miðjumenn í stjórnmálum eru þó ekki sérstakir talsmenn ríkisafskipta. Miðjan í stjórnmálum metur einstaklinginn mik- ils og vill velferð allra. Sú velferð verður að nást með framtaki einstaklinganna og framsæknu og arðbæru atvinnulífi sem byggist á því. Miöjumenn í stjórnmálum hafna því að sparka þeim hluta fólks, sem stendur höllum fæti í lífinu, í göturæsið. Frjálslyndir bera saman bækur sínar Þessa dagana stendur yfir í Reykjavík alþjóðlegt þing þeirra flokka sem aðhyllast frjálslynd viðhorf. Þessir flokkar eru vissulega ólíkir inn- byrðis og stefnumál þeirra og ýmsar gjörðir bera svip af þjóðfélagsástandinu í heimalandinu. Þeir hafa þó bundist sam- tökum um það að vinna saman í anda frjálslyndis og berjast fyrir lýðræði og mannréttindum og efnahagslegum framförum. Þótt jafnaðarmannaflokkar og íhalds- flokkar hafi ráðið miklu um stjórnmál í okkar heimshluta, samanber hina stóru jafnaðarmannaflokka í Evrópu, hafa frjálslynd viðhorf haft mikil áhrif. Skyn- samlegar leiðir finnast ekki án málamiðl- ana. Hin stóru vandamál Ég hef átt þess kost nú þessa dagana að hlýða á fyrirlestra og ávörp á þinginu á Hótel Loftleiðum. Þab er mönnum hollt, sem hrærast í stjórnmálum, að hlusta á sjónarmið annarra og kynnast viðhorf- um þeirra til vandamála umheimsins. Þaö er nú svo í breyttum heimi, að vandamál umheimsins eru okkar vanda- mál. Ég varð þess fljótt áskynja hvaða mál standa upp úr á alþjóðavettvangi um þessar mundir. Áhyggjur yfir gegndar- lausri fólksfjölgun og vaxandi atvinnu- leysi. Hundruð milljóna eru atvinnulaus- ar um heimsbyggðina og enn fleiri lifa undir fátæktarmörkum. Þetta er þeim of- arlega í huga, sem hugsa til þess að vænt- ingar fylgja hverjum einstaklingi, sem í heiminn er borinn, að hann geti lifað mannsæmandi lífi. Fleiri og fleiri eru bornir í heiminn með vonleysið að fylgi- naut og systur þess fátæktina og örbirgð- ina. Sú skylda hvílir á stjórnmálamönnum að reyna að finna leiðir. Sú skylda hvílir einnig á þeim, sem ráða fjármálum og fyrirtækjum, að hafa siðferðilega sýn á tilveruna og muna aö fjármagnið á að nýtast í allra þágu. Tilgangur frjálsra viöskipta Það er viðtekin skobun á Vesturlöndum að frjáls heimsvibskipti séu tæki í barátt- unni við fátækt og atvinnuleysi, ásamt aukinni menntun. Enn er langt í land til frjálsra viöskipta, og það er viðurkennd staðreynd að höftin í því efni bitna ekki síst á þeim þjóöum, sem verst standa efnahagslega. Hitt er mikilvægast að sið- ferðilegur grunnur sé ab baki frelsi við- skipta og fjármagns í veröldinni, að þessi tæki séu notuð í þágu allra, en ekki fárra. Á slíkt siðferði skortir mikið enn, mikil hætta er í því fólgin. Þess vegna er nauð- synlegt að hófsöm viðhorf eigi upp á pallborðiö í hinu alþjóðlega samfélagi og stjórnmálamenn með þau að leiðarljósi hafi áhrif. ■ Éjjn^ Menn málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.